Dagblaðið - 23.02.1977, Blaðsíða 24
DB ræðirvið meiraen
helming þingmanna um bjór:
SOLNES-OLK)
VIRDIST EKKINJÓTA
NÁÐAR Á ALMNGI
—alla vega ekki íþeirri mynd sem
tillagan hef ur verið lögð fyrir
Hverfandi litlar likur eru á
því að tillaga Jóns Sólnes um
bjórinn verði samþykkt í nú-
verandi mynd.
Dagblaðið hafði samband við
meir en helming þingmanna í
gær og aðeins tveir lýstu stuðn-
ingi við tillöguna. Langflestir
voru andvígir en ýmsir gagn-
rýndu orðalag við einstök atriði
þó að þeir væru fylgjandi
megininntaki tillögunnar. Virð-
ist sem þingmenn óttist mis-
notkun bjórsins ef sala hans
yrði gefin algerlega frjáls en
ekki bundin við Áfengis- og
tóbaksverzlun ríkisins. Þá varð
og vart óánægju með orðalag-
ið ..Ríkisstjórninni er þó heim-
ilt...“ og einnig vegna „meira en
2H% af vínanda“ án þess að
gert sé ráð fyrir takmörkun á
styrkleika ölsins.
Hins vegar er ekkert því til
fyrirstöðu að breyta tillögunni,
þ.e. öllum þingmönnum er
heimilt að gera breytingartil-
lögu við tillögu Jóns Sólnes
þannig að raunverulegir stuðn-
ingsmenn þurfi ekki að setja
fyrir sig orðalag og einstök
smáatriði.
Benda má á að við fyrri um-
ræður um bjórinn, hefur fylgis-
mönnum hans einatt fjölgað ef
minnzt hefur verið á þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Fróðlegt væri að gera víð-
tæka könnun á afstöðu almenn-
ings i landinu til bjórsins þar
eð bruggun i heimahúsum hef-
ur farið mjög i vöxt að undan-
förnu og margir tala um skerð-
ingu á persónufrelsi vegna nú-
gildandi laga.
Andvígismenn bjórsins telja
hins vegar að bjórinn mundi
sízt bæta núverandi ástand.
Þjóðaratkvæðagreiðsla væri
því hugsanlega bezta leiðin til
að útkljá þetta síendurtekna
mál.
-JFM-
Jón Sólnes hefur lýst því yfir að þau mál sem honum veitist erfitt
að koma fram í fyrstu reynist oft síðar hin beztu mál. Nú virðist
tillaga hans um bjórinn eiga einhverri andspyrnu að mæta — hvað
sem síðar verður. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson.
lifálst, úháð Hagblað
MIÐyiKUDAGUR 23. FEBR'1977.
Allt
„brjálað”
á Akureyri
— segir lögreglan,
en þaðvoru bara
krakkarnir með
öskudagsglens!
Hér er allt alveg brjálað —
heyrirðu ekki lætin, sagði lög-
reglan á Akureyri þegar DB
hringdi í morgun til þess að leita
frétta.
— Manstu ekki hvaða dagur er,
spurði lögreglan og strax mátti
heyra, að lætin sem þarna voru
Sttu sér ekki alvarlegar rætur —
Þarna voru samankomin börn
Akureyrarbæjar í tilefni
öskudagsins og þáðu karamellu-
veitingar lögreglunnar. í staðinn
stungu börnin fyrir bæjarbúa.
— Börnin eru klædd í margvís-
lega búninga og hér eru bæði
vofur og sjóræningjar og allt þar
á milli. Við slógum saman á
vaktinni og keyptum karamellur,
við erum búnir að kaupa ein tíu
kg og verðum líklega að endur-
nýja birgðirnar, þetta er svo
mikið af krökkum, sagði lög-
reglan og virtist kunna þessu
öskudagsglensi yngstu
borgaranna vel.
-A.Bj.
