Dagblaðið - 09.02.1977, Síða 8

Dagblaðið - 09.02.1977, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1977. Hafnarfjörður: Allt fallið í I júfa löð í Víðistaðasókn — ný nefnd kosin íkvöld, væntanlega með þátttöku kvenna Nýkjörin sóknarnefnd hinnar nýju Víðistaöasóknar í Hafnar- firði mun segja af sér á almenn- um safnaðarfundi í kvöld til aó Jeiðrétta misskilninginn um kon- ur í sóknarnefndinni", eins og Björn Ólafsson, formaður nefnd- arinnar, sagði í samtali við DB í gær. Verður kosin ný nefnd á fundinum í kvöld. Forsaga málsins er sú að þegar nýtt prestakall var stofnað í Hafn- arfirði fól biskup séra Garðari Þorsteinssyni prófasti að undir- búa m.vndun sóknarnefndar og koma safnaðarstarfi af stað. Leit- aðí prófastur til Björns Olafsson- ar um að hann safnaði saman fólki í nefnd fyrir fyrsta fund hins nýja safnaðar. Björn kom saman lista yfir tíu manns, þár af tvær eiginkonur annarra væntan- legra nefndarmanna. Séra Garðar og Björn Ólafsson urðu síðan sammála um að vænlegra virtist fyrir árangur sóknarnefndarinnar í starfi að þar væru ekki hjón. Björn fékk það hlutverk að hafa samband við konurnar og eiginmenn þeirra og skýra afstöóu þeirra tveggja. Það I dag sýnum við og seljum þessa bfla m.a Pontiac Luxury Le Mans ’72. Grænn, sanseraður, ekinn 48 þ.. km, 8 cyl., 350 cc. sjálfsk., krómfelgur, ný snjódekk og sumardekk, ný ryðvarinn. Stór- giæsilegur bíll. Tiiboð eða skipti á jeppa. Cherokee ’75. Grænn, sanseráð- ur, ekinn 33 þ. km, 6 cyl. sjálfsk., vetrardekk og sumar- dekk. Verð: 2.8 miilj. Mercury Comet '72. Grænn, ek- inn 86 þ. km, vinyltoppur, ný snjódekk, electronisk kveikja, útvarp, kassettutæki. Mjög vel með farinn bíll. Verð kr. 1250 þús. Wíllys ’66. Svartur, Hurricane vél. Verð kr. 760 þús. Austin Mini ’73. Gulur, ný sprautaður, vel með farinn bf 11. Verð kr. 520 þús. Chevrolet Vega station '73. Silfurgrár, ekinn 43 þ. m. Verð kr. 1150 þús. Skipti möguleg á góðum jeppa. Peugout 504 disil '75. Ljósblár. ekinn 98 þ. km. Bíll i góðu lagi. Verð kr. 1800 þús. Peugout 504 ’74. Hvítur, sjálf- skiptur, ekinn 50 þ. km, útvarp, snjódekk og sumardekk. Verð kr. 1650 þús. jnmiira Cortina ’70. Ljósgrænn, ekinn 82 þ. km, snjódekk, útvarp. Verð kr. 450 þús. Skipti á nýrri bíl. Mazda 616 ’74. Grænn, ekinn 42 þ. km, útvarp, snjódekk. Verð: Kr. 1250 þús. VW 1300 ’74. Ljósblár, ekinn 62 þ. km, snjódekk. Mjög snyrti- legur. Verð kr. 900 þús. Dátzun 100A ’72. Rauður, ekinn 81 þ. km, vél nýyfirfarin, útvarp, snjódekk og ný sumar- dekk. Verð kr. 700 þús. ,VW 1300 ’73, grænn, ekinn 69 þ. km, útvarp, snjódekk. Bíil i lúrvalsiagi. Verð kr. 750 þús. Skipti æskileg á nýl. Fiat. Willys ’46. Rauður, Hurricane, vél, mjög góð klæðning, góð dekk. Gamall en góður jeppi. Verð kr. 290 þús. 1 Citroén Special ’72, drappl., ek- inn 70 þ. km, útvarp. ÍJrvals- bíil. Verð kr. 1200 þús. Skipti á ódýrari. Lada ’74. Hvitur, ekinn 45 þ. km, útvarp, snjódekk. Verð kr. 700 þús. Chevrolet Malibu ’71. Rauður m/vinyltopp, 8 cyl., 307 