Dagblaðið - 16.06.1977, Side 16
16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚNl 1977.
Vilji Allah
Nú verða dagarnir óðfluga
lengri og lengri og myndin á
skerminum að sama skapi
daufari, nema hjá þeim sem
draga dökk tjöld fyrir komandi
sumar. En slíkt væri syndsam-
legt og því freistast maður æ
oftar til þess að horfa á lita-
skrúð fjallanna og sleppa
grámyglunni ferhyrndu í stofu-
horninu. Mörgum væri senni-
lega gerður mikill greiði með
því að loka sjónvarpinu tvo
mánuði á ári. Áhorfendur yrðu
þá að skoða landið og
sjónvarpið fengi tækifæri tii að
gera betri sjónvarpsmyndir. Og
hér kem ég að bitbeini síðustu
tveggja vikna: „Blóðrauðu
sólarlagi“, sem hefur yfirtekið
allar Hófhannesarþrætur.
Mikið hefur verið spjallað um
þá mynd og er það ánægjulegt
að almenningur skuli fylgjast
svo náið með tilraunum
sjónvarpsins í kvikmyndagerð
sem sýnir að mikill áhugi á
þeirri listgrein er fyrir hendi í
landinu. Flestir voru fljótir að
minnast á góðu hlið myndar-
innar, kvikmyndatökuna og
leikinn, en þeir voru einnig
glöggir á vankanta hennar, þ.e.
að góðu hliðunum var eytt í að
gera einfaldan blending af
hrollvekju og kúreka,,shoot-
out“ í draugabæ.
Hrollvekjan var einföld
vegna þess að hún spratt ekki
upp úr sálarlífi persónanna og
viðskiptum þeirra, heldur utan
frá, úr fylliríi, brakandi hurð-
um og myrkum göngum, og
þessi utanaðkomandi hrollur
var síðan undirstrikaður í tíma
og ótíma af gæsahúðarmúsík.
Persónurnar skorti alla vídd og
viðmiðun og ekkert fékk mig til
að trúa því að minningar
Róberts um „aumingjann í
kjallaranum“ hefðu við nokkur
rök að styðjast innan þess sam-
félags sem þeir lifðu eða höfðu
lifað í. f>að er e.t.v. ósanngjarnt
að bera þessa mynd saman við
kvikmynd Ken Loach, „Family
Life“, sem sýnd var laugar-
daginn 4. júní, en þó er það
lærdómsríkt. Loach tekur fyrir
tiltölulega einfalt . efni,
samskipti innan fjölskyldu i
hversdagslegu umhverfi, og
leiðir í ljós hvers konar hörm-
ungar geta falist innan þess
ramma. Utkoman var reglulega
raunsönn og áhrifarík hroll-
vekja sem ekki þarfnaðist
draugabæjar eða hroll-
tónlistar.
Sjónvarpsmeðvitund mín
hófst fyrir alvöru „Sólarlags-
kvöldið“, en þá var mynd af
„Abba“ á dagskrá. Nafnið sjálft
er í stíl við framleiðslu hljóm-
sveitarinnar — einfalt og
þýðingarlaust eins og barna-
hjal. Nema hvað hjal barnsins
er saklaust og upprunalegt en
tónlist Abba er meðvitaður og
útspekúleraður barndómur,
sykraður söluvarningur. Rætt
var við meðlimi hópsins eins og
þeir væru meiriháttar tónskáld,
en þeir hnykluðu brýr og
reyndu að svara spaklega.
Eg var fullfljótur á mér í
síðasta pistli er ég ræddi um
áfengisþætti þeirra Einars
Karls og Arnar Harðarsonar, en
þar kvartaði ég yfir því að ekki
væri efnið krufið til mergjar.
Það var éins og við manninn
mælt að þeir félagar klykktu
út með grufli og umræðum, við
áfengissjúklinga og sér-
fræðinga, og var það vel þegið.
Meira af svo góðu, takk.
Þessi fyrsta vika í júní var
þjóðhöfðingjavika — alla vega
höfðingjavika ef Grigorenko
hershöfðingi er tekinn með. Á
þriðjudag náði ég í skottið á
Carter forseta og virtist hann
vinna mikla yfirvinnu eins og
gengur og gerist hér á landi.
Samtalið við Gaddafi af Lýbíu á
miðvikudag var hins vegar
merkilegra efnj.
Gaddi karlinn er þekktur
fyrir stuðning sinn við alls
konar hryðjuverkastarfsemi
víða um heim, enda vel í stakk
búinn með mikla olíu til
umráða. En ekki vildi hann
viðurkenna að hann eyddi
tómstundum sínum í slíkt.
