Dagblaðið - 16.06.1977, Qupperneq 11
11
\
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR
fyrir, heldur var hann fluttur á
afskekktan stað í hverfi nálægt
miðborg Houston.
Siðan byrjaði ballið.
Lögreglumennirnir börðu Joe
eins og þeir væru orðnir vit-
skertir og fluttu hann síðan i
fangelsi. Fangavörðunum leizt
ekki meir en svo á útlit fangans
svo að þeir skipuðu svo fyrir að
honum yrði frekar komið á
sjúkrahús. Lögreglumennirnir
sneru með hann til baka og
fluttu hann á sama stað og
áður. Sagan segir að síðan hafi
barsmíðarnar byrjað að nýju
þar til einn lögreglumaðurinn
tók Joe loks og drekkti honum.
Dauði Joe Torres reyndist
vera það atvik sem fyllti
mælinn, — jafnvel hjá
Houstonbúum sem hafa vanizt
lögreglumönnum sínum í villta
vestursleik árum saman. „Það
hlýtur að vera eitthvað athuga-
vert við borgarbúa sem líta svo
á að hvað sem lögregluforingi
gerir hljóti að vera rétt,“ segir
Fred Hofheinz borgarstjóri í
Houston.
I febrúar kom lögreglumaður
innbrotsþjófi að óvörum þar
sem hann var að skríða inn í
hólbarðaverzlun. Hann skildi
þrettán byssukúlur eftir í
likama þjófsins. Rannsóknar-
menn lögreglunnar gáfú þær
skýringar að vegna þess hve
dimmt hefði verið hefði
lögreglumaðurinn viljað vera
viss um að hitta með einhverri
kúlu.
Mánuði seinna ók bllstjóri
einn yfir gatnamót á rauðu ljósi
og forðaði sér. Ekki færri en
tuttugu lögreglubílar veittu
honum eftirför með blikkandi
ljósum og tilheyrandi sírenu-
væli. Að lokum tókst að króa
ökumanninn af skammt frá
heimili hans. Hann var dreginn
út úr bíl sínum, handjárnaður
og höfði hans slegið við vegg.
Þessi dæmi og mörg fleiri
fengu lögreglustjórann, B.G.
(Pappy) Bond til að setja á
stofn rannsóknarnefnd innan
lögreglunnar til að komast fyrir
meinið. Að fyrsta áfanga rann-
sóknarinnar loknum rak for-
maðurinn fimm lögregluþjóna
sem tekið höfðu þátt i handtöku
Joe Torres. Einn þeirra var
síðan ákærður um morð.
Bond sendi frá sér nýja
reglugerð um notkun vopna og
fyrirskipaði að ekki fleiri en
tvær lögreglubifreiðar tækju
þátt i því að elta uppi umferðar-
lagabrjóta. Hneykslin, sem
dunið hafa yfir að undanförnu,
hafa einnig vakið athygli á þvi
að lögregluliðið í Houston er
alltof fámennt. I þvi eru 2.800
16. JUNl 1977.
manns og er það innan við tveir
þriðju þess fjölda, sem krafizt
er að starfi í borg sem í búa 1.2
milljónir manna.
Engar lagfæringar á
lögreglumálunum hafa enn
bætt samskipti lögreglunnar
við svertingja og bandaríska
Mexíkana. Þeir eru um það bil
þriðjungur borgarbúa í
Houston. íbúar þessir kvarta
yfir því að ruddaskapur
lögreglumanna bitni yfirleitt á
þeim. Lögreglan hefur reynt að
fá mcnn úr fátækrahverfunum
til starfa en samt eru aðeins um
þrjú hundruð lögreglumenn úr
þeirri þjóðfélagsstétt starfandi
í Houston.
Svertingjar og bandarískir
Mexíkanar vilja helzt að sett
verði á stofn borgaraleg nefnd
til að fylgjast með gjörðum
lögreglumanna. Ekkert bendir
til þess að slíkri nefnd verði
smalað saman, — að minnsta
kosti á næstunni.
Hofheinz borgarstjóri fékk
embætti sitt með miklum stuðn-
ingi svertingja og Mexíkana.
Hann virðist treysta á aðstoð
FBI við að tjónka við óstýriláta
lögreglumenn. í haust á hann í
vændum harða baráttu til að
hljóta endurkosningu. í fram-
boð á móti honum fer fyrrver-
andi héraðsdómari, Frank
Briscoe, sem talinn er munu
leggja mun meiri áherzlu á lög
og reglu en Hofheinz.
