Dagblaðið - 16.02.1977, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977.
mBIABW
fijálst, úhád datfblað
Utgefandi Dagblaöiðhf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjori: Jonas Krístjánsson.
Frettastjori: Jón Birgir Potursson. Ritstjómarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar:
Johannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoöarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Sævar Baldvinsson. Handrit: Asgrimur Palsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingolfsdottir, Gissur
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Petursson, Jakob Magnússon, Katrín Palsdottir, Krístín Lýös-
dóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson,
Höröur Vilhjalmsson, Sveinn Þormóösson.
Skrif stof ustjori: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M.
Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. Í lausasolu 60 kr. eintakiö.
Ritstjórn Síöumúla 12, simi 83322, auglýsingar, askriftir og afgreiösla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaöið og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Refsað fyriraukna vinnu
,,Þá hefur eitt atriði svo til
alveg gleymzt í allri umræðunni
um matið á heimilisstörfunum:
semsé það að hin gifta útivinnandi
kona er líka húsmóðir og heima-
vinnandi og að hennar
vinnudagur er oft æði langur. Ber
henni og hennar heimili ekki
viðurkennt á sama hátt og önnur heimili? Er
vinnan á því heimili ekki sú sama og á öðrum
heimilum og jafnvel unnin að miklu leyti í
kvöld- og helgarvinnu?“
Þessar ábendingar komu fram í kjallaragrein
Arndísar Björnsdóttur kennara í Dagblaðinu
fyrir réttri viku. Og það er ljóst, að útivinnandi
konum reynist ekki auðvelt að losna úr þessum
þrældómi. Hingað til hafa þær þó getað notað
hálfar tekjur sínar skattfrjálst til að kaupa
barnagæzlu og heimilishjálp. En í nýja skatta-
frumvarpinu er girt fyrir slíka möguleika.
Eðlilegast væri aö meta kostnaðinn við
barnagæzlu og heimilisaðstoð og veita úti-
vinnandi eiginkonum skattaívilnun til sam-
ræmis við það. Kostnaðurinn og ívilnunin færu
þá annars vegar eftir fjölda barna á forskóla-
aldri, sem þarfnast gæzlu, og hins vegar eftir
fjölda manna í heimili. Gæzla barns á forskóla-
aldri kostar að minnsta kosti 25.000 krónur á
mánuði og heimilishjálp kostar að minnsta
kosti 15.000 krónur á mánuði á hvern heimilis-
mann.
Höfundar hins nýja skattafrumvarps hafa
ekkert tillit tekið til þessa réttlætismáls, heldur
anað áfram í blindni eins og á svo mörgum
öðrum sviðum frumvarpsins, svo sem frægt er
orðið. Arndís segir m.a. í grein sinni:
„Afslættirnir, sem frumvarpið gerir ráð
fyrir, eru svo lágir miðað við kostnað þann, sem
leiðir af útivinnu, að í mörgum tilvikum
hrykkju nettólaunin ekki fyrir þeim aukna
kostnaði. Við höfum ekki efni á að missa dýr-
mætan vinnukraft eins og til dæmis í frysti-
húsum, þar sem vinnuframlag kvenna er ómiss-
andi... Á umbun þessara kvenna að vera sú, að
til viðbótar við álagið við heimilisstörfin hljóti
þær skattalega refsingu?“
Höfundar frumvarpsins ætla sér að lækka
skatta á ráðherrum og embættismönnuin, sem
eru hálaunamenn, af því að þeir eru í fínum
störfum. En þeir vilja gjarna hækka skatta á
fólki, sem reynir með mikilli vinnu að koma
undir sig fótunum. Hinar útivinnandi hús-
mæður eru aðeins eitt dæmið um þá viðleitni.
Annað dæmi er um unga fólkið, sem er að
reyna að koma þaki yfir höfuð sitt. Það á líka að
fá að axla aukna skatta. Hið sama er að segja
um einstæða foreldra, sem eru að reyna að
standa á eigin fótum. Þeir eiga líka að fá að
bera auknar byrðar.
Staðreyndin er sú, að embættismenn þeir,
sem samið hafa frumvarpið og talið fjármála-
ráðherra trú um,að heppilegt væriað leggjaþað
fyrir alþingi, eru ekki í neinum umtalsverðum
tengslum við íslenzkan raunveruleika. Þeir
þykjast vera að einfalda skattakerfið en eru í
rauninni að flækja það. Þeir þykjast vera að
koma lögum yfir skattleysingjana frægu, en
eru í rauninni að rýja duglegt miðstéttarfólk.
Þeir þykjast vera að bæta kerfið, en eru í
rauninni fyrst og fremst að afla ríkissjóði meiri
tekna.
Guöbergur Bergsson:
ÞAÐ RÍS ÚR DJÚPINU
Helgafoll 1976. 231 bls.
Nýja saga Guðbergs Bergs-
sonar hefst rakleitt þar sem frá-
sögn sleppti í Hermanni og Dídí
fyrir tveimur árum, ..annarri
bók" í sögu sem einu nafni
nefndist Það sefur í djúpinu.
