Dagblaðið - 16.02.1977, Side 7

Dagblaðið - 16.02.1977, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977. Kosningaúrslit íDanmörku: Anker Jörgensen var sigur- vegari þingkosninganna — Vinstriflokkur Hartlings missti heiming fylgis súis Danskir kjósendur virðast treysta Anker Jörgensen. bezt til að leysa vandamál þjóðar- innar ef marka má úrslit kosn- inganna sem fóru fram í gær. Þá vann Jafnaðarmanna- flokkur Jörgensens glæsilegan sigur og hlaut 65 þingmenn af 179 i danska þinginu. Flokkur- inn bætti við sig 12 þingsætum. Vinstriflokkur Poul. Hartlings galt mest afhroð. Hann tapaði helmingi fylgis og hefur nú 21 þingmann en hafði áður 42. Framfaraflokkur Mogens Glistrups er nú næst- stærsti stjórnmálaflokkurinn í Danmörku. Hann hlaut 26 þing- sæti og bætti við sig tveimur. Réttarsambandið, sem átti engan fulltrúa á síðasta þingi, hlaut sex þingmenn að þessu sinni. Flokkur aldraðra, sem bauð nú fram í fyrsta skipti, hlaut aðeins 0,8% greiddra at- kvæða sem nægði ekki til að koma manni á þing. — Kosn- ingaúrslitin hafa enn ekki bor- izt frá Færeyjum og Grænlandi. Á hvorum stað eru kosnir tveir menn á þing. Ef litið er á kosningaúrslitin í heild þá er þróunin sú að miðflokkarnir juku fylgi sitt en flokkar lengst til vinstri og hægri töpuðu. Helzta skýringin á hruni Vinstriflokks Hartlings er talin vera sú að hann neitaði að taka þátt í stjórnarmyndun í ágústmánuði síðastliðnum er Jörgensen myndaði minni- hlutastjórn. -Kosningaúrslitin eru nálægt því sem spáð hafði verið áður en Danir gengu að kjörborðinu. Þó er fylgisaukning jafnaðar- manna mun meiri en búizt hafði verið við. Talið er að Anker Jörgensen hefjist handa strax í dag við að reyna að mynda meirihlutastjórn. Danskir fréttaskýrendur telja þó að það geti tekið langan tíma að raða upp nýrri ríkisstjórn. Mál málanna í Danmörku í dag er stefna í launamálum. Þá eiga Danir við vaxandi atvinnu- leysi að stríða, jafnframt því sem erlendar skuldir hlaðast upp. I kosningabaráttunni lof- aði Jörgensen að draga úr þjóðarútgjöldum til að grynnka á skuldum við útlönd. Kosningaþátttaka í gær var með því bezta sem gerist. Á kjörskrá voru um 3.5 milljónir manna og greiddu 88.6% at- kvæði. Framfaraflokkur Mogens Glistrupsbætti vid sig tveimur þingmönnum frá því í kosningunum í janúar 1975. Flokkur hans er nú sá næststærsti í Danmörku. Anker Jörgénsen var sigurvegarl dönsku þingkosninganna. Taiið er að hann hefjist handa strax i dag við að mynda nýja meirihluta- stjórn. ■ Forsíðuviötal: Ingunn Einarsdóttir, frjálsíþróttakona ■ Litið inn á æfingu Leikfélags Hamrahlíðarskóla ■ TonyCurtissemCasanova ■ Smásaga eftir Stellan Anderson

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.