Dagblaðið - 16.02.1977, Page 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977.
17
Friðbjörn Þorsteinsson í Vík lézt
8. feb. 1977. Hann fæddist 8. ágúst
1891. Friðbjörn vann á heimili
móður sinna fram yfir tvítugs-
aldur. Þá giftist hann Guðnýju
Guðjónsdóttur. Bjuggu þau
Friðbjörn og Guðný fyrstu
búskaparárin sin að Flögu í
Breiðdal. Vorið 1920 keyptu þau
jörðina Vík í Fáskrúðsfjarðar-
hreppi. Þeim hjónum varð 9
barna auðið. Eitt andaðist í
bernsku en átta komust upp og
eru þau öll á lífi.
Bóas Hannibalsson lézt 10. feb.
Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 17. feb. kl.
13.30.
Ingibjörg Pálmadóttir frá Reka-
vik bak Látrum verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 17. feb. kl. 10.30 .
Hafiiði Jón Hafliðason lézt 14.
feb.
Kristniboðssambandið
Almenn samkoma verður i kristniboðshús-
inu. Laufásvegi 13 í kvöld kl. 20.30. Benedikt
Arnkelsson talar. Allir velkomnir.
Hörgshlíð
Samkoma í kvöld, miðvikudag. kl. 8.
Nóttúruverndarfélags
Suð-Vesturlands
verður haldinn í Norræna húsinu í kvöld.
miðvikudag. 16. feb. kl. 20.30. Kaffistofan
verður opin. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfund-
arstörf. 2. önnur mál. 3. Skipulag Reykja-
víkur. A fundinn koma Hilmar Ólafsson for-
maður Þróunarstofnunar og Sigurður
Harðarson arkitekt.
Öldrunarfrœðafélag
íslands
h'undur verður haldinn fimmtudaginn 17.
febrúar 1977 kl. 20.30 í föndursalnum á
(Irund (gengið inn frá Brávallagötu) Fund-
arefni: 1 Atvinnumál aldraðra. Frum-
mælandi Gísli Sigurbjörnsson 2. Ýmis mál.
Fulltrúar frá Alþýðusambandi íslands.
Tryggingastofnun Ríkisins og Vinnuveit-
endasambandi íslands munu mæta á fund-
inn. Félagsmenn eru vinsamlega beðnir að
mæta vel og stundvislega og taka með sér
gesti. Stjórn öldrunarfræðafélags Islands.
Ákæra gefin út í Flugfraktarmálinu:
Fengu 32 sendingar afhentar
úr tolli án þess að borga
Akæra hefur veriðs gefin út
á hendur sex mönnum fyrir
umboðssvik, skilasvik og tolla-
lagabrot í framhaldi af rann-
sókn á Flugfraktaimálinu sem
upp kom í lok árs 1974. Hefur
rannsókn staðið siðan og lauk
síðast í desember sl. skv. þeim
upplýsingum, sem DB hefur
aflað sér. Embætti ríkissak-
sóknara gaf út ákæru á hendur
mönnunum sex 24. janúar sl.
Þessir sex menn eru Jóhann
Stefánsson, Ásgeir H. Magnús-
son, Loftur Baldvinsson,
Matthías Einarsson, Garðar
Ölafsson og Guðgeir Leifsson,
flestir kunnir fjármálamenn í
Reykjavík.
Málavextir eru þeir, að í árs-
lok 1974 kom samkvæmt
ákærunni í ljós að Guðgeir
Leifsson sem þá var starfs-
maður í vörugeymslu Flug-
frakt, hafði afhent 32 vörusend-
ingar til innflytjenda án þess
að þeir framvísuðu tilskildum
pappírum um greiðslu tolla og
greiðslu sjálfrar vörunnar.
Sjálf fraktin var þó yfirleitt
greidd þegar varan var afhent.
Voru tveir menn, þeir Guð-
geir og Jóhann Stefánsson, sem
var upphafsmaður þessara
svika að því er kom fram í
rannsókninni, úrskurðaðir í
gæzluvarðhald á sínum tíma.
Rannsókn leiddi í ljós, að
Jóhann hafði sjálfur fengið af-
hentar átján þessara vörusend-'
inga (sem allar voru fluttar inn
á nafni Ásgeirs H. Magnús-
sonar), Garðar Ólafsson átta,
Asgeir H. Magnússon fjórat og
Matthías Einarsson tvær.