Eða svo er að sjá. En hvað
skyldi það nú vera sem í haust
reis úr því djúpi? Og skyldi það
allt vera komið á daginn enn-
þá?
Það sefur í djúpinu segir frá
Önnu, ekkju á Tanga, daginn
sem amma hennar er jarðsett.
Þar sem sögu lauk í Hermanni
og Dídí hafi Anna nýskeð, fyrir
einkennilegt hugboð, fundið
inni í skáp handrit frá árinu
1947, Sögu af tveimur systrum.
Gunnu og Tótu. En handrit
þetta geymdi sanna sögu sem
fært hafði í letur Katrin Jóns-
dóttir „í hefndarskyni fyrir það
sem „systir" hennar, Anna,
gerði þegar hún breytti röð
kaflanna í bók samnefndri
henni, Önnu“. Nýja bókin, Það
ris úr djúpinu, hefst með þess-
ari frásögn. Sannri sögu af
sálarlífi systra, sem Anna er nú
að lesa. Að henni lokinni verða
brátt á ný skil i frásögninni.
Það sem þá tekur við í seinni
hluta sögunnar er einhvers
konar „innra eintal“ Her-
manns, sonar Önnu, eða öllu
heldur Önnu sjálfrar í hugar-
stað Hermanns, þar sem hann
rifjar upp sögu móður sinnar
frá æskudögum. Þeirri frásögn
lýkur þar sem Már, maður
Önnu og faðir Dídíar, en að vísu
ekki Hermanns, er dauður og
drukknaður og hefur breyst í
fisk til að forðast samskipti við
annað fólk:
„Þá fékk mamma málið á ný,
og hún sagði:
Bústaðir orðsins eru ótelj-
andi. Vegir orðsins eru órann-
sakanlegir, en samt er ekkert
til ánþess. Öll orð eru sönn, en
það sem ég hef sagt og hugsað
er hverju orði sannara."
Eins og sjá má af þessú
greinist sem sé nýja sagan í tvo
parta, mjög viðlíka að voxtum
við tvær bækur fyrri sögunnar,
Það sefur í djúpinu, þótt sú
skipting sé nú ekki viðhöfð á
titilblöðum. Og það er væntan-
lega ljóst að þar sem frásögn
sleppir í Það rís úr djúpinu er
jarðarfarardagur ömmu hennar
Önnu ekki enn á enda, þó
komið sé kvöld. Fátt er líklegra
en enn sé frásagna að vænta af
þorpinu á Tanga og Önnu
ekkjufrú í Valhöíl og öllu því
fólki.
Um raunsœi
Þegar rætt er um skáldsögur
Guðbergs Bergssonar er oft og
einatt talað um „nýtt raunsæi"
í verkum hans, raunsæislega
efnisþætti þeirra, eða ofur-
raunsæja frásagnaraðferð, þar
sem frumefni þekkjanlegs
veruleika hvarvetna birtist i
frásögninni, en ýkt og afbökuð
og færð í stíl öfga ogóskapa. En
allt eins og gefa gaum að raun-
sæi Guðbergs, ef það er rétt-
nefni, má auðvitað huga að stíl-
færslu efniviðarins í meðförum
hans. í nýju sögunni eins og
áður i Það sefur í djúpinu er
viða árétt og ítrekað við lesand-
ann að hér sé um sögu að ræða,
skáldskap, tilbúning. Sögunni
af systrunum tveimur lýkur
t.a.m. botnlausri með auðum
blöðum handa lesanda að slá
sjálfur botn í hana: „Höfundar
bóka ættu aldrei að móðga eða
hrekkja lesendur sína, því að
það er að setja sig á háan hest
gagnvart þeim, detta af baki og
missa þá,“ segir þar.
Anna ætlar að taka systur
sína, Katrínu, á orðinu og
breyta sögunni og fer að sækja
sér penna í því skyni „enda er
hann áhrifamestur og besta
tækið ef breytinga er þörf... En
líklega fáum við aldrei að vita,
hvernig breytingin átti að vera,
vegna þess að í ganginum
mætti hún einhverjum persón-
um sem við athugun reyndust
vera Bjössi og Dídí...“ Og halda
síðan atburðir áfram að gerast í
nútíð sögunnar: Ann^vill koma
þeim i hjónaband, Dídí og
Bjössa sem barnað hefur stelp-
una í ótíma.
Af þessu sama tagi eru stöð-
ugar skírskotanir og tilvitnanir
í báðum bókum til annarra
skáldsagna Guðbergs og heims
sem þar er reistur og lýst. Hér-
er á þennan máta höfðað beint
Hvað rís
Uudbergur Bergsson
og óbeint til Onnu, sögunnar
um Tómas Jónsson, Ásta sam-
l.vndra hjóna og ti! einstakra
sagna, eins og Vitjað nafns eða
Nöldur, í Leikföngum leiðans,
fyrsta smásagnasafni Guð-
bergs, en sú bók kom út áður en
hafin var umtöluð „formbylt-
ing“ skáldsagnagerðar með
Tómasi Jónssyni metsölubók
um árið. Sjálfsagt má freista
þess að lesa sig inn í hugarheim
Guðbergs og veröld verka hans
með hliðsjón af slíkum tilvísun-
um í milli bókanna. Og víst
verður margt ljósara í hugar-
heim verkanna og samhengi
þeirra í milli, vensl og sifjar
sögufólksins. staði og tíma at-
burða, af báðum síðustu sögun-
um, Það sefur í djúpinu og Það
rís úr djúpinu.
