Dagblaðið - 12.07.1977, Side 13
13
D UiBI. Um) l>KID.IU1) \('iUU 12 .111.1 1977.
‘J S.8l 1 < 1 mSwmmfílmmSXS
9 ~
DB-m.vnd Sveinn Þormóðsson.
Marteinn ænr daglega,
Edström ekki með Svíun
— beðið eftir svari frá Union hvort Marteinn fái að leika
gegn Svíum. Ralf Edström kemst ekki ísænska landsliðið
Uarteinn Geirsson hefur æft
hjá mér daglega að undanförnu
— og við erum að gera okkur
vonir um, að hann geti leikið
iandsleikinn við Svía 20. júlí.
Hins vegar á Marteinn að mæta
hjá félagi sínu, Royale Union i
Brussel, 18. júlí eða tveimur
dögum fyrir landsleikinn. Við
höfum skrifað Union bréf og
óskað eftir, að Warteinn fái að
dvelja hér fram yfir landsieikinn
og um leyfi félagsins að hann
megi leika hér. Verði svar Union
jákvætt rnun Vlarteinn áreiðan-
lega leika gegn Svíum, sagði Tony
Knapp, landsliðsþjálfari, þegar
blaðið ræddi við hann í gær.
Engar líkur eru á, að hinir at-
vinnumennirnir íslenzku leiki
gegn Svíum. Jóhannes Eðvalds-
son í keppnisför í Ástralíu —
Asgeir Sigurvinsson í TOTÖ-
keppninni ineð Standard og
Guðgeir Leifsson á förum út.
En hvað ineð Matthías
Hallgrímsson og Teit Þórðarson í
leikinn gegn Svíum? spurðum við
Knapp.
— Þeir eru mjög þýðingarmikl-
ir leikmenn fyrir okkar vegna
reynslu sinnar í landsleikjum,
svaraði Knapp og hélt áfram. En •
þeir leika báðir í Svíþjóð sunnu-
daginn 17. júlí. svo við vitum ekki
fyrr en eftir þá leiki hvort þeir
eru heilir og geta leikið.
— Möguleikar á samæfingu
landsliðsins eru ekki miklir, því
nú bætist á, að Valur og ÍBV eiga
að leika hinn frestaða leik sinn í 1,
deildinni annað hvort á föstudag
eða laugardag, auk leikja liðanna
í bikarkeppninni í kvöld. Eg fæ
því varla landsliðskandidata úr
þeim félögum á æfingu fyrr en á
mánudag, sagði Knapp.
— Það er því ýmislegt, sem
steðjar að fyrir landsleikinn við
Svía, sem ég tel mjög erfiðan
fyrir okkur. Svíar eiga snjöllum
leikmönnum á að skipa. Blaða-
maður hjá Aftonbladet, sagði mér
nýlega, að Svíar myndu koma
með 'alla sína beztu leikmenn
hingað. Þjálfari sænska landsliðs-
ins, George ,,Aby“ Ericsson,
mundi ekki hætta á neitt hér á
landi voru orð sænska blaða-
mannsins, sagði Knapp að lokum.
Rétt þegar við vorum að Ijúka
þessari grein barst blaðinu skipan
sænska landsliðshópsins, sem
valinn hefur verið f.vrir lands-
leikinn við ísland. Conny Thor-
stensson — áður Bayern
Miinchen — kemur ekki, því
hann er hættur að lelka með
Atvidaberg og er kominn til FC
Ziirich í Sviss. Þá hefur ,,Aby“
ekki valið Ralf Edström, Gauta-
borg, í lið sift — og telur hann
ekki koma til greina i liðið f.vrr en
mað haustinu. En nóg um það.
Landsliðshópur ,,Aby“ er
skipaður þessum leikmönnum.
Markverðir: Göran Hagberg,
Öster, og Jan Möller, Malmö FF.
Bakverðir: Magnus Andersson,
Malmö FF, Roland Andersson,
Malmö FF, Roy Andersson,
Malmö FF, Jörgen Augustsson,
Landskrona, Ken Karlsson, Eskil-
stuna, Björn Nordquist, Gauta-"
borg.
Framverðir: Bo Börjesson,
Sundsvall, Eine Fredriksson,
Norrköping, Lennart Larsson,
Halmstad, Anders Lindroth,
Öster.
Framherjar: Sigge Johansson,
Halmstad, Sonny Johansson,
Landskrona, Olle Nordin, Gauta-
borg og Thomas Sjöberg, Malinö
FF.
Eins og af þessari upptalningu
sést eru fimm leikmenn frá
Malmö FF, sem nú er í efsta sæti
Állsvenskan — og það lið er
skipað atvinnumönnum.
an ferðast saman og notar fjölskyldu-
r einn fullt fargjald, en allir hinir
[skyldufargjöld okkar er gilda nú
íorðurlandanna og Bretlands.
Fjölskyldufargjöld henta vel jafnt vetur sem sumar,
og hvort heldur um er að ræða orlofsferð eða viðskipta-
erindi.
Spyrjið sölufólk okkar, umboðsmenn og ferðaskrif-
stofumar um þessa auknu ferðamöguleika allrar &
fj ölskyldunnar.