Bond lögreglustjóri hefur til-
kynnt að hann muni draga sig í
hlé frá störfum í nóvember.
Þangað til ætlar hann að reyna
að hafa hemil á mönnum sín-
um. Meðal þeirra ríkir mun
meira frelsi en víðast hvar
annars staðar. Sem dæmi má
nefna að þeir þurfa ekki að
bera hálstau er þeir eru á vakt.
Þá eru ekki heldur gerðar
athugasemdir við hársidd
þeirra.
..—'
Skýrsla
frelsaranna
Hjá tófu, mink og mávi
mun okkar sögu borgið,
og kveðið mun Vestra korríró,
er kjarnblossinn Ijómar
um torgið.
Þegar við rýnum í sögu
þjóðarinnar, koma margs konar
myndir og minningar fram í
hugann. Þó gnæfir sú spurning
hæst, hvernig þjóðin lifði af
allar þær hörmungar, sem á
hana lögðust af völdum elds, ísa
og drepsótta. Ásamt þessu var
svipa hins erlenda valds, sem
var þó sízt sárbeittari en hinna
innlendu þjóna. Ég efast um, að
sumir, sem gistu Brimarhólm,
hafi átt verri ævi en þeir, sem
íslenzkir embættismenn kvöldu
til dauða hér heima. Sumir
þessir embættismenn sendu
kóngi bænarskjöl, þar sem
beiðzt var, að þeir mættu sjálfir
hengja sína glæpamenn, en
flestir glæpanna voru, að þessir
menn höfðu hnuplað sér matar-
bita, örvona af hungri.
Þessum embættismönnum
ættum við að reisa táknrænan
minnisvarða undir nafninu
„landráð".
Margir íslenzkir embættis-
menn hafa allt til þessa dags
hagað sér á svipaðan hátt, sogið
blóð íslenzkrar alþýðu sér til
hagsbóta. Þessir landráðamenn
reyna enn að halda í horfinu á
fínan máta. Það, sem réð því, að
við þurrkuðumst ekki út, var
hin ódrepandi von alþýðunnar
um frelsi ásamt fornaldardýrk-
uninni. Trúin á að vera kominn
af kóngum, jörlum og jafnvel
guðunum sjálfum vann að lok-
um sigur samhliða þjóðfélags-
breytingum. Með fengnu frelsi
og bættum efnahag tókum við
fjörkipp fram á veginn.og fram-
farir glæddust á mörgum
sviðum. En Adam var ekki
lengi í Paradís fremur en fyrri
Kjallarinn
Halldór Pjetursson
daginn. Nýir landráðamenn
hófust í seti og vildu ólmir
troða okkur í poka líkt og kon-
unum, sem áður gistu Drekk-
ingarhyl. Þeir vildu eignast
sterka bandamenn og fjár-
auðuga, sem gætu sýnt alþýð-
unní undir „Svarta taglið".
Gamla sáttmála má telja mein-
laust plagg í samanburði við
hervarnarsamninginn við
Bandaríkin.
Allt var sagt lygi, sem and-
stæðingar varnarsamningsins
sögðu um hann; en hvað kom
upp, þegar sáttmálsörk Banda-
ríkjanna var lokið upp á síðasta
ári?
Einhvern tíma mun sagan
setja þá sem að varnarsamn-
ingnum stóðu, á bekk með Þor-
gils skarða, sem allra
Islendinga hefur verið auð-
mjúkastur í þjónustu sinni við
erlent vald. Satt að segja hefði
ég aldrei trúað því, að landar
mínir lægju nú á timum svo
hundflatir fyrir erlendu valdi,
að ástæðulausu. Þessum mönn-
um var þó ekki vits varnað, og
þeir vissu allt niður í kjölinn.
Þeir meira að segja lugu upp
gegn betri vitund, að svo-
nefndir kommúnistar væru að
undirbúa byltingu hér á landi.
Mér er þetta allt kunnugt, og ég
veit, að slíku var aldrei hreyft.
Sem dæmi má nefna, að eftir
slaginn 9. nóv. impraði enginn
á því, að bolsarnir ætluðu að
hrifsa völdin. Þarna sýndist þó
hafa verið tækifæri. 1 samn-
ingnum við Bandarikin var
ekki verið að þæfa við drottin
um 10—20 manns. Allt var vel-
komið, og okkur átti að verja til
síðasta manns, og kannski
verður það i vissum skilningi
ekki svikið. Trúin á, að okkur
ætti að verja, er nú löngu dauð,
og landráðamönnunum sjálfum
dettur ekki í hug að bera á móti
skýrslu frelsaranna.
