Dagblaðið - 23.02.1977, Side 10

Dagblaðið - 23.02.1977, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1977. Útgefandi Dagblafiiö hf. Framkvnmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Afistofiarfróttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jón Snvar Baldvinsson. Handrít: Asgrímur Pálsson. Blafiaróenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurfisson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurfisson, Hallur Hallsson, Helgi Pátursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttir, Krístín Lýfis- dóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Svoinn Þormóðsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Auglýsingastjórí: Þórir Sæmundsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifs son. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánufii innanlands. f lausasölu 60 kr. ointakifi. Ritstjóm Sífiumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskríftir og afgreifisla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaflifi og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerfi: Hilmir hf., Sífiumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Dáð/eys/ um félagsmál Forystumönnum verkalýðs- hreyfingarinnar er mest um að kenna, hversu atvinnulýðræði á erfitt uppdráttar hér á landi. Því veldur fyrst og fremst dáðleysi þeirra. Þeir hafa beinlínis haft lítinn áhuga á málinu. Þá láta sumir beztu verkalýðs- foringjar Alþýðubandalagsins ruglast af áróðri hinna róttækustu, sem segja sem svo, að at- vinnulýðræði sé eitt skref áfram en tvö skref aftur á bak. Með því taki verkafólk á sig ábyrgð af auðvaldsskipulaginu. Á bak við slíkar kenningar hinna róttækustu býr barnsleg trú á byltingu, þótt við blasi að bylting hér er býsna ósennileg og verkalýðs- byltingar hafa mistekizt, þar sem þær hafa verið reyndar. Hinir róttækustu segja, að betri skipulagning framleiðslunnar og bætt afkoma fyrirtækjanna renni stoðum undir þau og sé því andstæð verkafólki. Reyndum forystu- mönnum verkalýðsfélaga er ljóst, að þetta er rökleysa. Bættur hagur fyrirtækja verður þvert á móti röksemd fyrir hærra kaupi starfs- fólks, bætir lífskjör þess. Atvinnulýðræði gerir vinnustaðina manneskjulegri. Þetta tvennt fer því saman, hærra kaup og ánægjulegri starfs- skilyrði. Þetta eru markmið hins vinnandi manns. Einn meginvandi íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar er áróðursafl þeirra, sem standa yzt á vinstri nöf. Óraunhæf afstaða þeirra glepur fyrir hinum. Önnur orsök seinlætis í framkvæmd at- vinnulýðræðis hefur síðustu ár verið kjara- skerðing hjá verkafólki. Við þær aðstæður snúast kröfur verkalýðsfélaga fyrst og fremst um að varðveita kaupmáttinn. Hinn félagslegi þáttur verður nokkuð út undan. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa hins vegar gleymt langt um of þessum þætti. Eigi veruleg- ur árangur að nást í sköpun manneskjulegri viðhorfa á vinnustöðunum, þarf að koma til markviss barátta um margra ára skeið. Krafan um aukið atvinnulýðræði þarf að vera ein meginkrafan í hverjum kjarasamningum. Þeir þingmenn stjórnarflokkanna, sem töl- uðu um frumvarp um atvinnulýðræði á mánudaginn, tóku því ekki illa. Margir íslenzkir atvinnurekendur munu nú reiðubúnir til að ganga þessa braut. Þeim hefur orðið ljóst, að samstarf vinnu og f jármagns í auknum mæli er allra hagur. Hins