Dagblaðið - 16.02.1977, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977
Svar f rá Hitaveitu
Suðurnesja:
„Aldrei ætlunin
að Hitaveita Suðumesja
yrði störgröðafyrirtæki”
í Dagblaóinu 2. febrúar sl. er 380 rúmm húss með gasolíu og
k.jallaragrein eftir Gísla Wium,
sem fjallar um gjaldskrá og
vatnssölu Hitaveitu Suöur-
nesja. í greininni er borinn
saman hitunarkostnaöur húss,
sem hitað er meó olíu og hita-
veitu, og er gerður greinar-
munur á hvort heita vatnið er
selt um rennslismæli eða hemil
(hámarksrennslisstilli).
Þar sem talsverðs misskiln-
ings virðist gæta í greihinni
hefur stjórn Hitaveitu Suður-
nesja óskað eftir að verkfræði-
stofan Fjarhitun hf., sem
tæknilegur ráðgjafi hitaveit-
unnar, geri grein fyrir gjald-
skránni og leiðrétti missagnir
þær sem fram koma í grein
Gísla.
Gjaldskrá Hitaveitu Suður-
nesja miðast eingöngu við að
tekjur hennar nægi til að
standa undir rekstrarkostnaði
og greiðsluskuldbindingum.
Meginhluti teknanna (eða
yfir 80%) á fyrstu rekstrarár-
um hitaveitunnar fer til
greiðslu vaxta og afborgana af
framkvæmdalánum.
Hitaveitan hefur enga sjóði
að ganga í til að standa undir
greiðslum þessum og verður að
fá allt þetta fé af vatnssölu til
viðskiptamanna sinna.
Sölufyrirkomulag á vatninu
hefur engin áhrif á tekjuþörf
vegna greiðslu vaxta og afborg-
ana. Hins vegar hefur vatnssala
um hemil þann kost fram yfir
sölu um mæli að mælaálestur
sparast, viðhald hemla er
minna og innheimta mun ein-
faldari.
Ennfremur stuðlar hemla-
sölufyrirkomulagið að jafnari
hitanotkun þannig að álags-
toppar verða lægri en ella og
nýting orkuvers, aðveituæða og
dreifikerfa verður betri.
Sú niðurstaða greinarhöf-
undar að mun dýrara sé fyrir
húseigendur að kaupa heita
vatnið um hemil en mæli fær
því ekki staðist. Þvert á móti
yrði beinn rekstrarkostnaður
hitaveitunnar og þar með
greiðslubyrði notenda nokkru
meiri ef vatnið yrói selt um
vatnsmæli.
Aldrei hefur verið ætlunin
að Hitaveita Suðurnesja yrði
stórgróðafyrirtæki sem féflett-
ir íbúana, eins og greinarhöf-
undur kemst að orði. Þvert á
móti hefur það verið yfirlýst
stefna forráðamanna hennar að
vatnsverðið færi hlutfallslega
lækkandi eftir því sem
greiðslubyrði vegna fram-
kvæmdalána lækkar.
í greininni gerir höfundur
samanburð á hitunarkostnaði
heitu vatni skv. gjaldskrá Hita-
veitu Suðurnesja. Slíkur sam-
anburður í einstökum húsum er
ávallt mjög erfiður þar sem
margir þættir hafa áhrif á
samanburðinn svo sem einangr-
un hússins, stilling og nýtni
olíukynditækja, stærð ofna og
stjórnbúnaður hitakerfisins.
Sem dæmi má nefna að við
könnun, sem gerð hefur verið á
olíunotkun húsa á höfuðborgar-
svæðinu, reyndist meðaloliu-
notkun á ári vera um 14 lítrar á
hvern rúmmetra i einbýlishús-
um en notkun í einstökum hús-
um var frá 8 1/rúmm upp í 24
1/rúmm.
Svipuð dreifing reyndist
vera á notkun hitaveituvatns.
Greinarhöfundur áætlar að
olíukostnaður við hitun 380
rúmm húss sé 121.000 kr. á ári
ef búið er í húsinu allt árið en
gerir síðan ráð fyrir 10.000 kr.
lækkun vegna fjarveru úr íbúð
þannig að raunverulegur
olíukostnaður sé 111.000 kr.
Verð á gasolíu til húshitunar
er nú 28,05 kr/1 þannig að ef
hærri talan er tekin er olíu-
notkun áa ári 4314 lítrar eða
11,4 lítrar á rúmmetra húss og
ef lægri talan er notuð 3922
lítrar eða 10,3 lítrar á
rúmmetra. Báðar tölurnar eru
undir þeirri meðalnotkun
sem að framan greinir.