cc., sjálfsk., snjódekk og sumar- dekk. Glæsilegur bíll. Verð kr. 1250 þús. ___________________ Chevrolet Camaro Rally Sport ’70, grænn, sanseraður, 8 cyl.,; 350 cc. sjálfsk., vökvastýri, Cosmo feigur. Verð kr. 1350 þús. Skipti möguleg. VW Variant ’72. Grænn, ekinn 39 þ. km, vél ekin ca 7 þ. km, snjódekk og sumardekk, útvarp. Bill í toppstandi. Verð, kr. 820 þús. Volvo 142 ’71. Rauður, ekinn 78 þ. km, útvarp, snjódekk -f sumard. Verð kr. 1150 þús. Leiðin liggurtilokkar njAlsgata Við eru staðsettir í hjarta borgarinnar. Bflaskipti oft möguleg LAUGAVEGUR Grettisgötu 12-18 GRETTISGATA f1 ” s JK 4m ' ■— 1 i \ tókst ekki og þegar fundurinn var haldinn — mjög fámennur — varð enginn til að stinga upp á konunum í nefndina. Að minnsta kosti önnur þeirra kvenna, sem í hlut átti, sat fundinn en hreyfði engum mótmælum eða gerði at- hugasemdir við framkomnar til- lögur. Síðar sá hún þó ástæðu til að leita til biskups og jafnréttis- nefndar Hafnarfjarðar, þar sem konur hefðu ekkiþót’t'þæfar til að sitja í nefndinni. Nú hefur orðið óformlegt sam- komulag um að gleyma „þessum misskilningi” og kjósa upp á nýtt í kvöld. Reynir nú á hvort konurn- ar standa vörð um rétt sinn. -OV. Sinfdnían, kórog einsöngvari Flytja frægasta kvæði Norður- landa Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands annað kvöld verð- ur flutt tónverkið Völuspá eftir Jón Þórarinsson tónskáld. Auk hljómsveitarinnar flytja verkið: Guðmundur Jónsson óperusöngv- ari og söngsveitin Fílharmónía. „Völuspá” var samin að tilhlut- an þjóðhátíðarnefndar Reykjavík- urborgar til flutnings á þjóðhátíð á Arnarhóli 1974, segir Jón Þórar-, insson í grein í sýningarskrá tón- leikanna. Lýsir Jón síðan verkinu og hvernig hann vann það. Tekur hann fram að verkið hefði senni- lega ekki orðið til ef ekki hefði notið frumkvæðis dr. Róberts A. Ottóssonar sem Jón segir að hafi hvatt sig ósleitilega og gerzt eins konar ábyrgðarmaður að verkinu ósömdu. 17 erindi kvæðisins (af 65) eru, bundin í tónverkinu, ýmist í heild eða að hluta. Kveðst Jón hafa í öllu er snertir textann haft hina mestu stoð af rannsóknum dr. Sig- urðar Nordals á kvæðinu. Allir söngvar eru sungnir með nútíma- framburði og í þeim efnum stuðzt við útgáfu Ólafs Briem. <í annarri grein sýningar- skrárinnar er fjallað um Völu- spá og sagt að hún sé frægasta kvæði Norðurlanda. Kvæðið er spá seiðkonu um tortímingu og heimsslit en síðar rís jörðin aftur úr ægi og nýtt og fegurra líf hefst. Þetta er risavaxið yrkisefni og höfundurinn fer fljótt yfir sögu, segir í greininni. -ASt. Hlaut opið beinbrot við loðnulöndun Ér verið var að landa loðnufarmi úr Sæbjörgu VE á Seyðisfirði sl. sunnudag varð það slys að barki frá annarri löndunardælunni losnaði af stút sínum. Slóst barkinn í nærstaddan mann og hlaut hann svo mikið högg á handlegg að opið beinbrot varð af. Maðurinn var fyrst fluttur í sjúkrahús staðarins en síð- ar til Reykjavíkur. -Öttar/ASt. BIABID frfálst, úháð dagblað

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.