Dagblaðið - 11.02.1977, Síða 9

Dagblaðið - 11.02.1977, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. FEBRUAR 1977. 9 ísinn á Elliða- ánum: Tilkomumikil sjdn — en hér er hætta á ferðum Óven.jumikill og tilkomumikill ís er nú í Elliðaám og vegna láng- varandi frosta hefur rennsli úr Elliðavatni minnkað verulega. Blaðið hafði samband við stöðvar- stjórann. Jón Ásgeirsson. og taldi hann að þrátt fyrir minnkandi vatnsmagn úr vatninu væri engin hætta á að borgarbúar yrðu fyrir óþægindum vegna rafmagnsleys- is. Hins vegar áleit stöðvárstjórinn aðra hættu og meiri stafa af ísnum en það er gálaus leikur unglinga á klakanum í ánni. Væri ísinn þar mjög misþykkur og varasamur. k.vnni hann að bresta þar sem þynnst vajri og fólk þannig lenda undir ísnum og e.t.v. berast með straumnum. Þá kvartaði Jón undan ágangi unglinga við Árbæjarstíflu og kvað skemmdir af völdum þeirra verulegar, en rétt er að benda á að fikt í tækjum vatnsvirkjana getur orðið lífshættulegt. -JFM- é ísinn á Elliðaánum er falleg sjón og ekkert því til f.vrirstöðu að skoða hann, fara í svolitla göngu- ferð, en farið ekki út á hann, það kann að verða fólki að bana. (DB- m.vnd Bjarnleifur). Hetjan í leiknum tjáir vinum sínum að hann hyggist ráða niðurlögum Drekans. Frá vinstri á myndinni: Hetjan Lancelot (Björn Guðbrandur Jónsson), Elsa (Sigríður Þorgeirsdóttir), Kötturinn (Ragnheiður Tryggvadóttir) og Karlamagnús (Indriði Einarsson). — DB-m.vnd Hörður Vilhjálmsson. DREKINNILLI - OG HETJAN VÆNA Við búumst auðvitað við metað- sókn. þvi að leiksýningarnar í fyrra og hittiðfyrra gengu svo vel," sögðu tvær galvaskar auka- stjörnur í leikritinu Drekanum, er þær litu inn á ritstjórn Dag- Itlaðsins. Það er Menntaskólinn við Hamrahlíð sem er að fara af stað með þetta leikrit eftir rússneska höfundinn Schwartz nú um helg- ina. F.vrir nokkrum árum var það flutt i útvarpi og einnig hefur það verið sýnt víða um lönd. Það fjallar um fjalladreka, ein- vald sem hefur ráðið lögum og lofum í borg einni og hafa borgar- búar ekki þekkt annað en ofur- vald hans. Þá kemur þar i heim- sókn hetja sem vill losa menn undan okinu. Þetta er ævintýra- leikur og ætlaður allri fjölskyld- unni. ,,Það er nefnilega bæði hægt að taka þetta sem ævintýri og þjöðfélagsádeilu," sögðu þær galvösku. 25-30 manns leika í Drekanum, en 50 manns hafa lagt hönd á plóginn til þess að gera leikritið sem bezt úr garði. Myndlistarfé- lag skólans teiknaði leikmynd, leiktjöld og búninga og músík- alskir nemendur koma fram sem sígaunar og spila á hljóðfæri. Það hefur verið æft baki brotnu fvrir sýningar og er unnið i sjálfboðavinnu. Allt fyrir ánægj- una. Ágóði sem verður gengur til ýmissa tækjakaupa í skólanum og félagsstarfa. Aðalleikendur eru Karl Ágúst Ulfsson. Jakob S. Jónsson, Sigrið- ur Þorgeirsdóttir. Björn Guð- brandur Jónsson og Indriði Ein- arsson. Leikstjóri er Þórunn Sigurðar- dóttir. Frumsýning verður á sunnudag kl. 8.30. síðan verða sýningar á sama tíma á þriðjudag og föstu- dag. Frá aukasýningum verður sagt síðar. EVl Ný sending komin ínúmerum 28-48 meðloðfóöri ogófóðraðir ☆ Pantaniróskast sóttar sem fyrst Verð f rá kr. 3.965.- Millibriínir. Mjúkt en sterkt anilin skinn. Með þykkum ekta hrágiímmísölum. DOMUS MEDICA Egilsgötu 3, pósthólf 5050. Sfmi 18519.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.