í prentuðum leiðbeiningum,
sem Hitaveita Suðurnesja
hefur dreift meðal notenda,
segir svo um val vatnsskammta
við hemlasölukerfið:
„Hve stóran vatnsskammt
ákveðið hús þarf fer að sjálf-
sögðu eftir stærð þess, einangr-
un og öðrum frágangi svo og
hversu góð nýting fæst á vatn-
inu í hitakerfi hússins.
Bent skal á að bætt hitaein-
angrun nýtist hitaveituhúsum
betur en öðrum að óbreyttri
ofnastærð þvi að auk minnkaðs
varmataps má ofnhiti verða
lægri og vatnið nýtist betur.
Hæfilegan vatnsskammt verður
því að finna með reynslu.
Meðan ekki er til bein
reyns’la fyrir því, hver sé hæfi-
legur vatnsskammtur má til
bráðabirgða styðjast við fyrr-
verandi ársnotkun olíu og velja
um einn mínútulítra fyrir
hverja 1700 lítra olíu ársnotk-
unar.
Ótraustara er að miða við
húsastærð. Mínútulítrinn
nægir að meðaltali til hitunar
130 rúmm húsnæðis, í litlum
húsum e.t.v. 110 rúmm en í
stórum húsum um 150 rúmm.“
Sé miðað við að 1 mínútulítri
vatns jafngildi 1700 lítrum af
■ ' •' - ■ «' ■
Frá Svartsengi.
olíu á ári þarf um 2,5 mínútu-
lítra til að hita upp hús, sem
áður hefur notað 4314 lítra af
olíu.
Hitunarkostnaður hússins
sem Gísli Wium tekur mið af í
grein sinni, yrði skv. gjald-
skrá Hitaveitu Suðurnesja, að
6000 kr. hemilgjaldi meðtöldu,
78.000 kr. ef kaupandi velur 2,4
mínútulítra en 84.000 kr. ef
hann velur 2,6 mínútulítra en
völ er á hvorutveggja skv.
gjaldskránni.
Hitunarkostnaður skv. gjald-
skrá Hitaveitu Suðurnesja er
þannig á bilinu frá 64% af
olíukostnaði ef húseigandi
velur 2,4 mínútulítra og kyndir
húsið allt árið og upp í 76% ef
hann velur 2,6 mínútulítra og
er það lengi fjarverandi úr hús-
inu ár hvert að hann geti
sparað 8% af eðlilegri olíunotk-
un.
Þá er þess að geta að við
Hverjum þjónar
Hitaveita Suðurnesja?
Hve margir ibúur Suðurnesja
velta þeirri spurnmgu fyrir
s, r .’ Þt*ir eru of fáir. Nú þegar
keinur art þvi art hilaveitan er
art komast i gang og teygir a>rtar
sfnar inn á hverl heimili er eg
að velta þvi fyrir mér hvort hun
eigi art þjrtna hagsmunum al-
mennings erta art verrta stór-
grortafvrirta'ki sem láti sér
hagsmuni og vilja iliúa Surtur-
nesja engu skipta Þetta eru
kannski strtr orrt. Ilvart er hicgl
art láta sér detta i hug þcgur
vell er fyrir sér slartreyndum
um hilunarkostnart og liorinn
sainan kostnartur virt urt kaupa
eftir hemli erta mæli' Þær
Nlartreymlir sein út úr þeim
saiiiunliuirti koma. sýna urt
mlmi áliti. art hiluvei'an ætlar
Hitaveita Suðurnesja skýri al-
menningi frá gangi mála á ýms-
um svirtum? Það hefur alltof
litirt heyrzt frá rártamönnuin
þcirrar stofnunar allt frá bvri-
un. Þart vakna ýmsar
spurningar. til dæmis.
Hvart kostar hitaveitan full-
búin? Hvart á art afskrifa hita-
veitunu á mörgum árum? Hver
er hitakostnarturinn á meðal-
ibúrt. art mati forrártamanna
hitaveitunnar. 1) ef notartur er
homtll. 2) ef noturtur er mælir.
3l ef noturt er olla? Mikirt er
talurt um spurnart nú á tinium
en þær sparnartarpredikunir
hafu uurtsjáunlega farirt fram
hjá forrártamönnum hitveit-
unnar þvi art mínu muti velja
þcir dýrari leírtina virt vatns-
siiluna. þurt er dýrara fvrir al-
liieiining. en þart er kannski
uiikualrirti i þeirra augum'.'
