Dagblaðið - 05.08.1977, Síða 12

Dagblaðið - 05.08.1977, Síða 12
nAr.Ri.Amn E’fliSTITnA.PUR.s. AQtTST 1^77. 13. iþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ FÖSTUnACUK 5. ACUST 1977. Bþróttir Iþróttir Iþróttir Tekst Val að verja titilinn utanhúss? — Islandsmótið íhandknattleik utanhúss hefst nú um helgina íslandsmótið í handknattlcik utanhúss hefst á morgun við Austurbæjarskólann í Reykjavík og fer nú mótið fram í 30. skipti — en keppt hefur verið óslitið frá 1938. Núverandi ísiandsmeist- ari utanhúss er Valur — og varð félagið íslandsmcistari í fimmta sinn utanhúss síðastliðið sumar. Valsmenn fylgdu árangr- inum utanhúss vel eftir — urðu íslandsmeistarar innanhúss einnig í vetur. Nú eru skráð 10 lið til keppni í meistaraflokki og hefur verið skipað upp í riðla. íslandsmeist- arar Vals eru í riðli með FH, ÍR, en Valurer meistari Haukum, og Ármanni. 1 B-riðli eru hins vegar Fram, Víkingur, Þróttur, KR og HK — íslands- meistarar 3. deild síðasta keppnis- tímabil. FH hefur oftast orðið Islands- meistari í handknattleik utanhúss — 17 sinnum. Valur hefur fimm sinnum orðið íslandsmeistari, Ármann þrisvar, Fram tvisvar og Víkingur, en félagið sér um fram- kvæmd mótsins nú, hefur einu sinni orðið íslandsmeistari. Leikirnir hefjast nú um helg- ina — og hefst mótið á morgun með leik Þróttar, er féll í 2. deild síðastliðið vor, og HK er vann sig utanhúss upp í 2. deild síðastliðið vor. Að loknum leik Þróttar og HK á morgun kl. 14 — hefst síðan leikur Ármanns og Hauka í B- riðli. Mótinu verður síðan haldið áfram á sunnudag kl. 14 — þá leika Fram og KR, síðan Víkingur og Þróttur og loks ÍR og Islands- meistarar Vals. íslandsmótið í 2. flokki kvenna fer nú fram í 18. skipti — eða óslitið frá 1960. Níu lið hafa skráð sig til keppni í sumar — en íslandsmeistarar eru Völsungur frá Húsavík. Valur hefur oftast orðið íslandsmeistari í 2. flokki — fimm sinnum. Jón H. Karlsson — fyrirliði íslandsmeistara Vals. Aðsókn að Evrópuleikjum jókst íheild — en minnkaði ÍUEFA — hins vegar varð aðsókn á Evrópuleikina á íslandi dræm Aðsókn að leikjum í Evrópu- keppnunum þremur — Evrópu- keppni meistaraiiða, Evrópu- keppni bikarhafa og UEFA- keppninni var á síðasta keppnis- timabiii rúmlega fimm og hálf milljón, 5.667.636 áhorfendur. Þetta er rúmlega eitt hundrað þúsund áhorfendum fleira en árið Heimsmet Kanadískir sundmenn eru greinilega í mikilii framför — í gærkvöld setti Kanadamaðurinn Graham Smith nýtt heimsmct í 200 m fjórsundi — og bætti heimsmet Bandaríkjamannsins Bruce Furniss verulega. Grahma Smith synti 200 metra f jórsundið á 2:05.31 — en heimsmet Furniss var 2:06.08. þar áður og fjölgaði áhorfendum að Evrópukeppni meistaraliða og bikarhafa en hins vegar fækkaði áhorfendum að UEFA-keppninni. Fjölgun áhorfenda í Evrópu- keppni meistaraliða nam um 2000 áhorfendum á leik 1845 í Evrópu- keppni bikarhafa en þeim fækkaði um 1600 á leik í UEFA- keppninni. Ahorfendur á leikjum íslenzkra liða hér heima voru frekar fáir — Akranes mætti Trabzonspor frá Tyrklandi. Fram mætti Slovan Bratislava og Keflavík mætti Hamburger — sem varð Evrópu- meistari bikarhafa. Þrátt fyrir að tvö liðanna — Fram og Keflavík fengju sterka mótherja og fræga og Akur- nesingar teldu sig hafa góða möguleika á að komast áfram þá var aðsókn að leikjum íslenzku liðanna dræm. I ár eiga íslenzku liðin góða möguleika á að komast áfram á öllum vígstöðvum. Valur mætir írska liðinu Glentoran