Dagblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 11
::> v'.m, u>u). ijrið.iud \(íuk 12. jOlí 1977. 11 er áætlað að þeir séu um 500 þúsund í Flórída og nágrenni. Krókódílarnir voru á lista yfir þau dýr sem voru að deyja út, eða var hætt við því. Nú er búið að taka dýrin af þessum lista. Fjölgun dýranna er árangur mikils starfs, sem lagt var í til að vernda þau og koma í veg fyrir að þau dæju út. Meðal annars var bannað að drepa þá til að hirða af þeim skinnið, en það er mjög eftirsótt í tízkufatnað, t.d. skó og veski. Koma krókódílsins er flest- um gleðiefni. Ef hann finnst til dæmis í sundlauginni, eða á flugbrautum, þá er hann ekki drepinn, heldur er hann tekinn og settur á einhvern stað þar sem hann er óhultur. Hann er talinn alveg nauðsynlegur í líf- ríkinu og það hafa Flórídabúar gert sér grein fyrir. Flestir fyrirgefa honum það, þó hann gerir viðkomandi dálítið bilt við með því að sýna sig í garðinum eða gægjast upp úr sundlauginni. Krókódílarnir lifa í síkjum og vötnum fyrir utan borgina, en þegar þeir fara á stjá til að leita sér að maka villast þeir á þær slóðir í borgunum þar sem þeir eiga ekki að sjást. Þeir synda upp alls konar skurði, eða leiðslur og enda kannski inni í miðborginni. Krókdílar sem gœludýr Þegar menn finna vegalaus- an krókódíl, t.d. í garðinum sín- um, fer oft svo að þeir byrja áð gefa honum að borða alls konar afganga. Svo fer kannski að lokum að hann er orðinn gælu- dýr heimilisins. Flestir segjast vera vel við krókódíla, á meðan þeir éti ekki hundinn þeirra, eða setjist að í sundlauginni. Það er fólk, sem ekki býr í Flórída, sem mest kvartar und- an krókódílunum. Það er þar aðeins í heimsókn og þekkir ekki villt dýr, sem lifa í Flórída. Yfirleitt ráðast dýrin ekki á menn, en það hefur samt komið fyrir. Eitt sinn var stráklingur að veiða i síki og óð út í með stöngina. Þegar hann hafði staðið þarna með stöngina sína um stund, sér hann stóran skolt, sem kemur í áttina að honum. Hann gat þó forðað sér í tæka tíð og slapp undan skoltum krókódílsins. Vegna þess að það votlendi sem krókódílarnir lifa i er sífellt að minnka, þá sjást þeir fremur á síðari árum i borgum en áður og einnig er ástæðan sú að þeim hefur fjölgað töluvert. En það er staðreynd að það verður að vernda stofninn, ef hann á ekki að deyja út. Þó að krókódílarnir séu algengari í borgum nú en áður, þá þarf að fara gætilega. Lögreglan skilur mikilvægi þess að reyna að koma þeim lifandi út úr borginni og hún þeysist á milli og hirðir upp dýr, sem eru allt að því um eitt hundrað kíló. Lögreglumenn- irnir koma dýrunum einhvern veginn upp í bíla og aka með þau þangað, sem þeim er óhætt, burt frá umferðargötum og flugvöllum. Kjallarinn Útvegur í öskustó „Það virðist alveg komið úr tízku að taka íslendinga í landhelgi." Eftirliti í lögsögunni hefur alltaf verið ábótavant. Þar hefur, eins og víða annars staðar, stjórnunin verið fálm eitt og taugaveiklun land- krabba. Af hverju var ekki farið að hugsa um Ashville-hraðbát fyrr en stríðið var skollið á? Eða að nota stóru togarana sem þegar voru og eru reknir með kjölinn upp í loft? Það voru litlar líkur til að fá Ashville báta fyrir stríð. Við hefðum eins vel getað beðið erlent ríki að gefa okkur flota- deild. Nú jæja, þá mátti tjalda því sem tiltækt var, stóru togurun- um, þjálfa mannskap almenni- lega og gera hann gráan fyrir járnum. Allt hefur sín áhrif. Fréttaár’öðurinn í þorska- stríðinu var algerlega mis- heppnaður. Hvers konar aftur- haldsöfl réðu þar? Bretar lugu, það vitum við vel. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Hvar eru varðskipin? Af hverju skyldu varðskipin öll hafa heimahöfn í Reykjavík í öllu þessu b.vggðastefnutali? Það mætti eitt vera hérna á Austfjörðum. annað fvrir Norð- urlandi.eitt á Vestfjörðum og afgangurinn í Reykjavik. Það þvðir ekkert að segja að það sé dýrt að koma upp aðstöðu úti á landi. Hvað skyldi það annars kosta að keyra eitt varðskip í sólarhring? ,,Aðeins“ um 700 þúsund krónur miðað við 5000 ha. ke.vrslu. Þetta er bara gasolían. Það virðist alveg komið úr tizku að taka íslendinga í land- helgi. Ef gæzlan hróflar við þessum þorpurum þá verða þeir vitlausir og tala um „of- sóknir" á íslenzka fiskimenn á „hefðbundnum veiðisvæðum“. Endurskoða þarf starfsemi og skipulag gæzlunnar og herða eftirlitið með fslendingum. Menntamálin og sjávarútvegurinn Á það nú eitthvað sameigin- legt? Það hlýtur að vera, þegar aðalatvinnuvegurinn er sjávar- útvegur. En það er nú eitthvað annað I reynd. Já, aðalatvinnuvegur landsmanna hefur gjörsamlega „gleymzt" í menntamálum. Fiskveiðiþjóðin Islendingar á nefnilega enga einustu al- menna kennslubók um þessi mál, allt frá barnaskóla og upp I Háskólann blessaðan. ' Þarna erum við Ioksins komin að kjarna málsins. Það vantar mennina með verk- og tæknimenntunina í aðalatvinnuveginn. Vandamál sjávarútvegsins eru sem sagt heimatilbúin. Það er ekki nema von að ólestur sé á þessum málum þegar við stefnum öllum sem menntaveg- inn ganga til þess að leika sér að peningum og tölum. Þetta eru ein stærstu mistök sem um getur á tuttugustu öldinni í þessu landi. Aðeins hefur þó rofað til upp á síðkastið. Fyrst fyrir um tveimur árum útskrif- uðum við fiskitækna frá Fisk- vinnsluskólanum. Tækniskól- inn hefur líka hafið kennslu i útgerðartækni. Fyrsta kennslubók, út- gefin á Islandi hefði átt að vera um meðferð og vinnslu á fiski, hreinlæti, geymslu á fiski, þýðingu þess- arar iðngreinar fyrir okkur, út- gerð og margt fleira sem vantar alveg að fólk hafi skilning á. Ekki má nota aðalatvinnu- veginn sem Grýlu við „nútíma- lærdóm" og segja: Hvað, ætlarðu ekki að læra? Ætlarðu bara að vinna í fiski alla ævi....? Gera þarf kennslubók um sjávarútveg sem kenna ætti í öllum framhaldsskólum. Gera þarf fræðslubók um sama efni sem dreifa ætti um allt landið, einkum í fiskvinnslustöðvar og fiskveiðiskip. Kristinn Pétursson Eg skora á alla þá sem áhuga hafa á máli þessu, að skrifa úm þetta og reyna að hefja þessa atvinnugrein til vegs og virðingar. Einnig yrði ég þakk- látur öllum þeim sem bentu mér á ef ég færi með rangt mál, því að viljandi er það ekki gert. Óska ég öllum sjómönnum gæfu og gengis í baráttunni við Ægi konung. Kristinn Pétursson, sjómaður, Bakkafirði, beztu verkalýðsvinirnir láta eins og stærð þjóðarkökunnar komi þeim ekki við og enga raunhæfa tillögu eiga þeir um stækkun hennar. Heldur leggja þeir málið þannig fyrir að nægjanlegt sé að gera nógu stórar kröfur og fylgja þeim eftir með nægjanlegu offorsi, þá verði lífskjörin af sjálfu sér miklu betri en nokkurn tímann hafi áður þekkzt. Það er blátt áfram hlægilegt að til skuli vera heilir stjórnmálaflokkar sem leggja slíkt fávit fyrir þjóð- ina og ekki verður það til auk- ins trausts þjóðarinnar á þeim að viðhafa slíkan málflutning. En bætt lífskjör á tslandi í dag eru knýjandi nauðsyn, ef íslenzka lýðveldið á að bjargast. A síðastliðnu ári flytja brott af landinu 3500 manns. Nettó tapið af þessum fólksflutningi er