Einnig var því haldið fram í
yfirheyrslum að umsamið hafi
verið í upphafi að Guðgeir
fengi 10—30 þúsurTd krónur í
eigin vasa fyrir hverja send-
ingu sem hann afhenti á þenn-
an hátt. Stangast framburður
hans og Jóhanns á um þetta
atriði. Telur Guðgeir sig hafa
fengið um 75 þúsund krónur en
Jóhann sig hafa greitt honum
300—400 þúsund krónur.
Allar þessar sendingar komu
til landsins og voru afhentar á
árinu 1974. Megnið af þeim
hefur nú verið greitt.
Inn í rannsókn málsins í
sakadómi Reykjavíkur hefur
flæk.zt fjöldi dularfullra víxla,
ávísana og skuldabréfa. Þrír
menn, allir kunnir „fjármála-
menn“, hafa einnig komið við
sögu þessa máls, sem er hið
ævintýralegasta.
Dagblaðið mun á næstu
dögum hefja birtingu greina-
flokks eftir Halldór Halldórs-
son fréttamann þar sem hann
fjallar ítarlega um þetta mál og
rannsókn þess.
Rétt er að taka fram, að áður-
greindum sex mönnum hafa
ekki verið birtar ákærurnar
vegna mikilla anna viðkomandi
sakadómara, Gunnlaugs Briem.
Hann hefur aðeins viljað stað-
festa að sex menn væru
ákærðir fyrir þrjú framan-
greind brot sem skiptust eitt-
hvað á milli þeirra.
-ÓV.
BÍL ST0LIÐ FRÁ
UNGRISTÚLKU
—geta lesendur hjálpað að f inna bflinn?
Tveggja dyra bíl, grænblárri
Cortinu árgerð 1967, var stolið að
kvöldi miðvikudagsins 9. þessa
mánaðar eða aðfaranótt
fimmtudagsins 10. frá Karlagötu
18 í Reykjavík.
R-43343 er skrásetningarnúmer
bílsins. Lögreglan hefur auglýst
eftir hinum stolna bíl. Enginn*
hefur gefið sig fram til þess að
gefa neinar ábendingar um
bílinn. Ung stúlka, sem er eigandi
bílsins, er að vonum orðin mjög
áhyggjufull um afdrif bílsins
'síns.
Útvarpsauglýsingar lög-
reglunnar gætu vel hafa farið
fram hjá einhverjum þeim sem
gætu gefið ábendingar um bílinn.
Eru lesendur Dagblaðsins beðnir
að gera lögreglunni, blaðinu eða
eiganda bílsins viðvart, ef þeir
hafa orðið varir við grænbláa
Cortinu með áðurgreindu númeri
eða jafnvel númeralausa.
-BS.
Sendiráðið á
að finna Hort
„Ekkert bréf frá Tékkó-
slóvakíu var í póstinum
okkar í morgun," sagði
Einar S. Einarsson, forseti
Skáksambands íslands í
viðtali við DB í morgun.
„Enn er því ekki vitað um
það hvenær Hort kemur
hingað til lands og ekki
heldur hver verður aðstoðar-
maður hans í áskorendaein-
víginu," sagði Einar.
Einar kvað Skáksam-
bandið hafa sent hraðskeyti
til Tékkóslóvakíu í gær. í
því var beðið um tilkynn-
ingu tékkneska skáksam-
bandsins um framangreind
atriði. Auk þess var sendi-
fulltrúi við tékkneska sendi-
ráðið í Reykjavík beðinn um
að setja sig inn í málið.
„Vegna gerðrar dagskrár
og af öðrum ástæðum er að
verða nauðsynlegt fyrir
okkur að fá vitneskju um
komu Horts og aðstoðar-
manns hans,“ sagði Einar S.
Einarsson.
BS.
Afram Keflavik! hrópuðu þessar frisku og taliegu steipur fyrir utan
Þjóðleikhúsið i gær. Sex hundruð aðrir krakkar tóku undir — og síðan
aftur og aftur þegar allur hópurinn var farinn inn í húsið til að horfa á
Dýrin í Hálsaskógi. Þar inni var að vísu ekki hrópað Afram Keflavík,
heldur tekið þátt í ævintýraleiknum um dýrin af lífi og sál. DB-mynd:
Bj.Bj.
I.O.G.T.
St. Veröandi nr. 9. F’undur í kvöld. miðviku-
da« kl. 20.30. Gestakvöld. St. Danielsher kem-
ur I heimsókn. Æt.
