Dagblaðið - 16.02.1977, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977.
9
„Skalf dálrtið,annars
ekkert taugadstyrk”
—sagði ungfrú Akureyri
„Ég skalf dálítið í hnjá-
liðunum, að öðru leyti var ég
ekkert taugaóstyrk en það kom
mér á óvart að ég varð fyrir
valinu því að ég hélt að hún
Emilía Einarsdóttir myndi
hreppa titilinn," sagði nýkjörin
fegurðardrottning, „ungfrú
Akureyri", Guðrún Hjörleifs-
dóttir.
Fegurðarsamkeppnin fór
fram á dansleik í Sjálfstæðis-
húsinu á Akureyri á laugardag-
inn. Valið var úr 5 16 ára yngis-
meyjum. Þrjár eru í gagnfræða-
skóla, ein í menntaskóla og ein
er að vinna.
„Við vorum allar í síðum
kjólum. Keppnin kom okkur
ekki alveg á óvart því að Heiðar
Jónsson snyrtir hringdi til okk-
ar og við komum allar saman
þar sem hann leiðbeindi okkur
hvernig við ættum að ganga.
Jú, það var valið eftir fegurð,
ekki voru það gáfurnar, þvi að
við sögðum ekkert. Við gengum
aðeins fyrir dansgesti, sem
kusu svo fegurðar-
drottninguna," sagði Guðrún.
Hún er norðlenzk í aðra ætt-
ina, dóttir Hjörleifs Hallgríms-
sonar. Móðir hennar heitir
Steinunn Ingvarsdóttir og er
frá Vestmannaeyjum og þar
ólst Guðrún upp þar til gosið
hófst en þá fluttist hún og fjöl-
skyldan til Akureyrar. Hún á
tvær systur, 14 og 15 ára.
„Ég hef mestan áhuga á
náminu. Mig langar annaðhvort
í fjölbrautaskóla eða Verzló og
vinna svo annaðhvort á skrif-
stofu eða í verzlun. Núna
vinn ég hjá föður mínum með
náminu í tízkuverzluninni
Kleópötru. Mér finnst líka afar
gaman að lesa, bæði fræðibæk-
ur og svo auðvitað ástarsögur.
Nei, ég á engan uppáhaldshöf-
und,“ sagði þessi unga
fegurðardís.
Hún fræddi okkur líka á að
hún hefði afar gaman af ferða-
lögum, hefði ferðazt mikið um
landið, farið til Noregs og
Kanaríeyja. Ef hún hreppir
titilinn ungfrú Islands, gefst
henni líka svo sannarlega
kostur á enn meiri ferðalögum,
þvf að þá öðlast hún rétt til að
taka þátt í keppninni um titil-
inn ungfrú Alheimur.
EVI
Guðrún Hjörleifsdóttir að unn-
um sigri á Akureyri.
DB-m.vnd Fr.Ax.
Hvernig er ástatt með of næmissjúkdóma hér á landi?
Rannsdkn á tíðni of-
næmissjúkdóma að
fara í gang
„Það eru valin fimm þúsund
nöfn af handahófi úr þjóðskránni
úr hópi fólks á aldrinum 40-50 ára
og þeim sendur spurningalisti,“
sagði Davíð Gíslason, læknir á
Vífilsstöðumer við spurðum hann
um rannsókn á tíðni ofnæmis-
siúkdóma sem rannsóknarnefnd
læknanema er að vinna að. Sam-
tök astma- og ofnæmissjúklinga
er einnig aðili að rannsókninni og
SÍBS sér um að útvega fé til rann-
sóknarinnar ásamt aðilum innan
Háskóla tslands.
„Þetta fimm þúsund manna úr-
tak á að geta gefið heildarmynd af
því hvernig ástatt er um ofnæmis-
sjúkdóma í landinu, bæði hvað
snertir aldur og búsetu, því úrtak-
ið er valið af öllu landinu.
Þessum fimm þúsund manna
hópi er sendur spurningalisti,
eins og áður segir og síðan verður
farið yfir svörin. Ef talið er að
einhver hafi einhvers konar of-
næmi verður viðkomandi sendur
annar listi með fyllri spurning--
um. Það verður líklega ekki fyrr
en á næsta ári, sem lokið verður
við að vinna úr þessum upp-
lýsingum.
