Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976. Öryggiskröfur vagnstjóra SVR: Samkomulag við gatnamála- stjóra aö láta ekki strætis- vagna aka á negldum dekkjum „Við erum í alveg sama báti og vagnstjórarnir hvað þetta varðar. Við vil jum auðvitað að öryggið sé hið bezta, sem hugsast getur. En það verður að taka tillit til þess, að það er hægara sagt en gert að búa alla vagnana negldum snjó-' hjólbörðum og keðjum,“ sagði Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, í sam- tali við fréttamann DB í gær. I blaðinu í gær var sagt frá ásökunum vagnstjóra SVR vegna þess sem þeir kalla „algjöran van- búnað“ strætisvagnanna til að aka í hálku. Eiríkur Asgeirsson sagðist í gær ekki geta sagt til um hvort eða hvenær strætisvagnarnir, yrðu búnir þeim öryggisútbúnaði, er vagnstjórarnir færu fram á. „Undanfarin þrjú ár hefur verið samkomulag um það við gatna- málastjóra, að vagnarnir væru ekki á nagladekkjum,“ sagði Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða byggingatæknifræðing til starfa í Línudeild. Laun skv. kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116, Reykjavík. i-Canon Palmtronic MERKIÐ SEM HELDUR VELLI jr KEPPNINNI SKRIFVÉUN SiiiUirlamlshniul 12 Til Júlanna riiiuiu i \ KHZLANAHÖI.UNNI 2. Iia-ú l.aiigaM'UÍ 21». Strætisvagnastjórum þykir skjóta skökku við að fá ekki sjálfir negida hjólbarða undir vagnana vegna samkomulags gatnamálastjóra við stjórn SVR, þegar bifreiðar gatnamálastjóra eru á negldum hjólbörð- um. Eiríkur, „og á því hefur ekki orð- ið breyting, en stjórn SVR hefur enn ekki tekið afstöðu til málsins. Það bar við nokkrum sinnum í fyrra og hittifyrra, að ekki væri brugðizt nægilega skjótt við af hálfu gatnamálastjóra með salt- burði þegar hálka varð, en nú hefur verið lofað að verða snar- lega við öllum beiðnum okkar um saltburð. Við leggjum mikla áherzlu á að það bregðist ekki í ár.“ Eiríkur sagði ennfremur að Umferðarnefnd, Bifreiðaeftirlit ríkisins og gatnamálastjóri hefðu skilað umbeðnu áliti um notkun negldra snjóhjólbarða. Svör þess- ara aðila hefðu ekki verið á þá lund, að naglana bæri að telja heppilegustu lausnina, frekari saltburður ætti að duga. Sem dæmi um þá erfiðleika sem við er að etja má nefna, að hver strætisvagn í fullri notkun ekur um tíu þúsund kílómetra á mánuði. Aætlað hefur verið að naglarnir dugi til um fimmtán þúsund kílómetra aksturs, að sögn Eiríks Asgeirssonar. Fréttamaður blaðsins ræddi í gær við tvo vagnstjóra, Sigurð Gíslason og Trausta Gunnarsson, sem fulltrúa þeirra 40-50, er sóttu fund í fyrrakvöld þar sem sam- þykkt var ályktunin er greint var írá í blaðinu í gær. Sögðu þeir að ástandið færi sifellt versnandi hvað snerti öryggisútbúnað vagnanna, eink^ um og sér í lagi vegna hins sívax- andi umferðarþunga. „Það sem við erum að tala um eru ekki annað en sjálfsagðar og nauðsyn- legar öryggisaðgerðir," sögðu þeir. „Þetta er í þágu allra, far- þega nátfúrulega fyrst og fremst, og ekki síður fyrirtækisins og okkar vagnstjóranna. Við höfum engan áhuga á að verið sé að gera tilraunir með okkur í umferðinni á meðan aðrir, svo sem starfs- menn gatnamálastjóra, eru með öll dekk þrælnegld, en við í stór- hættu með kannski hundrað manns í bílunum.