Virt rártumenn Mirtneshrepp;
vil ég segja:
„Hvart segirt þirt? F.rurt þirt sam
mála stjórn Hitaveitu Suður-
nesja? Er valin bezta og
ódýrasta leiðin? Erurt þirt með
útreikninga eða látið þið ykkur
fljóta sofandi art feigðarósi mert
orrtaflaumi stjórnarmanna ■
Hitaveitu Surturnesja?
Dæmi um hitunarkontnart
húss mins sanna art vatnssala f
gegnum hemil er ekki ódýrasta
leirtin. Hitun á 130 fm húsi. 380
rúmm.: 1) Olfuhitun 1976
110.000, full kynding allt árið
áætlurt 10%-11.000+110.000-
-121.000.
l.ækkun vegna fjarveru úr Ibúrt
á ári má reikna á 10000.
121 .(KM)+ 10.000-111.000. 2)
„Vildarkjör" hitaveitunnar.
vatnssala gegn hemli: A hverja
100 rumm. þarf einn mlnútu
litra. A 380 rúmm þarf 3.6
r.t/1 3.8x12x2500=119 000+
‘ =l2.Voon ,,i þella 65% af
oliuverrtl en þurt er'gefirt upp
sem virtntrrtunarverrt uf hitu-
Annar kostnaður við inntöku
hitaveitunnar: .
Inntökugjald 180.000-
+ 170.000, annar kostnaður,
samtals 350.000.
Hvað tekur mig mörg ár að
vera úr Ibúrt kemur ekki inn 1
þetta dæmi. Mánaðarhitunar-
kostnaður samkvæmt vatnssolu
gegn hemli er 125.000:
12=10.400 en oliuhitun býrtur
enn betur, þart er 110.000:12 =
9.250.
3) Vatnssala gegn mæli: Ef
byggt er á sömu forsendum og
verðskrá Reykjavlkur gefur til
kynna lltur dæmið þanmg út:
tKeypt 700 tonn af vatm á
114,20. gera 79 940+6 000
mælaleiga = 85.940
Kostnaður vegna inntöku er
inntökugjald 180 000 + 60 000
annar kostnartur. samtals
240.000 Lækkun vegna fjar
veru úr ibúð má reikna á 8.000
85.940+8 000=77 940 Mánaðar-
hitunarkostnartur samkvæmt
vatnssölu gegn mæli er
77 940:12 = 6.500.
Gtsli W(um
olíukyndingu er ýmis annar
kostnaður, svo sem rafmagns-
og viðhaldskostnaður kyndi-
tækja auk afskrifta. Kostnaður
þessi er varlega metinn um
10% af olíukostnaði.
Sé tekið tillit til þessara
kostnaðarliða hækkar
kyndingarkostnaður við olíu-
hitun í dæminu hér að framan í
122.000 — 133.000 kr. á ári.
Hitunarkostnaður skv. gjald-
skrá Hitaveitu Suðurnesja
verður þá 59% — 69% af kynd-
ingarkostnaði með olíu, þegar
ekki er tekið tillit til vaxta af
heimæðagjaldi né kostnaðar við
nauðsynlegar breytingar.
Árlegur sparnaður húseiganda
í framangreindu dæmi er því
38.000 — 55.000 kr.
Kostnaður við breytingar á
hitakerfum húsa vegna teng-
ingar hitaveitu er að sjálfsögðu
mjög breytilegur eftir að-
stæðum. Hins vegar er óskiljan-
legt hvernig Gísli kemst að
þeirri niðurstöðu í lok greinar
sinnar að kostnaður við breyt-
ingarnar sé nær þrefalt hærri
þegar vatnið er selt um herrfil
en ef notaður er mælir. í
báðum tilfellum þarf að gera
nákvæmlega sömu breytingar
og er því enginn kostnaðarmun-
ur þar á.
Að lokum skal ítrekað að
tölur þær sem hér eru fram
settar eru meðaltalstölur og all-
nokkur frávik geta orðið í ein-
stökum húsum vegna mismun-
andi aðstæðna. Sú stutta
reynsla, sem komin er á rekstur
hitaveitunnar í Grindavík,
bendir til þess, að viðmiðunin í
dæminu hér að framan, þ.e. að 1
mínútulítri vatns jafngildi 1700
1 af olíu á ári sé fremur of lág
og að húseigendur taki minni
'vatnsskammta miðað við fyrri
olíunotkun.
F.h. Verkfræðistofunnar Fjar-
hitunar hf.