En i framhaldi slíkrar athug-
unar á veröld verkanna, fólki,
staðháttum og atburðum þar,
mætti svo freista þess að skil-
greina nánar ,,raunsæi“ Guð-
bergs Bergssonar: eygja og
koma orðum að einhvers konar
samsvörun eða samhengi í milli
hugarheims skáldsagnanna og
heimsins sem við byggjum hin,
veruleika og skáídskaparins.
En það fylgir jafnan sögu um
raunsæi Guðbergs að í því
felist einhvers konar úttekt og
gott ef ekki einhvers lags
krufning eða holskurður á ís-
lenskri samtíð og sögu umlið-
inna áratuga.
Skáldheimur og
veruleikinn
Hvað sem því líður hygg ég
að velflestum lesendum
Guðbergs Bergssonar sé án
neinnar slíkrar yfirlegu ljós
margvísleg frumsnið veruleika
á sögum hans, frásagnarefni og
aðferðum. Þorpið sjálft á Tanga
sem er baksvið eða bakhjallur
allra hans bóka með frystihúsi
og beinaverksmiðju, bátum og
útgerð, sjoppu, skóla og kirkju,
kennara og kaupfélagi, kemur
væntanlega hverjum lesanda
kunnuglega fyrir, svo aðeins sé
tekið einfaldasta dæmi. Þar er
Völlurinn skammt undan og
stutt þaðan til Reykjavíkur rétt
eins og suður með sjó. Á sama
máta er flestallt fólkið í sögun-
um með öllum sínum öfgum og
ósköpum, og viðhorf og við-
brögð sem auðkenna það, í
frumatriðum sínum, þekkjan-
legar og kunnuglegar mann-
gerðir rétt eins og frumdrættir
þeirrar þorpsmyndar, daglegs
lífs og starfs í þorpinu. sem
sögurnar allar saman draga
upp.
En í stað þess að beina at-
hygli sinni að þessu raunsæis-
lega frásagnarefni hans má
eins og áður segir allt eins huga
að þvi frásagnarforminu í sög-
unum og reyna þann veg að
gera sér grein fyrir skilum
veruleika og ímyndunar, raun-
sæis og skáldsköpunar í heimi
Guðbergs.
Sönn saga
eða login?
' Nýja bókin hefst sem sé með
Sannri sögu af sálarlífi systra
sem Katrín Jónsdóttir hefur
samið um þær Önnu, systur
sína, og nefnast þær Gunna og
Tóta í frásögninni:
„Sagan sem hér er rituð fyrir
augu almennings og færð dóm-
greind hans til lofs eða lasts er
dagsönn, þótt dagar mannsins
séu skáldskapur og lygi,“ segir i
niðurlagi Hermanns og Dídíar.
Og ennfremur: „Lesandanum
er ráðlagt að lesa ekki línur
sögunnar heldur á milli þeirra.
Svo óska ég lesandanum góðrar
ferðar inn í sinn eigin hugar-
heim. Sá skáldskapur er bestur
sem segir ekki neitt sjálfur
heldur vekur ímyndunaraflið
af svéfni.“
Frásögnin sjálf, sem birtist í
Það rís úr djúpinu er svo eins
konar dagbók eða minningar
Tótu, sakiausrar stúlku úr
sveitinni, frá hennar fyrstu
reykjavíkurvist, vinnu í frysti-
húsi og kynnum af félögum þar
og bæjarbragnum á böllum og
bíó. Mikils til snýst hún um
Gunnu, systur Tótu og ástir
hennar, en Gunna hefur á sér
meira heimskonusnið en
hennar saklausa systir. Um það
bil sem sögunni lýkur botn-
lausri sýnist Gunna komin í ein-
hvers konar hjúskaparhöfn, en
Tóta orðin heimavön i bænum.
Heyrt hef ég þá sögu ganga
að undanförnu að það sé
reyndar dagsatt sem áður var
haft eftir Hermanni og Dídí:
hér sé um að ræða sanna sögu,
raunverulega dagbók frá fyrsta
reykjavíkurári ungrar stúlku
utan af landi, sem höfundurinn
hafi með einhverju móti komist
yfir, og ekki vikið við nema
litlu. Nú má það svo sem einu
gilda hvort þetta er satt eða
logið. Varla trúir neinn lesandi
sögunnar því bókstaflega. En
hvernig sem sagan er tilkomin
lýsir hún að mér finnst rök-
réttu viðbragði lesanda við bók-
inni: frásögnin af Tótu og
Gunnu úr sveitinni gæti efnis-
atriðanna vegna og ritháttarins
ÓLAFUR
JÓNSSON
Bók
menntir