Dagblaðið - 23.02.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.02.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977 2 Matsala í Menntaskólanum við Hamrahlíð Naumast verður hjá því kom- izt að leiðrétta rangfærslur í greinarstúf nafnleysingja um matsölu í Menntaskólanum við Hamrahlíð, er birtist í Dagblað- inu 18. febrúar undir fyrirsögn- inni „Frá svöngum nemendum í MH“. Greinin skiptist í 6smágreinar og eftirmála. í fyrstu grein er sagt að mat- sala kennara i skólanum sé rek- in af ríkinu og kennararnir megi borða „eins og þeir geta í sig látið fyrir 300 kr. á dag“. Þétta er ekki rétt. Ríkið kemur ekki nálægt rekstrinum að öðru1 leyti en því að það greiðir laun þeirrar konu er annast matsöl- una. Ein máltíð kostar 300 kr. Hins vegar veitir ríkið matsölu nemenda enga slíka fyrir- greiðslu, en ekki er það skólans sök og á sama hátt standa málin við aðra ríkisskóla þar sem ég þekki til. Þrátt fyrir þetta skipta jafnan einhverjir kenn- ara við matsölu nemenda og bendir það ekki til að þeim þyki kjör þar óhagstæðari. í grein 2 segir að matsala nemenda sé rekin sem einka- fyrirtæki og því komi allur gróði eða tap niður á þeim sem hana rekur („frú Z“). Þetta er heldur ekki rétt. Matsölurnar eru báðar reknar á sama hátt og allar konurnar sem þar starfa fá greidd laun samkvæmt launatöxtum verkakvennafé- lagsins Framsóknar. En í mat- sölu nemenda verður að greiða þessi laun af því sem kemur inn fyrir seldan mat. Jafnan hefur verið við það miðað í verðlagn- ingu að salan standi rétt undir kostnaði við vörukaup og laun. Greinar 3 til 6 eru bollalegg- ingar út frá þeirri forsendu sem höfundar settu fram í 2. Sú forsenda er röng eins og fyrr er sagt og falla þær því um sjálfar sig. í 5. grein er raunar nefnt dæmi um óhóflega álagningu: einn skammtur af Ými er seld- ur i matsölunni á 30 kr. en kostar 22.50 kr. í heildsölu að sögn höfunda og er álagningin í matsölunni því „þrisvar sinn- um meiri en leyfilegt er“. En nafnleysingjar gleyma, viljandi eða óviljandi, að geta þess að í matsölunni fylgir þessum skammti plastskeið til að borða með, servíetta og brúnn sykur að vild. Sé reiknað með 20 g af sykrj (en það er ekki stór skammtur) á mann að meðal- tali verður viðbótarkostnaður vegna þessa yfir kr. 7.50 og getur hver maður séð hve óhóf- ^eg álagningin er. I eftirmála.telja höfundar sig „hafa heyrt að rektor sé ekki til viðræðu um þetta mál (hvernig sem á því stendur)". Þetta eru einnig ósannindi, og hefði verið auðvelt fyrir nafnleysingjana að ganga úr skugga um það, ef þeir hefðu hirt um að gera sér það ómak. Guðmundur Arnlaugsson Myndin Frá svöngum nemendum íMH með hxkkuðu vöruverði ein* ou viðvitum vel. . A þelta viljum við bendJ veena þess. að við teljum sOl^utietur komn^É^ioni^K hxsta leyfilcfil útsðluverð er 25 krónur. Alafiningin er þvl i matsölunni þnsvar sinnum meirt en leyfilefit er. þar sem verðið er 30 krónur Scx manna nefndin ákveður h^^wtsvcrð a miOlkurafurðmd^^^^^v inalsiilu Ær Svanfiir nemendur I MH skrifa: Við ætlum ekki að vera stór orðtr. en okkur langar bara af fá að heruLi á nokkur alrij varðjy^^HBkóluna i Mrnjfl '^BQrahlið itt aðstoðufijald llun þarf <i að borga leijtu (yrir laekin ■n sem suóufiræjur. pulsu- Ita eða Isskápa). Ekki bouur