Dagblaðið - 16.06.1977, Blaðsíða 28
frjálst, úháð dagblað
FIMMTUDAGUR 16. JUNÍ 1977.
Hættu-
legum
skotum
stolið
1 gærkvöldi varð vart elds 1
Ölduselsskóla í Breiöhoiti. Skóla-
húsiö er í byggingu og er nú veriö
að vinna við klæðningu og máln-
ingu. Var brotizt inn í skólann og
eldur kveiktur í timbri á kjallara-
gólfi. Varð af mikill reykur og
tjón talsvert.
Ur verkfæraskáp í skólahúsinu
var síðan stolið um 300 nagla-
byssuskotum. Skot þessi eru mjög
hættuleg og af þeim mikil slysa-
hætta. Rannsóknarlögreglan
leitar nú þessara skota og heitir á
alla er verða varir við eitthvað er
gæti verið slík skot að láta sig
vita í síma 21100. Skotin eru sem
fyrr segir mjög hættuleg í með-
ferð ókunnugra.
ASt.
Dýrt neyðar-
blysaspaug á
Akranesi
í gærkvöldi sá hópur fólks á
Akranesi að skotið var á loft
neyðarblysi. Var lögreglu og
björgunarsveit SVFÍ gert aðvart
og gerður út leitarflokkur. Ekki
varð hann neins vísari. Skömmu
síðar kom piltur á að gizka 18 ára.
á lögreglustöðuna og skýrði frá að
hann hefði skotið á loft rauðum
blysum úr byssu sem hann hafði
undir höndum. Stóð hann niðri í
fjöru neðst í bænum.
Pilturinn tjáði lögreglunni að
hann hefði keypt þessa byssu í
Þýzkalandi. Er þetta nokkurs
konar rásbyssa með ljósmerkjum,
sem notuð ' er til að ræsa
kappakstursbíla. Þegar lögreglan
bað um að fá að sjá skotin sem
hann notar í byssuna kvaðst
pilturinn ekki eiga fleiri skot. Ef
skotin eru litarmerkt er óleyfilegt
með öllu að nota þau.
Kostnaður við tiltæki sem þetta
er um nokkur hundruð þúsund
krónur og telst vitavert athæfi,
samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Akranesi. Var byssan
tekin af piltinum og er mál þetta í
rannsókn.
-A.Bj.
Utanríkisráðherra í
sjúkrahiísi
Einar Ágústsson utanríkisráð-
herra er nú í sjúkrahúsi. Verður
hann þar nokkra daga til rann-
sóknar. í fjarveru Einars frá
embættisstörfum gegnir Ólafur
Jóhannesson dómsmálaráðherra
störfum utanríkisráðherra.
Shady Owens bregður á leik á Lækjartorgi i blíðunni þar í gær. A
morgun tekur hún þar lagið — eftir langa f jarveru frá tónlistarlífinu á
tslandi. DB-mynd: Arni Páli.
Þrír Íslendíngar í
fangelsi í Frakklandi
— teknir með nærri 4 kg af hassi við komuna f rá Marokkó
Þrir íslendingar á milli
tvítugs og þrítugs, karlmaður
og tvær konur, sitja nú í fang-
elsi i Montpellier í Frakklandi,
grunaðir um fíkniefnamsygl.
Voru pau handtekin þar vio
komuna frá Marokkó 21. maí
sl., þegar nær fjögur kíló af
hassi fundust í bílaleigubíl
þeirra.
Montpellier er um 150 km
vestur af hafnarborginni
Marseilles. Karlmaðurinn
hefur komið við sögu fíkniefna-
mála hérlendis áður. Er hann í
klefa ásamt tveimur öðrum
karlmönnum, skv. frásögn hans
sjálfs í bréfi til kunningja hér
heima. Lætur hann illa af vist-
inni. Af stúlkunum fara ekki
frekari sögur.
Við yfirheyrslur hjá lögregl-
unni í Montpellier hafa Islend-
ingarnir skýrt svo frá, að þau
hafi tekið pakka fyrir ókunna
ferðamenn án þess að vita hvað
í honum var. Eigi þau því
engan þátt í smyglinú- á fiass-
inu. Þeim hefur verið skipaður
réttargæzlumaður en ekki hafa
þau óskað íítir aðstoð íslenzkra
yfirvalda með milligöngu
íslenzka sendiráðsins í París.
I fyrrgreindu bréfi frá karl-
manninum lætur hann iljós von
um að losna úr prfsundinni
innan fárra vikna en kveðst
jafnframt gera sér grein fyrir
þeirri hættu, að eiga yfir höfði
sér 2-3 ára fangelsisvist ytra.
Eins og frá var skýrt í DB
fyrir nokkrum dögum var
íslenzkur maður nýlega hand-
tekinn í Kanada og fangelsaður
þar fyrir að hafa í fórum sínum
tæplega þrjú kíló af hassi.
Bíður hann nú dóms og hefur
ekkert frekar frétzt af máli
hans.
ÖV
Shady fékk heimþrá—og
syngur á Torginu á morgun
Bandarísk-íslenzka söngkonan
Shady Owens, sem þar til fyrir
fjórum árum söng með Hljómum
og Trúbroti við góðan orðstír, er
komin til íslands og hyggst vera
hér í sumar.
Á morgun, 17. júní, syngur
Shady á Lækjartorgi með hljóm-
sveitinni Poker og annað kvöld
syngur hún einnig með hljóm-
sveitinni á einhverri úti-
skemmtuninni í úthverfi borgar-
innar.
