Dagblaðið - 08.02.1977, Page 7

Dagblaðið - 08.02.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977. BYLTINGAR- TILRAUN í EÞÍÓPÍU Þjóðhöfðingi Eþiópíu, Tefari Benti, brígadér, (til vinstri á mynd- inni) og sex aðrir háttsettir herforingjar í stjórn iandsins voru teknir af lífi fyrir helgina í Addis Ababa, eftir misheppnaða tilraun til að steypa marxistastjórninni þar af stóli. Ríkisútvarpið í landinu skýrði frá því í sérstakri fréttaútsendingu, að raunveruiegur leið- togi landsmanna. Mengistu Haile Mariam iiðþjálfi, væri heill á húfi. Hann er hægra megin á myndinni, sem tekin var 1975. Bandaríkjamenn áhyggju- fullir vegna Ginzburg Bandaríkjamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna handtöku sovézka andófs- mannsins Alexanders Ginzburg og endurtekið að þeir muni ekki sitja hjá aðgerðarlausir ef þessu heldur áfram. t þriðju yfirlýsingunni, sem ríkisstjórn Carters hefur sent frá sér síðan hún tók við emb- ætti 20. janúar sl. vegna þess að baráttumenn fyrir mannrétt- indum í Sovétríkjunum hafa verið handteknir, er samúð utanríkisráðuneytisins lýst með málstað Ginzburg. Hefur orðsending verið send sovézkum ráðamönnum. Aiexander Ginzburg Behtu Bretar pyntingum? Crumlin Road-fangelsið hefur þótt illræmt, en auk þess eru pólitískir fangar í haldi í sérstökum búðum. Irska ríkisstjórnin hefur vísað ásökunum sínum á hendur ríkisstjórn Bretlands, þess efnis að pólitískir fangar hafi verið pyntaðir í fangelsum Breta á N-trlandi, til Mannrétt- indadómstólsins í Genf. Segir í kæru írsku ríkisstjórnarinnar að Bretar hafi beitt yfirheyrslu- aðferðum sem nálgast hafi pyntingar. Krefst irska ríkisstjórnin þess að Bretar verði fordæmdir fyrir þessa verknaði auk þess sem þeir verði látnir gefa út yfirlýsingu um að þeir muni aldrei beita þeim á ný. Ríkisstjórn Irlands skaut máli sínu til Mannréttindadóm- stólsins í fyrra, eftir að Mann- réttindanefnd Evrópu hafði komizt að þeirri niðurstöðu, eftir fjögurra ára rannsóknir, að Bretar hefðu beitt fanga sína illri meðferð og jafnvei pyntingum. Munu Bretar hafa haft þessar aðferðir í frammi eftir að lög um handtökur án dóms og laga gengu í gildi árið 1971. Bretar hafa ekki mótmælt niðurstöðum Mannréttinda- nefndarinnar en þeir eru reiðir trum fyrir að ætla að sækja mál sitt fyrir dómstólnum. Líta þeir svo á að afskipti dómstólsins muni einungis verða til þess að erfiðara verði að binda enda á hermdarverk á Norður- trlandi. Israelsmenn vilja selja — Banda- ríkjamenn banna ísraelsmenn munu tapa sem svarar 150 milljónum Banda- ríkjadollara ef Bandaríkja- menn leyfa þeim ekki að selja Ecuadormönnum 24 Kfir orr- ustuþotur, sagði Simon Peres, varnarmálaráðherra ísraels í viðtali í gær. Ecuadormenn hafa undir- ritað kaupsamninginn en sala er háð samþykki Banda- ríkjamanna þar eð þotuhreyfl- arnir eru smíðaðir af General Electric-verksmiðjunum í Bandaríkjunum. Utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna hefur að því er virðist lagzt gegn þvi að af kaupunum verði og hafa tsraelsmenn reynt að fá þá til þess að skipta um skoðun með ýmsu móti að undanförnu. Benti Peres á að ef þeir þver- skölluðust yrði það einungis þeim sjálfum í óhag, því Ecuadormenn myndu þá að öll- um líkindum, kaupa franskar Mirage-þotur. halía: Óttazt að ehurefnin renni ttt í Adríahaf Italir óttast nú meiriháttar mengun af völdum úrgangs- efna sem sukku í hafið fyrir tveimur og háifu ári. Hyggjast þeir innan mánaðar ná níu hundruð og sjö tunnum af eitruðum efnum upp úr skips- flaki á botni Adríahafs. Stáltunnurnar innihalda blý- efni sem notuð voru við olíu- vinnslu. Þær voru meðal ann- ars farms í júgóslavneska flutn- ingaskipinu Cavtat sem sökk eftir árekstur út af Otranto á strönd Adríahafs undir haust 1974. Vísindamaður einn í Róma- borg, sem skoðaði sýni er náð- ust upp úr skipsflakinu i des- entber, sagði fréttamönnum i siðuslu viku að tunnurnar gætu eyðilagzt og eiturefnin lekið í hafið. Séu allar tunnurnar í sama ástandi og sú sem hann skoðaði, sagðist vísindamaðurinn ekki hrífast af þeirri tilhugsun að synda í sjónum við Otranto eft- ir tvo eða þrjá mánuði. Liggur nú fyrir dómsúr- skurður sem heimilar að björg- unartilraunirnar hefjist 28. febrúar. Verkið hefur verið boðið út og tilboðum skilað. Skóvinnustofa tilsölu Öll verkfæri, tæki og vélar ásamt vörulager til sölu. Uppl. í síma 30155 og 85891. Harald A. Albertsson Skóvinnustofan Hrísateigi 47. Starfskraftur óskast strax við símaafgreiðslu o.fl. Föst yfirvinna. Umsóknir sendist afgreiðslu Dagblaðsins merkt „Rösk 1357”. Lockheed: 3000 milljón dollara samningar — og ekki eitt sent í mútugreiðsiur Þetta er Ravi Tikkoo, stjórnarformaAur bandariska tankskipafólagsins Glotic Tank- ers U.S.Inc. Hann er fœddur i Kashmír en er nú brezkur þegn og hefur pantað fyrsta kjarnorkuknúna olíuflutningaskipið i sög- unni. Verður þaö smíðað i Bandarikjunum — eða raunar þau, þvi um þrjú skip er aö ræða. Aætlaöur kostnaður er 200 milljarð- ar. Lockheed - flugvélaverk- smiðjurnar áttu ekki í erfiðleik- um með að finna tilefni til að tilkynna: að þvi hefðu borizt pantanir f.vrir þr.íá inill.jarða doll- ara á síðasta ári, án þess að borga eitt sent i mútur. ,.Við höfum ekki borgað krónu." sagði Robert Haack, stjórnarformaður Lockheed. þeg- ar fréttamenn spurðu hann hvort mútugreiðslur tíðkuðust enn í viðskiptum erlendis. Stjórnskip- uð nefnd fletti ofan af þessum viðskiptaháttum 1975. Á blaðamannafundi og í ræðu hjá Commonwealth-klúbbnum í San Francisco sagði Haack enn- fremur að rannsókn f.vrirtækis- ins sjálfs myndi leiða i ljós að( engar mútur hefðu verið greiddar innanlands. Haack bætti því við að hann væri viss um að afnám mútu- greiðslnanna m.vndi þafa slæm áhrif á sölu erlendis.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.