n heldur rafmafin eða^^^ Þar sem sóluskattu^V^ i fiaður á undan ’ n-aður V ÖLÆÐI! —nóg er áfengisbölið fyrir í landinu Palestínunefndin Þessi mynd er tekin þegar ísraelsmenn höfðu lent flug- vélum sínum á Entebbeflugvelli í Uganda og létu tií skarar skríða gegn flugræningjunum. Fólk sem er að reyna bera á sér? Guðjón Ðj. Guðlaugsson skrif- ar: Enn einu sinni hefur ölæðið gripið um sig. Nú er það Sólnes og nokkrir fylgifiskar hans sem reka upp mikið ramakvein út af bjórleysi. Vonandi lætur ekkert skynsamlegt fólk glepjast af gaspri þeirra. Vesalings Sólnes er svo óheppinn aö fylgdarlið hans er honum ekki til fram- dráttar, eða samboðið. Það er ekki í samræmi við framkomu Sólness, að menn skrifi ekki undir nafni, séu aö þenja sig um bjórinn. Sólnes stendur við skoöanir sínar og á virðingu skilda fyrir það. Ég hef ennþá ekki fundið nein rök fyrir því hvers vegna Sólnes vill fá bjór inn í landió. ■Ekki önnur en þau ef hann heldur að það verði einhver umfram gufa í Kröflu. Ég veit að Sólnes er það fróöur maður um þessi efni að honum er ljóst hvað mikla bölvun bjórinn hef- ur gert í þeim löndum þar sem hann er bruggaður og drukk- inn. Þaö getur líka verið að Sólnes sé að keppa við Pétur sjómann. ’ Sem betur fer hefur aldrei veriö bjórdrykkja hér á landi 1 sömu mynd og er í bjórlöndunum, en þó minnist ég ölbarsins, sem Eiríkur Einarsson hafði hérna á árunum í Hafnarstrætinu. Býst ég viö aö það öl sem þar var bruggað hafi verið töluvert veikara en þessi umræddi bjór. Ahrifin voru þó þau að sá staður var samt argasta svínastía, þar sem fullir menn slöngruöu hver utan í annan. Þessi bjórkrá var andstyggð öll- um góðum mönnum. Ég gekk daglega framhjá þeim staö og þaó vakti mér viðbjóð á öl- drykkju og ég er viss um að ef Sólnes hefði kynnzt því ástandi, bæri hann ekki fram frumvarp um bjórbrugg á íslandi. Hann er of mikill og góður íslendingur til að láta það eftir sér spyrjast. Eg vona og er líka viss um að Sólnes er svo mikill eigin- hagsmunamaður að hann vildi ekki hafa bjórvambir í þjónustu sinni. Ég hef aldrei heyrt talað um atvinnurekanda, sem hefur óskað eftir drykkju- mönnum í vinnu, heldur hið gagnstæða. Ekki trúi ég því fyrr en ég þreifa á að Sólnes vildi baka alvinnurekendum þann skaða sem bjórdrykkja verkamanna hefur í för með sér og ég veit að hann vill ekki valda því mikla böli sem af bjórdr.vkkjunni leiöir, jafnvel þó að þaö væri til að bjarga Kröflu. Þetta ölæði verður aö skoðast sem frumhlaup. Slíkt hefur margan manninn hent. Það er ekki heldur vist að við „hátt- virtu kjósendur" séum allir svo hrifnir af þessu bjórfrumvarpi hans, að alþingismenn fýsi að leggja því lið í von um atkvæði. Tel ég vafasamt að Sjálfstæðis- flokkurinn vilji leggja í þá tví- sýnu hættu að gera bjórbrugg- un að flokksmáli. Ég veit að Sólnes er kröftugur karl og lætur sér ekki fyrir brjósti brenna að berjast við náttúruöflin, sem ég vona aö honum takist að sigra. En að níðast á mannlegum veik- leika og æsa upp lægstu hvatir ístöðulausra manna er honum ekki samboðið. Það gerir hver sá er stuðlar á einhvern hátt að vínneyzlu annarra. Bjór- drykkjan er einhver áhrifarík- asta aðferðin til aö skapa drykkjumenn og auka á hörmungar, sjúkdóma, sorgir, glæpi alls konar og þjófnaði. Sú er