Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.02.1977, Qupperneq 23

Dagblaðið - 16.02.1977, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977. fi Útvarp 23 Sjónvarp p r * Sjónvarp kl. 21,00 íkvöld: MAJA FLYTUR AFTUR HEIM Á STORMEY Næstsíðasti þátturinn um Maju á Stormey er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.00. Nefnist hann Fimbulvetur. í síðasta þætti brann ibúðar- hús þeira Maju og Janna og bjargast þau naumlega og voru komin heim til foreldra Maju. Þar fengu þau lítið hús þar sem þau gátu verið út af fyrir sig með börnin. Nú tekur Janni að sér póstferðir og skömmu síðar berast fréttir af því að úlfar séu komnir í nágrennið. sem var mjög óalgengt á þess- um slóðum. en þeir komast yfir ísinn austan að. Þau óttuðust úlfana mjög. ekki sízt vegna Janna. þar sem hann var einn í póstferðunum. Nú taka þau að undirbúa flutninginn aftur til Stormeyj- ar og þurfa þau að taka sér nýtt lán til þess að geta b.vggt sér nýtt hús. En haustið áður höfðu þau einmitt greitt síðustu af- borgunina af fyrra láninu. Um vorið er orðið mjög þröngt í búi hjá Maju og fjöl- skyldú hennar og verða þau eiginlega að leita á náðir sveitunga sinna um matbjörg. Strax og hægt var að sigla út í Stormey fl.vtja þau þangað aftur og verða fyrst í stað að vera í gripahúsinu á meðan verió er að Ijúka við b.vggingu nýja hússins. Kynntar eru nýjar veiðiaðferðir, sem útheimta að fiskimennirnir fari lengra út á miðin en þessi aðferð gefur betri aíla. Nágranni þeirra Maju og Janna, sem verió hafði á móti þessari nýju veiðiaðferð, fer í veiðiferð en hann kemur ekki aftur. Þýðandi þessa framhalds- myndaflokks er Vilborg Sigurðardóttir. Þátturinn er sendur út í lit. Sjónvarp íkvöld kl. 20,35: Nýjasta tækni og vísindi Nýjungar í um- ferðarmálum og matvælaframleiðslu Nýjasta tækni og vísindi er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 20.35. Sigurður Richter er um- sjónarmaður. í þættinum verða sýndar átta brezkar myndir. Sú f.vrsta nefnist Vagn án öku- manns. Þar segir frá tilraunum sem verið er að gera með sjálf- stýringu í strætisvagna, líkt og lengi hefur verið gert með flug- vélar. Dauðhreinsaðir kjúklingar nefnist næsta mynd. Komið hefur í ljós að þegar kjúklingar eru aldir upp í dauðhreinsuðu umhverfi eru þeir ekki aðeins lausir við sjúkdóma heldur þ.vngjast þeir allt að 30% meira en venjulegir kjúklingar. Nú er verið að gera tilraunir með að ala kjúklinga upp á þennan hátt, og e.t.v. fleiri tegundir búfjár. Býflugur og blómin: Er- lendis eru býflugur mjög nauðsynlegar til þess að hjálpa til við að frjóvga ávaxtablómin. Nú er farið að safna saman frjóum hlómanna og síðan er tæki sett á býkúpurnar. Tækið úðar frjóunum á býflugurnar þannig að tryggt er að þær frjóvga blómin, þegar þær setjast á þau. Úmferðaröryggi nefnist næsta mynd. Þar er sagt frá öryggisútbúnaði sem ætlað er að vernda fólk sem er utan við bílinn. Öryggisútbúnaður bíla hefur hingaó til aðeins verið miðaður við að vernda fólkið sem er inni í bílunum. Fiskeldi nefnist næsta mynd, og er þar skýrt frá ýmsum nýjungum í fiskeldi í fersk- vatni. Viljastýrður blóðþrýstingur nefnist næsta mynd. Hingað til hefur verið áliítið að blóð- þrýstingur manna væri ekki undir stjórn viljans. Nú hafa jógar í Austurlöndum sýnt fram á að þeir geta stýrt sínum eigin blóðþrýstingi. Þess vegna hefur verið reynt að kenna fólki sem hefur of háan blóð- þrýsting að lækka hann með viljaeinbeitingu og hefur þetta dugað vel i mörgum tilfellum. Loks er mynd er nefnist flug- hermir. Það er tæki sem notað er til að kenna flugmönnum hvernig þeir eiga að bregðast vió ýmsum aðstæðum sem geta komið upp á flugi. Venjulega er notaður flugstjórnarklefi á jörðu niðri þar sem hermt er eftir atburðum, en þessi nýi flughermir er um borð í lítilli tveggja sæta vél og í vélinni er tölva sem getur breytt flugeig- inleikum vélarinnar svo að hún hermir eftir flugeiginleikum ýmissa annarra gerða af vélum, allt frá þungum flutninga- vélum og yfir i léttar orustuþotur. -A.Bj. Ef kjúklingar eru aldir upp i dauðhreinsuðu umhverfi eru þeir ekki einasta lausir við sjúkdóma. Þeir þyngjast 30% rneira en venjulegir kjúklingar. ' ' —■■■ ■■■■ ^ Útvarpið i kvöld kl. 19,35: Um rannsóknir íverkfræði- og raunvísindadeild Háskólans Streituþol og hjartaskemmdir ,.Ég mun fjalla um rannsóknir á efnaskiptum hjartans og hjartaskemmdir." sagði dr. Sigmundur Guðbjarnason prófessor sem flvtur áttunda erindi flokksins unt rannsóknir í verkfræði- og raunvísindadeild Háskólans. I fyrsta lagi gerir Sigmundur grein f.vri.r mikilvægustu efna- bre.vtingum hjartans. Þá lýsir hann áhrifum kransæðastiflu á efnaskiptin. siðan áhrifum streitu á efnasamsetningu hjartans og áhrifum mataræðis á stroituþol og myndun hjarta- skom mda. Sigmundur sagðist okki myndu ræða mataræði. enda væri þetta aðeins 25 mínútna erindi og aðeins stutt kynning á miklu stærra verkefni. Hann minnist þó á fituefni. sölt og steinefni. Prófessorinn hefur ferðazt mjög víða og flutt erindi um þessi mál á sérhæfðúm ráðstefnum hjartasérfræðinga. Ek-ki alls fyrir löngu var hann í Japan í þessum tilgangi, on hann hefur farið til fjögurra hoimsálfa. Hann hefur unnið við þetta í 16 ár. þar af 10 i Bandaríkjunum. -EVI. Sigmundur Guðbjarnason prófessor er búinn að vinna i 16 ár í sambandi við hjartarannsóknir. DB-m.vnd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.