Dagblaðið - 23.02.1977, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977.
'
Lyfseðlaútgáfa lækna gegn greiðslu:
Hrannastsönnunargögnin gegn
læknum upp hjá landlækni?
Landlæknir neitar að ræða málin og heilbrigðisráðuneytið lætur allt afskiptalaust
,,Ég hef gert þær ráðstafanir
sem landlæknisembættinu ber
að gera samkvæmt lögum varð-
andi þessi ummæli,“ sagði Ólaf-
ur Ólafsson landlæknir fyrir
nokkru er DB spurði hann um
aðgerðir vegna ummæla
Stefáns Jóhannssonar félags-
ráðunauts við Vífilsstaðahæli.
Ummæli Stefáns voru þau ,,að
hann áteldi lækna fyrir hömlu-
litla útgáfu lyfseðla á sterk
vímulyf, sem margar sögur
væru um að hægt væri að fá
gegn ákveðnu gjaldi“.
Stefán sagði í viðtali við DB
eftir þessi ummæli landlæknis
að hann hefði að ósk landlækn-
is mætt á fundi hjá honum, lagt
fram skjöl varðandi ummæli
sín og teldi sig hafa sannað þau.
Síðan hefur ekkert gerzt i
þessu máli. Páll Sigurðsson
ráðuneytisstjóri í heilbrigðis-
ráðuneytinu sagði í viðtali
við DB að landlæknir hefði
enga skýrslu sent til ráðuneyt-
isins varðandi þetta mál og þar
lægju engin gögn um þetta.
Páll benti hins vegar á gamla
ósk Læknafélagsins til Saka-
dóms um rannsókn vegna gam-
alla ummæla um slíka lyfseðla-
útgáfu lækna. Sú rannsókn var
til meðferðar í Sakadómi áður
en síðustu húsbóndaskipti urðu
þar og mun ekki hafa leitt til
neinnar niðurstöðu.
Þannig er hið nýja mál komið
í sjálfheldu. Stefán segist hafa
sannað ummæli sín varðandi
lyfseðlaútgáfu lækna og mun
liafa nefnt þó nokkra lækna í
skýrslum sínum. Landlæknir
kveðst hafa farið að lögum
varðandi ummælin. Ráðuneytið
veit ekkert og fær enga skýrslu
um málið en dreifir málinu
með skírskotun til eldgamallar
kæru sem löngu mun vera hætt
að fást við í Sakadómi.
Fleiri sönnunargögn
hjó landlœkni?
Landlæknir mun þó sam-
kvæmt upplýsingum sem DB
rengir ekki hafa fleiri sönnun-
argögn varðandi slíka lyfseðla-
útgáfu lækna én gögnin sem
Stefán Jóhannsson lagði fyrir
hann 31. janúar sl. Er þær
sannanir að finna í skýrslu
opinberrar nefndar sem gerði
samantekt á magni lyfja eins
einstaklings.
Þess eru dæmi að sami ein-
staklingur hafi fengið lyfseðla
á sterk lyf hjá þremur íæknum
sama daginn og þannig verið
með 90 töflur af mebumal-
natrium-töflum eftir úttekt
lyfjanna. Þá mun getið í
skýrslu hinnar opinberu nefnd-
ar til landlæknis útgáfu lyf-
seðla á óvenjulegt magn og
óvenjulega sterkar töflur af
diazepami.
Borgin tengd mólinu?
Félagsmálastofnun Reykja-
víkurborgar tengist að nokkru
útgáfu ,,einkennilegra“ lyf-
seðla frá læknum. Félagsmála-
stofnunin greiðir lyf fyrir fólk
sem er á hennar vegum.
Sveinn Ragnarsson, forstöðu-
maður Félagsinálastofnunar
Reykjavíkurborgar, sagði í við-
tali við DB að sem dæmi um
þessar greiðslur stofnunarinn-
ar fyrir lyf mætti nefna að þær
hefðu numið um tveimur og
hálfri milljón króna árið 1975.'
Nýrri heildartölur yfir lyfja-
greiðslur borgarinnar lægju
ekki fyrir. Upphæðin næði til
lyfjagreiðslna, bæði fyrir elli-
lífeyrisþega og aðra sem á veg-
um stofnunarinnar væru, og
taldi Sveinn þetta ekki háa fjár-
hæð.
Sveinn sagði að sérstakur
maður hjá Félagsmálastofnun-
inni sæi um ástimplum lyfseðla
sem borgin greiddi áður en þeir
væru lagðir í apótek. Kvað
hann útilokað að stofnunin
greiddi þrjá lyfseðla fyrir skjól-
stæðing sinn sama daginn.
Hugsazt gæti að væri um að
ræða skjólstæðing stofnunar-
innar fengi hann einn lyfseðii-
inn grei(}dan en hina tvo alls
ekki. Kvað Sveinn hvert lyfja-
mál kannað sérstaklega áður en
stimplum um greiðslu færi
fram.
Borgarstjórn Reykjavíkur
gerði strax ráóstafanir til rann-
sóknar á ummælum Stefáns
Jóhannssonar varðandi hass-
sölu í framhaldsskólum í borg-
inni en þau ummæli Stefáns
voru viðhöfð samtímis ummæl-
unum um hömlulitla lyfseðlaút-
gáfu nokkurra lækna á sterk
vímulyf. Rannsókn fræðsluyfir-
valda sannaði hvorki né afsann-
aði ummæla Stefáns um hasssöl-
una. Ekkert hefur hins vegar
verið gert svo vitað sé varðandi
ummælin um nokkra lækna
sem gefa út lyfseðla á sterk
vímulyf og það jafnvel gegn
ákveðinni greiðslu. Landlæknir
neitar að ræða málið og heil-
brigðisráðuneytið aðhefst ekk-
ert í málinu.
