Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.06.1977, Qupperneq 9

Dagblaðið - 09.06.1977, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. JÚNt 1977. 1 Útsýn úr Kópavogi yfir „þrætuepli" nágrannabæjanna, Reykjavíkur og Kópavogs, Fossvogsdalinn. Á hann að leggjast undir einkabílism- ann eða verða fallegur úlivislarstaður? — I)B-mynd Sv.Þormóðsson. Nágrannabæir komnir íhár saman: Afskipti af skipulagi — eða brot á samkomulagi? I aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1962 er svo sem flestum mun kunnugt gert ráð fyrir hraðbraut- um víða um borgarlandið og næsta nágrenni þess. Eru hrað- brautir þessár svo sem vænta má hugsaðar til að auðvelda umferð milli hinna ýmsu borgarhverfa, iðnaðar- og íbúðahverfa, svo og til að auðvelda leiðir út úr borg- inni. Ein þessara hraðbrauta er svo- nefnd Fossvogsbraut. Er sam- kvæmt aðalskipulaginu gert ráð fyrir að hún liggi eftir Fossvogs- dal endilöngum, að mestu á land- svæði Kópavogs, þar eð Fossvogs- hverfið í Reykjavfk nær svo langt niður í dalinn. Sumarið 1973 var farið að huga að framkvæmdum við fyrirhug- aða hraðbraut en þá kváðu við mótmæli úr ýmsýtm áttum gegn hraðbrautinni og var álitið að hún mundi spiila náttúrufegurð og líf- ríki Fossvogsdalsins. Einnig var því borið við að ekki væri sýnt fram á nauðsyn hraðbrautarinnar og bæri því að endurmeta hvort þörfin fyrir hraðbraut í Fossvogs- dal, sem gert er ráð fyrir í aðal- skipulaginu, væri enn fyrir hendi. Samkomulagið frá 1973 Var því í október 1973 gert sam- komuiag milli Kópavogskaup- staðar og Reykjavíkurborgar þar sem afráðið var að endurskoða allt umferðarkerfi höfuðborgar- svæðisins með sérstöku tilliti til nauðsynjar á lagningu Fossvogs- brautar. Þá gengu forráðamenn Kópavogs út frá því sem vísu að haldið yrði áfram að skipuleggja Reykjavík samkvæmt aðalskipu- laginu, þ.e. aðgreiningu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Samkvæmt skipulaginu myndi umferðar- þunginn um Reykjavík aukast í austurátt en ekki í vestur, eins og Kópvægingar óttast nú með til- komu þéttara ibúða- og atvinnu- húsnæðisskipulagi í vesturbæ Reykjavíkur. Álíta þeir að þar með aukist til muna þörfin fyrir hraðbrautina um Fossvogsdal, en æskilegast væri að losna alvég við lagningu hennar. „Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé grundvöllur til að rifta sam- komulaginu frá 1973, þó svo að yfirlýsing þeirra beri það með sér,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri urn sam- þykkt bæjarstjórnar Kópavogs. Ejnnig taldi borgarstjóri ýmsar framkvæmdir Kópavogskaup- staðar á síðustu árum allt eins geta brotið í bága við samkomu- lagið eins og hið samþykkta skipulag borgarstjórnar Reykja- víkur á aukningu atvinnu- húsnæðis vestan Kringlumýrar- brautar. Ekki vildi borgarstjóri tjá sig um hvaða áhrif þetta gæti haft á lagningu Fossvogsbrautar- innar, mörkin milli Reykjavíkur og Kópavogs liggja þar i bugðum og voru fyrirhuguð makaskipti á lóðum þar til að fá rými undir hraðbrautina. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða framhald verður á deilumáli þessu, þó má frekar búast við að aðilar komi saman fyrr en seinna og ræði þessi mál nánar. BH Lúðrasveitin með konsert á mánudagskvöld: Vestur-íslenzkur stjórnandi Jón Ásgeirsson nefnist Banda- ríkjamaður sem dvelur hér á landi þessa dagana og stjórnar æfingum Lúðrasveitar Reykja- víkur. „Nafnið, það er það eina af mér sem er íslenzkt," segir Jón, en auk þess að vera þekktur lúðrasveitarmaður er hann vel metinn lögfræðingur í heimabæ sínum, Boston. „Við erum ekki að skemmta okkur heldur fólkinu," segir hann þegar meðlimir Lúðra- sveitarinnar eru hvattir áfram. Enda leggja Lúðrasveitarmenn hart að sér og hafa ekki komizt í hann krappari í langan tíma. Hljómsveitarstjórinn banda- ríski sendi nóturnar til íslands fyrir um tveim mánuðum og ákvað þá prógramm konsertsins sem halda á í Þjóðleikhúsinu á mánudagskvöld. Æfingar hjá Lúðrasveit Reykjavíkur hafa síðan staðið yfir látlaust frá því Jón kom til landsins í fyrri viku. Æfa þeir sig í Melaskólanum á meðan viðgerð fer fram á Hljóm- skálanum. Aðgöngumiðar að hljómleikun- um eru til sölu í miðasölu Þjóð- leikhússins. BH. Jón Ásgeirsson lúórasveitarstjórnandi og lögfræóingur sést þarna ásaml konu og börnum, Karin, lengst til vinstri, leikur á Irompet og Kristján, yzl (il ha'gri, leikur á víhrafón og trommur. Happdrættisskuldabréf íJflokki eru nær uppseld. Dregid veröur 15.júní. Tryggið ykkur bréf. (Égj SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.