“ Það sem vagnstjórarnir fara fram á eru negldir snjóhjólbarðar undir strætisvagnana, keðjur til taks og ríflégan saltburð þegar þess er þörf og þá eins fljótt og auðið er. Kópavogsvagnarnir eru búnir negldum dekkjum og keðj- um — og hafa nú nær allir vagn- stjórar hjá Strætisvögnum Kópa- vogs undirritað yfirlýsingu um stuðnding við starfsbræður sína i Reykjavík. Vagnstjórum SVR hef- ur nú verið lofað keðjum á „flot- ann“. „Þeir peningar, sem varið er til öryggismála, skila sér örugg- lega aftur,“ sögðu vagnstjórarnir. Nefndu þeir sem dæmi, að á tíma- bilinu frá desember 1975 til apríl 1976 hafi tjón SVR af völdum umferðarinnar numið níutíu þús- und krónum á dag. „Þetta teljum við ábyrgðarhluta fyrir okkur, og við þykjumst vissir um að farþeg- arnir standa með okkur þegar þeir vita hvernig er í pottinn bú- ið,“ sögðu þeir. í samtali blaðsins við þá Sigurð DB-mynd Árni Páll og Trausta kom m.a. fram, að á fundi vagnstjóranna á sunnudags- kvöldið hefði verið lesið upp bréf frá Inga U. Magnússyni gatna- málastjóra til stjórnar Strætis- vagna Reykjavíkur, þar sem fram kom sú staðhæfing, að borgin gæti ekki borið kostnað bæði af nagladekkjum strætisvagnanna og saltburði á götur borgarinnar. Þeir vildu hins vegar leggja á það" áherzlu, að saltmokstri yrði ekki hætt, „höfuðpóstarnir" salt og naglar yrðu að haldast í hendur, sögðu þeir. „Við erum í rauninni furðu lostnir að þurfa að standa í svona baráttu," sögðu þeir að lokum. „Þetta eru svo augljóslega sam- eiginlegir hagsmunir allra, að við ættum ekki að þurfa að tala um þetta. Og vist er okkur þvert um geð að stöðva akstur á einhverj- um leiðum þegar ófærðin er okk- ur um megn.“ -ÓV KRAUMANDI SPENNA í „LOKUÐUM” HEIMI — Hasarsögur frá skákborðinu Hasarsögurnar i jólabókaflóð- inu blikna flestar við hliðina á sóknarskákunum hans Friðriks Ólafssonar. Frásögnin er snilldar- leg, skákirnar flestar æsispenn- andi, og kynningin á heimskunn- um skákmeisturum flytur lesand- ann inn í heim, sem oftast er lokaður öðrum en þeim, sem standa í slagnum. „Að tefla skák er ekki eingöngu keppni heldur líka sköpunarstarf, og því er áreiðanlega þannig farið um flesta skákmenn, að vissar skákir verða þeim hugleiknar á sama hátt og tiltekin verk lista- mannsins verða honum kærari en önnur," segir Friðrik um skákina, sem hann tefldi við Kavalek í Wijk aan See 1969. „I vorbyrjun 1974 þekktist ég boð um að tefla á skákmótinu i LasPalmas og strax í upphafi mót- sins varð ég þess áskynja, að ég átti óvenju létt með að tefla. Vinningarnir streymdu til mín hver á fætur öðrum, án þess að ég þyrfti ýkja mikið fyrir hlutunum að hafa, og á tímabili leit út fyrir. að ég ætlaði hreinlega að stinga alla keppinauta mína af. En þá syrti skyndilega í álinn. Ég tapaði tveimur skákum í röð og í þeirri þriðju tókst mér með naumindum að merja jafntefli á móti ne-'sta manninum. Það var ekki heil orú í taflmennsku minni á þessu tíma- bili og mér hefur eiginlega alltaf verið hulin ráðgáta, hvernig þessi snöggu umskipti gátu átt sér stað. Mér tókst þó að hrista af mér slenið og koma mér i gang á ný...“. Lengra verður þessi frá- sögn ekki rakin, en hún er sæmi- legt dæmi um það, hvernig Frið- rik Ólafsson kynnir atburðarás á móti. Kraumandi spenna innbyrð- is á milli keppenda gefur skákun- um sjálfum lítið eftir. Skákáhugamenn hafa ekki að- eins eignast jólabókina sina eftir þetta elskulega hörkutól, sem Friðrik Ólafsson er, heldur líka ævilangan vin í bókaskápnum. BS í Hlégarði á annan í jólum 3 HLJÓMSVEITIR ÁRBLIK - BÚBÓT - LOS BRILLANTINOS Sætaferöir frá BSÍ kl. 10,15

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.