-ASt.
Hort segir skemmtilegar sögur
af Fischer:
ÆTIR SVEPPIR -
0G EITURSVEPPIR
„Hann er afskaplega athyglis-
verður maður,“ sagði Vlastimil
Hort, skákmeistarinn ungi frá
Tékkóslóvakíu, sem staddur er
hér á landi til að heyja einvígi við
Boris Spasskí. Hann var að tala
um vin sinn, Bobby Fischer, um-
talaðasta skákmann þessarar ald-
ar.
„Við þekktumst vel, við Bobby.
Einu sinni man ég eftir að ég var
á einhverjumbílskrjóð áeinumót-
inu þar sem við kepptum. Eg bauð
honum far sem hann þáði reyndar
en með einu skilyrði. Ég mátti
aldrei aka hraðar en á 40 kíló-
metra hraða. Bobby er mjög
hræddur um líf sitt og vill ógjarn-
an hætta því í bílslysi," sagði
Hort.
Þá sagði Hort blaðamönnum
skemmtilega sögu af heimsmeist-
aranum fyrrverandi. Hann bjó í
stóru húsi þar sem hann fékk alla
mögulega þjónustu. í fjölskyldu í
húsinu voru börn og í eitt skiptið
kom Hort að Bobby þar sem hann
sat að tafli við ungan svein í fjöl-
skyldunni. Hvað eftir annað mát-
aði stórmeistarinn sveininn í ca
10 leikjum eða svo.
„Mér fannst þetta hálfkjána-
legt og hafði orð á því,“ segir
Hort.
„Hvað á ég að gera?“ spyr
Fischer. þá. „Er það gott frá upp-
eldislegu sjónarmiði að láta strák-
inn máta mig eða ná jafntefli?"
En Hort segir að greinilegt hafi
verið að Fischer hafi ekki viljað
1áta neinn sigra sig — jafnvel í
skák gegn óreyndum drengnum
var hann yfir sig taugaspenntur
og sveittur í andliti.
1 eitt skiptið fóru þeir Bobby og
hann til sveppatínslu í Tékkósló-
vakíu. Ætlunin var að kokka svo
allt saman og gera þann
herramannsmat sem ætisveppir
eru þegar þeir eru rétt meðhöndl-
aðir.
Hort er útilífsmaður mikill og
kann skil á hvað eru ætisveppir
og hverjir þeirra eru baneitraðir.
Hort valdi nú fallega ætisveppi og
tíndi í pokaskjatta, og Bobby
„hjálpaði til“. En hann gerði eng-
an mun á ætum sveppum og eitr-
uðum.
Loks gat Hort ekki annað en
kagt vini sínum, stórmeistaranum,
að hann hefði nú látið í skjóðuna
heilmikið af eitri, það þyrfti
naumast nema gramm af einum
slíkum til að steindrepa mann!
Við þetta brá Bobby stórlega.
Þegar heim var komið voru
eitursveppirnir tíndir úr fengn-
um, en ætisveppirnir steiktir og
búinn til herramannsmatur
mikill. En þegar borða átti mat-
inn kom í ljós að Bobby var ekki
tilbúinn að snæða. Hann kvaðst
ætla að bíða í tvær klukkustundir
frá því að Hort lyki við réttinn.
Fyrr mundi hann ekki borða. Og
við það stóð hann líka fyllilega.
„En þetta var nú meðan Fisch-
er var talinn „normal" að flestu
le.vti,“ bætti Vlastimil Hort við og
brosti sínu breiða brosi.
-JBP-
SPÆNTUPPOGEYÐI-
LAGT - í HERJÓLFSDAL
„Það hafa einhverjir farið inn í
Herjólfsdal um helgina, sennilega
á fólksbíl, og spænt þar upp og
eyðilagt fleiri dagsverk þeirra
sem hafa verið að koma gróðri til
undanfarin ár. Við í Vestmanna-
eyjum höfum hlakkað til að geta
haldið næstu þjóðhátíð okkar í
dalnum," sagði Ragnar Sigurjóns-
son fréttaritari DB í Vestmanna-
eyjum. Það voru nokkrir félagar í
íþróttafélaginu Tý, sem heldur
þjóðhátíðina í ár, sem komu að
þessu.
Vonandi er þetta þó ekki það
mikil skemmd að ekki geti orðið
af þjóðhátiðinni í dalnum því
hvergi finnst okkur í Eyjum jafn-
mikil stemmning og þar,“ sagði
Ragnar. EVI
Enn er blessuð blíðan. fanta-
færi fyrir öll farartæki, sagði
okkur ungur maður sém við
hittum á förnum vegi í miðborg
Reykjavíkur í gærdag. Það má
nú segja. og til að undirstrika
þetta festum við þessa ungu
móður (?) á filmu. Hún skeið-
aði létt um borgina með barna-
vagninn sinn. Sjaldnast eru
barnavagnar í umferð um þetta
leyti vetrar. En nú hefur sem sé
brugðið svo við að vor hefur
verið lofti veturlangt. Guð láti
gott á vita! — DB-mynd Bj.Bj.
FANTAFÆRIFYRIR ÖLL FARARTÆKI!