milli 1500 og 2000. Hér er að endurtaka sig sama sagan og átti sér stað á árunuin 1907 og 1968, er alvarlegur efnahags- samdráttur átti sér stað. Það er erfitt að koma mælistiku á, hve hræðilegt tjón er hér á ferð- inni. Má líkja einstaklingnum við byggingu verksmiðju, sem Kjallarinn Pétur Guðjénsson kostar stöðuga fjárfestingu i uppbyggingu í 20 ár. En þann dag er verksmiðjan sk.vldi fara i gang og byrja að skila aftur hinni miklu og löngu fjárfest- ingu, þá brennur hún, óvátrvggð. Lita má á 20 ára aldur sem meðaltal þess er einstaklingurinn verður virkur þátttakandi i verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Hér er um slíkt vandamál að ræða að þjóðin verður öll að taka saman höndum til að leysa það, öðru- vísi verður það ekki leyst. Við höfum fyrir okkur dæmið, hvernig Þýzkaland var reist úr rjúkandi rúst heims- styrjaldarinnar til forsætis Evrópuþjóða í iðnaðarmætti og ríkidæmi. Bið ég fólk að skyggnast hér niður í söguna og sjá hvers það verður vísara. Það er blátt áfrain útilokað að annað eins heimsku og ábyrgðarleysis ævintýri eins og Krafla hefði getað átt sér stað í Þýzkalandi. Við erum komin svo langt frá réttu ráði með stjórn efnahagsmála okkar, að ég efast um að ef þeir menn sem með opinbert vald fara á Islandi spyrðu sig þeirrar ein- fiildu spurningar í sambandi við meiri háttar ákvarðanir sem teknar hafa verið á undan- förnum árum, mundu Þjóð- verjar hafa gert þetta svona. að þeir fengju jákvætt svar við einni einustu spurningu. Það eru ágætar stofnanir til sem ráða yfir mikilli og haldgóðri þekkingu í efnahagsmálum, eins og Seðlabankinn og Þjóð- hagsstofnun. En sá vegur sem þessi þekking vísar, hentar ekki í valdatafli stjórnmálanna í allt of mörgum tilfellum, að mati stjórnmálamannanna. Því er fram hjá henni gengið, alveg eins og svo oft hefur verið gengið fram hjá og hundsuð þekking á fiskistofnunum við Island, sem saman hefur verið komin í Hafrannsóknastofnun- inni. Með hinni gífurlegu þróun í hraða og auðveldun fólksflutn- inga, aukinni menntun og þekk- ingu á öðrum þjóðum er það ekki orðið neitt stórmál að fara til atvinnu í öðrum löndum sem bjóða upp á betri lífskjör. A síðastliðnu ári voru íslendingar í hópi Grikkja, Júgóslava, Itala, Spánverja, Portúgala. Tyrkja, Finna og annarra þeirra þjóða sem yfirgáfu heimalönd sín til þess að stunda vinnu í ríkari iðnvæddum löndum. Þetta er afleiðingin af erlendum efna- hagsofsóknum og rangri efna- hagsstefnu. En aðrir þættir eru líka farnir að hafa sín áhrif þar sem eru ríkiseinokað fjárfest- ingafjármagn ýmisskonar ríkis- forsjá og bönn sem brjóta I bága við almenn mannréttindi eins og þau eru skilin í þróaðri rikjum heimsins í dag og menn hafa séð og k.vnnzt. Svo eru líka þeir erlendir menn sem sjá of- sjónumyfir stærðlandsokkarog nýtanlegum auðlindum með nægri kunnáttu, reynslu og fjármagni, svo ekki sé talað um að 200.000 manns skuli eiga önnur eins varnarverðinæti og íslendingar eiga í dag. Þessum mönnum, bæði í austri og vestri, stendur gjörsamlega á sama hvort Island lifir eða deyr. Það er eingöngu undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst. Því er okkur mikill vandi á höndum. Kunnátta og reynsla i samskiptum við er- lendar þjóðir ræður mestu um afkomu okkar á næstu árum og áratugum. Uppb.vgging traustr- ar undirstöðu efnahagslifs þjóðarinnar verður að hefjast tafarlaust. Pétur Guðjónsson. formaður Félags áhugamanna um sjávarútvegsinál.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.