Dagblaðið - 29.01.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 29.01.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1977. 23 Sjónvarpið annað kvöld kl. 21.25: Sá imiðið nýr maður í Ríö—eða...? Tveggja þátta úttekt Ríó- manna á „ljóðabók" Jónasar Friðriks skálds lýkur annað kvöld kl. 21.45. Fyrri þátturinn, sem einnig bar heitið „Allir eru að gera það gott“, var sýndur sl. sunnudag og er mál manna að þar hafi þeim félögum tekizt vel upp, sérstaklega hvað varðaði fótamennt í hinum margvíslegustu dansatriðum. Þeir Ágúst, Gunnar og Helgi munu í þættinum á sunnu- dagskvöld ljúka við að „mynd- skreyta“ ljóð Jónasar og þar á meðal er lítið ljóð sem ber heitið Óli Jó. Samkvæmt meðfylgjandi mynd mun það verða mynd- skreytt á viðeigandi hátt og hefur Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra nú fyrstur ráðherra orðið til þess að leggja skemmtikröftum íið í saklausu gamni. Slíkt er algengt erlendis og þykir sjálfsagt að ráðherrar og þingmenn reyni að svipta af sér hulu hátíðleika. Þátturinn er á dagskrá klukkan 21.25. Hver er þessi maður með strákunum úr Rió? Sjónvarp Utvarp Útvarpiðá morgun kl. 15.00: Spurt og spjallað um skólamál Það verður rætt um skóla- mál í þættinum Spurt og spjallað. í umsjön Sigurðar Magnússonar. Spurningin sem Sigurður leggur f.vrir viðmælendur sína er stór i sniðum og vafa- laust sýnist sitt hverjum en hún er svona: Samrýmist skólakerfi okkar hugmynd- um yðar um skynsamlegustu leiðir til þess markmiðs að sú kynslóð, sem nú er að vaxa upp, verði fær um að stefna til þeirrar farsældar sem þér viljið að þjóðin megi eftirleiðis fáað njóta? Þátttakendur eru Jenna Jensdóttir rithöfundur, Kristján Friðriksson iðnrek- andi, Kristján J. Gunnarsson fræðslustjóri og dr. Wolf- gang Edelstein. EVI Útvarpið annað kvöld kl. 19.25: Framhaldsleikrit Maðurmn sem borínn var til konungs Framhaldsleikritið sem byrjað verður að flytja í útvarpinu á ntorgun heitir Maðurinn sem borinn var til konungs. Það er eftir enska rithöfundinn Dorothy L. Sa.vers, alls 12 þættir. Leikurinn fjallar um ævi Jesú Krists og styðst höfundurinn að miklu leyti við ritningarstaði guð- spjallanna og lætur guðspjalla-, mann segja söguna. Þarna koma fram mjög margar og margbreyti- legar persónur, eins og gefur að skilja. Höfundur fer nærfærnum höndum um efnið en gerir það þó svo lifandi a.ð okkur finnst sem við séum stödd á þessum fornu slóðum Nýja testamentisins. Það gefur flutningi leiksins aukið gildi að fengin hafa verið frá brezka útvarpinu þau leikhljóð (effektar) og tónlist sem þar voru notuð. Dorothy Leigh Sayers fæddist í Oxford árið 1893. Hún var ein af f.vrstu konunum sem tóku próf frá Oxford-háskóla. Um 1920 fór hún að skrifa sakamálasögur þar sem Peter Wimsey lávarður var aðalsöguhetjan og urðu þær brátt vinsælar. Færri vita þó að hún skrifaði allmörg trúarleg leikrit, meðal annars Maðurinn sem bor- inn var til konungs (The man born to be king)árið 1941. Doroth.v Sa.vers var fjölhæf kona. Hún fékkst einnig við þýðingar á miðaldaskáldskap og varð fræg Margir þekktir leikarar leika i framhaldsleikritinu sem byrjar annað kvöld. Það er leikstjórinn, Benedikt Arnason, sem situr fvrir endanum á borðinu. DB-m.vnd Arni Páll. f.vrir Dante-þýðingu sína. Hún Iézt árið 1957. Maðurinn sem borinn var iil konungs hefur notið mikilla vin- sælda þar sem verkið hefur verið flutt erlendis, ekki sízt í Bret- landi. enda’ mjög áhe.vrilegt verk. Hér verður leikurinn fluttur næstu tólf sunnudaga að loknum kvöldfréttum. Það voru þær Vigdís Finnboga- dóttir og Torfe.v Steinsdóttir sem gerðu þýðinguna en.leikstjóri er Benedikt Arnason. EVI þeim oft erfiðara að losna úr þeim en að komast i. Þá kemur og í ljós viðhorf eldra fólks og sýnd eru dæmi um að oft er góður skilningur á milli þess og unga fólksins. Þættirnir eru alls 14. Þeir eru kanadískir og taka þeir að mestu mið af lífi fólks í Kanada og Bandaríkjunum. EVI Sjónvarpið á morgun kl. 17.00: MannlíTið UNGLINGSÁRIN ,.Jú, þessi þáttur er ekki síður fróðlegur en hann b.vggist ef til vill meira á viðtölum og frásögnum en hinir," sagði Óskar Ingimarsson. þýðandi og þulur þáttanna Mannlífið, en 10. þáttur er á dagskrá á morgun. Ilann fjallar um unglinga á aldrinum 13—18 ára, um breyt- ingarnar sem 'verða á þessum árum, bæði likamlegar og and- legar. Heimsóttur er mennta- skóli þar sem nemendur eru með uppreisnaranda og viðhorf þeirra unglinga könnuð, sem leggjast út, ef svo má að orði Viðhorf eldri og' yngri kvn- slóöarinnar stangast oft á. en skvldi ekki vera hægt að brúa kvnslóðabilið meira en gert er? komast. Teknar eru tali 2 stúlk- ur sem þannig er ástatt fyrir. og kemur í ljós að þessir krakkar lenda i alls konar flokkum og er Sjónvarpið annað kvöld kl. 20.30: Heimsdkn Systurnar i Stykkishólmi Systur úr St. Fransiskusarregl- unni hófu rekstur sjúkrahúss í Stykkishólmi fyrir 40 árum og hafa rekið það siðan. Auk sjúkra- hússins starfrækja þær einnig prentsmiðju og barnaheimili. Sjónvarpsmenn heimsóttu reglu- systurnar um miðjan þennan mánuð og kynntu sér starfsemi þeirra og lífsviðhorf. Umsjón annaðist Magnús Bjarnfreðsson, kvikmyndun Sigurliði Guðmundsson, hljóð Jón Arason og klippingu Ragn- heiður Valdimarsdóttir. EVI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.