frá Belfast — og þar fara saman tvö jöfn lið — Fram og Akranes mæta norsk- um liðum — Akranes mætir Start Forseti Knattspyrnusambands Evrópu — UEFA — dr. Artemio Franchi og Hans Bangerter, aðal- framkvæmdastjóri UEFA, eru væntanlegir í boði stjórnar Knatt- spyrnusambands Islands hingað á laugardag. Tilefni boðsins er 30 ára afmæli KSÍ einmitt á þessu ári. Þeir munu kynna sér starfsemi KSÍ — svo og aðstöðu alla til og Fram mætir Brann frá Bergen. í öllum tilfellum ætti að verða um jafna leiki að ræða — íslenzk, norsk og n-írsk knattspyrnulið eru mjög jöfn. Þannig hafa lið frá þessum löndum mætzt áður — og þá hefur verið um ákaflega jafna viðureign að ræða. stórleikja hér á landi á vegum UEFA. Þeir félagar munu haida fund með forustumönnum knatt- spyrnumála hér á landi þar sem þeir munu gera grein fyrir starf- semi UEFA. Sérstaklega verður forvitnilegt spjall um stöðu smáþjóða — sem oft vilja hverfa innan um hinar stærri, innan UEFA. Þeir félagar munu svara fyrirspurnum á þessum fundi. Forseti UEFAtil íslands Baráttulausir KR-ingar á barmi falls í 2. deild KR tapaði sínum 11. leik í 1. deild — og ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir fall KR Vesturbæjarliðið KR er nú á þröskuldi falls í 2. deild — hyldýpi 2. deiidar blasir við eftir ósigur gegn ÍBV á Laugardalsleikvangi í gærkvöld, 1-2. KR hafði ekkert fram að færa í gær- kvöld — ekkert, ekki einu sinni baráttu. Nei, KR hafði ekkert fram að færa — ekki einu sinni baráttu — baráttu er einkennt hefur KR undanfarin. ár og öðru fremur haldið liðinu á floti í 1. deild, bókstaflega haldið liðinu í 1. deild á stundum. Því er KR á þröskuldi falls — aðeins kraftaverk getur' bjargað KR, já, raunar yfirnáttúrulegt kraftaverk. KR hefur nú hlotið 6 stig í 15 leikjum — jafn mörg stig og Þór er virðist bíða það hlutskipti að falla niður með KR. FH er í áttunda sæti 1. deildar — en óralangt er í FH, sem hefur hlotið 11 stig. Sigri KR í öllum leikjum sínum sem eftir eru þá getur vesturbæjarliðið fengið 12 stig — og FH á eftir fjóra leiki. Svo stórt þarf kraftaverkið að vera ef KR á að bjarga sér í ár. Er svo stórt og yfirnáttúrulegt kraftaverk til? Ég er hræddur um að Egill vinur minn rakari trúi ekki lengur á slíkt krafta- verk. Eyjamenn léku langt undir getu í gærkvöld — nánast af áhugaleysi en engu líkara var en meira þyrfti ekki til. Hinir ungu leikmenn KR virðast gjör- samlega hafa lagt árar í bát. Ekki einu sinni endurkoma Magnúsar Guðmundssonar virtist lyfta leik- mönnum KR. Þegar frá upphafi leiks lék KR.eins og lið er sætt hefur sig við fall í 2. deild. . IBV náði forustu á 8. mínútu — Óskar Valtýsson gaf knöttinn fyrir mark KR — Kárl Sveinsson skaut viðstöðulausu skoti og af stönginni fór knötturinn í netmöskvana að baki Magnúsar, 0-1. Og tBV skoraði sitt annað mark á 26. mínútu — Einar Friðþjófsson tók aukaspyrnu — sendi fyrir mark KR og þar stökk Sigurlás Þorleifsson hæst og skallaði knöttinn í netið, 0-2. Því virtist sigur IBV í höfn þegar í leikhléi — leikmenn KR virtust hvorki hafa getu né baráttu til að vinna þennan mun upp. Fyrri hálfleikur var slakur — en hinn síðari þeim mun slakari. Knötturinn gekk andstæðinga á milli — en þrátt fyrir það fékk KR þrjú ágæt marktækifæri til að skora. Ottó Guðmundsson skoraði á 30. mínútu eftir hornspyrnu Birgis Guðbjörns- sonar og nýtti eitt þeirra. Guðmundur Jóhannsson komst einn inn fyrir staða vörn ÍBV — hitti knöttinn illa og Sig- urður náði að verja slakt skot hans. Knötturinn féll þó aftur fyrir fætur Guðmundar en Örn Óskarsson varð fyrir skoti hans — rétt einu sinni fell knötturinn fyrir fætur Guðmundar og enn fyrir opnu marki en nú hitti Guð- mundur knöttinn afleitlega og tækifærið rann út í sandinn, hreint ótrúlegt. Sigurður Indriðason sá við illa út- færðri rangstöðutaktik IBV og lék i gegnum vörnina og komst á auðan sjó. Hafði nógan tíma til að athafna sig — en Sigurður Haraldsson varði slakt skot hans. Því ellefti ósigur KR í 1. deild í sumar — og liðinu hefur hrakað með hverjum leik. Fallvofan hefur lagzt sem mara yfir leikmenn og dregið allan móð úr þeim í stað þess að þjappa þeim saman og berjast fyrir sætinu í 1. deild. Vissulega er KR að baki öðrum liðum 1. deildar hvað getu snertir. Liðið er að stofni ungt — og engin ástæða til að óttast að fall sem slíkt sé endir á veldi KR. Hinir ungu leikmenn munu von- andi aftur fá móðinn — og koma tvífeldir til leiks í 1. deild. En það þarf meira til — stjórnanda, skipuleggj- anda. Slíkur leikmaður er ekki til í liðinu — og veikasti hlekkur liðsins, miðjan, er hin slakasta í 1. deild, utan ef til vill Þórs. Þar, ásamt ákaflega slakri markvörzlu, hefur meinið öðru fremur legið. Fyrrum ÍBV leikmaðurinn — Örn Óskarsson sást ekki í leiknum — greinilega rétt eins og aðrir leikmenn búinn að sætta sig við fall. Því er stolt vesturbæjar á leið í 2. deild — ja, stolt, úr því KR virðist bíða það hlutskipti að falla í 2. deild þá geta þeir fjanda- kornið gert það með því að berjast — en ekki leggja árar í bát. Heldur tilþrif alítill dómari í leiknum var Sævar Sigurðsson — en línuverðir Einar Hjartarson og Hannes Þ. Sig- urðsson. -h. halls. Sigurlás Þorleifsson skorar annað mark iBV — leikmenn KR eru nánast statistar og Magnús Guðmundsson of seinn í- úthlaupi sínu. DB-mynd. Bjarnleifur. Vandræði í vopnabúri Arsenals Arsenal, eitt frægasta félag Englands, hefur fengið sinn skerf af vandamálum eftir að fram- kvæmdastjóri þess, Mertie Mee hætti störfum hjá félaginu sumarið 1976. Félagið réð þá Terry Neill — og síðan þá hefur Arsenal verið skotspónn slúðursagna. Hvert leiðindamálið hefur rekið annað. Hámarki náðu vandræðin í sið- ustu viku er Arsenal sendi tvo af sínum kunnustu og jafnframt dýrustu leikmönnum heim frá Ástralíu vegna agabrota. Þessir leikmenn, Malcolm McDonald og Alan Hudson, áem kostuðu félagið jafnvirði 200 milljóna íslenzkra króna, höfðu fengið sér gráan i Ástralíu — vegna, eins og þeir sögðu, þeir höfðu nýlega tapað fyrir Celtic, 2-3 og þar sem Arsenal komst ekki í úrslit keppn- innar töldu þeir sér óhætt að fá sér drykk. Terry Neill, framkvæmdastjóri, sendi þá heim með því fororði að þeir léku aldrei aftur fyrir Arsenal. Síðan þá hefur hann kyngt nokkru af stolti sínu — hefur tekið Malcolm McDonald í sátt en hins vegar er Alan Hudson enn úti í kuldanum. Ástæðan fyrir því að Terry Neill tók Malcolm McDonald í sátt er fyrst og fremst gífurleg pressa «C Malcolm McDonald — tekinn i sátt hjá Arsenal. sem á honum var — brottrekstur- inn frá Ástralíu mæltist ákaflega illa fyrir, bæði meðal áhangenda liðsins og stjórnar félagsins. Með öðrum orðum — staða Terry Neill hjá Arsenal var ákaflega tæp — hann átti á hættu að vera rekinn. Hvers vegna rekinn? Jú, þeir Malcolm McDonald og Alan Hudson eru hluti af mun stærri mynd. Blöðin á Englandi tala opinskátt um að Terry Neill verði rekinn frá félaginu. Hvað er að