NÚ FYLLAST FAXAFLÓA-
VERKSMIÐIURNAR AF LOÐNU
Nú þurfum við ekki að kvarta
hérna við Faxaflóann yfir því að
sjá ekki loðnu því fulllandað er að
verða í öllum verksmiðjum við
Flóann.
Alls bárust á land 9 þús. tonn
síðastliðinn sólarhring og var
veður hið bezta. Erfitt er að segja
hvaða bátur er með mestan afla,
því að alltaf eru þeir að melda sig
og miklar annir hjá Loðnunefnd.
Öhætt er þó að segja að efstir séu
þeir Guðmundur RE, Börkur NK
og Sigurður RE.
-EVI.
EÐVARÐ BRAUT FELAGSLÖG OG
FUNDARSKÖP DAGSBRÚNAR
— segja tveir ungir, „reiðir” verkamenn, sem fengu tillögu ekki borna
fram á fundi ffélaginu — „Stör hluti fundarmanna gekk út af
fundinum,” segja þeir félagarnir
„Þetta var geysimoð af tillögum
sem öllum var vísað frá en tillaga
stjórnarinnar samþykkt," sagði
Eðvarð Sigurðsson, formaður
Dagsbrúnar, um fund Dagsbrún-
ar í Iðnó á sunnudaginn. Hann
bætti við að tillaga stjórnarinnar
. hefði gengið jafn langt hinum
nema í einu atriði þar sem Bene-
dikt Kristjánsson og fleiri lögðu
til að lágmarkskaup yrði mun
hærra en aðrar tillögur sögðu til
um.
Að sögn Eðvarðs var fundurinn
fjölsóttur. Hann sóttu eitthvað á
annað hundrað manns. Hann
kvað það ekki nokkurn vafa að
meirihluti fundarmanna hefði
verið fylgjandi tillögum stjórnar-
innar en ágreiningur hefði verið
um fundarsköp.
„Við teljum að með tillögum
stjórnarinnar sem samþykktar
voru í Iðnó sé verið að hjakka í
sama garnla farinu,1' sögðu þeir
Benedikt Sigurður Kristjánsson
og Þorlákur Bjarni Halldórsson
sem ræddu við Dagblaðið.
„Þessi ágreiningur um fundar-
sköp varð fyrst og fremst vegna
þeirrar kröfu sem fram kom á
fundinunt u.m að talin yrðu
atkvæði þau sem greidd voru á
móti tillögu stjórnarinnar og ef
hún yrði samþykkt yrði engin
önnur tillaga borin fram.
Við höldum því fram að Eðvarð
Sigurðsson, sem jafnframt því að
vera formaður Dagsbrúnar var
fundarstjóri, hafi brotið félagslög
og fundarsköp þegar hann neitaði
réttmætum kröfum um talningu
mótatkvæða. Við töldum það ekki
öruggt að stjórnartillagan hefði
haft meirihluta á fundinum.
Þetta var ástæðan fyrir því hvað
stór hluti fundarmanna gekk út
af fundinum," sögðu þeir félagar.
„Meginatriði tillögu okkar var
að greidd verði lífvænleg laun
fyrir 40 stunda vinnuviku eða um
150 þús. kr. á mánuði, engir skatt-
ar teknir af dagvinnu og ellilíf-
eyrisþegum.
Það var lika alveg svívirðilegt
að ekki skyldu bornar upp aðrar
tillögur á fundinum eins og til-
laga um láglaunaráðstefnu sem
opin væri öllu verkafólki, en í
tillögu stjórnarinnar kom ekkert
fram í þá átt. Aftur á móti hefst
kjararáðstefna ASÍ á morgun
fimmtudag og sitja hana fulltrúar
sem ekki eru kosnar á fundum
Eðvarð Sigurðsson.
verkalýðsfélaganna heldur sam-
kvæmt kosningareglu ASÍ.“
Þeirri spurningu um af hverju
ekki mæta fleiri verkamenn á
fundum verkalýðsfélaganna í
A-lþýðusambandi íslands svöruðu
þeir á þá leið að hinn almenni
verkamaður réði akkúrat engu.
