Dagblaðið - 05.08.1977, Page 9
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977.
9
LENDIR REYKJAVÍK
í SAMA FENIOG
NEW YORK?
rætt við borgar-
hagfræðing um þróunina í
málefnum borgarinnar
Lendir Reykjavík í sama fen-
inu og New York? Eðlilegt er
að sú spurning vakni eftir birt-
ingu skýrslu embættismanna
borgarinnar um uggvænlegar
horfur. New York hefur orðið
nærri gjaldþrota þar sem þar
hefur safnazt slíkur fjöldi af
tryggingaþegum að skatttekjur
af borgarbúum hafa ekki getað
staðið undir því og ríkið hefur
orðið að hlaupa til með styrki
til borgarinnar.
DB lagði þessa spurningu
fyrir Eggert Jónsson borgar-
hagfræðing. „Það er erfitt að
segja hvort stefnir í svo alvar-
lega átt og hæpið að líkja okkur
við borg sem lent hefur í slik-
um erfiðleikum," sagði Eggert.
„En tekjur hafa minnkað á
sama tíma og við þurfum að
standa undir auknum sam-
félagslegum kostnaði. Verði
ekki að gert er hætt við aukn-
um erfiðleikum hjá eldri borg-
urunum og jafnframt auknum
erfiðleikum fyrir bæjarfélagið
að þjóna þeim.“
Gamla fólkið streymir
til Reykjavíkur
„Aldursskiptingin verður
okkur óhagstæðari með hverju
árinu,“ sagði Eggert. „Stað-
reynd er að eftir því sem aldur-
inn færist yfir dregur að jafn-
aði úr tekjuöflun fólks. Borgin
er þegar farin að gjalda þess.
Tekjur framteljenda hækka
hér að jafnaði minna en víðast
annars staðar í þéttbýli, eftir
þvi sem eftirlaunafólki og
tryggingaþegum fjölgar. A
sama tíma flytur frá borginni,
yfirleitt í sveitafélögin í ná-
grenninu, fólk sem er á tekju-
öflunaraldri.
Við gjöldum bæði byggða-
stefnunnar og nábýlisins við
þessi sveitarfélög I þessu tilliti.
Víða háttar þannig til að
fólki er nauðsyn að komast í
þéttbýli þegar það eldist, svo
sem af heilsufarsástæðum.
Borgin hefur búið vel að þessu
fólki og auk þess er hér miðstöð
heilbrigðisþjónustunnar.
Nú verður vart aukinnar
tregðu á að ráða roskið fólk í
atvinnu og búast má við að sú
tregða vaxi.
Þá hafa margir úti á landi
talið það góða líftryggingu að
eiga hér húsnæði. Þetta hefur
gert ungu fólki síem vill eiga
búsetu hér erfiðara fyrir. Á
sama tíma er auðveldara fyrir
þetta fólk að fá húsnæði úti á
landi, þegar eldra fólk flytur,
þaðan.“ -HH
Ferðalög til íslands í júlí:
V-ÞJOÐVERJAR UM
ÞAÐ BIL AÐ SKAKA
BANDARÍKJAMÖNNUM
Tjáningarfrelsi
er ein meginforsenda þess
aö frelsi geti vióhaldizt
r r* r i •
Vestur-Þjóðverjar virðast
meira fyrir það að bregða betri
fætinum fyrir sig og ferðast um
heiminn. Að minnsta kosti má
lesa það úr tölum um ferðafólk til
landsins í júlímánuði, en þær töl-
ur gefur útlendingaeftirlitið upp
mánaðarlega. t júlí komu hingað
3635 V-Þjóðverjar, en aðeins 10
Austur-Þjóðverjar.
íslendingar sem fóru um hlið
eftirlitsins hafa víst aldrei verið
fleiri, 9231 talsins, í fyrra á sama
tíma voru þeir 7253.
Af erlendum þjóðum voru
Bandaríkjamenn í fyrsta sæti,
ekki nema 15 fleiri en V-
Þjóðverjarnir. Áður hefur mun-
urinn verið mun meiri á þessum
tveim þjóðum. Danir koma í
þriðja sæti með 1917, þá Svíar
með 1515 og Frakkar rétt á eftir
með 1507 farþega til landsins, en
þeim fjölgar stöðugt í ferða-
mannahópum og líklegt að beint
flug milli Parísar og Keflavíkur
hafi nokkuð að segja þar. Bretar
sem hingað komu í júlí voru 1381
og Norðmenn 1251. Næstu þjóðir
eru svo Svisslendingar með 639
og Hollendingar með 613. Aðrar
þjóðir mun færri.
Einn maður kom frá eftirtöld-
um löndum: Ceylon, Egyptalandi,
Ghana, Jórdaníu, Kuwait, Mun meiri annir voru hjá eftir-
Lichtenstein, Máritaníu, Panama, litinu i júlí nú en i fyrra því
Sýrlandi, Trinidad, Tyrklandi, 27.679 manns fóru í gegn núna,
Senegal og Grænhöfðaeyjum, en 24.523 í fyrra.
þær munu vera i Kyrrahafi. - JBP-
Dagblaðið — Innri Njarðvík
Blaöburðarböm óskaststrax í
Innri-Njarðvík
Upplýsingar ísíma 2249
mmiAÐW
Flestar
gerðir
Bronco-bifreiða
Amerískir
bflar
ímiklu
Japanskir
bflar
Bflaskipti
Simar 29330 og 29331
Opiðíha'deginu
PIONER
KRISTJÁN Ó.
SKAGFJÖRÐ HF
Hólmogata 4. Bo* 906,
tlmi 24120. Raykjavlk
hsimaslmi sólumanns 11387.