reynsla Svía, Finna og annarra öldrykkjuþjóða, þar sem áfengisbölið hefur magnazt með bjórdrykkjunní. Vona ég að Alþingi beri gæfu til að vísa tillögu Sólnesar frá með þeirri rökstuddu dagskrá að það sé nóg áfengisböl fyrir í landinu. Samþykkja í stað þess hin jákvæðu atriði í áfengislagafrumvarpinu. að láta Karl A. Karlsson skrifar: Þessa dagana hefur Háskóla- bíó verið að sýna bandarísku kvikmyndina Árásina á Entebbeflugvöll. Fyrir sýning- ar hefur fólk úr nefnd sem kallar sig Palestínunefndina á íslandi afhent bíógestum dreifibréf nokkurtmeðboðskap sínum. Við lestur þessa plaggs og við frekari athugun á störf- um þessarar nefndar vakna hjá manni ýmsar spurningar sem ekki er hægt að láta ósvarað. Nefndin heldur því fram að myndin sé áróður fyrir órétt- mætar aðgerðir ísraelsmanna á Entebbefiugvelli á síðastliðnu ári. Eftir að hafa séð myndina, get ég á engan hátt séð að hún sé áróðursmynd. Hún sýnir aðeins á raunsæjan hátt full- komlega réttmætar aðgerðir ísraelsmanna gegn ofstækis- fullum hryðjuverkamönnum og að því er virðist geðbiluðum forseta Uganda. Á öðrum stað í plagginu segir að PLO haldi því fram að þeir sem fremji hryðjuverk og flug- rán séu óvinir PLO. Hvað kemur það þá PLO eða stuðningsmönnum þeirra við, þó sýnd sé kvikmynd um frelsun gísla úr höndum „óvina“ þeirra? Enn kemur fram í plagginu að Palestinumenn séu aðeins „landflótta þjóð“. Öhjá- kvæmilega vekur það þó slæman grun hjá ýmsum þegar forystumaður PLO gengur með morðvopn í beltisstað upp að ræðupúlti allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna. Áö ísraels- menn, eöa þeir sem aðhyllast síonisma, séu öfgafullir hryðju- verkamenn er helber vitleysa. Þeir eru aðéins hrjáð þjóð, líkt og Palestínumenn. Þeir hafa eftir aldarlanga baráttu eignakt varanlega bólfestu fyrir botni Miðjarðarhafs. Öskandi væri að þar héldist friður, en þá verður að koma til friðarvilji allra aðila, en hann virðist því miður vanta, ekki síður af hendi PLO. Palestínunefnd þessi virðist vera hluti af aragrúa annarra nefnda, og mótmælahópa, sem virðast vera stofnaðar með það markmið eitt að láta bera á sér. Ég vil enda þessi skrif með þeirri ósk að við íslendingar getum á næstunni þverfótað fyrir boðskap þessara andstöðu- hópa. Konur eru helm- ingur þjóðarinnar —við höf um einnig kosningarétt Asta hringdi: Ég hef unnið á annan áratug hjá borginni viá hlið giftra kvenna. Við höfum allar fengið sama kaup en óréttlæti hefur nú samt verið ríkjandi á vinnustaðnum. Þær sem eru giftar þurfa nefnilega ekki að borga skatt nema af helmingi tekna sinna. Þetta hefur okkur ógiftu þótt súrt í broti og fögnum því að þetta mis^étti á nú úr gildi að falla. En spurningin er bara sú, kemur eitthvað betra í staðinn? Það þýðir ekki að vera að þykjast að lag- færa, ef ekkert er gert í raun og veru. Hvað með manninn sem ekki á úti- vinnandi konu og fær t.d. 5 milljónir í tekjur á ári? Hvers vegna kemur hann betur út úr skattinum en hjón sem vinna fyrir sömu upphæð, en bara saman? Ég trúi því aldrei, að Sjálfstæðisflokkurinn geri svona lítið úr konum þessa lands. Mér finnst að þið ættuð að hlusta á raddir okkar, við erum jú helmingur þjóðarinnar ef þið hafið ekki vitað það fyrr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.