Grensóskirkja
Foreldrar ferminparbarna í Grensáspresta-
kalli. Munið fundinn i kvöld kl. 8.30.
Kvennadeild Slysa-
varnafélagsins
í Reykjavík heldur fund mióvikudaKÍnn 16..
feb. kl. 20.30 i Slysavarnahúsinu Granda-
Karði. Óskar Þör Karlsson fulltrúi SVFl flvt-
ur erindi. einsön«ur. InKveldur Hjaltested og
skemmtiþáttur. FélaKskonur fjölmennið.
Myndasýning —
Eyvakvöld
verður í Lindarbæ niöri miövikudaKÍnn 16.
feb. kl. 20.30. Pétur Þorleifsson sýnir. Allir
velkomnir.
Ferrtafélau ísiands.
Trésmiðir
Þorraþrælsskemmtun verrtur hjá Trésmirta-
félaui Re.vkjavíkur lauKarda«inn 19. fcbrúar
art HallveiuarstíK 1. kl. 20-02. Mirtasala þrirtju-
daeinn 15. febrúar oj* mirtvikudaKÍnn 16.
febrúar kl. 18-19.30 á skrifstofunni.
TrésmirtafélaK Revkjavikur.
DAGBLAOID ER SMÁ AUGLÝSINGABLAÐIÐ SÍMI 27022 ÞVERHOLTI 2
Til sölu
er Repromaster og Gevacopy
framköllunarvél. Hringið í síma
32992 eftir vinnu.
Til sölu
hálfs árs kerruvagn, lítið notaður
og m)ög vel með farinn. Uppl. í
síma 82063 eftir kl. 19.
Barnavagn.
vagga. reiðhjól. skipslíkan og ým-
islegt fleira til sölu. Uppl. að
Bræðraborgarstíg 38 eftirkl. 6.
Til sölu vel farið:
stóll kr. 25 þús„ Sívaló-
hilluveggur kr. 65 þús„ sem ný
Elan skíði kr. 8 þús. og nýtt Matra
sófasett. Uppl. í síma 43605.
Búslóð:
Sófasett, ísskápur, frystikista o.'fl.
til sölu. Uppl. að Kleppsvegi 120.
7. hæð til hægri, milli kl. 8.30 og
9.30 í kvöld.
Lafayette
3ja rása, 1.5 vött og Dearce
Simpson loftnetsmagnari. 12 rása,
12 volt. passar í sendibíla og báta.
Jeppakerra, 15 tommu dekk,
beizli f.vrir kúlu. í góðu lagi. Uppi.
í síma 92-6323.
Til sölu
Nordmende sjónvarp 24“. Einnig
Tricity eldhúsvifta og Armstrong
strauvél. Allt í góðu lagi. Fiðla
óskast til kaups. Uppl. í síma
14599.
Nýtt baðkar og sturtunotn
úr potti, handlaug í borði og hvítt
salerni til sölu. Uppl. í síma
43837, eftirkl. 17.
Til sölu
25 tommu forhitari ásamt stjórn-
tækjum og dælu, allt í fullkomnu
lagi. hagstætt verð. Uppl. í sima
82870 og 36722 eftir kl. 7.
Bíleigcndur — Bílvirkjar
Amerísk skrúfjárn, skrúfjárna-
sett, sexkantasett, visegrip, skrúf-
stykki, draghnoðatengur, stál-
merkipennar 12v, málningar-
sprautur, micrometer, öfugugga-
sett, bodyklippur, bremsudælu-
slíparar, höggskrúfjárn, stimpil-
hringjaklemmur, rafmagnslóð-
boltar/föndurtæki, lóðbyssur,
borvélar, borvélafylgihlutir, slípi-
rokkar, handhjólsagir, útskurðar-
tæki, handfræsarar, lyklasett,
verkfærakassar, herzlumælar,
stálborasett, rortengur, snittasett,
borvéladælur, rafhlöðuborvélar,
toppgrindur, skíðabogar. topp
lyklasett, bílaverkfæraúrval. —
Ingþór, Ármúla, sími 84845.
Til sölu
Rafha gormaeldavél. verð kr, 10
þús„ einnig blár svefnsófi sen
þarfnast viðgerðar, verð kr. 5 þús.
Uppl. í síma 35416.
Óskast keypt
Óska eftir að kaupa
vinnuskúr. Vinsamlega hringið í
síma 32992, eftir vinnu.