Dagblaðið - 08.02.1977, Side 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1977.
4 meðan þríðjungur
mannkynsins sveltur
—eru menn að maula bökuð „kynfærí"
Verzlun með kynlíf í fjöl-
breytilegustu myndum (og ein-
föjdustu) virðist fá takmörk
eiga sér í frjálsræðinu í Vestur-
Þýzkalandi, allt frá „rauðljósa-
hverfinu“ Reeperbahn til
grófra klámbúðanna í Bonn.
Eitt þeirra var þó til skamms
tíma bakaríið á horninu, þar
sem fýsnir manna voru kitlaðar
með hitaeiningum einum. En
þeir dagar virðast vera að taka
enda, vegna manns sem heitir
Lothar Leidigkeit — „kynlífs-
bakarinn i Bonn“.
Leidigkeit er þrjátíu og átta
ára. Hann hefur valdið
hneyksli og athygli á Emerkeil
Strasse í Bonn, þar sem áður
var kyrrlát og virðuleg verzlun-
argata, miðstéttarblokkir og
stúdentabústaðir í suðurhluta
höfuðborgarinnar. Astæðan:
Inn á milli gamalla og góðra
þýzkra kökutegunda voru kök-
ur sem minntu grunsamlega
mikið á nakta karla og konur
með allt úti, svo öllum þótti nóg
orðið. Slegnir nágrannarnir
sögðu að kökurnar væru argasti
dónaskapur; Leidigkeit kallar
þær listaverk.
Upphafið var að bakarinn
var fenginn til að baka nokkrar
slikar kökur fyrir klámparti í
borginni. Að gamni sínu setti
hann nokkrar slikar kökur út í
sýningargluggann.
Ráðsettari viðskiptavinir
hans hættu einfaldlega að
kaupa sínar kökur hjá honum.
Aðrir kvörtuðu við bakarafé-
lagið, sem skammaði Leidigkeit
fyrir að fara yfir mörk velsæm-
is í auglýsingum, eins og það
var orðað. Hann brást harka-
lega við, vísaði skömmunum á
bug og hótaði að hætta í félag-
inu.
Þegar klámkökurnar fóru að
seljast, varð Leidigkeit minni-
háttar fjölmiðlafígúra og áður
en langt um leið sendi þýzkt
klámblað módel í bakaríið til
hans til að veita örlitlu lífi i
bakaða fólkið. Einn viðskipta-
vinanna, sem vissi ekki hvar öll
vitleysan ætlaði að enda, lagði
til að foreldrar veittu börnum
sínum fyrstu innsýnina í kynlíf-
ið með klámkökunum.
En það sem fyrst og fremst
veldur Þjóðverjum áh.vggjum
og vekur hneykslan þeirra er
eKki sköpunargáfa bakarans,
frekar samsetning kynlífs og
matar. Einn starfsmanna bak-
arafélagsins segir: „Þegar
þriðjungur íbúa jarðarinnar
fær ekki nóg að borða er leiðin-
legt að sjá bökuð kynfæri á
borðum í auðugum löndum.“
En Leidigkeit lætur ekki
undan. Hann hefur fengið pant-
anir á klámkökunum allt frá
Hamborg. Salan gengur svo vel
að nú vantar'aðstoðarbakara —
helzt kvenk.vns. Leidigkeit seg-
ir nú kvartandi: „Ég hef ekki
lengur tíma til að sofa fyrir öllu
þessu sexi!“
M
Klámbakarinn Lothar
Leidigkeit við vinnu sína
í Bonn.
Kjallarinn
Haraldur Jóhannsson
móberg leysist tiltölulega fljótt
upp. Sakir hins lága hitastigs
rotna lífræn efni hægt i jarð-
veginum og safnast jafnvel
saman.
Plöntur geta ekki nýtt
jarðefni í gróðurlendi, fyrr en
þau hafa losnað úr samböndum
sínum. Vöxtur plantna er hins
vegar kominn undir tiltækum
jarðefnum. Þar sem uppskeran
er árlega numin á brott af
gróðurlendi, hverfa úr því
jarðefni, sem þau nýta til vaxt-
ar síns. Á slíkt gróðurlendi þarf
að bera jarðefni aftur, í ýmsu
formi, til að ekki dragi úr vexti
plantna. Þörf slíks gróður-
lendis fyrir áburð fer eftir
tegundum ræktaðra plantna,
gerð jarðvegs þess og veðurfari.