vegar ríkja enn fordómar, sem vonlegt er, þar sem málið hefur verið sáralítið kynnt. Við höfum dregizt sorglega aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum í þessu efni. t Noregi hafa starfsmenn í fyrirtækjum með 50-200 starfs- menn rétt til að kjósa um þriðjung stjórnar- manna, og í hlutafélögum með 200 eða fleiri starfsmenn velja starfsmenn þriðjung ráðs, sem síðan velur stjórn félaganna og stjórnar- formann. í Danmörku geta starfsmenn hluta- félaga með fleiri en 50 manns í þjónustu sinni kosið tvo fulltrúa í stjórn. Slík þátttaka starfsfólks í stjórn fyrir- tækjanna leiðir til aukins skilnings. Aðeins þeir, sem einblína á kreddur yzt til vinstri og hægri, geta verið því andvígir. Atvinnulýðræði mun ryðja sér til rúms hér á landi sem annars staðar.En fyrst þarf að koma til vakning í verkalýðshreyfingunni sjálfri. Ródesía: Kynt undir átökum milli______ ríkis og kirkju Kaþóiskur biskup á yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi Afrýjunardómstóll í Salisbury mun ákveða á morgun, hvort 65 ára gamall kaþólskur biskup eigi að fara í tíu ára fangelsi, — ákvörðun, sem orðið getur til- efni mikilla átaka á milli ríkis og kirkju í Ródesíu. I meira en fimmtán ár hefur kirkjan, sérstaklega kaþólska kirkjan, ráðizt hatrammlega gegn stefnu minnihlutastjórnar Ians Smith í kynþáttamálum. í öll þessi ár hafa þeir Patrick Chakaipa, svartur erki- biskup 1 Salisbury,og Donal La- mont, biskupinn 1 Umtali verið helztu andstæðingar stjórnar- innar í þessum málum Það er Lamont biskup, sem á yfir höfði sér allt að tíu á'ra fangelsi fyrir aðstoð við skæru- liða í sókn sinni, en hún er á vígstöðvunum rétt við landa- mæri Mozambique. Aðstoð við morxista Biskupinn, sem dæmdur var 1. október í fyrra, er sakaður um að gefa ekki upp fjölda skæruliða í sókn sinni og að hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Mál þetta, þar sem hann hélt þvi fram sér til varnar, að kristin trú hans meinaði honum að veita slikar upplýsingar, er þegar orðið eitt umtalaðasta og þýðingarmesta mál sinnar teg- undar í síðari tíma sögu Ródesíu. Er hann áfrýjaði dóminum og málið kom til nýrrar meðferðar, sögðu saksóknarar ríkisins, að dómurinn væri ekki óréttlátur og dómarinn, Hector Macdonald, sagði að biskupinn hefði aðstoðað „yfirlýsta marxista.“ „Eða er það ekki stefna kommúnista að berjast gegn kirkjunni?" sagði hann. Enda þótt fáir lögfræðilegir sérfræðingar í Salisbury vilji nokkru spá um framtið biskupsins, eru þeir flestir á þeirri skoðun, að honum verði ekki sleppt. Einn lögfræðinganna sagði i vikunni, að biskupinn ætti ekki einungis óvini meðal hvitra ráðamanna í Ródesiu, heldur einnig meðal hvitra kaþólikka. Skólar og leikir Leiklistarfélag Menntaskólans við Hamrahlíð: DREKINN eftir Evgeni Schwarts. Þýðing: Örnólfur Árnason. Leikstjóri: Þórunn Sigurðar- dóttir. Nú er tími skólasýninga. 