Fundir væru aðeins haldnir 2-3 á
ári. Það væri ekki von að verka-
menn mættu á fundunum þegar
það væru ekki félagsmenn sem
mótuðu stefnuna heldur stjórnin.
EVI
Ofninnáfulluí
alla nótt
Þegar H. Bridde bakarameist-
ari kom til vinnu sinnar í morgun
'kveðst hann hafa komið að dyrum
bakarísins opnum og er hann
gekk inn fann hann mikla hita- og
reykjarstybbu. Gerði hann , Iög-
reglu viðvart og slökkvilið kom
einnig á vettvang.
Er það trú bakarameistarans að
einhver hafi farið þarna inn um
nóttina og kveikt á ofninum.
Einskis er saknað úr verzlunni.
Slökkvilið þurfti ekkert að aðhaf-
ast.ofninnhafði aðeins ofhitnað og
allt brunnið sem í honum var-ASt.
Þjófaráferðum
Bergstaðastræti
Tvö innbrot voru framin í hús
við Bergstaðastræti í nótt. Um
klukkan 3 varð vart innbrotsþjófa
í húsakynnum heildverzlunar
Einars Farestveits og að minnsta
kosti pinu sjónvarpstæki stolið.
Þá barst kæra frá íbúðarhúsi
nr. 73 við götuna. Þar hafði verið
farið inn um glugga og stolið
skríni með skartgripum. Um
verðmæti þýfisins var ekki vitað í
morgun.
-ASt.
SVEINBARN FÆDDIST
ÍSIÚKRABÍLÁ
ÁLFTANESVEGINUM
Hinn aidni og „þreytti"
sjúkrabíll Hafnfirðinga, sem
slökkviliðsmenn í Hafnarfirði
hafa nýtekið við og sjá nú um
til sjúkraflutninga, varð
skyndilega og óvænt vettvang-
ur barnsfæðingar á laugardags-
morguninn.
Húsfreyjan að Hliosnesi a
Alftanesi, Helga Haraldsdóttir,
þurfti að komast á Fæðingar-
deildina til að ala sitt 5. barn
Var hún komin í sjúkrabílinn
um kl 7.30 um morguninn. Með
í förinni var eiginmaður henn-
ar, Guðlaugur Guðmannsson
bóndi, svo og sjúkraflutninga-
mennirnir Þorsteinn Haralds-
son sem ók bílnum og Sigurður
Ölafsson sem sá um „sjúkling-
inn“.
En það var ekki komið nema
skammt út á Álftanesveginn er
fæðing byrjaði hjá Helgu. Var
ekki um annað að gera en að
þeir Sigurður og Guðlaugur
tækju á móti barmnu. uekk
fæðingin vel og fæddist lítill
drengur, sem var hinn hressasti
þrátt fyrir óeðlilegar fæðing-
araðstæður.
Um talstöð bílsins var kallað
á stöðina og þaðan hringt í
lækni sem kom i sjúkrabílinn
við Engidal. Var síðan haldið
rakleitt á Fæðingardeild
Landspítalans og heilsast móð-
ur og barni vel þar. Ekki var
skilið á milli fyrr en komið var i
Fæðingardeildina.
Það er ekkert einsdæmi að
börn fæðist í sjúkrabílum og þó
þetta sé í fyrsta sinn sem það
gerist í Hafnarfjarðarbílnum
síðan slökkviliðsmenn tóku við
sjúkraflutningunum, þá hefur
bíllinn áður verið vettvangur
fæðingar.
Slökkviliðsmennirnir minnt-
ust atburðarins með því að færa
Helgu heljarmikinn blómvönd
strax á laugardagsmorguninn
og var það Sigurður Þórðarson
varaslökkviliðsstjóri sem færði
henni blómin á sængina.
-ASt.