4. Á gróðurlendi þarf einkum
að bera þrjú efni: köfnunar-
efni, fosfór og kalí. í einu lagi
eru þau stundum borin á í
svonefndum blönduðum á-
burði.
a. Köfnunarefni. Köfnunar-
efni í plöntum er að mestu leyti
í eggjahvítuefnum. Áborið
köfnunarefni mun nýtast vel í
íslenskum jarðvegi, því að hann
er tiltölulega rakur. Ef mikið
köfnunarefni er borið á gróður-
lendi, verður á því meira en
ella um köfnunarefnissambönd
í plöntum eggjahvítuefnum og
amíð-efnum.
b. Fosfór. Fosfór örvar efna-
breytingar í plöntum, en hann
losnar hægt úr efnasambönd-
um. I jarðvegi binst að auki
talsvert af fosfór öðrum efnum.
Af þeim sökum þarf að bera á
1,5-2,5 sinnum meira af fosfór
heldur en plöntur taka til sín.
Plöntur geta þó siðar unnið úr
eftirstandandi ábornum fosfór.
c. Kalí. I plöntum er kalí
uppleyst í frumum þeirra. I
gróðurlendi í stöðugri ræktun
gengur víðast hvar á kalí þótt
Tafla I
(1) Magn köfnunarefnis, fosfórs og kalís að iafnaði í
tonni af heyi og (2) magn þessara efna, borið á tún 1974,
á hvert tonn af heyi. i lOOOkg af heyi Kg Áboriö á hver lOOOkg þurr- efnis tööu Kg Áborið á hver 1000 kg at heyi Kg
(1) (2) • (3)
Köfnunarefni 18 45 55
Fosfór 2 11 13
Kalíum 15 15 18
Heimild: Framkvæmdastofnun ríkisins.
nóg hafi verið um það í því
nýbrotnu.
5. Framleiðsla tilbúins
áburðar var hafin snemma á 19.
öld. Hingað til lands var hann
fyrst fluttur um, eða rétt fyrir,
síðustii aldamót. Síðan hefur
notkun tilbúins áburðar aukist
jafnt og þétt hér á landi, í senn
sakir stækkunar túna og sakir
vaxandi áburðarnotkunar á
flatareiningu. A síðustu undan-
förnum árum hefur um 90% af
notuðum áburði farið á tún.
Aburður á gróðurlpndi nýtist
ekki allur, heldur ber vatn
hann að hluta burt. I Noregi
hafa verið gerðar athuganir á
upptöku plantna af áburði og
útskolun áburðar með vatni.
Niðurstöður þeirra athugana
eru sýndar á töflu II.
í engum löndum heims,
nema Hollandi og Japan, mun
undanfarinnhálfan annan ára-
tug hafa verið notaður jafn
mikill áburður sem á tslandi á
flatareiningu ræktaðs lands.
Til marks um hina miklu
notkun tilbúins áburðar
hérlendis (sem aðeins mun þó
hafa dregið úr 1971-1975),
verða hafðar tölurnar um
nýtingu helstu áburðarefnanna
þriggja á túnum 1974, sem
sýndar eru á töflu I. Af þeim
verður ráðið, að á túnum 1974
hefur nýst í heyi, af ábornu
köfnunarefni 33%, fosfór 15%
og kalí 83%.
Haraldur Jóhannsson
hagfræðingur.
Tafla II
Uppskera og útþvottur af einum hektara á ári við venjulegar
búskaparaðstæður í Noregi.
Með uppskeru fer: Útskolun:
Köfnunarefni N 40—18(?)kg 5-60 kg
Kalí K 25-220 kg 20-90 kg
Fosfór P 8—40 kg 0,07-0,09 kg
Heimild: Magnús Öskarsson, Áburðarfræði, bls. 14.
N
emd— og pínulrtið meira
Kjallarinn
Marteinn Skaftfells
velja sér holl efni engu síður en
óhollustuefni. Og svo er nú
komið, að margir, þar á meðal
landskunnir menn, hvetja til að
stofnað verði félag til að hamla
gegn ofríki lyfjavalda. Og því
miður virðist þess vera þörf,
slík óbilgirni sem sýnd hefur
verið og sýnd er.
