Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.08.1977, Qupperneq 10

Dagblaðið - 05.08.1977, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977. MMBIAÐIÐ frjálst, úháð dagblað Útgafandi OagblaðiA hf. Framkvaamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréctastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar: Uóhannas Reykdal. (þróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón S»var Baldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaðamsnn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur 9agurðsson. Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttír, ólafur Jónsson, ómar Vsldimarsson, Ragnar Lár. Iýáemyndir: Bjarnleifur Bjarnieifsson, Htfrður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjórí: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M. Hafldócssofr. Ritstióm Síðumúla 12. Afgreiðsla Þvorholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Mdsimi blaðsins 27022 (10 línur). Áskríft 1300 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. aiatakið. Satning og umbrot: Dagblaðið og Steindórspront hf. Ármúla 5. Myndaog plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Preptun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Skattabylting nauðsynleg Dagblaðið hefur haft forgöngu um að vekja athygli á sköttum einstakra manna. Þótt fjölmiðlum hafi jafnan verið auðvelt að verða sér úti um skattskrár, hafði þetta lítið verið gert áður. Fréttir Dag- blaðsins í fyrra undirstrikuðu, hvernig skattar margra voru í ósamræmi við lífsstíl þeirra. Sumir auðmenn komust vel und- an. Þetta herti á þeirri umræðu, sem varð um skattalögin, auk þess sem þeir, sem lengst ganga í að nota smugur laganna til að komast hjá sköttum, geta ekki lengur reiknað með að sleppa óséðir. Þeir verða að gera ráð fyrir, að almenningur veiti athygli, hversu litla skatta þeir greiða miðað við aðra. Forstjórinn, sem greiðir aðeins brot af þeim sköttum, sem verka- maður fyrirtækisins greiðir, má gera ráð fyrir, að eftir því verði tekið. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar, en þær leysa auðvitað ekki vandann. Það er til bóta, að efnamenn kunna nú að telja, að þeir geti ekki gengið lengra en að skammta sér svo sem rúma milljón í skatta. Annars veki það of mikla athygli og verði þeim neikvætt, vegna þess að umræðan er opnari en áður var. En slík atriði mega ekki slæva hug almennings, þannig að hann gleymi, hversu ranglátt skattakerfið enn er. Sannleikurinn er auðvitað sá, að engin lækning hefur fengizt á meininu. Skattakerfið er nákvæmlega jafn ranglátt og það var. Ummæli forseta bæjarstjórnar Seltjarnar- ness undirstrika þetta. „Skattpíning hins opin- bera á einstaklingum hefur gengið út í öfgar,“ sagði hann í viðtali í Dagblaðinu. Slíkar yfir- lýsingar frá forráðamanni í opinbera kerfinu eru of fágætar. En fleiri slíkir eru þeirrar skoðunar. Ríkið, það er forystumenn stjórnmálaflokk- anna, hefur viðhaldið og aukið skattpíninguna. Dagblaðið birti fyrir skömmu upplýsingar um, hvernig ríkisbáknið hefur blásið út á kostnað einstaklingsins. Til þess hefur auðvitað þurft brjálaða skattheimtu. Af þessu hafa stjórn- málamennirnir leitt hjá sér, hversu skatta- kerfið er ranglátt, þótt því verði ekki á móti mælt. Fyrir þeim hefur vakað að ná sem mestu, og því hefur verið viðhaldið hinum rangláta tekjuskatti. Tekjuskatturinn er óalandi og óferjandi. Honum hafði verið ætlað að jafna tekjur manna, en það markmið er löngu týnt. Þess í stað leggst hann, eins og dæmin hafa sannað, tiltölulega þyngst á fólk með miðlungstekjur. í síðustu kjarasamningum var gerð lítils- háttar breyting á sköttum, þannig að til sög- unnar kom nýtt þrep með þrjátíu prósent skatti. Þetta lækkar dálítið skatta fólks, einnig með lágar tekjur. En það breytir engum aðal- atriðum. Almenningur verður að krefjast skattabyltingar, þar sem óréttlætið verði að víkja. Alger niðurfelling tekjuskattsins til ríkisins er eina raunverulega bótin á þessari meinsemd. SOWETO í SUÐUR-AFRÍKU Annars flokks borgarar Gamalmenni rölta um fyrir utan lélega kofana og börnin leika sér í ryki og skít fyrir utan þá. Ókunnugur er óvel- kominn í hverfi blökkumanna í úthverfi Jóhannesarborgar í Suöur-Afriku. Það er litið á hann hornauga, við hann vill enginn tala. En ef hann