Dagblaðið - 08.02.1977, Qupperneq 6
H
Erlcndar
fréttir
REUTER v
Mannleg mistök
ollujámbrautar
slysiíChicago
A fundi með fréttamönnum í
Chicago sagði einn yfirmaður
íárnbrauta þar í borg að járn-
brautarslysið, sem þar varð á
föstudaginn var er 11 manns
létu lífið og 172 slösuðust alvar-
lega, hefði orðið vegna mann-
legra mistaka.
Yfirmaðurinn, James
McDounogh, formaður um-
ferðarmálanefndar Chicago-
borgar, neitaði að gefa frekari
upplýsingar en ítrekaði að
vélar hefðu ekki valdið slysinu,
hins vegar væri unnið aó því að
finna út hvers vegna
aðvörunarkerfi vöruðu
lestarstjórana ekki við því sem
verða vildi.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRtlAR 1977.
Soyuz-24 gengur vel —
mun tengjast Salyut-5
Sovétmenn skutu tveimur
geimförum á lof' í geimfari i
gær og virðis'. allt ganga eftir
áætlun. Geimfarið heitir Soyuz-
24 en siðasta geimferð Sovét-
manna endaði með því að
geimfararnir tveir urðu að snúa
við til jarðar eftir að ókleift
reyndist að tengja geimfarið
geimstöðinni Salyut-5 eins og
gera á í þessari ferð, að sögn
TASS-fréttastofunnar.
Geimfarinu var skotið á loft
frá Baikonur-vísindastöðinni í
Mið-Asíu klukkan 12 mínútur
yfir fjögur í gærdag og gekk
skotið vel.
Samkvæmt fyrstu fréttum er
búizt við því að geimferðin
verði ,,venjuleg“, enda þótt hún
hafi verið kynnt í sjónvarpi
sem mikilvægur sigur sovezkra
vísindamanna.
Sal.vut-geimstöðinni var
skotið á loft í júní i fyrra og
hefur aðeins einu sinni verið
farið um borð i hana. Það gerðu
geimfararnir í Soyuz-21 sem
dvöldust þar við rannsóknar-
störf meirihlutann af júlí og
ágústmánuði í fyrra.
Þá dvöldust þeir þar
samanlagt i 48 daga en sam-
kvæmt blaðafregnum þá var
það gefið í skyn að þeir hefðu
Ekkl tókst að tengja síðustu geimflaug Sovétmanna, Soyuz-23 við geimstöðina, en menn eru þess
fullvissir að betur takist tii í þetta sinn.
orðið að hætta við allt saman
vegna taugaálags.
Geimfararnir, sem nú eru á
leið að geimstöðinni, gætu
dvalizt þar mun lengur, ef
tenging geimferjunnar gengur
vel og viðbúnaður allur reynist
í lagi.
Stjórnandi geimferjunnar er
Viktor Gorbatko höfuðsmaður
sem fór einsamall í geimferð
fyrir nokkrum árum og
aðstoðarmaður hans er Yuri
Glazkov, liðsforingi.
Rússnesk rúlletta:
Hressandi Iffsreynsla?
Borgarstjóri [ lítilli borg á
San Salvador lét lifið fyrir
eigin hendi eftir að hafa tekið
þátt í rússneskri rúllettu.
Ættingi mannsins, Paul
Rivera Santin, ságði lögreglu-
mönnum að hann hetði oftsinn-
is tekið þátt í þessum leik.
Sagði hann að rússnesk
rúlletta væri hressandi lífs-
reynsla en leikurinn er i því
fólginn_að eitt skothylki er látið
í skammbyssu sem síðan er
látin ganga á milli sex manna
er allir hleypa af henni við,
höfuð sér, eða þar til einhver
þeirra gefst upp.
- LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER—
Stór rýmingarsala
á veggfóðri
VERÐÁ RÚLLU
KR. 300.
Þetta gerum við þeim til hagræðis sem eru að:
BYGGJA - BREYTA - BÆTA
Lftið við íLitaveri, það
hef ur ávallt borgað sig
Hreyfiishúsinu, Grensásvegi 18
1
m
LiTAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER -