Dagblaðið - 09.02.1977, Page 15

Dagblaðið - 09.02.1977, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1977. 15 janiíar, — hélt hljómsveitin tónleika í Osló. Norsku blööin sögóu að annað eins tilstand hefði ekki orðið á þeim slóðum síðan Haraldur krónprins gifti sig hérna um árið. Litlu munaði reyndar að Gautaborgarhljómleikarnir færu út um þúfur. Fremur vont veður var þá um daginn og Torslanda flugvöllurinn vió Gautaborg var illfær. Fyrir- sjáanlegt var að flugvélin þyrfti að fljúga til Kaup- mannahafnar, Amsterdam, eða í það minnsta til Jönköbing. Flugstjórinn sá sér loksins færi á að gera lendingartilraun eftir talsvert hringsól og lét sig hafa það. Flugvélin lenti eins og bezt varð á kosið en fleiri lentu ekki á Torslanda þann daginn. 48 rótarar Alls eru um 30 tonn af hljóð- færum og ljósum notuð á hljómleikum ABBA. Þau eru flutt á milli í fjórum flutninga- bílum af stærstu gerð. Rótar- arnir eru hvorki meira né minna en 48 talsins og ferðast á milli í 60 manna rútu. ABBA og hljómsveitin sem leikur með láta sér duga tvær einkaflugvélar. Ragnar Th./ÁT Aðdáendur ABBA hópuðust að hljómsveitarmeðlimunum hvar sem þeir sáust á ferð. A rnyndinni er Anni-Frid Lyngstadt stödd fyrir utan hótelið sem hljómsveitin dvaldist á. Og að sjálfsögðu þurfti hún að gefa f jölda fóiks eiginhandaráritun. Her eru hjónin Björn Ulvaeus og Anni-Frid Lyngstadt, greinilega í stuði í einum hressilegum kafla einhvers ABBA-laganna. Þa var komið að lokum hljómleikanna. Björn Ulvaeus veifar tii áheyrendanna tíu þúsund. ! miðjunni er Agnetha Fáldtskog og til hægri Benny Anderson. 1 baksýn má sjá bassaleikara hljómsveitarinnar, sem við kunnum því miður ekki nafn á. Ekki aftur í Eurovisionkeppni Nokkrum sinnum hefur verið fitjað upp á því að ABBA hygðist taka þátt i Eurovision söngva- keppninni öðru sinni. Thomas Johannsson var spurður, hvort eitthvað væri til í því. ,,Nei,“ svaraði hann. „ABBA ætlar ekki að reyna við að hreppa Eurovisiongullið öðru sinni. Aftur á móti kemur það mjög vel til greina að ABBA semji lag fyrir þann Svía, sem vill reyna við Eurovision..." Thomas Johannsson bætti því við, að á hljómleikaferðalagi ABBA um Ástralíu yrði gerð kvikmynd með hljómsveitinni. Þá væri í ráði að taka upp nýja hljómplötu, en hún kæmi þó ekki út fyrr en í fyrsta lagi í lok þessa árs. Það tekur ABBA að minnsta kosti ár að fullgera nýja plötu. Nýjasta LP platan, Arrival, hefur nú selzt í um þremur milljónum eintaka. Tap ó hljóm- leikaferðalaginu Að síðustu var Thomas Johannsson spurður að því, hvort hljómleikaferðalag vítt og breitt um veröldina, yki ekki enn á gróðann hjá meðlimum ABBA. „Tja, daglegur kostnaður á meðan hljómleikaferðin stendur yfir, er áætlaður 57.000 sænskar krónur (rúmlega 2.8 milljónir isl. kr.) þannig að fyrirsjáanlegt er að tap verður á þessu. Þau verða hins vegar að láta sjá sig úti í heimi og láta vita að þau séu til,“ sagði hann að lokum. -Ragnar Th./AT- Evrópu. Síðan verður haldið til Ástralíu og Ieikið þar á ellefu tónleikum." 350 þúsund miðar seldir í Ástralíu — Hvernig hefur miðasalan gengið, til dæmis í Ástralíu? „Mjög vel. Það er búið áð selja 350 þúsund miða. Ég get fullyrt, að miðasalan hafi víðast hvar gengið mjög vel, — nú, og gott dæmi um það eru einmitt Scandinavium- hljómleikarnir." Thomas Johannsson bætti því síðan við, að ekki væri enn endan- lega ákveðið, hvenær ABBA heimsækti Bandarikin, en það yrði áreiðanlega ekki löng bið á því. — Það lá þá beinast við að spyrja, hvort hljómsveitin myndi ekki heimsækja ísland einhvern tíma. THOMAS JOHANNSSON: „Hver mínúta á hljómleikaferðalaginu hefur verið skipulögð út i yztu æsar.“ ABBA ó íslandi? „Hljómleika á tslandi hefur borið á góma,“ svaraði hann. „Það hringdi í mig einhver umboðs- maður frá Islandi en hann varð að hætta við hljómleikahaldið, þvi að kostnaðurinn hefði orðið 1000 dollurum of mikill. Ef einhver íslendingur hefði samband við mig um að flytja íslenzka hljómsveit til Svíþjóðar, væri ég allur af vilja gerður að kanna það mál,“ bætti hann við. „Ég hef þegar haft smá afskipti af íslandi. Procol Harum léku nefnilega þar fyrir tilstilli fyrir- tækis míns. Söntuleiðis kemur vel til greina að senda sænskar hljómsveitir til islands, ef áhugi er fyrir hendi.“ 1000 D0LLURUM 0F DÝRT AÐ FÁ ABBA TIL ÍSLANDS Ragnar Th. Sigurðsson heimsótti ABBA og umboðsmann þeirra, Thomas Johannsson, á Park Avenyn hótelið í Gautaborg daginn eftir hljómleikana. Með- limir ABBA máttu lítið vera að því að tala við blaðamenn, þar eð þau voru að búa sig til brottfarar. Johannsson gaf sér þó tíma fyrir smá viðtal, sem fer hér á eftir. „Undirbúningur þessa heims- ferðalags ABBAer búinn að standa yfir í tvö ár og hver einasta mínúta ferðalagsins hefur verið skipulögð," sagði Thomas Johannsson. „Frá 28. janúar til 14. febrúar veröa haldnir nítján hljómleikar víðsvegar um

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.