1 seinni tíð er engu Ííkara en hver menntaskóli, kannski hver framhaldsskóli með sjálfsvirð- ingu þurfi að standa fyrir opinberri leiksýningu. Og þær eru allar haldnar í einu. Síðustu vikurnar man ég eftir frásögnum og auglýsingum frá Menntaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Hamra- hlíð, Flensborgarskóla, Fjöl- brautaskólanum i Breiðholti, Verslunarskólanum um skemmtanir af þessu tagi, og hef þó sjálfsagt ekki tekið eftir öllu. Það var önnur tíð fyrir fáum árum aðeins þegar Herranótt Menntaskólans í Reykjavík var nánast eina opinbera skólasýn- ingin. Fyrir vikið hafði hún líka, eða gat að minnsta kosti þegar vel tókst til, haft nokkra sérstöðu á almennum leiklistar- markaði í bænum: þar var kjör- inn véttvangur klassískra gleði- leikja, gömlu íslensku leikrit- anna og raunar ýmissa nútíma- leikja, ef ’valdir væru við hæfi hinna ungu leikenda. Hvernig skyldu annars verk- efni veljast á skólasýningarn- ar? Á þeim sýningum sem ég hef heyrt frá sagt að undan- förnu eru viðfangsefnin lang- flest nútímaverk af ýmsu tagi, oftast leikir sem nýlega hafa verið fluttir á sviði í Reykjavík, sumpart verkefni sem vonlaust virðist fyrirfram að skólanemar megni að gera nokkur sjálfstæð skil — svo sem eins og músikal- ið Ó þetta er indælt stríð, eða leikrit Diirrenmatts, Sú gamla kemur í heimsókn. Ekki ætla ég að fara að ræða meir um sýn- ingar sem ég ekki hef séð. En ljóst er að bæði gildi leikstarfs- ins fyrir þátttakendur sjálfa og verðleikar sýninganna fyrir áhorfendur ráðast ekki síst af því að vel og skynsamlega tak- ist verkefnavalið. Erindi við áhorfendur utan skólanna eiga slikar sýningar varla nema hvortveggja takist: þar séu á .u:-i ■ iiBiinSÍ!; i. - ÓLAFUR JÓNSSON Leiklist V Það veit enginn Líneý Jóhannesdóttir: KERLINGARSLÓÐIR Heimskringla 1976. 88 bls. Það er eitthvað sem enginp veit nefndust bernskuminning- ar Líneyjar Jóhannesdóttur fi<á Laxamýri sem út komu í fyrra og Þorgeir Þorgeirsson færðijí letur. Af nýrri sögu Líneyjar sjáifrar frá í haust má ráða að verk Þorgeirs hafi vel tekist: ritháttur og orðfæri nýju sög- unnar minnir sem sé þegar í stað á hinn einfalda og knappa frásagnarhátt á minningunum I fyrra. Bernskuminningar Líii- eyjar voru sérkennilegar á meðal annars fyrir það að þesfe- legt var sem flest sem mestu skipti í sögunni væri þar látið hálfsagt eða jafnvel með' ölllu ósagt á milli látlausra frásagú- anna. Viðlíka dul er vísvitað áhrifsbragð í Kerlingarslóðum, frásagnarhætti og efnislegri framvindu sögunnar. í Kerlingarslóðum segir frá roskinni konu í Kópavogi sem fyrir tilviljun kemst í kynni við lítinn strák í strætó, kynnist honum síðan nánar þegar hann flyst í grenndina við hana, uns hann flyst aftur á burt um haustið á eftir og konan missir sjónar af honum. Þessi atburða- rás er eins og gripin beint úr hversdagslífi og gæti verið dag- sönn saga, frá henni sagt af miklu látleysi, agaðri háttprýði sem hvarvetna lætur margt og mikið hálfsagt og aðeins gefið í skyn, fjarska næmlegum rit- hætti. Fram eftir allri frásögn beinist eftirtekt lesandans miklu frekar að sögukonu sjálfri en stráknum kunningja hennar, vegna þessarar sjálfs- lýsingar sem í stílnum felst, hversdagslífs hennar á vinnu- stað og heimili sem látið er uppi svo látlausum, rauntrú- um hætti. Meðal annarra orða: sjaldan hef ég séð jarðarför betur lýst, ömurlegum tómleika þeirrarathafnar en hér í kaflan- um um jarðarför ömmu. Og vert er að lesa með aðgát nátt- úrulýsingar sögunnar. Líney Jóhannesdóttir skilst mér að hingað til hafi einkum skrifað fyrir börn, leikrit og sögur, en ekki þekki ég þær ttækur. Kerlingarslóðir er hins vegar, að mér finnst, ein þeirra prýðilegu bóka sem ætla má að nákvæmlega jafnvel henti hin- um betri lesendum í hóp barna og fullorðnum lesendum sem

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.