Dagblaðið - 11.05.1977, Page 7

Dagblaðið - 11.05.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MAl 1977. SALT-viðræðumar halda áfram Sendinefndir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hittast í dag i Genf til frekari viðræðna á tak- ntörkun kjarnorkuvopna, SALT-viðræðanna svonefndu. Þær halda nú áfram eftir sex mánaða hlé. Aðalsamningamaður Banda- ríkjanna er Faul Warnke, — skipaður í marz síðastliðnum. Hann kvaðst, við komuna til Genfar, hyggjast halda sig við þær tillögur, sem Vance utan- ríkisráðherra lagði fyrir Sovét- menn fyrir tveimur mánuðum. Hann sagði þö það almikilvæg- asta véra að menn ræddust ennþá við. — Sovétmenn höfn- uðu tillögum Vance gjörsam- lega á sínum tíma. Aðstoðarutanríkisráðherra Sovétrikjanna, Vladimir Semyonov verður aóal- maðurinn hinum megin við samningaborðið. Haft er eftir honum, að nýi SALT- samningurinn verði i grund- vallaratriðum að vera sam- hljóða þeim gamla, sem Leonid Brezhnev og Gerald Ford þáverandi forseti Banda- ríkjanna náðu í Vladivostok árið 1974. I næstu viku hittast síðan í Genf þeir Andrei Gromyko og Cyrus Vance utanríkisráð- herrar. Viðræður þeirra eru til þess ætlaðar að hvetja samninganefndirnar frekar til dáða. Evrópuheimsókn Carters lauk í gærkvöld Carter Bandaríkjaforseti kom heim í gærkvöld að lokinni fimm daga strangri ferð um Evrópu, — fyrstu ferðinni, sem hann fer' eftir að hann tók við stjórnar- taumum. A móti honum tóku kona hans og Cyrus Vance utan- ríkisráðherra. Carter sagði við brottförina frá London að tiltrú hans á lýðræðis- stefnu Vesturlanda hefði eflzt í heimsókninni. Hann kvaðst álíta að svo hefði verið einnig um leið- toga hinna landanna sex, sem þinguðu þar um síðustu helgi. Trudeau er smeykur vegna frelsishreyf- ingar Quebecbúa —Heimsækir Frakkland í dag til að heyra hljóðið íráðamönnum þar Pierre Elliot Trudeau for- sætisráðherra Kanada kemur í dag í opinbera heimsókn til Frakklands. Þar hittir hann að máli þá Giscard d’Estaing for- seta og forsætisráðherra hans, Raymond Barre. Talið er að viðræður þeirra muni snúast mjög um aðskilnaðarkröfur Quebecfylkis frá Kanada sjálfu. Trudeau forsætisráðherra hefur lýst því yfir — meðal annars hér á Islandi — að hann sé skilyrðislaust andvigur aðskilnaði Quebec og Kanada. Hann mun reyna að kanna hljóðið í frönskum ráða- mönnum og tryggja að ekkert hneyksli eigi eftir að verða í líkingu við það, er de Gaulle kom í heimsókn árið 1967 og lýsti stuðningi sínum við Quebecbúa. Heimsókn Trudeaus kemur í kjölfar ferðar eins af ráðherr- um Quebecois, — flokksins, sem nú heldur um stjórnvölinn í þessu frönskumælandi fylki. Ferð þess ráðherra — Claudes Morin — var farin til að undir- búa jarðveginn fyrir frekari kröfur um sjálfstæði. Hún fór mjög í taugar Trudeaus. m -> „LENGl LIFI FRJÁLS QUEBEC,“ hrópaði de Gaulle Frakklandsforseti á sínum tima og varð að hætta við heimsókn sina til Kanada af þeim sökum. Valdamenn i Frakklandi segjast ekki hafa í hyggju að endurtaka þetta hróp. — Trudeau vill þó vera viss. Sólarorka verður samkeppnis- fær viðolíu innan þriggja ára - er niðurstaða bandarískra rannsókna Innan þriggja ára kann upphitun með sólarorku að vera orðin samkeppnisfær við upphitun með olíu. Þetta er niðurstaða könnunar, sem unnið hefur verið að í Chicago í Bandaríkjunum og var birt í gær. Nú er unnið að slíkum rann- sóknum í þrettán bórgum í Bandaríkjunum. Sólarorkan er þegar orðin samkeppnisfær í tólf þeirra og kostnaður við gerð sólarorkuvera fer lækkandi. Dr. Bakus prófessor við Arizonaháskóla kveður dýrasta hlutann í sólarorkuverum vera þaklagaða „geislasafnara“ sem drekka í sig orku sólarinnar. Hvert ferfet þessa safnara kostar nú um 20 dollara en ætti að hafa lækkað um helming árið 1980. — Safnarar þessir eru risastórir. Stjórnin I Washington veitti nýlega 12,5 milljónum dollara til að koma fyrir sólarhita- kerfum I áttatíu byggingum, þar sem fólk býr ekki. Þar á meðal eru slökkvistöðvar. veitingahús og verzlanir. Fyrsta fjárveiting í þessum tilgangi var veitt árið 1975. Ævar Kvaran í forsíðuviðtali Yoga æfingar Bersögul íslenzk ástarsaga Ný hrollvekjandi framhaldssaga Barbara Walters hefur200milljóna árstekjur Frásögn og fjöldi litmynda af Demis Roussos

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.