Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.06.1977, Qupperneq 3

Dagblaðið - 16.06.1977, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JUNÍ 1977. 1 Réttindaskerðing öryrkja K. Þórðarson skrifar: í grein í DB frá 7/8 um hús- næði öryrkjanna að Hátúni 10—12 segir frá hárri leigu á íbúðunum. Eitt mætti þó telja nokkurn kost við íbúðir þessar sem er sá að húsnæðinu er ekki sagt upp og fólk borið út eins og alltaf getur gerzt þegar um venjulegt leiguhúsnæði er að ræða. Fólk gerir sér e.t.v. þó ekki fulla grein fyrir því hvað í því getur falizt að neyðast til þess að láta meta sig til örorku vegna heilsubrests og tekju- missis af þeim sökum — þ.e. vegna starfs. T.d. má þá alveg eins búast við því að lífeyris- sjóðsréttindi öryrkjans verði strikuð út. Ekki þarf þó að vera um að ræða örorkudeild (B- deild) í lífeyrissjóði til slíks þjófnaðar á réttindum. Nú eru t.d. réttindi eða starfstími sjóð- félaga afskrifuð þegar hann flytur á milli lífeyrissjóða, t.d. þegar skipt er um starf. Engin takmörk virðast vera fyrir þjófnaði á ýmiss konarréttind- um fólks. „Réttindin" eru mikið til aðeins „á pappírnum". Bæði lána- og lífeyrisréttur og margt fleira. Sjálfsbjargarvið- leitni er ekki metin hátt lengur. En kannski gæti maður sagt: „Það er ekki í tízku lengur!“ Eitt vekur athygli í sambandi við húsnæði öryrkjanna í Hátúni — þar eru engin börn. Hvað veldur? Öryrkjarnir í þessum húsum virðast sem sagt ekki hafa nein börn. Gæti þetta bent á takmörkuð mannréttindi öryrkja? M Vandamál öryrkja eru margvís- leg og flest öll þjónusta opin- berra aðila er sniðin fyrir þá sem heilir eru. Hættu við þetta, Svavar Gissur Pétursson samvinnu- skólanemi skrifar: Fyrr má nú rota en dauórota, segir máltækið og þetta mál- tæki á svo sannarlega vel við um athafnir okkar miður góða útvarpsráðs um þessar mundir. Þessi stofnun (þ.e. miður góða útvarpsráðið) hefur nú kórón- að viðburðaríkan starfsferil sinn með enn einu asna- strikinu. Það hefur hafnað til- boði þeirra Astu Jóhannes- dóttur og Hjalta Sveinssonar stjórnenda þáttarins „Ut og suður“ sem með einstökum árangri hefur tekizt að gera þáttinn mjög vinsælan og skemmtilegan áheyrnar þrátt fyrir lengd hans og sett í stað- inn sem stjórnanda afdankaðan og hrútleiðinlegan útvarps- mann, hljómplötuútgefanda (þannig að telja má að hann eigi örðugt með að láta sinna hagsmuna ógetið) og „grínista" Svavar Gests að nafni. Utvarps- ráði hefur þar með tekizt að eyðileggja enn einn af örfáum ánægjulegum þáttum í útvarps- dagskránni. A hvað ætli þeir ráðist næst? Til fróðleiks má geta þess að Svavar Gests er flokksbundinn sjálfstæðismaður og Hjalti og Ásta eitthvað bendluð við vinstri línuna en það getur varla verið að það skipti nokkru máli? Burtséð frá allri pólitík og þá séð út frá hreinu fagmennsku- sjónarmiði þá hljóta þau Hjalti og Asta að vera þau réttu til aó taka að sér stjórn þáttarins. Til Svavar Gests við stjórnvölinn rökstuðnings því þurfum við einungis að taka vinsældir þáttarins, undir þeirra stjórn, inn í myndina. Að lokum skora ég á þig hr. Svavar Gests að draga til baka í þessu máli. Hættu við þetta, Svavar. V Gott hjá þér, Svavar Gests! Anna skrifar: Svavar Gests er aldeilis stór- fínn í þáttum sínum á laugar- dagseftirmiðdögum. Það mátti svo sem búast við því að honum færist vel úr hendi stjórn slíks þáttar því þættir þeir, sem hann hefur stjórnað, hafa alltaf (eða oftast) verið aldeilis stór- skemmtilegir. Fundið hefur verið að því að hann sé með of Raddir lesenda Umsjón: Jónas Haraldsson mikið af „fimm- aura-bröndurum“, en mér finnst það bara allt í lagi. Svavar blandar efni þáttar- ins einkar skemmtilega sainan og ég get ekki heyrt betur en að hann leiki lög fyrir fólk á öllum aldri. Fyrri stjórnendur þessa þáttar voru svo alveg ágætir og engri rýrð á kastað þótt Svavari sé hælt. r Spurnirsg dágsins Átt þú von ó barni? Hildúr Bjarnadóttir húsmóðir: Hvað sýnist þér? Hvað heldur þú að þetta sé sem ég er með í maganum? Ég hlakka auðvitað mjög til að eignast barnið, þetta verður þriðja barnið mitt. Anna Magnúsdóttir nemi, at- vinnulaus sem stendur: Nei, ég er alveg viss um það og ég ætla ekki að eignast barn á næstunni. Halldóra Ingjaldsdóttir talsíma- vörður: Nei, það er alveg öruggt, pottþétt að svo er ekki. Hvurslags eiginlega spurningar eru þetta? Sigriður Jónsdóttir húsmóðir: Nei, ég er nú hrædd um ekki. Ég hef þó ekki ákveðið hvort einhver breyting verður á þvi á næstunni. Einar Guðmundsson atvinnu- hippi og loftbóla: Já, innan svo sem 10 ára, um það er ég alveg viss. Ég hef þegar valið meðaðila til verknaðarins. Eg er hinn hreini aríi og kem því til með að reyna að viðhalda kynstofninum. Vlgnir Sveinsson lögreglumaður: Nei, ég á ekki von á barni, eða það held ég alla vega ekki.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.