Það var Helgi Valdimarsson.
læknir, sem átti uppástunguna að
þessum rannsóknum, en hann
starfar sem sérfræðingur í
ónæmissjúkdómum i London. Ég
hef aðeins verið til ráðlegginga
um framkvæmd málsins," sagði
Davíð Gíslason. Hann er starfandi
læknir á Vlfilsstöðum, en hefur
aðallega unnið við ofnæmissjúk-
dóma sl. tvö ár.
— Er deild fyrir ofnæmissjúkl-
inga á Vífilsstöðum?
„Nei, þar er það nú ekki. Við
höfum dálítið reynt að sinna
ofnæmissjúklingum á göngu-
deild. Þessi mál hafa verið svolít-
ið laus í reipunum, en ætlunin er
að koma upp fullkominni göngu-
deild fyrir astma- og ofnæmis-
sjúklinga. Flestum ofnæmissjúkl-
ingum er hægt að sinna á göngu-
deild og sparar það bæði sjúkling-
um og þjóðfélaginu fé.
Það hafa orðið miklar framfar-
ir I sambandi við lækningu og þó
sér í lagi greiningu á ofnæmis-
sjúkdómum á sl. tíu árum, eins og
á öðrum sviðum læknavísind-
anna,“ sagði Davíð.
Davfð Gíslason kom heim frá
Sviðþjóð á miðju sl. ári, en þar
starfaði hann um árabil.
A.Bj.
Báturinn er að koma upp. Annar bátur i eigu Kristbjarnar er þarna til
aðstoðar. DB-myndir Sv. Þorm.
Einar Kristbjörnsson er búinn að slá utan um bátinn og krækir
stroffunni I kranakrók.
Kafarabátur
fórá kaf
—óljóst hvað olli
„Það leggst verst í mig að vita
ekki alveg ennþá hvernig hann
hefur sokkið en tveir möguleikar
koma helzt til greina,“. sagði
Kristbjörn Þórarinsson, kafari,
eigandi kafarabáts sem sökk í
Reykjavíkurhöfn á sunnudag og
náð var upp í gærmorgun.
Hugsanlegt er að vél bátsins
hafi verið látin i gang og kælivatn
til vélar fyllt bátinn. en tenging-
um á sjókælingunni er breytt þeg-
ar báturinn liggur í frosti. Einnig
er hugsanlegt að hann hafi skorð-
azt fastur undir bita I bryggjunni'
og sokkið þegar flæddi undir
hann.
Að sögn Kristbjarnar hafa bát-
ar oft sokkið þarna og sjálfur kaf-
aði hann sina fyrstu köfun eftir
bát þarna. Báturinn mun ekki
mikið skemmdur.
-G.S.
40% Suður-
nesjamanna
við sjósókn
eða vinnslu
sjávarafla
vetrarveruðin á Suður-
nesjum hefur farið óvenju
kröftuglega af stað og voru
90 bátar byrjaðir um sl.
mánaðamót, skv. upplýsing-
um Útvegsmannafélags Suð-
urnesja. Afli báta og sex
skuttogara var um síðustu
mánaðamót 5525 tonn úr 949
róðrum á móti 3280 tonnum
á sama tíma í fyrra úr 586
róðrum. Togararnir áttu
1172 tonn af aflanum nú,
miðað við 1134 tonn í fyrra.
Nú er komið í ljós að botn-
fiskafli Suðurnesjamanna i
fyrra, loðnuafli og humar-
afli, jókst miðað við 1975, en
síldarafli var örlitlu munni.
Verðmæti þessa afla upp úr
sjó var 4.4 milljarðar en út-
fiutningsverðmæti væntan-
lega um 11 milljarðar, sem
þýðir að á Suðurnesjum eru
framleidd 20,7% allra út-
fluttra sjávarafurða hér,
miðað við verðmæti.
40% Suðurnesjamanna
starfa við sjósókn og vinnslu
sjávarafla, en aðeins í Vest-
mannaeyjum og á Snæfells-
nesi er hlutfallið hærra,
41% og 43%. Útgerðarstað-
irnir eru Grindavík, Hafnir,
Sandgerði, Garður, Kefla-
vík, Njarðvíkur og Vogar.