Formúlan blasir nú við
okkur, bláköld og brosandi,
vottföst í Vestrinu. Og for-
múlan er, að Island sé lykillinn
að því að verja frelsið og lýð-
ræðið — það er að segja Banda-
rikin.
Komi til heimsstyrjaldar er
að sjálfsögðu byrjað á því að
jafna við jörðu svona lykil-
stöðvar, enda munu Bandaríkin
gráta þurrum tárum, þótt þetta
útsker með skitnum 200 þús-
und sálum falli fyrir róða.
Við íhugun alls þessa máls er
nærri því, að maður blygðist sín
fyrir að vera Islendingur.
Haildór Pjetursson
rithöfundur.
atvinnu eða starfi, þ.á m. að
konum og körlum beri að fá
sömu laun fyrir jafnverðmæt
störf — og atvinnurekendum sé
óheimilt að mismuna starfs-
fólki eftir kynferði, að því er
þetta varðar. Hafa því lög um
launajafnrétti verið í gildi hér-
lendis um árabil.
Hins vegar er með hinum fá-
heyrðu ,,jafnréttislögum“ og
væntanlegum miðalda-
rannsóknum „jafnréttisráðs"
troðið svo svívirðilega á gróðri
hins íslenzka lýðræðisréttar-
fars að vart verður séð hvort
við búum utan eða innan þeirra
marka sem hugtökin um mann-
réttindi hafa hingað til skilið
milli lýðræðis og einræðis. Og
ef svokölluð ,,jafnréttislög“
brjóta í bága við grundvallar-
reglur íslenzkrar stjórnskip-
unar, eins og allt bendir til, er
það deginum ljósara að þeir
menn, er á Alþingi sitja og eiga
þar með aðild að löggjafarvald-
inu, eru ekki allir á eitt sáttir
um það hvern skilningi eigi að
leggja í hugtakið mannréttindi.
Mon liMrt i'it af fyrir sig geta
orðið víti til varnaðar fyrir
kjósendur pegar að kosning-
um kemur.
En vikjum nú aftur að þvi
fyrirfólki sem hvað hæst boðar
trúna á jafnvægi kynferðisins
og líflátsdóm fjallkonunnur í
mæltu og rituðu. — Víxlverk-
unum milli kynlífs og annarra
persónuleikaþátta er oft líkt
við vítahring. Af svipuðum
rótum er runnin afneitun kven-
dóms sem getur birzt bæði til-
finningalega og hátternislega á
marga vegu.
Kjallarinn
Geir R. Andersen
Mikill og mikilvægur þáttur
kvenlegs öryggis er fólginn í
þeirri sérstöðu sem konan
hefur í þjóðfélaginu sem tákn
fegurðar, þokka, ásthrifa og
blíðu. Konu- og móðurhlutverk
hennar er margvislega siungið
þessum táknrænu gildum.
Stundum skapast ákveðnir til-
finningahnútar snemma á ævi-
skeiðinu vegna árekstra eóa
vonbrigða, sem tengjast hinum
eðlislægu kventáknuin á sárs-
aukafullan hált, þannig að
kvenlegir eiginleikar, sent að
réttu lagi ættu að vera eftir-
sóknarverðir, fá neikvæða
þýðingu og tengjast vanmáttar-
kennd og andúð. — Togstreita
við karlmenn í áliti og stöðu er
jafnan samfara þessari hneigð
og oft mikið orsakaatriði.
Konur sem lenda þannig utan-
veltu við eðlilegan kvendóms-
feril sækjast oft, vitandi eða
óafvitandi, eftir þeim verald-
legu markmiðum og fullnæg-
ingu sem skipa þeim fremur á
bekk með körlum en konum.
Vart verður önnur ályktun
dregin af hinu sleitulausa
brambolti þeirra ofstækis-
kvenna, sem nú ganga hvað
harðast fram i þvi að banna að
auglýst sé eftlf starfsfólki af
öðru kyninu frekar en hinu og
banna að framvegis verði konu
getið í stöðu — eða starfsheit-
um, — en sú að bramboltið
tengist beinni vanmáttarkennd
og andúð á sjálfum þeim og
kynsystrum þeirra í heild.
