Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 Leikfanga- úrvalið er hjá okkur BRÚÐURNAR SEM GRATA þegar snuðið er tekið frá þeim BILJARDBORÐ 80x80 cm. einnig Bobspil. Brúðukerra kr. 4.860.- Brúða 50 cm kr. 3.790.- TONKA LEIKFONG úr stáli Veghefill kr. 5.980.- Grafa kr. 4.225.- RANGE ROVER kr. 1.850,- Venjulegur á kr. 1 LeiKtangaver Klapparstíg 40 1 Sími 12631 ÆFINTVRAMAÐURINN ásamt alls konar fatnaði og fvlgihlutum. Brúða 60 cm kr. 5.760,- Bangsi 40 cm. kr. 1.770,- Vagga kr. 3.900,- Hvað segja þingmenn um fjárlögin og skattafrumvarpið? Hvar segja þihg- menn svona rétt fyrir langt jólafrí sitt? Dag- blaðið leit inn hjá þeim í gær, þegar þingfundur var að hefjast, og spurði um álit þeirra á f jarlögun- um og skattafrum- varpinu. Jón Skaftason: „Eins og hundur sem bíta vill í skottið á sér” ,,Við fljótlega yfirsýn sýnist ýmislegt í þessu vera til bóta frá því: sem er. Ég tel, að fyrst og fremst verði að tryggja með skattalagabreytingunum minni skattbyrði launþega,“ sagði Jón Skaftason alþingismaður (F) um nýjá skattafrumvarpið. ,,Eg hef áður lýst því yfir, að mér ofbjóða hækkanir fjárlaga ár frá ári,“ sagði hann um fjárlögin. ..Verðbólgan hefur verið stærsta vandamál íslenzks efnahagslífs á undanförnum árum. Há fjárlög eru mikill verðbólguvaldur, og ég tel, að núverandi ríkisstjórn hefði strax í byrjun kjörtímabils átt að hefja róttæka endurskoðun á helztu útgjaldalöggjöf ríkissjóðs í þeim tilgangi að spara í ríkis- rekstrinum auk samræmdra að- gerða í peningamálum og á sviði einkaneyzlu. Því miður hafa þess- ar aðhaldsframkvæmdir ekki ver- ið nægilega róttækar né markviss- ar. Það hefur sýnt sig, meðal ann- ars nú, að þrátt fyrir ýtrustu að- haldssemi fjármálaráðuneytis og fjárveitinganefndar þá dugir það skammt til að halda vexti fjárlaga innan skynsamlegra marka. Reynslan sannar ótvírætt, að á tímum óðaverðbólgu fullnægja fjárframlög ríkis til nauðsynlegra samfélagsframkvæmda og þjón- ustu sífellt verr þörfinni sökum verðlagshækkana. Aðstöðu okkar alþingismanna við þessar aðstæð- ur má því líkja við þá hjá hundi, sem bíta vill í skottið á sér og snýst og snýst en fjarlægist stöð- ugt takmarkið, unz hann gefst upp alveg ringlaður,“ sagði Jón Skaftason. -HH Jón Skaftason Myndir Arni Páll Magnús Torfi Ólafsson: „Margir lausir endar’' „Skattafrumvarpið er svo nýlega komið fram, að engin leið er að mynda sér heildarskoðun. Mér sýnast þær breytingar, sem ég hef glöggvað mig á, vera til bóta. En það er spurningin, hvort nógu langt hafi verið gengið,“ sagði Magnús Torfi Ölafsson al- þingismaður (Samtökunum). ,,Ég er mjög óánægður með, hvernig staðið hefur verið að af greiðslu fjárlaga. Sérstaklega te ég, eins og hefur verið, að fjárlög in séu hvergi nærri eins traust 0| þyrfti að vera. Þar eru ýmsir laus ir endar, sem síður en svo haft verið festir. Fjárlögin gætt reynzt jafnhaldlítil og dæmir hafa sannað undanfarin ár,“ sagði hann. -HH Magnús Torfi Olafsson Magnús Kjartansson: „Stjórnarliðið allt feíldi tillögu