Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 10
10 DA(iBLAÐIÐ. ÞKIÐ.JUDACiUR 21. DESEMBER 1976. frfálst,úháð dagblað Utgefandi DagblafiiA hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Stoinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Palsson. Blafiamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katijn Pólsdóttir, Kristín Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamleifsson, Sveinn Þormóösson. Gjaldkori: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuAi innanlands. í lausasölu 60{)kr. eintakiö. Ritstjóm Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Engin þörungarök Erfiðleikar Þörungavinnslunnar við Breiðafjörð eru eklci Rann- sóknarráði ríkisins að kenna samkvæmt bréfi, sem framkv.- stjóri þess og þingmaður Vest- fjarða, Steingrímur Hermanns- son, ritaði í Dagblaðið á fimmtu- daginn. Segir hann Rannsóknaráð ekki hafa átt aðild að málinu síðan í október 1972. Ennfremur segir Steingrímur, að nú sé of snemmt að kveða upp dóma yfir aðilum Þörungavinnslunnar, þar sem iðnaðar- ráðuneytið sé að rannsaka mál hennar. Þetta síðara atriði kann að vera rétt hjá Steingrími, en hitt er svo öllum ljóst, hvað sem eignaraðild líður, að starfsmenn Rannsóknaráðs hafa fóstraö þetta vandræðabarn allt til þessa dags. Bréf Steingríms er athyglisvert fyrir þá sök, að þar er engin tilraun gerð til að svara hinum alvarlegu ákúrum, sem stjórn Þörunga- vinnslunnar sætti í leiðara Dagblaðsins frá 7. desember. Svo virðist sem efnislega séu engin svör á reiðum höndum. Engin tilraun var gerð í bréfinu til að skýra, hvers vegna bolað var frá rannsóknum þeim manni,sem í 17-18 ár hafði annazt þær. Engin tilraun var gerð til að skýra, hvers vegna menn Rannsóknaráðs og aðrir stjórnarmenn Þörungavinnslunnar neituðu að lesa skýrslur þessa manns og hlusta á aðvaranir hans. Sigurður V. Hallsson efnaverkfræðingur hafði komizt að raun um, að töluverðir mögu- leikar voru á, að þörungavinnsla á Reykhólum gæti orðið aróbær, ef sigrazt yrði á ýmsum vandamálum. Eitt þeirra var léleg afkastageta þangskurðarpramma og hið síöara hitaskiptin í þurrkofnunum. Þegar Sigurður fór frá, var síðara vandamálið leyst, en hið fyrra óleyst. í bréfi Steingríms var engin tilraun gerð til að skýra, hvers vegna hinir nýju sérfræðingar hans töldu 11 þangskurðarpramma nægja, er Sigurður hafði talið 24 nauðsynlega. Því er hér enn spurt: ,,Var þetta fölsuð spá til þess að gera tvísýnt dæmi girnilegt? Hvers vegna viður- kenna hinir nýju sérfræðingar fyrst núna í verki þá skoðun Sigurðar, að enn sé handskurður þangs illskárri en notkun prammanna? í bréfi Steingríms er engin tilraun gerð til að skýra, hvers vegna hinir nýju sérfræðingar hans töldu ástæðulaust að kaupa hitara, er nýtt gætu heita vatnið allt niður í 20-25 gráður á Celcius. Sigurður hafði þó lagt það til eftir margvíslegar tilraunir, enda hefði þá heita vatnið í borholunum nægt. í staðinn voru keyptir hitarar, sem nýttu vatnið aðeins niður í 60 gráður. Og nú kveina hinir nýju sérfræðing- ar um, að heita vatnið sé of lítið! Þannig er starfað í þjóðfélagi óskhyggjunn- ar. Ef einn sérfræðingurinn er með efasemdir, er honum sparkað og fengnir nýir, er framleiða álitsgerðir að skapi framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs og þingmanns Vestfjarða. Ætt er áframí blindni og 270 milljón króna tapi á tveimur árum. Hvers konar hollráðum er hafnað. Og þegar allt er komið í kaldakol, er heimtað enn meira hlutafé úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Hvaðan kom i jólastjarnan? — athyglisverðar kenningar brezks eðlisfræðings Þegar jólin nálgast fara stjörnufræðingar að beina hug- anum að Bethlehem- stjörnunni, þessu dularfulla fyrirbæri sem Biblían segir að hafi vísað vitringunum leiðina að jötunni, þar sem nýfæddur Jesús lá. Stjörnufræðingarnir hætta að leita að og skoða reikistjörn- ur og sólkerfi, en opna biblíur sínar og leita að frásögnum af stjörnunni. Fjöldi tilgátna hefur komið fram á undanförnum árum: að stjarnan hafi verið halastjarna, að hún hafi verið glóandi stjörnutegund, sem kölluð er Nova, að þetta hafi verið Venus eða þá helgisaga. Nýleg athugun á gögnum málsins, — sagnfræðilegum, goðsögulegum og stjarnfræði- legum — var nýlega gerð af eðlisfræðingnum David Hughes við Sheffield-háskóla í Eng- landi. Hann telur sig nú hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að „jólastjarnan" hafi verið þre- föld mæting stjarnanna Satúrnusar og Venusar árið 7 fyrir Krist. Slíkar mætingar verða á hundrað og tuttugu ára fresti. ....... Þegar nær dregur jólum er eins og andblær hugarfars- breytinga nái til flestra manna. Margir kaupsýslumenn eiga af- komu sína undir því, að jólasal- an verði sem mest, enda rýkur auglýsingamoldviðrið alla föst- una. Ég held, að sölumennskan og kaupæðið, sem magnast mjög fyrir.jólin, sé einn veiga- mikill þáttur þeirrar efnahags- legu og andlegu upplausnar, sem þjóð okkar virðist nú kom- in í. Það er þó marg fleira, sem veldur þessu. Heimtufrekja margra forystumanna þrýsti- hópa, skólafólks og fleiri á þar líka stóran hlut. Stærsti skaðvaldur okkar er þó hin óhóflega áfengisneyzla, sem veldur meira böli á fjöl- mörgum sviðum en tárum taki. Brennivínsunnendur halda því oft fram, að ríkið megi ekki við því að tapa vínsölunni. En hvað kosta öll bílslysin, sem stafa af vínnotkun? Hvað um öll þau heimili, sem vínneyzla leggur í rúst? Hvað um börnin, sem al- asi upp á drykkjuheimilum? /Etli stjórnmálamenn, nefndir og ráð, verði hæfir til að laka Það sem gerist er að þrisvar sinnum á sex mánaða tímabili nálgast Venus og Satúrnus verulega. Slíkt ætti alls ekki að hafa farið fram hjá glöggum stjarnfræðingum fyrir tvö þúsund árum. En svo að þessi kenning haldi þarf að sætta sig við að Jesús Kristur hafi fæðzt árið 7 „fyrir Krist". Sú full.vrðing Hughes prófessors, að það hafi einmitt verið fæðingarár Jesú. var birt nýlega í brezka vísindatíma- ritinu Nature. Hughes byggir kenningu sína á vel unnu verki, sem b.vggir verulega á þeim mistökum, sem gerð voru þegar tímakerfi okkar (Anno Domini) var fundið upp af rómönskum munki árið 525. Hann bendir hins vegar einnig á frásögn af Heródesi konungi, sem skipaði að Jesúbarnið yrði líflátið. Sam- kvæmt henni lézt Heródes skömmu eftir tunglmyrkvann. sem sást frá Jeríkó og skörnmu fyrir páskahátíðina. Samkvæmt þessu mun hann hafa látizt um vorið árið fjögur fyrir Kr. í Biblíunni er að finna aðrar sagnfræðilegar ábendingar. svo sem að Kýreníus hafi verið landstjóri í Sýrlandi og að María og Jósef fóru til Bethlehem vegna skatt- lagningar (skrásetning svo hægt væri að skattleggja alla). Hughes prófessor gengur út frá því sem vísu að vitringarnir þrír hafi verið snjallir stjarn- fræðingar frá Babýlon. Hlutverk þeirra hafi ekki aðeins verið að fylgjast með himnunum, heldur og að ráða í hvaða jarðneskir atburðir myndu hljótast af gangi himintunglanna. Mæting stjarnanna varð í fiskamerkinu. Steintöflur, sem fundust í Sepnarvain, þar sem þá var Babylonía, sýna að því hafði verið spáð. Fiskamerkið er samtengt Gyðingum i stjarnfræði þeirra. PÍánetan Satúrnus var talin vera ísrael til verndar og Júpíter heilla- eða konungs- stjarna. Allt þetta gæti auðveld- lega gefið stjörnufræðingum og stjörnuspekingum til kvnna að konungur Gyðinga ætti að fæðast í ísrael. Hughes prófessor hefur lýst því hvernig hann ímyndar sér að vitringarnir hafi verið um UMJOL vandasamar ákvarðanir í því vínflóði. sem fylgir stórum sem smáum samkomum stjórn- þáknsins á öllum sviðum? Hvað um öll morðin, líkamsárásirnar, þjófnaðina, innbrotin og skemmdarverkin, sem nær allt er framkvæmt undir áhrifum áfengis og eiturlyfja? Fjárlát íslendinga vegna áfengis og áhrifa þess eru áreiðanlega margföld í krónum, aðeins lítið brot móti hinni gíf- urlegu andlegu upplausn og líkamlegu og sálarlegu vanlið- ■an, sem áfengi veldur. Ég vil skora á ríkisstjórnina, að hún sýni röggsemi og loki nú tafar- laust áfengisverzluninni fyrir jólin. Þá mundi hún gefa þjóð- inni þá mestu og beztu jólagjöf, sem nokkurn tíma hefur verið gefin. Erum við kristin þjóð? Já, við erum það í orði og samt að nokkru leyti á borði. Hin efnahagslega velmegun ásamt trúnni á hið góða hefur skipað þjóðinni á bekk með fremstu þjóðum, hvað viðkem- ur margs konar Hknarmálum og tryggingum. Og það er sann- arlega svart, þegar kristin lönd eru borin saman við hina hrylli- legu eymd hins stóra heims, sem ekki hefur kynnzt hinum mikla áhrifamætti kristinnar trúar, til alls góðs á öllum svið- um. Það er sannarlega ömurlegt, að okkar að mörgu leyti ágæta þjóð, sem hefur, eins og alls staðar blasir við, gifurleg fjár-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.