Dagblaðið - 08.02.1977, Page 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1977.
■5
Tillagaá Alþingi:
„Vinnuskilyrði
sem stuðla að
starfsgleði”
..Tilgangur laganna verói aö
tryggja öllum landsmönnum
starfsumhverfi, þar sem ekki er
hætta á líkamlegu eöa andlegu
heilsutjóni, en vinnuskilyrði eru í
samræmi við lífskjör þjóðarinnar
og tæknilega getu, stuðla að virð-
ingu vinnunnar og starfsgleði.“
Svo segir í þingsályktunartil-
lögu Alþýðuflokksmanna, sem
fram kom i gær, um vinnuvernd
og starfsumhverfi. „Lögin geri
ráð fyrir eðlilegum íhlutunarrétti
vinnandi fólks varðandi starfsum-
hverfi sitt,“ segir einnig í tillög-
unni, ,,en stefni að því, að verk-
efni og vandamál á því sviði verði
sem mest leyst í samstarfi verka-
fólks og atvinnurekenda, svo og
af samtökum vinnumarkaðarins,
alit innan ramma laga og reglu-
gerða. Núverandi stofnanir, er
gæta öryggis á vinnustöðum, fái
aðstöðu til að annast óhjákvæmi-
legt eftirlit með því, að opinber-
um kröfum sé fylgt á þessu sviði.“
Þá skuli lögin hafa ákvæði urm
starfsaðstöðu fyrir fólk, sem hef-
ur skerta vinnugetu, og stuðla að
því, að það fái í sem ríkustum
rnæli vinnu með heilbrigðum á
venjulegum vinnustöðum.
í greinargerð með þessari til-
lögu um samningu laga af þessu
tagi segja flutningsmenn, að slík
löggjöf hafi undanfarin ár verið í
undirbúningi og nýlega verið af-
greidd á þingum hinna Norður-
landanna.
F.vrsti flutningsmaður er Bene-'
dikt Gröndal.
-HH
Umhverfi vinnandi fólks hefur sitt að segja, innan húss sem utan.
Þessi mynd frá Vestmannaeyjum og sýnir að víða er pottur brotinn í
þessum efnum.
RAFMAGNIÐ ER
ALDREITRYGGT
Á AUSTURLANDI
Skorað á sjönvarpið að endursýna Kastljós
Þegar Austfirðingar voru að
horfa á þáttinn Kastljós í sjón-
varpinu á föstudagskvöld, þar
sem fjallað var um Geirfinns-
málið, sló út rafmagnið á Gagn-
heiði. Þegar slíkt gerist, er
vararafall sem á að taka við. en
sá rafall virkar ekki nema
stöku sinnum.
Því er það eindregin ósk okk-
ar Austfirðinga, að Sjónvarpið
endursýni áðurgreindan þátt
hið allra fyrsta. Mér fannst
fyrirspyrjendur spyrja fyrir al-
þjóð, svo greinilegir og yfir-
lætislausir sem þeir voru að
allra dómi, en hér eystra gát-
um við ekki séð nema um það
bil sjö mínútur af þættinum.
Regína Th/abj.
BIÐ EFTIR LOND-
UN Á ESKIFIRÐI
Verksmiðjan hefur mí tekið á moti
15.600 tonnum af loðnu
Loðnuskipin þurfa nú að biða
einn til tvo sólarhringa eftir
löndun á Austurlandi. Hefur
nú verið landað úr fjórum bát-
um. sem búnir voru að biða í
einnsólarhnng eftir löndun á
Eskifiröi. Santa sagan endur-
tekur sig si og æ. Svona var
þetta á sildarárunum. Ef síld-
veiði var góð í einn til tvo sólar-
hringa. varð löndunarstopp.
Hólmatindur kom inn til
Eskifjarðar í morgun með 50
tonn af stórþorski, eftir nokk-
urra daga útivist. Á morgun ér
væntanlegt til Eskifjarðar, skip
sem tekur 500 tonn af loðnu-
mjöli.
Verksmiðjan á Eskifirði hef-
ur nú tekið á móti 15.600 tonn-
um af loðnu og hefur bræðslan
gengið mjög vel. síðan rafmagn-
ið komst að mestu í lag.
Regína Th./abj.
*
Meiri erlend lán:
Hið síðasta er 18
þúsund á mannsbarn
Enn er aukið á erlendu lánin.
Jóhannes Nordal Seðlabanka-
stjóri, undiríitaði fyrir helgi í
umboði fjármálaráðherra,
samning um opinbert lánsútboð
að fjárhæð 3.816 milljónir
króna á núverandi gengi.
Lánið tekur ríkissjóður sam-
kvæmt lagaheimild um erlenda
lántöku vegna framkvæmda-
áætlunar ríkisins. Andvirði
lánsins skal meðal annars verja
til framkvæmda við virkjanir,
dreifikerfi rafmagns, fiskiðnað
og aðrar útflutningsgreinar.
Lániðer boðið út á alþjóðleg-
um verðbréfamarkáði með 9
v___
prósent vöxtum. Það er afborg-
analaúst fyrstu þrjú árin. Láns-
tími er lengstur 10 ár. Skulda-
bréfin eru seld á 99,5% af nafn-
verði.
Milligöngu um lántökuna
höfðu þessar erlendu fjárfest-
ingarlánastofnanir og bankar,
undir forystu First Boston
(Evrópu), Credit Suisse White
Weld, Hambros Bank, Manu-
facturers Hanover og West-
deutsche Landesbank Giro-
zentrale.
Þetta lán nemur um 18 þús-
und krónum á hvert manns-
barn í landinu. -HH
HVITIR LEÐURSKOR
Sérstaklega
ætlaöirfyrir
starfsfólk
á dömur
ogherra
lcg. 301 1 — I.ilur: 11\ ill leðiir.
Sla'i ðir: 36-1 i — Kr. 1.770
Sla'rðir: ll-lli — Kr. I.97i>,-
...einnig
hentugir viö
heimilisstörf