Dagblaðið - 11.05.1977, Blaðsíða 23
23
ÐAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MAl 1977.
Utvarp
Sjónvarp
t)
Sjónvarp íkvöld kl. 21.00: Tálmynd fyrir tíeyring
Júlía missir völdin á heimilinu
—er ástfangin af unnusta frænkunnar
Fjórði og síðasti þátturinn í
brezka framhaldsmynda-
flokknum Tálmynd fyrir tíeyr-
ing er ádagskrá sjónvarpsins í
kvöld kl. 21.00. Myndin er gerð
eftir sögu F. Tennyson Jesse,
byggð á sannsögulegum at-
burðum frá 1920. Þýðandi er
Dóra Hafsteinsdóttir. Myndin
er send út í lit.
1 síðasta þætti sagði frá því
að eiginmaður Júlíu, sem er
gamall fjölskylduvinur for-
eldra hennar og mörgum árum
eldri en hún sjálf, kemur heim
úr stríðinu. Julia heldur áfram
að vinna í hattaverzluninni og
fer það I taugarnar á eigin-
manninum. Enda samrýmist
það illa skoðunum millistéttar-
innar í Englandi á þeim tíma að
eiginkonur stundi vinnu utan
heimilisins.
Julia kynnist kærasta
frænku sinnar, Leonard, og
kemur á daginn að þau voru
saman f skóla í æsku. Það var
einmitt Leonard sem átti
kassann með myndinni sem
Julia skoðaði í fýrsta þættinum.
Þau fella hugi saman og
vekur það hina mestu
hneykslan, eins og nærri má
geta. Mágkona Juliu, uppþorn-
uð piparjunka, sezt að á heimili
Juliu og bróður síns og hyggst
taka við stjórn heimilisins.
Leikarinn sem fer með hlut-
verk eiginmannsins, Bernard
Hupton, fer með hlutverk yfir-
manns fangelsisins I mynda-
flokknum Colditz sem sýndur
er á þriðjudagskvöldum.Það er
dálítið athyglisvert að'fylgjast
með honum í svona gjörólíku
hlutverki. Með hlutverk Juliu
fer Francesca Annis.
A.Bj.
Sjónvarp í kvöld kl. 20.30: Nýjasta tækni og vísindi
Ef ein /ífvera hverfur
raskast heilar lífskeðjur
Um vísindalegar náttúrurannsóknir
I þættinum Nýjasta tækni og
vísindi, sem er á dagskrá sjón-
varpsins í kvöld kl. 20.30, eru
tvær bandarískar myndir um vís-
indalegar náttúrurannsóknir.
Umsjónarmaður þáttarins er
Örnólfur Thorlacius og sagði
hann okkur í stuttu máli frá efni
myndanna.
Fyrri myndin sýnir rannsóknir
á villtum dýrum úti í náttúrunni
og þá áherzlu sem lögð er á mikil-
vægi þess að viðhalda jafnvæginu
í náttúrunni eins og hægt er.
Fjöldi dýra er í hættu að deyja
út vegna ágengni mannsins. Það
er ekki eingöngu af viðkvæmnis-
ást, heldur hefur það einnig hag-
nýta þýðingu að breyta ekki um-
hverfinu. Ef einhver ein lífvera
hverfur af sjónarsviðinu geta
heilar lífskeðjur raskazt.
Vmsum ráðum er beitt til þess
að reyna að auka og bæta við
stofn villtra dýra. M.a. hefur eggj-
um villtra fugla verið ungað út i
útungunarvél. Kálfar hjartarins
og antilópunnar hafa verið
„teknir í fóstur“. Þessi dýr
eignast vanalega tvo kálfa en
koma að jafnaði ekki nema öðrum
upp. Hægt er að gera ýmsar rann-
sóknir á kálfunum og þeim er
síðan sleppt út i náttúruna aftur.
Síðari myndin í þættinum er öll
tekin í dýragarði. Hún sýnir
hvaða þátt dýragarðarnir eiga í
þessum vísindalegu rannsóknum.
í dýragörðunum er yfirleitt
reynt að veita villtum dýrum eins
náttúruleg skilyrði og mögulegt
er. Þar er hægt að rannsaka
lifnaðarhætti dýranna. Þá hefur
það gerzt að villt dýr hafa orðið
aldauða í náttúrunni og einungis
til í dýragörðum. Sumar sjald-
gæfar dýrategundir væru alls
ekki til ef ekki kæmu til ráðstaf-
anir dýragarðanna sem sleppa
dýrum aftur út í náttúruna.
-A.Bj.
I
Sjónvarp
s>
Miðvikudagur
11. maí
18.00 Bangsinn Paddington. Breskur
myndaflokkur. Þýðandi Stefán
Jökulsson. Sögumaður Þórhallur
Sigurðsson.
18.10 Merkar uppfinningar. Sænskur
fræðslumyndaflokkur fyrir börn og
unglinga. Þýðandi og þulur Gylfi Páls-
son.
18.35 Rokkvaita ríkisins. Hljómsveitin
Cobra. Stjórn upptöku Egill Eðvarðs-
son.
Hlé.
20.00 Fráttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Nýjasta tsakni og vísindi. Tvær
myndir um vfsindalega náttúruvernd.
Umsjónarmaður Örnólfur Thorlacius.
