Dagblaðið - 23.02.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977.
„Sökum útlánaþaks við-
skiptabanícanna á heildverzlun
í landinu í verulegum erfiðleik-
um með fjármögnun eðlilegra
vörukaupa. sem dregur úr lána-
og viðskiptaþjónustu neytend-
um til tjóns," segir m.a. í einni
af ályktunum aðalfundar Fé-
lags íslenzkra stórkaupmanna
sem haldinn var 19. febrúar.
Taldi fundurinn núverandi
lánastefnu bankanna með öllu
óviðunandi f.vrir verzlunina,
sérstaklega ef tekið er tillit til
þess að aðrir atvinnuvegir en
verzlunin njóta afurðalána-
fyrirgreiðslu utan við útlána-
samkomulagið.
í annarri ályktun itrekaði
fundurinn mikilvægi þess að
verzlunin kæmi á fót eigin lang-
lánasjóði og fengi sjóðurinn
með löggjöf fastan tekjustofn í
formi gjalds sem innheimt yrði
af verzluninni í landinu. Bent
er á að verzlunin öll hafi fengið
aðeins tæp 2% til jafnaðar af
útlánum fjárfestingarlánasjóða
á undanförnum árum meðan
iðnaður og landbúnaður hafa
fengið 20% hvor og sjávarút-
vegur rúm 50%.
Einnig var gagnrýnd mis-
munun innlánsstofnana í garð
einkaverzlunar. Varð útláns-
aukning til samvinnuverzlunar
tæplega 30% á árinu 1976 en
um 19% til einkaverzlunar.
Telur fundurinn slíkan mis-
mun óeðlilegan í landi þar sem
verðbólga var 32% á sl. ári og
skoraði fundurinn á bankayfir-
völd að beita meiri sanngirni .
útlánaskiptingu.
Fundurinn taldi eðlilegt au
allir bankar sem réttindi hafa
til bankarekstrar fengju leyfi
til gjaldeyrisviðskipta.
Fundurinn gerði langa álykt-
un um skattamál og varðandi
verðlagsmál var skorað á ríkis-
stjórnina að framfylgja yfir-
lýstri stefnu sinni um faglega
lausn í verðlagsmálum til fram-
dráttar og endurreisnar efna-
hagslífsins en láta af pólitísk-
um hrossakaupum um þessi
hagsmunamál þjóðarinnar.
Jón Magnússon var endur-
kjörinn formaður félagsins og
með honum í stjórn Ágúst Ár-
mann, Ólafur Haraldsson og
Valdemar Baldvinsson, Akur-
eyri, sem er fyrsti utanbæjar-
maðurinn í stjórn félagsins frá
upphafi. Fyrir voru í stjórn
Árni Fannberg, Ólafur Kjart-
ansson og Rafn Johnson.
Jóhann J. Ólafsson og Gunnar
Kvaran gáfu ekki kost á sér en
var þökkuð löng og heilladrjúg
stjórnarseta.
-ASt.
Stórkaupmenn telja að ríkisst jórnin láti pólitísk
hrossakaup ráða verðlagsmálunum
Hér sitja stjórnarmenn Félags ísl. stórkaupmanna á fundi. Lengst t.h. er Jón Magnússon, formaóur
félagsins, en lengst t.v. er Júlíus Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins. DB-mynd Hörður.
■ Forsíðuviðtal: Herluf Clausen jr.
heildsali og veitingamaður með meiru
m Landið skelfur. Rætt við Guðjón
Petersen og Sveinbjörn Jónsson
■ NýframhaldssagaeftirZOECASS
■ Tízkusýning íLondon
Ford Torino Rancherol970
351 V8sjálfskiptur
Þessi glæsilegi skemmtilegi vagn er til sölu.
ítoppstandi. Hús til að festa á pallinn fylgir.
Uppl.
veitir
Bílasala
Símar 18085 og 19615 Garðars
Skipaloftnet
íslenzk framleiðsla
Sjónvarpsloftnet
Fyrir lit og svarthvftt
dönsk * , /
gæðavara ITIOX
SJONVARPSMIÐSTOÐIN SF.
Þórsgötu 15 Reykjavík Sími 12880
Sjónvarps-
viðgerðir
Loftnets-
viðgerðir
Mikil lánsfjárkreppa hrjáir
heildverzlun í landinu