Dagblaðið - 23.02.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.02.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977. 7 UGANDA: FORDÆMINGAR BERAST ALLS STAÐAR AÐ: CARR VILL AÐ LÍKIN ÞRJÚ VERDISKODUÐ Utanrikisráóherra Uganda, Oris Juma, sagði á fundi með fulltrúum Einingarsamtaka Afríkuríkja, að land hans væri fórnarlamb „yfirgangs heims- valdastefnu," sagði talsmaður samtakanna i gær. Samkvæmt því, sem aðalrit- ari samtakanna sagði í gær. mun Juma hafa haldið því fram á fundi samtakanna að nokkur lönd, sem hann nefndi ekki sér- staklega, leyfðu andstæðingum Úganda að ferðast um Iand- svæði sín með vopn. Þá réðist ráðherrann gegn vestrænum fjölmiðlum fyrir villandi fréttaflutning af at- burðunum í Úganda í síðustu viku, er biskupinn og tveir ráð- hcrrar létu lífiö. Útvarpið í Úganda hefur í fyrsta sinn viðurkennt að ein- hver stuðningur hafi verið við uppreisnartilraun sem þar mun hafa verið gerð innan hersins. Þá sagði útvarpið í fyrsta sinn í gærkvöldi frá því að nokkrir hefðu látið lífið í sambandi við uppreisnartil- rauniná en þá lét erkibiskup anglíu-kirkjunnar, Janani Luwum, lífið. Alþjóðlegar fordæmingar á stjórnvöldum í Úganda héldu áfram að berast í gær, þar á meðal frá Bretlandi og Banda- ríkjunum þar sem þess var krafizt að fylgzt yrði með, af alþjóðasamtökum. að dauði erkibiskupsins og tveggja ráð- herra í stjórn Úganda yrði rannsakaður nánar. Canon Carr, aðalritari kirkjusamtaka Afríku. krafð- ist þess að alþjóðasamtökum af einhverri gerð yrði leyft að skoðá lík hinna látnu. Carr, sem er frjálslyndur í skoðun- urn. varð fyrstur til þess að saka Idi Amin um að hafa látið myrða mennina. Sagði í fréttum útvarpsins í Kampala í gær að um tíma hefðu „uppreisnaröfl. í nánu sambandi við útlaga, zíonista og heimsvaldasinna haft yfir- tökin í her landsins en þeim hefði ekki tekizt að skapa ók.vrrð í landinu." Þetta er mynd, sem yfirvöld i Úganda hafa sent frá sér og á að sýna bifreið þá er Luwum biskup og ráðherrarnir tveir áttu að hafa reynt að flýja í. Velfórámeð Badran og PLO Forsætisráðherra Jordaníu, Modar Badran, hitti sendinefnd frá frelsissamtökum Palestinu- manna, PLO að máli í þrjár klukkustundir í gærkvöldi og voru viðræðurnar sagðar hinar vinsamlegustu.Er almennt talið að ef ur rætist seu þessar vió- ræður þær þýðingarmestu urn lausn vandamálanna fyrir botni Miðjarðarhafs sem fram til þessa hafa verið haldnar. Viðræðurnar áttu að halda áfram í dag. íranskir stúdentar mótmæla íFrelsisstyttunni íNew York „Niður með keisarann" og „Gefið þeim 18 frelsi“, stendur á borðum þessum er hengdir voru út um útsýnisglugga á Frelsis- styttuna í New York, þar sem hópur íranskra stúdenta hlekkjaði sig fasta við handrið inni í styttunni. Vildi fólkið með þessu mótmæla stjórnmálaástandinu í Iran og „umfangsmiklu valdi leynilögreglunnar þar í landi“, eins og sagði í tilkynningu stúdentanna. „Hinir 18“ eru, að því er talið er, hópur stjórnmálalegra fanga, sem nú situr í fangelsi í íran. Styttunni var lokað fyrir umferð ferðamanna tveimur klukku- stundum fyrr en vanalegt er vegna þessa atburðar. ísrael: Verkamannafíokkurinn ve/ur á milli YHzhak Rabins ogSimon Peres Stjórnarflokkurinn í ísrael, Verkamannaflokkurinn. mun í dag taka ákvörðun um það hvor muni leiða flokkinn fram til kosninga þar í landi 17 maí n.k. — Yitzhak Rabin, forsætisráð herra, eða Simon Peres, varnar- málaráðherra. Stuðningsmenn hvors fram- bjóðanda um sig héldu því fram, á þingi flokksins í gær- kvöldi, að hvor um sig nyti stuðnings meirihluta hinna 3000 þingfulltrúa sem greiða munu atkvæði sitt í leynilegri atkvæðagreiöslu. Niðurstaða atkvæða- greiðslunnar verður varla kom- in í ljós fyrr en seint í kvöld, eða í fyrramálið. Almennt er talið að sá sem flokkurinn velur verði forsætis- ráðherra í ísrael næsta kjör- tímabil. Keppinautarnir á þingi: Peres varnarmálaráðherra og Rahin forsætisráðherra. Ekki eins Ijúft og hann lætur?: Carter bannar aögang að leyndarskjölum Carter forseti Bandarikjanna virðist ætla að feta í fótspor f.vrirrennara sinna í því tilliti að vernda le.vndarmál því hann hefur nú fyrirskipað að einung- is fimm menn fái fullan aðgang að leyndarskjölum. Ekki var til- greint hverjir þessir fimm menn verða en fyrirskipun þessi kemur í kjölfar þeirrá uppljóstrana aó CIA hefði greitt milljónir dollara i mútur' til ýinissa þjóöarleiðtoga um heim allan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.