21.00 Tálmynd fyrir tíeyring (L). Breskdr
framhaldsmyndaflokkur, 3. þáttur. 1
síðasta þætti var eiginmaður Júlíu
kvaddur í herinn og Júlía kynntist
unnusta frænku sinnar Leonard Carr.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
21.50 Stjómmálin frá stríAslokum.
Franskur frétta- og fræðslumynda-
flokkur. 8. þáttur. Umbrot í Afríku.
Nýlendur f Afrfku öðlast sjálfstæði
hver af annarri. Fjallað er um
borgarastrfðið í Biafra 1967-1970.
Einnig er greint frá langvinnum
átökum f Angola. Þýðandi og þulur
Sigurður Pálsson.
22.50 Dagskrárfok.
Útstillingarmaður
Óskum eftir að komast í samband við
vanan útstillingarmann sem fyrst.
Uppl. í síma 10330 á verzlunartíma.
jry * ' q | m
Wz:. imiM Wt': ■’. ■ ' *
1 myndunum tveimur sem sýndar verða f þættinum Nýjasta tækni og vísindi í kvöld er fjallað um
visindalegar náttúrurannsóknir á dýrum, bæði villtum dýrum sem eru frjáls í náttúrunni og einnig
dýrum sem eru í dýragörðum. Þessi skemmtilega mynd er af apanum Charlie sem er að gæta lamadýrsins
Lenny i Jungle Safari Park í Florida.
^ Útvarp
Miðvikudagur
11. maí
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn-
ingar. Viðvinnuna: Tónleikar.
14.30 MiAdsgissagan: ,,Nona” eftir Emil
Zola. Karl Isfeld þýddi. Kristin
Magnús Guðbjartsdóttir les (3).
15.00 MiAdegistónleikar. Giinter Kehr,
Wolfgang Bartels, Erich Sichermann.
Volker Kirchner og Bernard Braun-
holz leika Strengjakvintett i a-moll op.
47 nr. 1 eftir Luigi Cherubini. Hljóð-
færaleikarar í Vín leika Nónett i F-
dúr op. 31 eftir Louis Spohr. Janos
Sebestyen og Ungverska kammer-
sveitin leika Pastorale f G-dúr fyrir
sembal og strengjasveit eftir Gregor
Joseph Werner; Vilmos Tatrai
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphom. Halldór Gunnarsson
kynnir.
17.10 Litli bamatiminn. Finnborg
Scheving stjórnar.
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fráttir. Fráttaauki. Tilkynningar.
19.35 Nýting raforku til flutninga. Gfsli
Jónsson prófessor flytur fjórtánda og
sfðasta erindið í flokki um rannsóknir
í verkfræði- og raunvfsindadeild
háskólans.
20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur: Jóhann
KonráAsson syngur íslenzk lög Guðrún
Kristinsdóttir leikur undir á pfanó. b.
FerAast i vesturveg. Þórður Tómasson
safnvörður í Skógum segir frá ferð
sinni til Bandarfkjanna í fyrra; —
fyrsti hluti. C. „Hafur liAugt tungutak'*
Nokkrar kersknivfsur með fríhendis
ivafi f samantekt Játvarðar Jökuls
Júlíussonar. Agúst Vigfússon les. d.
Bjami frá Vogi og grískan Séra Jón
Skagan flytur frásöguþátt. e. Um
íslenzka þjóAhntti. Arni Björnsson
cand. mag. talar. f. „Formannsvísur'*
Oftir SigurA ÞórAarson við Ijóð eftir
' Jónas Hallgrlmsson. Karlakór Reykja-
vfkur syngur undir stjórn tónskálds-
ins. Einsöngvarar: Sigurveig Hjalte-
sted, (iuðmundur Guðjónsson og
(iuðmundur Jónsson.
21.30 Útvarpssagan: „Jómfrú Þórdís'* eftir
Jón Bjömsson. Herdfs Þorvaldsdóttir
leikkonales (17).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Vor i
verum'* aftir Jón Rafnsson. Stefán
ögmundsson les (7).
22.40 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörns-
son kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
12. maí
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Morgunlaikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbnn kl. 7.50 Morgunstund bam-
anna kl. 8.00 Sigurður Gunnarsson
heldur áfram að íesa söguna „Sumar á
fjöllum'* eftir Knut Haugc (16).
útvarp á vegum prófanefndar kl. 9.10
Unglingapróf í ensku (b-gerð). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög milli
atriða. ViA sjóinn kl. 10.25 Ingólfur
Stefánsson ræðir við Guðmund
Kjærnested skipherra; — síðari
þáttur. Tónleikar kl. 10.40. Morgun-
tónleikar kl. 11.00 ;
Afgreiðslumaður
Sportvöruverzlun óskar eftir að ráða
reglusaman afgreiðslumann sem
fyrst. Nöfn ásamt uppl. leggist inn á
afgreiðslu DB Þverholti 11 fyrir 16.
maí nk. merkt „Afgreiðslumaður“.
Hef opnað nýja rakarastof u
Hárbær
að Laugavegi 168, næg bflastæði,
sfminn er 21466.
Sveinn Ámason hárskeri,
áður Hverfisgötu 42.
Blaðburðarböm
óskaststrax:
Suðurlandsbraut
Njörvasund
Uppl.ísíma
22078
MMBIABIÐ