,,Mig langaði bara að koma
heim,“ sagði Shady i stuttu spjalli
við fréttamann DB. „Einskonar
heimþrá."
Shady hefur dvaldizt í Banda-
rikjunum undanfarin ár, aðallega
í Seattle í Washingtonríki a'
Kyrrahafsströndinni. ,rJú, ég
söng um tima með hljómsveit þar,
en likaði ekki nægilega vel og
hætti, enda var það aðeins í frí-
stundum. Þess á milli vann é£ á
skrifstofu," sagði Shady. Fyrst
eftir að Shady fór héðan sumarið
1973 starfaði hún með íslenzk-
bandarísku hljómsveitinni Ice-
cross ásamt Axel Einarssyni i
Atlanta í Georgíu, en það er
önnur saga.
Shady og Poker skemmta
einnig í veitingahúsinu Klúbbn-
um á sunnudagskvöldið. Er ekki
að efa að marga fýsir að sjá þessa
vinsælu söngkonu aftur á
íslenzku sviði.
-ÖV.
Agætis þjóðhátíðar-
veðurí vændum
— þó ekki sdl en úrkomulaust
„Senmlega verður ágætis
þjóðhátíðarveður í höfuðborg-
inni, mikið til þurrt og milt,“
sagði Guðmundur Hafsteinsson
veðurfræðingur i samtali við
DB í morgun.
„Eitthvað vafasamt verður
samt með norðausturhorn
landsins. Þar gæti orðið ein-
hver væta. Það verður senni-
lega þurrt og gott veður á
Suðurlandi. Ekki lofa ég þó sól,
það er svo erfitt að henda
reiður á hvort hún skín eða
ekki,“ sagði Guðniundur.
I morgun var fegursta veður
á Akureyri. Þar var kominn 15
stiga hiti kl. 6, en þar var
skýjað. 1 Reykjavík var 9 stiga
hiti kl. 6 og þó nokkur úrkoina.
I nótt er gert ráð fyrir að stytti
upp á Suður- og Vesturlandi.
A.Bj.
Níu Eaxar á fyrsta degi í
Grímsá
Níu vænir laxar voru dregnir
úr Grímsá í Borgarfirði þegar
veiði hófst þar i gær. Grétar Páls-
son, vinningshafi í happdrætti
SVFR, fékk fimm laxa á fyrstu
tveimur timunum — og þegar DB
hafði samband við Sigurð Hail,
matsvein í veiðihúsinu við Grímsá
í morgun, var enn verið að draga.
Grétar Pálsson fékk óvenju-
legan happdrættisvinning: sex
stangir i einn sólarhring og mat
og uppihald fyrir tólf. Þeim sólar-
hring lýkur upp úr hádegi i dag.
ÖV
Veiting prófessorsembættis:
LÆKNADEILD MÆUR
MEÐ DR. GUNNARI
Læknadeild Háskóla Islands
greiddi í gær atkvæði um um-
sækjendur um prófessorsembætti
í taugasjúkdómafræði við
Háskóla Islands. Þrír
umsækjendur eru um embættið,
þeir dr. med. Gunnar Guðmunds-
son yfirlæknir, Sverrir Bergmann
læknir og dr. med. Ásgeir Ellerts-
son.
Fékk dr. Gunnar 23 atkvæði,
Sverrir 2 atkvæði og dr. Ásgeir 1
atkvæði.
Aður hefur verið rakið i Dag-
blaðinu aðdragandi veitingu
prófessorsembættis við Háskóla
Islands og gerð grein fyrir gangi
slíkrar veitingar. Það er mennta-
málaráðherra sem veitir
prófessorsembætti. Þegar
umsóknir um embættið höfðu
borizt var skipuð dómnefnd, sem
skilaði síðan áliti sínu til mennta-
málaráðuneytisins. Var niður-
staða hennar sú að allir
umsækjendur væru hæfir. Álits-
gerðina sendi ráðuneytið síðan til
læknadeildar Ili til umfjöllunar
og afstöðutöku.
Var mat deildarinnar í gær jafn
afdráttarlaust og að framan hefur
verið greint. Læknadeild mun nú
senda málið aftur til ráðherra.
Samkvæmt fyrri yfiriýsingum
hans um stiiðúveitingar ætti ekki
að leika vafi á hver fær stöðuna.
-BS/ÖV.
Hvað er í leyniplagginu sem Gundelach fékk?
ÍSLAND 0G EBE ÁKVEÐI
HÁMARKSAFLA FYRIR SIG
Hvað er í leyniplaggi því,
sem Gundelach og aðrir sendi-
menn Efnahagsbandalagsins
höfðu heim með sér frá Reykja-
vík? I brezka blaðinu Financial
Times er sagt að þar séu
ákveðnar tillögur frá íslenzkum
ráðherrum, ekki bara um fisk-
vernd heldur um fiskveiðar.
I íslenzku tillögunum segir
að hvor aðilinn, Island og Efna-
hagsbandalagið, skuli setja
ákveðin mörk um hámarksafla
og leggja mat á hversu mikið
heimamenn geti sjálfir veitt.
Verði þá eitthvað eftir, megi
bjóða hinum aðilanum að veiða
þann afla gegn endurgjaldi i
Brezka blaðið segir að EBE-
menn hafi ekki verið yfir sig
ánægðir meó þessar tillögur en
þær sýna að fleira bar til
tíðinda á fundunum i Re.vkja-
vik en sagt var frá á þeim tíma.
HH.