Dagblaðið - 09.08.1977, Page 7

Dagblaðið - 09.08.1977, Page 7
DAdBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST 1977. 7 Verkf all f lugumf erðarst jóra í Kanada: Lausn á næsta leiti — Trudeau segir að lög verði samþykkt sem skylda þá aftur til starfa Kanadíska stjórnin mun koma saman til að fjalla um lög sem sett hafa verið en þau koma í veg fyrir að flugum- ferðarstjórar þar í landi geti haldið verkfalli sínu áfram. Verkfallið hefur nú staðið í fjóra daga og valdið flug- félögum og farþegum þeirra miklu tjóni og óþægindum. Jim Livingston, forseti sam- taka flugumferðarstjóra, sagði í gær, að hann gerði ráð fyrir því að flugumferðarstjórar færu eftir hinum nýju lögum ef þau næðu fram að ganga. Living- ston sagði að hann áætlaði að það tæki um það bil sólarhring að koma flugumferð í samt horf. Flugumferðarstjórar háfa krafizt um 12 prósent hækkun- ar á launum, en yfirvöld hafa neitað að ræða það vegna þess að ráðamenn segja að svo mikil hækkun auki á, verðbólguna f landinu. Flugumferðarstjórun- um hefur verið boðin 8 prósent hækkun á launum. t Pierre Trudeau, forsætis- ráðherra Kanada, sagði á blaða- mannafundi í gær að hann væri sannfærður um að stjórnin samþykkti lögin sem segðu svo fyrir að flugumferðarstjórar skyldu taka upp störf að nýju. Tap flugfélaganna I Kanada hefur verið mikið og talsmaður Air Canada sagði að félagið hefði tapað um eitt hundrað milljónum á dag. Grýta brezka hermenn íheimsókn Hundruð unglinga á Norður- Irlandi réðust að brezku herliði oggrýttu það aðeins degi áður en Elizabet II Bretadrottning kemur þangað í opinbera tveggja daga heimsókn. Spennan virðist vaxa með hverjum deginum sem líður, og gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar fyrir komu drottningarinnar. Um 30 þúsund hermenn hafa verið fengnir ti! að gæta drottningar- innar. Öeirðirnar hófust þegar maður nokkur hóf að skjóta á búðir hermanna í Springfield- götu í Belfast. Nokkrum mínút- um seinna komu unglingarnir vopnaðir grjóti og alis konar drasli sem þeir grýttu í lög- reglu og hermenn. Um 20 manns hafa verið handteknir til öryggis, vegna aðildar sinnar að lýðræðis- fylkingu Ira. Meðlimir IRA hafa látið hafa það eftir sér að þeir muni gera heimsókn drottningarinnar mjög eftir- minnilega. Talið er víst að drottningin muni fara út á meðal þegna sinna eins og hún hefur gert undanfarið í tilefni 25 ára krýningaráfmælisins. Verður því væntanlega mjög mikill öryggisvörður umhverfis drottninguna á ferð hennar um Norður-írland. Elizabet og maður hennar Prins Philip. Rosalynn Carter: Nýtt hjarta í annað sinn Christian Barnard, hjarta- skurðlæknirinn frá Suður- Afríku, hefur I annað sinn grætt hjarta í Bandaríkja- mann. Samkvæmt fréttum frá Cape Town líður mann- inum vel og aðgerðin virðist hafa heppnazt mjög vel. Aðgerðin tók sjö klukku- stundir og var framkvæmd á Groote Schuur sjúkrahúsinu í Cape Town. Barnard sagði að aðgerðin hefði verið erfið, sérstaklega vegna þess að maðurinn hefði tvisvar áður gengið undir hjarta- uppskurð. Nýtt hjarta er grætt í við- komandi sjúkling við hliðina á því sem fyrir er. Þetta nýja hjarta tekur svo við næstum allri starfsemi. I mörgum til- fellum fer það svo að hjarta viðkomandi manns læknast við að álagið er minnkað á því, eftir því sem reynslan hefur sýnt. Bílaval Laugavegi 92, símar 19168 og 19092. Til sölu: Sunbeam 1600 super árg. 1976, fæst á góðum kjör- um. Saab 99 árg. 1971, góður vagn, skipti koma til greina. Stekkur út í sundlaug- ina í öllum skrúða Rosalynn Carter, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki verið jafnánægð með lífið og tilveruna I mörg ár og nú. Hún segir frá lífinu í Hvíta húsinu í samtali við blaðamann Time Magazine. I viðtalinu segist hún hafa lagt alla fína siði á hilluna og hagi sér að vild þegar hún sé með fjölskyldu sinni í Hvíta húsinu. Hún lætur það eftir sér að hoppa út 1 sund- laugina í Iþróttafötum þeim sem hún notar þegar hún leikur tennis við forsetann. Frú Carter sagði að hún væri nýbyrjuð að stunda þessa íþrótt og skemmtilegast væri að ljúka leiknum með því að stökkva beint út i sundlaugina, í tennisskónum og íþróttagallanum. Maður verður hvort sem er blautur af svita við að leika tennis og þá er allt í lagi að bleyta enn betur í sér, segir fors«tafrúin. Forsetafrúin sagði að fjölskyldan hefði orðið miklu samrýndari slðan hún kom í Hvíta húsið. Hún segir einnig að það sé alveg dásamlegt að hugsa til þess að hafa gestaherbergin full af skyldfólkinu og svo sætu þau öll saman og borðuðu góðan mat, en áður væri farið með borð- bæn. Eitt sinn sagðist forsetafrúin hafa vaknað við einhvern hávaða fyrir utan herbergið sitt. Hún at- hugaði málið en þá stóðu þar maður hennar, forsetinn, og Huss- ein Jórdaníukonungur og gægðust inn til Amy litlu forseta- dóttur. I Time segir að Carter hafi boðið Begin forsætisráðherra Israels að kíkja á Amy en hann hafi afþakkað boðið og það hefði ekki lagað heldur leiðinlegt and- rúmsloft sem ríkti á fundum þeirra. Volvo 142 árg. 1970. Toyota Corolla, þarfnast sprautunar. Opel Commander árg. 1968, gott verð, fallegur bíll. Moskvitch árg. 1971, góður bíll. Dodge Dart árg. 1968, 8 cyl., 318, sjálf- skiptur. Takiöeftir Ok'kur vantar bfla á söluskrá strax því við seljum bíiana. Góð þjónusta skapar öryggi viðskiptanna. Bflaval Laugavegi 92, við hlið- ina ó Stjörnubíói. Símar 191Í8 og 19092. Rosalynn Carter forsetafrú Bandaríkjanna kann vel við sig í Hvíta húsinu. CASIO einkaumboðið á Íslandi

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.