En hvað skyldi þorri þjóðar-
innar hafa að segja í þessu
máli, og þá sér i lagi kven-
þjóðin? — Hvað um húsmæður,
gangast þær þegjandi við skil-
greiningu hinna vansælu? Ekki
hafa heimavinnandi húsmæður
krafizt sérstakra „jafnréttis-
laga" til verndar starfi sinu og
stöðu, né heldur islenzkar sjó-
mannskonur sem ekki hafa
orðið minnimáttarkenndinni að
bráð vegna þess hlutskiptis,
sem leggur þeim þær skyldur á
herðar, umfram aðrar heima-
vinnandi húsma'ður, að vera i
forsvari f.vrir rekstri heimilis
meðan eiginmenn eru langdviil-
um að heiman. — Hvorugur
þessara hópa íslenzkra kvenna
gengst upp í þvi grátkonuhlut-
verki sem túlkar þá óskhyggju
að gera karlmenn virkari þátt-
takendur við heimilisstörfin.
Hvað með íslenzku málvís-
indamennina, eru þeir fylgj-
andi svo miklu ,,jafnrétti“ að
orð eins og „starfskraftur"
komi i stað allra þeirra orða
sem ennþá eru talin góð og gild
í íslenzku máli til aðgreiningar
á hinum tveim kynjum sem við
teljum (enn a.m.k.) að lifandi
mannverur flokkist í?
Það hefur þegar sannazt að
orðið „starfskraftur", sem tröll-
ríður auglýsingadálki a.m.k.
eins dagblaðsins og er einungis
yfirvarp um ósk viðkomandi
auglýsanda um starfsmann af
öðru kyninu fremur en hinu,
hefur orsakað misskilning og
erfiðleika, ekki sízt fyrir um-
sækjendur að starfi, og dæmi
eru þegar um það að málsókn
hafi verið hótað vegna þess að
umsækjandi taldi það hafa
verið skyldu auglýsanda að láta
það koma fram í auglýsingunni
að starfsmanns af öðru k.vni iu
fremur en hinu hefói verið
óskað.
Og dæmigerð er auglýsingin
frá aðila nokkrum sem auglýsti
eftir „starfskrafti" sem átti að
sjá um viðhald á stórri lóð hér i
borginni. Um starfið sótti einn
karlmaður og fjórar konur. —
Nú hafði auglýsandi karlmann i
huga til starfans og réð þann
eina karltnann sem sótti um.
Tvter kvennanna lélu sér slik
málalok ekki l.vnda. hiifðu
komizt að því að fleiri konur
hefðu sótt um stöðuna og töldu
auglýsanda beita grófri mis-
munun og töldu að hann hefði
átt að ráða eina konuna, þar
sem þær hefðu verið meirihluti
umsækjenda! — Hvernig skyldi
hinn nýi „rannsóknarréttur
jafnræðisins" dæma í slíku
máli?
„Jafnréttisráð" myndi vart
setja mikið ofan þótt það birti
almenningi þau boðorð sem
eiga að gilda í auglýsingum al-
mennt, t.d. um það hvort hér sé
einungis verið að ná sér niðri á
atvinnurckendum með aðhaldi
á þvi að þeir auglýsi ekki eftir
starfsfólki af öðru k.vninu,
fremur en hinu, en konum se
frjálst eftir sem áður að aug-
lýsa eftir starfi eða stöðu án
þess að leyna kynferði sinu.
Eða er það eindregin stefna
„jafnrettisráðs" að afmá eilíf-
lega og útrýma hvers kyns
orðum og orðasamböndum sem
minna á að konur í þessu landi
hafi mannhelgi og mannrétt-
indi, m.a. til stofnunar hvers
konar félaga og samtaka, og
sem eiga það sammerkt að vera
einungis til í samfélagi kvenna.
samanbér Kvenfélagasamband
Islands. Kvenstúdentafélag
Rey k j a ví k u r. K ven n asögus af n
íslands o.fl. o.fl.?
Að sjálfsögðu er vinnuafl
kvenna á hinum frjálsa vinnu-
markaði jafnmikils metið og
karla. því er það fáheyrð
ósvífni ofstækisfulira rauð-
sokka að leggja til atlögu við
kynsystur sínar með það eitt að
markmiði að litilsvirða kosti og
kynferði islenzkra kvenna.