Sigþór Jóhannesson
Raddir
lesenda
Eitt sann-
leikskorn
Lesandl skrifar:
Einu sinni var litil hæna sem
vappaði um og rótaði I moldinni
umhverfis bændabýlið. Þarna
fann hún fáein korn af hveiti.
Og nú kallaði hún til granna
sinna og sagði: „Ef við sáum
þessu hveiti þá getum við búirt
okkur til braufl til matar. Hver
vill hjálpa mér að sá þvi?“
„Ekki ég," sagði kýrin.
„Ekki ég,“ sagði öndin.
„Ekki ég,“ sagði svlnið.
„Ekki ég,“ sagði gæsin.
„Þá geri ég það sjálf," sagði
litla hænan. Og það gerði hún
llka og svo óx hveitið og
þroskaðist þar til það varð að
fullvaxta, gullnum hveitiöxum.
„Hver vill hjálpa mér við að
þreskja hveitið?" spurði litla
hænan.
„Ekki ég,“ sagði öndin.
„Ekkf mitt verk," sagði
svlnið.
„Eg myndi missa eftirlauna-
réttinn," sagði kýrin.
„Eg myndi tapa atvinnuleys-
isstyrknum minum," sagði
gæsin.
„Þá geri ég það sjálf," sagði
litla hænan.
Að lokum kom sá tlmi að
baka skyldi brauðið.
„Hver vill hjálpa mér við að
baka brauðið?" spurði litla
hænan.
„Eg verð að fá greitt yfir-
vinnukaup," sagði kýrin.
„Eg myndi missa framfærslu-
styrkinn minn," sagði öndin.
„Eg er samfélagslegur litil-
magni_ og hefi aldrei lært
hvernig þetta er gert," sagði
svlnið.
„Ef ég á að vera látin hjálpa
einsömul, þá er slikt misrétti og
mismunun," sagði gæsin.
„Þá ætla ég að gera þetta
sjálf," sagði litla hænan. Slðan
bakaði hún fimm brauð og
nafði þau til sýnis, svo flll hin
gætu séð þau.
Þau vildu öll saman mjög
gjarnan fá eitthvað af brauði og
heimtuðu að þau fengju hvert
sinn skerf. En litla hænan
sagöi: „Nei, ég get auðveldlega
sjálf borflað þessi fimm brauð".
„Arðrán." hrðpaði kýrin.
„Auðvaldssnikjudýr,"
skrækti öndin.
„Sama rétt fyrir alla," orgaði
gæsin.
Svlnið gerði ekkert nema
hrlna. Og svo málaði það kröfu-
spjöld með slagorðunum: Við
krefjumst réttar okkar. Svo
fóru þau 1 kröfugöngu I kring-
um litlu hænuna um leið og þau
æptu ðkvæðisorð.
Þegar svo embættismaður
hins opinbera kom á vettvang,
sagði hann við litlu hænuná :
„Þú mátt ekki vera svona
gráðug."
„Já. en það er ég sem hefi
bakafl brauðin sjálf," sagði litla
hænan.
„Já, einmitt," -sagði
embættismaöurinn. „svona er
þetta undursamlega frjálsa
framtak. Allir hér á býlinu
mega afla eins mikils og þeir
vilja. En I okkar jafnréttis-
þjóðfélagi verða hinir fengsælu
og afkastamiklu að deila
kjörum sinum og framleiðslu
með slæpingjunum."
Og þau lifðu I vellystingum
upp frá þvl, einnig litia hænan
sem brosti og kvakaði: „En
hvað ég er heppin og farsæl. já,
hvað ég er ánægð og gæf usöm."
En hin dýrin gátu með engu
mótj skilið af hverju hún aldrei
bakaði brauð upp frá þessu.
Gamlir
húsgangar
i fullu gildi
—en lesendur
ættuekki að
tileinka sér
höfundarrétt
Sigurður nreiðar hringdi:
Ég mótmæli eindregið að
lesandi hafi skrifað „Eitt
sannleikskorn" í Dagblaðinu á
föstudaginn. Þetta er eldgamall
húsgangur, ameriskur, sem hef-
ur farið víða um heim og eng-
inn veit um höfundinn að. Á
síðasta ári birtist þessi hús-
gangur í júníhefti Úrvals og
hefur síðan að minnsta kosti
birzt i Morgunblaðinu og
kannski í fleiri tilöðum.
Hugleiðingar um gamla hús
ganga eru góðar og aldrei of oft
uppétnar en það er alveg
fráleitt að einhver lesandi láti
sem hann hafi skrifað þá.