Stuðningur hans varannaðhvort
„siðferðislegur", „lygar heims-
valdasinna“ eða „vilji Allah“.
Ekki bar Allah á móti þessu,
þannig að Gaddi virðist óhultur
í bili. A undan Gaddafi kom
Onedin og það er eins og ég
sagði: hann hefur ekki nema
tvenns konar svipbrigði til taks.
Um leið og ég sé þess merki að
tjáningarhæfileikar hans séu
að víkka, skal ég láta áhorf-
endur vita.
f
I kringum
skjáinn
Aðalsteinn Ingölfsson
A föstudag var á dagskrá
mynd um lásasmið frá Svíþjóð
og átti hún að vera gaman-
mynd. „Lygar heimsvalda-
sinna“ segi ég. Dagskrá síðustu
viku var ósköp dauf. Ég veit
varla hvers vegna verið er að
sýná „Til Heklu", en sú mynd
byggist á frásögn svíans Al-
berts Engström og er í henni
í Verzlun Verzlun Verzlun J
■ m m *C ■ ■ ■ "Ci _
stólana vinsælu frá
Stáliðjunni
Hagkvæmirog
þægilegir jafnt á
vinnustödum sem
heimilum.
11 mismunandi
tegundir. _
1 árs ábyrgð
Krómhúsgögn
Smiðjuvegi 5 Kdp.
Sími43211
tryggir gæðin
Ýmis efni frá Glasurit verk-
srrtiöjunum í V-Þýskalandi
voru hér á markaöinum fyrir
nokkrum árum og áttu þaö flest
sameiginlegt aö vera viöurkennd
fyrir frábær gæöi. Núna býöur
Glasurit nýtt og endingarbetra
bilalakk - GLASSODUR 21 sem er
t.d. notaö á V.W., AUDI. B.M.W. o.fl:
bifreiöar. Viö getum blandaö flesta liti á
nánast allar tegundir bifreiöa.
Remaco hf.
Skeljabrekku 4. Kópavogi, sími 44200.
STJÖRNUGRÖF 18 SÍMI 84550
Nueralltí
blómahjáokkur
Tré og runnar í úrvali
Skrífstofu
SKRIFBORO
Vönduð sterk
skrifstofu skrif-
borð i þrem
stæróum.
A.GUÐMUNDSSON
Húsgagna ver ksmiója.
Auóbrekku 57. Kópavogi, Simi 43144
Sumarhús!
Félagasamtök og einstaklingar.
Einstakttækifæri.
Símar: 99-5936 og 99-5851.
Geymið auglýsinguna.
HVARER
BÍLAVAL?
HVAÐ ER
BÍLAVAL?
Bílaval er viö Laugaveg 92 hjá
Stjörnubíói og er elzta bílasala
landsins.
Kappkostum að veitagóöa
þjónustu.—Reyniö viöskiptin
BÍLAVAL
Laugavegi 92 Sími 19092 og 19168.
Bílasalan .... . .
SPYRNANsimar29330 ogfSStl
Barnaafmœlið
FYRIR BARNAFMÆLIÐ
fallegar pappírsvörur, dúkar,
diskar, mál, servíettur, hattar,
blöðrur, kerti o.f 1.
Mesta úrval bæjarins.
BÓKAHÚSIÐ
Laugavegi 178. Sími 86780.
Allar gerðir rafsuðuvéla frá
„HOBART“ í USA og Hollandi. Með
„HOBART" hefst að vinna verkin.
HAUKUR & ÓLAFUR HF.
Armúla 32. Simi 37700.
ALTERNATORAR 6/ 12/
24 VOLT
VERÐ FRA KR. 10.800,-
Amerísk úrvalsvara, viðgerða-
þjðnusta.
bÍLaraf hf.
BORGARTÚNI 19, SÍMI
24700.
Varadekk í hanskahólfi!
PUNCTURE PIL0T 77
l'N'DRAKFNH) — sem þcir bil- Æ Æ
* FN _
st.jórar nnta. scm viija vera lausir
við að skipta um dekk þ«lt
springi á bilnum. — Fyrirhafnar-
laus skyndiviðgerð. Loftfvlling «g
viðgerð i 101111111 hrúsa. íslen/.kur
leiðarvisir fáanlegur með
hverjum brúsa.
l'mhnðsmenn nm alll land
ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450
BIABIÐ
er smáauglýsingablaðið