heilsar eftir ákveðnum sið, sem rót- tækir blökkumenn hafa, þá er annað uppi á teningnum. Hús eins og bílskúr hvíta mannsins Fundir eru haldnir í kennslu- stofu, sem er lítil og þröng. Þar koma róttækir ungir menn og konur saman til að ráðgera hvað skuli gera næst i málefn- um blökkumanna í Soweto. Það heyrast raddir sem segja, að það sé nauðsynlegt að grípa til skæruhernaðar, hjá því verði ekki komizt. Það er óróleiki í búðum svartra í Suður-Afríku. Ef farið er um Soweto sér maður raðir af litlum íbúðar- húsum, sem eru á stærð við bílskúrana við stórhýsi hvítu mannanna sem búa inni í Jóhannesarborg. Þetta hverfi ber þess vel vitni hversu blökkumenn eru metnir í Suður-Afríku. Þeir eru greini- lega annars flokks fólk, eða jafnvel þriðja flokks, að mati stjórnvalda, en það eru hvítir menn sem stjórna landinu og þeir eru í miklum minnihluta. Verða að búa í sér hverfum Öeirðir þær sem urðu fyrir um það bil ári í Soweto vöktu heimsathygli. Þá létu um 500 manns lífið. Þau átök og þeir atburðir sem gerðust þá eru minnismerki um hinn mikla kynþáttamismun sem er í land- inu. Svartir íbúar landsins fá ekki að búa innan um þá hvítu. Þeir eiga að vera sér og vinna fyrir hvíta menn þau störf sem þeir líta ekki við. Það má segja að blökkumenn séu hafðir sér, en þeir eru nokkurs konar vinnusveit, sem á að koma úr fylgsnum sínum þegar á henni þarf að halda. Annars eiga þeir ekki að vera á vegi hinna hvítu íbúa landsins. 1 Jóhannesar- borg geta þeir ekki búið, hún er aðeins byggð með það í huga að þar búi hvítir menn. Sex manna fjölskylda ! 15 fermetra íbúð Það búa um 1.25 milljónir manna í Soweto. Á morgnana byrjar fólkið að hafa sig til um fimmleytið til að koma sér til vinnu í Jóhannesarborg. Yfir borgina leggst kolareykur, sem kemur þegar ibúar kynda hús Stúdentar hafa farið út á götur í Soweto, útborg Jóhannesarborgar, þar sem þeir hafa lent í átökum við lögreglu þegar þeir hafa áréttað kröfur sínar um aimenn mannréttindi til handa blökkumönnum. Sportveiði og fiskirí „Somethingis rotten in the Stateof Denmark” í Vísi þ. 26. júlí gaf á að líta grein og viðtal við einn fræg- asta laxfiskimann vorra daga, íslenzkan að vísu... Þessi ágæti maður gengur undir nafninu „Tóti tönn“ og verður mörgum laxveiði- manninum að umræðuefni og hafa myndazt um hann þjóð- sögur, þegar í lifanda lífi. Sá er þessar línur ritar, hafði heyrt nokkuð af þessum sögum og þótt illa á manninn logið. En nú er sjónin sögu ríkari. Á þrykk er út gengin af hans eigin munni furðuleg lýsing á fiskisæld hans. 38 laxar á dag (m. 12 tíma veiði) að jafnaði yfir sumarið og maðurinn veiðir í 50-60 daga. Um og yfir tvö þúsund laxar yfir veiðitím- ann! Þjóðsögunum um „Tóta tönn“ fylgja að jafnaði engin hallmæli um manninn, nema síður sé. Sagt er að hann .sé V frábær maður og kappsamur svo af beri. M.a. er sagt að hann hafi tvo tannlæknastóla á stofu sinni og sjúklinga í báðum og sinni þeim jafnframt. (Ekki vildi höf. vera í öðrum þeim stóli, ef læknirinn yrði annars hugar um stund og hug- urinn hvarflaði á fangsælan veiðistað á síðasta sumri og hann kominn í vigahug með stöngina í hendinni og laxarn- ir út um allt — siðustu geiflurnar úr skolti þess, er í stólnum situr!). Það virðist liggja fyrir og engin ástæða er til að rengja þá niðurstöðu að maðurinn sé frá- bær. Frábær veiðimaður, frá- bær tannlæknir, frábær bridge- spilari og sjálfsagt ótalmargt fleira. Rónyrkja En þessi frásögn í Visi gefur EZEöSSaaS2S3SB3BlS»aEÍ tilefni til annarra hugleiðinga og þá sérstaklega fyrir veiði- ménn og veiðiréttareigendur. Fjölmargir veiðimenn fara til veiða með sama hugarfari og Þórarinn tannlæknir. Veiðiskapurinn sjálfur er aðalatriðið. Fiskiríið. Að draga sem flesta fiska.vera hæstur. fiska upp í veiðileyfi og hafa helzt hagnað. Ekki nærri því allir þessara manna hafa hæfi- leika Þórarins eða Kristjáns 1 Kristal til að fá fiskinn án þess að beita ólöglegum brögðum og hinir allra heiðarlegustu menn gera sig seka um óleyfilegar veiðiaðferðir. Það er ömurleg staðreynd, en staðreynd samt, að íslenzkir stangaveiðimenn hafa yfirleitt ekki tileinkað sér þá veiði- ntenningu. sem flest allir er- lendir veiðimenn viðhafa við veiðar hér og í heimalöndum sinum, þó að fjöimargar undan-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.