Dagblaðið - 09.08.1977, Síða 2

Dagblaðið - 09.08.1977, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST 1977. 2 V Vil ekki borga fyrír umbúðir i — geri það með að greiða álagningu, sc Húsmóðir skrifar: Nýlega var ég að verzla eins og ég geri svo oft án þess að teljist til tíðinda. Þegar ég hafði greitt fyrir vöruna sem ég var að kaupa og gerði mig lík- lega til að taka einn af þessum hvítu þykku plastpokum sem flestar verzlanir dreifa, gjarn- an með eigin nafni áletruðu, þá sagði afgreiðslustúlkan: „7 krónur takk.“ „Hvað áttu við,“ spurði ég eins og fálki. „Pokinn kostar 7 krónur" sagði hún. „Nú“ varð mér að orði, „er þetta eitthvað nýtt“? Þá tjáði stúlkan mér að kaup- menn hefðu nú sameinazt með að taka gjald fyrir plastpoka af þessu tagi. Þetta finnst mér dálítið skrýtið, svo ekki sé sterkara tekið til orða. Eg hélt að með álagningu á vöru væri reiknað með að svo og svo mik- ið færi i að greiða kostnað við umbúðir. I öðru lagi hélt ég að ekki væri hægt að krefjast þess að fólk greiddi fyrir hluti sem væru jafnframt auglýsingar. A pokana var eins og ég áður sagði letrað nafn viðkomandi, verzlunar. Menn margnota svo þessa poka og fara með þá um allar trissur og auglýsa við- komandi verzlun. Mig grunar einnig að kaupmenn muni eftir að fólk er orðið vant því að kaupa poka fyrir einhverjar krónur og hækka verð þeirra smátt og smátt.' Annað eins hafa þeir gert án þess að skammast sín. Nei, þetta á ekki að líða. Það er sjálfsögð þjónusta við kaupendur að gefa þeim um- búðir utan um vöruna, sem þeir kaupa dýrum dómum. Það er nefnilega ekki svo lítið sem maður borgar í álagningu þegar maður verzlar. Þessa mynd tók Hörður Ijós- myndari af útlendingi í bænum um daginn. Hann auglýsir kyrfilega tvö fyrirtæki. Skyldi hann borga fyrir það? Svaraðu í símann, ÆSÍ Kona úr Keflavík hringdi: Ég keypti fyrir nokkrum vikum happdrættismiða hjá Æskulýðssambandi tslands. Draga átti 15. maí og er á mið- unum gefið upp númer sem hringja á í til að fá upplýsingar um vinninga. En það er einn mikill galli á þessu númeri og hann er sá að það svarar aldrei neinn í því. Þetta finnst mér mjög slæmt og í rauninni óhæft með öllu. Raddir lesenda Umsjón: Dóra Stefánsd. Blindur látinn sækja merkið sitt en gat skrif stofan ekki sent merkið? Eiginkona leigubílstjóra símaði: Maðurinn minn var í dag (miðvikudaginn 4. ágúst) að aka með blindan mann niður á skrifstofu Blindrafélagsins i Ingólfsstræti. Þeir tóku tal saman og kom þá í ljós að erindi blinda mannsins var að fá nýtt merki á arminn, gamla einkennismerkið var orðið slitið og illa farið. Kom mannin- um mínum þetta spánskt fyrir sjónir. Þurfti maðurinn virki- lega að fara á skrifstofuna til að fá nýtt merki? Var ekki eðli- legra að skrifstofan sendi blinda manninum nýtt merki? „Nei, þeir sögðu mér að ég yrði að koma eftir því,“ sv.araði blindi maðurinn. Og þegar á skrifstofuna var komið var manninum svarað að að ekkert merki væri til! Blindi maðurinn kvað það undarlegt, hann hefði hringt og fengið þau svör að hann ætti að koma og ná i nýtt merki. Hafðist þá upp á nýju merki og með það var haldið af stað að nýju til heimilis þess blinda. Aksturinn kostaði hann 900 krónur. Svona tel ég að megi ekki fara með fólk sem ekki gengur heilt til skógar. Og sízt af öllu ættu félög og stofnanir, sem eiga að vernda þetta fólk, að standa fyrir eins fáránlegri aðgerð og þessari. r r VIL FREKAR BIO- MYNDIR EN ÞULUR — seglr bréf ritari Hvað kostar Bell? 7515-9131 skrifar: Vegna greina sem birzt hafa undanfarið um þulur: Lesandi spyr um kostnað við þulur og lætur það álit í ljós að hann vilji fremur fá auka bíómyndir á föstudags- og laugardags- kvöldum. Þetta finnst mér laukrétt. Ég segi fyrir mig að ég kann dag- skrána næstum utan að þegar blessaðar þulurnar fara að þylja. Ég leyfi mér að efast um að tvær (gamlar) bíómyndir myndu kosta meira en dömurnar alla vikuna. Auðvit- að eru þær allar ósköp indæiar en vegna ummæla Haralds Brjánssonar langar mig að minna hann á að tilgangurinn með þulu er ekki að hafa þær til skrauts eins og virðist vera hans álit. Að minnsta kosti minnist hann ekkert á tilgang þeirra heldur bara indælu o.s.frv. islenzku brosin þeirra og bless- að púðrið. Að lokum læt ég í ljós undr- un mina á því að lesanda (4218- 7801) skyldu ekki látnar í té þessar tölur um kostnað af þul- um annars vegar og bíómynd- um hins vegar. Haraldur Steingrímsson hringdi: Mig langar að fá upplýsingar hjá sjónvarpinu um það hvað vikulegur þættir BELL félagsins kosta. A dögunum var sýnt prógramm frá því félagi í tilefni 100 ára afmælis símans og í því voru meðal annars sýnd brot úr þessum vikulegu þáttum. Gott væri að fá þessa þætti hér ef þeir eru ekki mjög dýrir. Einnig væri gott að fá sem samanburð verð á þáttunum um Ellery Queen og hversu miklu munar er þar á. Jón Þórarinsson sem sér um þessa hlið mála í sjónvarpi er ekki kominn úr frii þannig að upplýsingar um verð koma ekki í blaðið fyrr en eftir nokkra daga.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.