Dagblaðið - 05.08.1977, Side 2

Dagblaðið - 05.08.1977, Side 2
Karl Einarsson skrifar: Nú nýlega rakst ég á ágæta hugmynd í einu dagblaðanna um það að Eimskip, eða öll þjóðin ætti að sjá sóma sinn í því að nýr (eða nýlegur) Gull- foss sigldi inn á Reykjavíkur- höfn og væri í förum milli Rvíkur og Khafnar og annarra staða. Mér leizt vel á þá hug- mynd að Gullfoss væri hótel fyrir Islendinga á Kanaríeyjum á veturna. Einnig stakk einn upp á þvi að Gullfoss yrði gerður að ,,þjóðareign“, t.d. með almenningshlutafélags- formi en að Eimskip sæi um reksturinn. Eg efa ekki að allur þorri þjóðarinnar vildi eiga hlut í Gullfossi þó ekki væri sá hlutur stór, t.d. 10.000 kr. (lágmark). Ég sting upp á því að verka- lýðsfélögin með ASl í broddi fylkingar taki þessa hugmynd upp á sína arma. Vissulega væri þörf á því að fólk ætti kost á því að sigla tiitölulega ódýrt og njóta hvíldar og hressingar. Ófært er að fólk þurfi að ferðast langar leiðir á vondum vegum til að komast um borð í Smyril. Það er skömm fyrir okkur Islendinga að geta ekki rekið eigið farþegaskip. Þó svo að flugvélarnar okkar séu ágætar ætti það að vera okkar þjóðar- metnaður að eignast nýjan Gullfoss. Ég styð mjög eindreg- ið hugmyndina um almennings'- hlutafélag um Gullfoss og er ekki í vafa um árangurinn af því. Ég skora á ASÍ, ferðamála- frömuði, ríkisstjórn og ekki sízt' El að drífa í þessu. Látum nýjan Gullfoss sigla inn í Reykjavíkurhöfn 17. júní 1978. Ég skora á fólk að styðja þetta. „Plataöir i Tónabíó Grundfirðingur hringdi: Ég fór í Tónabíó á miðviku- dagskvöldið með félaga mínum til að sjá kvikmyndina Veiði- ferðina. Ekki voru liðnar nema nokkrar mínútur af myndinni þegar við áttuðum okkur á því að þessa mynd höfðum við séð áður og það sama heyrðum við fólk fyrir aftan okkur tala um. Þarna var greinilega verið að plata fólk, því það var ekki aug- lýst að um endursýningu væri að ræða. Hver er meiningin meó svona löguðu? Ef bíó- stjórinn hefði verið þarna hefði hann líklega átt fótum fjör að launa! DB hafði samband við skrif- stofu Tónabíós og þar voru þær upplýsingar gefnar að þetta hefðu verið mistök. Endur- féll framan af -sýnd. Þetta var þó, lagfært seinna. Tónabíó býðst jafnframt til að endurgreiða þá miða sem fyrir lagfæringu voru seldir. Bíóstjóri Tónabíós bað þó um að því yrði komið á framfæri að það stóð skýrum stöfum í út- stillingarglugga bíósins, að myndin væri endursýnd. V Vinningsnúmer íhapp- drætti Pólýfónkórsins verði auglýst Sigríður Kristjánsdóttir hringdi: Mig langar til að biðja blaðið að koma þeim óskum á fram- færi til Pólýfónkórsins um að Raddir lesenda Dóra Stefánsdóttir hann birti vinningsnúmer, í happdrætti þvi sem hann efndi til, í blöðunum. Ástæðan til þess að ég fer fram á þetta er sú að á miðunum er auglýst visst símanúmer sem hringja skal í til að ganga úr skugga um hvort auðurinn hafi aukizt. En það númer er hjá ferðaskrifstof- unni tJtsýn og þegar ég hef hringt hafa stúlkurnar það mikið að gera að þær mega ómögulega vera að því að segja manni númerin. Mér er þó kunnugt um að fæstir vinning- arnir hafa verið sóttir. Er ekki ósköp einfalt að aug- lýsa einfaldlega í öllum blöðum þau númer sem dregin voru? BLÓÐRAUÐUR VIÐBJÓÐUR Strandamaður bað fyrir eftirfarandi bréf og bað sér- staklega um að það birtist ekki fyrr en eftir að sjónvarpié kæmi úrfrii. Kvikmyndin Blóðrautt sólar- lag sem sýnd var í sjónvarpinu 2. dag hvítasunnu hefur valdið hneykslun margra og svo er einnig með mig. Þar sem upp- taka þessarar myndar fór fram á mínum æskuslóðum og ég gjörþekki því það umhverfi sem þar kemur við sögu og það fólk sem bjó í þeim húsum get ég ekki orða bundizt. Um efni myndarinnar er það að segja að það var lítilmótlegt og til þess eins að þjóna lægstu hvötum mannskepnunnar. Brennivínsdrykkjá og óþverra orðbragð ásamt skotgleði og morðfýsn sem lýst var bara til þess eins. Fólk sem legið hafði dautt þar til nályktin sagði til sín var einn viðbjóðurinn. Slíkt mun aldrei hafa átt sér stað á Djúpu- vík. Húsið sem kom við sögu i myndinni þekki ég vel og er spurn hvort leyfilegt sé að blanda þessu ákveðna húsi við slíkan viðbjóð? Hvar eru vel- sæmistakmörkin? Jafn vel gef- inn maður og ég álít að Hrafn Gunnlausson sé ætti að taka sér eitthvað annað fyrir hendur en að svívirða Djúpuvík á þann hátt sem þarna var gert. Og svo er það sjónvarpið. Það er kveinað og kvartað um fjár- hagsörðugleika útvarps og sjón- varps, en þegar slík viðurstyggð 'sem umrædd mynd var, er til umræðu virðist ekki skorta fjármagn til hlutanna. Væri þessu fjármagni ekki betur varið til að bæta útsendingar sjónvarpsins um landið svo fólk á Vestur-, Austur- og Suður- landi sé ekki látið borga afnota- gjald fyrir að horfa á auðan skerminn? Sem Strandamaður vil ég lýsa viðbjóði mínum á um- ræddri mynd og þeirri svívirðu sem æskustöðvum mínum hefur verið sýnd og vona ég að slíkt endurtaki sig ekki. tJr Djúpuvík.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.