gerast hjá Arsenal? Hafa kanónur vopnabúrsins í Lundúnum, stolt N-Lundúna misst stolt sitt? Áður fyrr var það draumur allra leik- manna að leika fyrir Arsenal. Nú kjósa flestir að fara til annarra félaga. Ýmsir kunnir Ieikmenn hafa neitað að fara til Arsenal — vopnabúrsins er félagið hefur viljað kaupa þá. Ýmsar blikur hafa verið á lofti yfir Highbury hinum glæsilega leikvangi Arsenal í N-Lundúnum. Þar hafa verið samfelld vandræði. Og þá ekki sízt vandræði með framkvæmdastjór- ann Terry Neill. Þessi fyrrum kunni leikmaður Arsenal og n- írska íandsliðsins hefur átt stormasaman tíma í fram- kvæmdastjórastóli. Denis-Hill Wood, formaður stjórnar félags- ins hefur opinberlega orðið að þagga niður í Neill opinberlega vegna heldur ógætilegra orða sem hann hefur látið fara frá sér. Neill kallaði leikmenn sina asna á síðasta vetri er allt gekk ekki í haginn — asna sem hann þyrfti að hugsa um eins og dekraða krakka, þyrfti jafnvel að hugsa fyrir leikmenn sína því þeir væru ekki færir um það. Þessi ummæli vöktu mikla reiði alls staðar — og þá ekki síst meðal leikmanna. Fimm af kunn- ustu leikmönnum félagsins vildu burt — ástæðan var Terry Neill. Þessir leikmenn voru Jimmy Rimmer, enski landsliðsmark- vörðurinn, írarnir Liam Brady og Trevor Ross. Þá neitaði Georg Armstrong að leika nokkurn tíma aftur fyrir félagið — en skipti um skoðun. Annar leik- maður, er ekki skipti um skoðun, var George Simpson, hann er nú hjá Fulham. Það hafa sannarlega verið blikur á lofti. I sumar var reynt að fá Dave Sexton, einn viður- kenndasta þjálfara Englands, til Arsenal — svo sambandið við leikmenn batnaði. Og Sexton voru boðin himinhá laun — og var á leiðinni til Highbury frá QPR þegar Manchester United kallaði — og Sexton sveigði frá hliðum Highbury áleiðis norður til Manc- hester United. Enn eitt áfallið — og nú kemur enn eitt vandamálið inn I myndina. Arsenal er eitt ríkasta félag Englands. Áhorfendur flykktusl til Highbury í lok síðasta áratugs og byrjun þessa — Arsenal vann bæði bikar og deild sama árið. En síðan þá hefur stjarna Arsenal lækkað ört — og á síðasta keppnistímabili minnk- uðu áhorfendatölurnar á Iligh- bury ört — í lok keppnistíma- bilsins komu ekki einu sinni 20 þúsund manns á heimaleiki Arsenal. Félagið hafði lagt í mikl- ar fjárfestingar — 200 milljónir eru ekki lítill peningur, þó félagið sé stórt eins og Arsenal. Það eru áhorfendur sem standa undir veldi félagsins — og allt eins llk- legt að Arsenal tapaði miklum fjárhæðum á glaumgosanum Alan Hudson. Hver vill kaupa leik- menn er átti í vandræðum með gjálífi og kvenfólk bæði hjá Stoke og Chelsea? Það var viður- kennt að Arsenal tók áhættu er það keypti Hudson — ekki hefur verð hans hækkað nú. Á tímabili á siðasta keppnis- timabili var Arsenal í fallhættu— tapaði 9 leikjum í röð, sem var nýtt met — met sem fáir vildu halda upp á. Áhorfendum fækkaði ört — og nú spyrja menn á Englandi. Hvað er framundan hjá Arsenal í vetur? — liðinu er þegar spáð lítilli velgengni í vetur. Já, jafnvel falli — en Ar- senal er eina félagið I 1. deild er ekki hefur leikið í 2. deild síðan fyrir stríð. Nágranni Arsenal í N- Lundúnum, Tottenham, féll I vor. Verður það hlutskipti Arsenals — stolts N-Lundúna, — ja, stolt. Það er ekki mikil reisn yfir þessu fræga félagi nú — leikmenn á Englandi fýsir ekki til Highbury. Alan Hudson — áfram á sölulista hjá Arsenal.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.