Fróðleg gögn hafa mér borist
frá „Danske Patienters Lands-
forening“. Einnig frá
„Patienternas Riksförbund" í
Svíþjóð en form. samtakanna
er þingmaður. I Svíþjóð eru í
undirbúningi lög sem talið er
víst að vernda muni rétt al-
mennings, ekki síður en hin
dönsku.
Hér er verið að berja saman
reglugerð sem banna á margt
sem frjálst er hjá Dönum og
Svíum en sá ljóður er á reglu-
gerðardrögunum, að þau sam-
rýmast ansi illa lyfsölulögum
hins fjölgáfaða, mikilhæfa og
víðsýna landlæknis, Vilmundar
Jónssonar. Þar er skýrt á
kveðið að I.vf eru efni sem
ætluð eru til lækninga o.s.frv.
En uppbótarefnin sem banna á
eru ekki ætluð til lækninga og
eru því ekki lyf. Þau eru lyfja-
völdum því óviðkomandi þótt
þau hafi seilst til afskipta af
þeim með aðferðum sem vart
verða taldar til fyrirmyndar en
sýna ljóslega hvílíkt ofurkapp
þau leggja á að firra almenning
rétti sínum til að velja sér víta-
mín og fleiri holl efni. Tóbak,
vín og ýmis önnur óhollustu-
efni megum við velja óáreitt,
en kaupmanninum sem selja
má ómálga börnum heilsuskað-
leg efni á að banna að selja
ýmis holl efni. — Skyldi þetta
vera þáttur í baráttu fyrir betra
heilsufari?
„Rattslös halsa“, sem I
danskri þýðingu heitir: „Den
Forbudte Sundhed1*, hefur
vakið athygli, enda er bókin
fjöl-fróðleg en jafnframt hár-
beitt, rökstudd ádeila. —
Höfundurinn er sænskur,
hálærður, gáfaður læknir og
hugsjónamaður. — Áhugafólki
vil ég benda á bókina. Hún ætti
erindi á íslensku. Bækur um
þessi efni eru fjölmargar.
Einnig tímarit.
„Det idealiska sömmedlet“ er
lítil bók en flestum fróðleg,
skrifuð af Erik Ransemar og
Halvdan Renling. En hann er
form. í „De medicinskadades
Förening“, félagsskap fólks
sem hefur hlotið mein af lyfja-
notkun.
Tímbært er og þótt fyrr hefði
verið að kynna almenningi
gang þessara mála, bæði hér og
víðar. Vonandi vinnst tími til
þess á næstunni.
„Bannbréfið“ o.fl. gögn mega
gjarnan koma fyrir almenn-
ingssjónir. Endanlegrar gerðar
reglugerðarinnar bíð ég svo að
engjnn verði hafður fyrir
rangri sök. En „drögin“ vitna
um óskertan bannvilja.
Frekari upplýsingar um
flúor mun ég birta. Einnig um
önnur efni varðandi tann-
heilsu, Efni sem rannsóknir og
tilraunir benda til að hafa
varanlegra gildi en flúor, sem
óyggjandi virðist að óverjandi
sé að blanda í drykkjarvatn al-
mennings hvað sem segja má
um blöndun einhvers hluta
mjólkur, til að mæta óskum
flúoráhugamanna.
Er ekki hér verðugra verk-
efni virðulegum lyfja- og heil-
brigðisvöldum, og meir til al-
menningsheilla en að hamast
gegn vítamínum og öðrum upp-
bðtarefnum? Væri ekki réttu
nær að færa næringarfræðina
inn 1 nám lækna en berjast
gegn skýlausum rétti almenn-
ings til að velja sér vítamín,
steinefni og önnur uppbótar-
efni, eins og aðra nauðsynlega
þætti fæðunnar? Flestir munu
líta svo á.
Eru ekki um 2400 ár slðan
faðir læknisfræðinnar sagði að
fæðan ætti að vera okkar lyf.
Hvenær skyldi læknisfræðin
tileinka sér þessi mikilvægu
sannindi? Er þar kemur mun
verða litið á þessa bannstefnu
sem næsta furðuleg heimsku-
pör.
Marteinn Skaftfells
kennari.