Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1977.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Eyjamenn
gefa til HSÍ
„Það er ákaflega ánægjulegt
hvernig fólk hefur hrugðizt við
undanfarið varðandi iandsioið
okkar — og nú viðbrögð Vest-
mannaeyjabæjar. Þeir vita
hvernig þeir eiga að bregðast við
hlutunum í Eyjum — hafa lært
það á reynslu undanfarinna ára,“
sagði Sigurður Jónsson, formaður
HSÍ í gærkvöld eftir að Vest-
mannaeyjabær hafði ákveðið að
gefa 50 þúsund krónur til lands-
íiðsins og auk þess að gefa aftur
heiming húsaleigunnar. Húsa-
leigan var á sínum tima 10% —
en nú greiða Vestmannaeyingar
5% til baka — samtals um 75
þúsund krónur.
Tálknfirðingar tóku einnig til
höndunum. Þar safnaði Steindór
Guðmundsson á einum eftirmið-
degi 90 þúsund krónur en íbúar
eru 270 á Tálknafirði. Ef sama
hlutfall væri viðhaft um Reykja-
vík kæmi út 31 milljón króna.
Skipverjar á Ársæli KE 77 létu
sitt ekki eftir liggja — þeir gáfu
5000 krónur hver til landsliðsins
— en þeir eru 12 svo það gera 60
þúsund krónur.
Já það er vissulega ánægjulegt
að sjá hvcrnig fólk víðs vegar um
land bregzt við þegar það vill
sóma tslands sem mestan í íþrótt-
um.
Gunnar
Gunnarsson
til ísaf jarðar
Gunnar Gunnarsson, KR-ingur
hefur verið ráðinn til tsafjarðar
til þjálfunar knattspyrnumanna
þar vestra á sumri komanda.
Gunnar lék með Víkingum, Ölafs-
vík jafnframt sem hann þjálfaði
liðið síðastliðið sumar. Komst
liðið undir hans stjórn í úrslita-
keppni 3. deildar. Munu ísfirðing-
ar vænta mikils af honum en þeir
leika sem kunnugt er í 2. deild.
-STA.
Ármann í
vandræðum
Armann og KA héldu sínu
striki í 2. deild fslandsmótsins i
handknattleik — bæði liðin sigr-
uðu í leikjum sinum um helgina.
KA sigraði Þór í viðureign
Akure.vrarliðanna — en sigur KA
var naumur 17-16 en KA hafði þó
undirtökin allan leikinn. Ármann
lék alls ekki sannfærandi gegn
Fylki — en sigur samt og tvö stig
19-17. En liðið verður að gera
betur ef sigur í 2. deild á að nást.
Suður í Garðabæ lék Stjarnan við
ÍBK — og sigruðu heimamenn
örugglega 31-22. Keflvíkingar eru
því enn neðstir í 2. deild — og
fallið blasir við.
Ármann vann
Re.vkjavíkurmótið i sundknatt-
leik er hafið. t f.vrsta leik mótsins
léku Ægir og Armann. Leiknum
lauk með öruggum sigri Ármanns
8-2. Næsti leikur mótsins verður í
kvöld — að öllu forfallalausu —
og leika þá Ægir og KR.
Meistaramót
unglinga
Meistaramót fslands í ír.jálsum
íþróttum innanhúss f.vrir drengi
og stúlkur fer fram 19. febrúar á
Akranesi. Mótið hefst kl. 15.00.
Keppt verður i hástökki og
langstökki án atrennu í stúlkna-
flokki og hjá drengjum verða
sömu greinar og auk þess þri-
stökk og hástökk án atrennu.
Þátttökutilk.vnningar þurfa áð
berast Ólafi Þórðarsvni Akranesi
(sími 1750) f.vrir 15. febrúar auk
50 króna greiðslu f.vrir hverja
skráninu.
Frjálsiþróttasamband tslands.
Reykvískir unglingar sigur-
sælir á punktamóti á Húsavík
— Stefánsmót og Mullersmót háð í Skálafelli á laugardag
Á Húsavík fór fram fyrsta
punktamót vetrarins í flokkum
unglinga. Þar voru mættir til
leiks unglingar frá Akureyri,
Húsavík og Reykjavík. Tuttugu
keppendur í stúlknaflokkum, 24 i
yngri drengjaflokkum og 20 í
þeim eldri.
Á laugardag var keppt í stór-
svigi og urðu úrslit þessi:
Flokkur stúlkna 13—15 ára
1. Guðrún Leifsdóttir, Akureyri,
55.88+60.39=116.27
2. Ásdis Alfreðsdóttir, Reykjavík,
62.95 + 60.72=123.67
3. Halldóra Bjarnad., Revkjavík,
60.23 + 63.67=123.90
Drengir 15—16 ára.
1. Árni Þór Árnason, Reykjavík,
63.85 + 59.75 = 123.60
2. Kristinn Sigurðsson, Rvík.
62.40+63.11 = 125.51
3. Ólafur Grétarsson, Akurevri,
, 63.03+64.17 = 127.20
Drengir 13—14 ára.
