Dagblaðið - 09.02.1977, Side 6

Dagblaðið - 09.02.1977, Side 6
tí DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1977. Erlendar fréttir HELGI PETURSSON ASGEIR TÖMASSON REUTER v Ritstjórí Hustler sekur um klám Ritstjóri víðlesins banda- rísks „karlmannablaðs", Hustler, hefur verið fund- inn sekur um klám af versta tagi. Ritstjórinn, sem heitir Larry Flynt, var fyrir skömmu dæmdur í borginni Cincinnati í Ohio, Banda- ríkjunum' til að sæta 7—25 ára fangelsi og tíu þúsund dollara sekt. Lögfræðingur Flynts hefur áfrýjað máli hans. Manntjón íJapan vegna snjókomu Mikil snjókoma í Norður- Japan hefur kostað 41 manns lífið það sem af er þessu ári. Járnbrautakerfi norðurhlut- ans er lamað og borgin Aomori er undir 1.85 metra þykku snjóalagi. 600.000 manna liði hefur verið sett það verkefni að moka götur og frá b.vgging- um. Sérstök þingnefnd — sú fyrsta um fjórtán ára skeið — hefur verið skipuð til að fást við þetta vandræðaástand. Amy Carter gætt af mordingja 33ja ára gömul svört kona hóf nýtt lif í Bandaríkjunum um helgina en konan, sem er dæmdur morðingi, skipti á klefa sínum í fangelsi fyrir her- bergi í Hvíta húsinu. Mary Fitzpatrick kom til höfuðborgarinnar, sl. laugar- dag og tók þar á ný við starfi sínu sem barnfóstra dóttur for- setahjónanna, Amy, sem er níu ára að aldri. Hópur starfs- manna frá Hvíta húsinu tók á móti henni á flugvcllinum og fréttamenn og forvitnir áhorfendur umkringdu hana. „Það er eins og ég sé Marilyn Monroe, ég trúi þessu varla,“ sagði Mary er henni var ýtt í skyndi inn í glæsilega bifreið í skini sjónvarpsvélaljósa og ekið til nýja heimilisins við Pennsylvaníu Avenue. Mary hafði gætt Amy á árunum 1971 til 1974 er Carter var ríkisstjóri í Georgíu. Hafði hún fengið leyfi til þess í sam- ræmi við endurhæfingaráætlun fyrir fanga, sem þar er í gildi, en varð að snúa aftur til fang- elsisins á hverju kvöldi. Hún mun nú verða einn af starfsmönnum á heimili for- setahjónanna, býr þar í húsinu á þriðju hæð og fær um 6000 dollara árslaun, frítt fæði og vinnuföt. Fitzpatrick, sem er fráskilin tveggja barna móðir, var dæmd til lífstíðarfangelsisvistar árið 1970, er hún var fundin sek um að hafa skotið karlmann nokkurn, í rifrildi í bænum Lubkin í Georgíu. Samkvæmt heimildum lögreglunnar hafði hún komið vinkonu sinni, sem átti í miklum vandræðum með fyrrum elskhuga sinn, til aðstoðar. „Við erum öll yfir okkur hrifin,“ sagði Rosalynn Carter, er Mary kom til Hvíta hússins. Reynt við heimsmet —einu sinni enn Karl Thomas velfar hérna til mannfjölda á jörðu niðri. Myndin var tekin, er hann lagði upp frá Santa Anita i Kaliforníu og hugðist fljúga til Flórída á tíu dögum eða skemur. Takist það hefur hann sett nýtt heimsmet í flugi yfir Bandaríkin. Thomas var fiskaður upp úr Atlantshafinu í fyrra er honum mistókst að fijúga frá Bandaríkjunum yfir úthafið. Júgóslavía: Fjórír Hollendingar handteknir meö 720 kíló afhassi Lögregla í Belgrad í Júgó- slavíu handtók fyrir nokkru 4 menn fyrir að reyna að smygla 720 kílóum af hassi til Vestur- Evrópu. Fólkið, sem handtekið var, er allt búsett í Hollandi. Það er á aldrinum 22—26 ára. Það hafði falið hassið í bílum sínum. Þetta er mesta magn eiturlyfja sem hefur verið gert upptækt í Júgóslavíu. Júgóslavnesk yfirvöld til- kynntu í gærkvöld að fólkið hefði verið handtekið fyrir hálfum mánuði. Ekki var þess getið hvaðan fólkið var að koma. N0RÐMENN BYGGJA SKIP FYRIR FATLAÐA Norski Rauði krossinn íhugar nú áætlun um smíði á sérstöku skemmtiferðaskipi sem yrði sér- smíðað með þarfir fatlaðra fyrir augum. Hugmyndin að smíði þess konar skips er upprunalega hollenzk, en Norðmenn munu ætla að smíða skip er verið geti í siglingum meðfram ströndum Noregs yfir sumarmánuðijia. Taliðer að um eitt þúsund fatlaðir búi í oæjum meðfram ströndiniu. Skipið á að taka 60 farþega sem farið gætu í allt að viku skemmtisiglingu með skipinu, sem verður bæði fyrir þá sem bundnir eru við hjólastóla og þá sem eru rúmliggjandi. Um vetrarmánuði á að nota skipið sem blóðbanka og fundar- staði fyrir hinar ýmsu deildir Rauða krossins og þá gæti það verið notað sem sjúkraskip í styrjöldum eða náttúruham- förum. Kostnaður við gerð skipsins er áætlaður um 50 milljónir norskra króna og á að vera tilbúið til notkunar á árinu 1979 ef af verður. Sérstök nefnd, þar sem Haraldur krónprins er f forsæti, hefur fjallað um málið og er búizt við að ákvörðun um smfðina verði tekin snemma á þessu ári.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.