Dagblaðið - 05.08.1977, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGUST 1977.
Fiskkassakaup BÚR:
40 MILUÓN KRÓNA VIÐSKIPTIBOÐIN ÓT
ÞRÁn FYRIR ANDSTÖÐU ÚTGERÐARRÁÐS
Borgarráð hefur ákveðið að
BÚR skuli láta fara fram útboð
á 15 þúsund fiskkössum sem
fyrirtækið hyggst kaupa.
Björgvin Guðmundsson borgar-
fulltrúi, sem einnig er í út-
gerðarráði Bæjarútgerðar
Reykjavikur, lagði til að
borgarráð hlutaðist til um að
BÚR byði út þessi kaup. Tillaga
Björgvins var samþykkt. Beindi
borgarráð síðan tilmælum til
útgerðarráðs í þá átt.
I útgerðarráði BÚR var fellt
með 5 atkvæðum af 7 að láta
útboð fara fram. Björgvin
Guðmundsson greiddi atkvæði
með útboði en Sigurjón Péturs-
son borgarfulltrúi og út
gerðarráðsmaður sat hjá.
Björgvin benti á, að hér væri
verið að ræða 40 millióna króna
viðskipti í fiskkassakaupum.
Eðlilegt væri og sjálfsagt að
leita tilboða hjá innflytjendum.
Meirihlutinn taldi að inn-
flytjendur væru aðeins tveir,
þ.e. Kristján Skagfjörð hf og
Asíufélagið. Væri því ekki þörf
á öðru en að leita verðtilboða
frá þeim. Fyrir lá tilboð frá
Asíufélaginu frá því I marz en
ekki frá öðrum.
Borgarráð fjallaði um þessa
niðurstöðu útgerðarráðs sl.
þriðjudag. Þar var samþykkt
með 4 samhljóða atkvæðum að
útboð skyldi fara fram á pess-
um fiskkassakaupum. Sigurjón
Pétursson sat enn hjá. BS
5
Færeyskur f iskibátur
dróbilaða skútutil
Seyðisfjarðar
Fyrir skömmu rakst fréttaritari
DB á Seyðisfirði á áhöfn þýzkrar
skútu, sem kom til Seyðisfjarðar.
Skútan var á leið frá Bremen til
íslands, en vélarbilun varð
skammt undan Islandi eftir 14
dags siglingu. Logn var og því
komst skútan ekki leiðar sinnar
með seglum. Færeyskur fiski-
bátur dró skútuna því til Seyðis-
fjarðar.
Áhöfnin smíðaði skipið sjálf, en
tvennt úr áhöfn hefur komið til
Islands áður, þ.e. skipstjórinn,
Erich, og Heide Wilts. Þeim bar
saman um að tslendingar hefðu
gott viðmót og sérstaklega kunnu
þau vel að meta lopann, enda
keyptu þau upp lopabirgðir í
einni verzlun á Seyðisfirði.
Að lokinni dvöl hérlendis halda
þau ferð sinni áfram til Bergen og
síðan aftur heim til Þýzkalands.
JH/Arnþór
Úrskattskránni:
Ekki græða allir
heildsalarnir
Stórkaupmenn greiða mismikið í hinn opinbera sjóð eins og aðrir
þjóðfélagsborgarar. 1 dag flettum við upp á nokkrum mönnum úr
þessarri ágætu stétt, sem mikið hefur verið umrædd mörg undan-
farin ár.
Aftasti dálkur listans hér að neðan sýnir heildargjöid á fyrra ári.
Þorgrímur Þorgrímsson tekjusk. eignask. útsvar foamab. samt. samt. í f.
(Þ. Þorgrímsson & Co.) Jón Guðlaugsson 843.324 739.974 392.400 1.975.698 1.081.165
(Opal) Sveinn Bjömsson 1.307.843 191.463 469.00 1.963.306 566.918
(Sveinn Bjömsson & Co.) Þóröur Sturlaugsson 66.665 367.219 157.300 591.184 496.792
(Sturiaugur Jónsson & Co.) Ágúst Krístmanns 175.593 14.430 150.000 340.023 217.042
(Snyrtivörur hf.) Agnar Lúövíksson 520.326 29.669 362.700 912.696 566.945
(Agnar Lúövíksson hf.) Andrós Guönason 277.724 76.598 248.100 602.422 524.874
(Andrós Guönason hf.) Haraldur Haraldsson, (Andri hf.) Ámi Ámason 77.482 33.289 162.800 290.000 273.571 195.000 95.000 221.862 282.996
(Austurbakki hf) Kari Eiríksson 83.511 112.635 170.100 366.246 342.304
(Brœöumir Ormsson hf) Davíö S. Jónsson 524.770 65.577 377.500 967.847 950.670
(DavíÖ S. Jónsson & Co. hf) Ragnar Borg 490.390 119.899 266.500 48.750 828.039 672.915
(G. Helgason & Melsteö) Eiríkur Holgason (E. Helgason & Co. hf.) Guömundur S. Júlíusson 316.953 72.606 41.434 289.100 127.500 121.875 556.784 168.394 314.144 47.290
stórkaupmaöur Bergur G. Gíslason 94.519 59.400 48.750 105.160 -35.101
(Garöar Gíslason hf.) Ólafur Haraldsson 624.679 217.626 293.000 1.135.305 789.046
(Fálkinn hf) Hjörieifur Jónsson 470.351 75.750 359.700 121.875 783.926 273.812
(Fóöurfolandan hf) Gunnar Ásgeirsson 538.668 52.915 305.500 897.083 352.567
(Gunnar Ásgeirsson hf.) 1 .136.022 125.280 450.500 48.750 1.663.052 1.083.391
Ahöfnin um borð i þýzku skútunni, Freydis.
DB-mynd Arnþór.
RAP !>t>RfTn
Æ&i
Endurnýió
fyrir sumarfrí
Missið ekki af góðum vinningi
fyrir það eitt, að þið voruð
fjarverandi þegar endurnýjun fór
fram.
Nú er endurnýjun fyrir 8. flokk í
fullum gangi hjá
umboðsmönnum okkar. En
umboðsmennirnir taka einnig við
endurnýjunum einn, tvo, eða
þrjá mánuði fram í tímann til
þess að tryggja ykkur möguleika
á vinningi á meðan þið eruð í
sumarleyfi.
Endurnýjið fyrir sumarfrí,
endurnýjið fram í tímann!
DREGIÐ lO.ágÚSt
8 flokkur
9 á 1.000.000,—
9 — 500.000,—
9 — 200.000,—
207 — 100.000,—
675 — 50.000,—
8.973 — 10.000 —
9.882
18 — 50.000 —
9.900
9.000.000,-
4.500.000-
1.800.000-
20.700.000,-
33.750.000,-
89.730.000,-
159.480.000,-
900.000,
160.380.000,
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
jTvö þúsund milljónir í boði