1. Björn Olgeirsson, Húsavík,
62.61 + 66.04 = 128.65
2. Einar Ulfsson, Reykjavík,
67.78+71.20=138.98
3. Jón Pétursson, Akureyri,
67.45 + 71.58=127.20
Sunnudagur — svigkeppni.
Stúlkur 13—15 ára
1. Halldóra Bjarnad., Reykjavík,
48.89+50.31=99.20
2. Svave Viggósdóttir, Reykjavík,
47.89 + 51.66=99.55
3. Árdís Alfreðsdóttir, Reykjavík,
48.25 + 51.70=99.95
Drengir 13—14 ára
1. Björn Olgeirsson, Húsavík,
42.01+44.70=86.71
2. Elías Bjarnason, Húsavík,
44.14+48.31 = 92.45
3. Olafur Harðarson, Akureyri,
44.97+49.33=94.30
Fimmti samfelldi sig-
ur Stenmark í sviginu
Svfmn hefur nú tekið forustu í keppninni um heimsbikarinn
Ingemar Stenmark vann sinn
fimmta sigur í röð í svigkeppni í
heimsbikarkepni — varð fyrsti
maðurinn til að vinna slíkt afrek.
Þar með hefur Svíinn tekið
forustu í hinni hörðu keppni um
heimsbikarinn.
Sigur Stenmarks var naumur—
aðeins 9/100 úr sekúndu á undan
hinum unga Austurríkismanni,
Klaus Heidegger, sem náði bezt-
um tíma i síðari umferðini.
Heidegger sagði eftir keppnina að
hann væri mjög ánægður með
frammistöðu sína — því nú væri
nánast ómögulegt að sigra
Stenmark í því formi sem hann er
nú. Enn annar ungur kappi — 19
ára gamall Lichtensteinbúi —
enn einn Frommelt — Paul varð í
þriðja sæti og það undirstrikar
enn hve ungu mennirnnir gera
það gott í keppninni. Hinn 28 ára
gamli Gustavo Thöeni keyrði út
úr brautinni.
En úrslitin í St. Anton í Sviss
urðu; samanlagður tími úr báðum
umferðum.
1. Stenmark
2. Heidegger
3. Frommelt
4. Bieler, Italíu
5. Gros Ítalíu
110.38
110.47
110.52
110,89
111.04
Stenmark hefur nú forustu í
heimsbikarkeppninni — hefur
hlotið 174 stig — annar er Franz
Klammer með 155 stig og Klaus
Heidegger er þriðji með 151 stig.
Gustavo Thöeni er í fjórða sæti
með 108 stig.
Drengir 15—16 ára.
1. Jónas Ólafsson, Reykjavík,
42.37 + 52.64=95.01
2. Finnbogi Baldvinsson, Ak.,
41.80+53.28=95.08
3. Trausti Sigurðsson, Reykjavík,
43.09+57.17=100.26
Alpatvíkeppni únnu þessi:
Halldóra Bjarnadóttir, Reykjavík
Björn Olgeirsson, Húsavík, og
Kristinn Sigurðsson, Reykjavík.
Stefánsmót var haldið í Skála-
felli laugard. 5. febr. Keppt var i
flokkum fullorðinna í svigi.
Skíðadeild KR sá um framkvæmd
mótsins. 8 keppendur voru
skráðir í kvennafl. en 24 í karla-
flokk.
Kvennaflokkur:
1. Steinunn Sæmundsd., Á„
50.47 + 50.96=101.43
2 María Viggósdóttir, KR,
51.24+52.59=103.83
3 Jórunn Viggósdóttir, KR, '
60.24+48.68=108.92
Karlaflokkur
1. Valur Jónatansson, Á„
45.97+46.00=91.97
2. Olafur Gröndal, KR,
46.88+48.20=95.08
3. Ottó Leifsson, Akranesi,
47.39+47 88=95.27
4. Guðjón Ingi Sverrisson, Á.,
48,83+46,89=95.72
Þá fór Múllersmótið fram í
Skálafelli á vegum Skíðafélags
Reykjavíkur sunnudaginn 6. febr.
Er það sveitakeppni í svigi.
Sveit Ármanns sigraði á 417,0
sek., önnur var sveit KR á 434,2
sek. og þriðja sveit ÍR á 457,0 sek.
Sveit Ármanns skipuðu: Guð-
jón Ingi Sverrisson. Valur Jón-
atansson.Björnlngólfsson og Árni
Sigurðsson.
— Sig. Þorm.
’Jósef Hávarðsson — landflótta Ungverji hér á landi — datt heldur en ekki í lukkupottinn á hlutaveltu KKI um helgina. Hann vann
sólarlandaferð frá Ferðamiðstöðinni. Hér tekur Jósef við vinningnum frá Steini Sveinssyni, framkvæmdastjóra KKÍ — og frúin fylgdist
ánægð með. DB-mynd Bjarnleifur.
Bomnn tellur í völlinn.
Burtu
Drengurinn er
meiddur
TFFaJT"
— og einmitt. þegar
við höfum cignazt^
stjörnu )
V Heldurðu að
hann hafi^
.. fótbrotnað?
...Sennilega . en —■
aðeins læknirirnn ,,
eetur sagt til—
þaJ...-'_