mína" ,,Eg flutti við aðra umræðu fjárlaga stóra breytingartillögu, um 20 prósenta hækkun elli- og örorkubóta," sagði Magnús Kjart- ansson alþingismaður (AB). „Þetta eru ekki nema 8000 krónur fyrir hvern einstakling, en hópur- inn er stór, svo að útgjaldaaukn- ingin yrði tveir og einn þriðji milljarður. Eg benti á, að mörg væri matarholar, t.d. kom í ljós annars staðar á Norðurlöndum, þegar breytt var úr söluskatti í virðisaukaskatt, að stolið var und- an söluskatti 10-20 af hundraði. Þarna væri hægt að fá það fé, sem vantaði. Tillögu mína felldi stjórnarlið- ið allt. Eg tel það vera mjög alvar- legt. Það er mælikvarði á velferð- arríki, hvernig búið er að þessu fólki. Við þriðju umræðu fjárlaga- frumvarpsins fl.vt ég allstóra breytingartillögu um stofnlínur raforku og styrkingu á dreifikerf- inu. Nú á Sigalda að hefja starf- rækslu eftir áramót, en ekki er" búið að tengja öðruvísi en svo, að hún nær bara til Landsvirkjunar- svæðisins, þar sem enginn orku- skortur er, sem betur fer. Ekki er séð fyrir, að aðrir landshlutar, sem afskiptir eru, geti notið góðs af. Nú er eftir að sjá undirtektirn- ar við þessa tillögu. Það er alvarlegur galli á fjár- lögunum, hversu lítið er hugsað til þátta af þessu tagi. Frarn- kvæmdir eru skornar niður en skriffinskan aukin. Stefnt er að því, eins og frarn hefur komið hjá forsætisráðherra, að draga úr samne.vzlunni. sem er forsenda velferðarþjóðfélags." Magnús kvaðst enn ekki hafa haft aðstöðu, vegna veikinda, til að kynna sér skattafrumvarpið. Eyjólfur Konráð Jónsson „Fjárlög á yztu nöf ’ Eyjólfur Konráð Jónsson al- þingismaður (S) sagði, að skatta- frumvarpið væri svo nýkomið, að erfitt væri að meta það. Þó teldi hann, að það væri fremur til bóta. Um það ætti eftir að fjalla ítarleg- ar og vafalaust gera á því margar breytingar. „Fjárlögin eru á yztu nöf, á þvi er enginn vafi,“ sagði Eyjólfur. Hann taldi þó ekki, að halli yrði á rikisbúskapnum. 30 marz 1949 nefnist nýútkom- in bók sem bókaútgáfan Örn og Örlygur gefur út. Höfundar eru Baldur Guðlaugsson og Páll Heið- ar Jónsson. Bókin er i tveimur hlutum. Fjallar f.vrri 'hlutinn um þróun alþjóðamála, upphaf kalda stríðs- ins, herstöðvarbeiðni Bandaríkj- anna 1945, Keflavíkursamninginn 1946, Marshallaðstoðina 1948, en þó ítarlegast um viðbrögð ís- lenzkra stjórnmálamanna við þeirri hugmynd, að vestrænar þjóðir hygðust stofna með sér bandalag — Atlantshafsbandalag- ið. Þessi fyrri hluti er eftir Bald- ur Guðlaugsson. Síðari hluti bókarinnar fjallar um sjálfar óeirðirnar 30. marz 1949, aðdraganda þeirra. liðssafn- að sjálfstæðismanna og hvernig að honum var staðið, umræður manna að Þórsgötu 1, i höfuð-, stöðvum sósialista, um það hvern- ig við skyldi brugðizt, hvernig varalið lögreglunnar, „hvítliðarn- É.vjólfur K. Jónsson ir", var valið og hver verkefni þess átti að vera. -KP. Hins vegar væri enginn ánægð- ur með það, sem hann fengi. HH KALDA STRIÐIÐ 0G 0EIRÐ- IRNAR Á AUSTURVELLI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.