Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.08.1977, Qupperneq 13

Dagblaðið - 09.08.1977, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST 1977. UHHnn|| P§§1 j 1 jfe * 11 fffggglg \ ítS- :'l > 13 w SKÓBÚÐIN SUÐURVERI, STIGAHLÍÐ 45 - SÍMI83225 -3- deild — 3. deild kýrast í . deildar GrindavíkogKS ta á Austurlandi sigurmark sitt á 85. mínútu eftir að hafa verið undir 1-2 i leikhléi. Bjarni Kristjánsson skoraði tvívegis fyrir Austra og Hjálmur Ingvarsson hið þriðja. Höttur mætti siðan Hugin á Egils- stöðum og sigraði Huginn 1-0 — i baráttuleik. Aðalsteinn Smári Val- gerisson skoraði eina mark leiksins. Staðan í riðlinum er nú: Austri 9 7 0 2 16-5 14 Hrafnkell 8 5 1 2 12-9 11 Huginn 10 5 1 4 11-18 11 Einherji 8 5 0 3 19-7 10 Leiknir 9 4 1 4 16-13 9 Sindri 9 2 1 6 8-15 5 Höttur 9 1 0 8 7-22 2 S.G. A-riðill Efstu liðin í A-riðli, Leiknir og Afturelding, mættust í fast að hrein- um úrslitaleik í Breiðholti á laugar- dag. Liðin skildu jöfn — 2-2, og Leiknir heldur því tveggja stiga for- ustu sinni. Leiknir hafði fyrir 1-0 í leikhléi með marki Ragnars Ingólfssonar — en Leifur Svavarsson sendi knött- inn í mark og jafnaði þannig metin, 1-1 En Asmundur Friðriksson kom Leikni yfir aftur — og það var ekki fyrr en á siðustu mínútunni að Haf- þóri Kristjánssyni tókst að jafna fyrir Aftureldingu og þannig halda í veika von um að sigra í riðlinum. Á Hellu mættust Hekla og USVS — V-Skaftfellingar. USVS sigraði 4-3 í baráttuleik og kom það veru- lega á óvart, en það stefndi alls ekki í sigur USVS — því þegar 15 mín- útur voru til loka leiksins hafði Hekla yfir 3-1. En allt getur gerzt í knattspyrnu — það fékk Þróttur úr Reykjavík að reyna í Sandgerði í 2. deild — USVS skoraði þrjú mörk á 15 mínútum og tryggði þannig sigur, 4-3. HVH Sigfús sígraði í3000 metra hindrunar- hlaupi Sigfús Jónsson varð í gærkvöld íslandsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaupi á Meistaramóti fslands — hljóð 3000 metra hindrunarhlaupið á 9:28.8. Annar varð Sigurður P. Sigmun'dsson á 9:43.0. Þá var keppt í fimmtarþraut í Meistaramótinu — síðasta degi þess. Helgi Hauksson úr Breiða- bliki varð íslandsmeistari, hlaut 2800 stig. Annar varð Gunnar Páll Jóakimsson en hann hlaut 2798 stig — ákaflega jöfn keppni þeirra félaga. Okkur varð á í messunni í gær er við sögðum frá 800 metra hlaupi kvenna — sögðum að kornung stúlka úr Hafnarfirði hefði sigrað. Þetta var ekki alls kostar rétt — sigurvegari varð Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, HSK, en hún hljóp á 2:23.7. Þá varð og ruglingur i 5000 metra hlaupinu — Sigurður P. Sigmundsson úr FH sigraði á 15:34.7 en Agúst Þorsteinsson varð annar á 15:51.2. HK kom aftur á óvart — 1. deildarlið Fram átti í erfiðleikum með hið unga lið HK úr Kópavogi—en sigraði þö 21-18 Þrír leikir fóru fram í fslands- mótinu i handknattieik utanhúss í gærkvöid við Austurbæjarskól- ann. Hið unga lið HK úr Kópavogi kom aftur verulega á óvart. Eftir sigur gegn Þrótti í sínum fyrsta leik stóð HK veruiega í 1. deildar- liði Fram — sem hafði þó HK undir í lokin, 21-18. FH átti ekki i erfiðieikum með að sigra Ármann, 22-15 og Haukar sigruðu ÍR örugglega þrátt fyrir fjarveru Harðar Sigmarssonar, 28-21. Já, hið unga lið HK hefur sannarlega komið á óvart. HK er nú tveggja ára gamalt — og hefur þegar unnið sér rétt í 2. deild íslandsmótsins. í gærkvöld sannaði HK að það er engin tilviljun að liðið er nú í 2. deild — stóð verulega í Fram og það var ekki fyrr en í lokin að Fram seig fram úr —þá fyrst og síðast vegna reynslu leikmanna. HK hafði undirtökin í fyrri hálfleik — yfirleitt yfir en staðan í leikhléi var 11-11. Fram hafði síðan undirtökin í síðari hálfleik — en HK misnotaði þrjú víti á lokaminútum, reynsluleysi varð liðinu að falli og Fram sigraði 21-18 — vissulega athyglisverð úr- slit og fróðlegt verður að fylgjast ..með hinu unga liði HK í vetur. Mörk Fram skoruðu þeir Andrés Bridde og Pálmi Pálma- son 8 hvor. Arnar Guðlaugsson skoraði þrjú og þeir Guðmundur Þorbjörnsson og Birgir skoruðu sitt markið hvor. Fyrir HK var Björn Blöndal, íþróttafréttamaður Vísis mark- hæstur. Hann skoraði 5 mörk. Hilmar skoraði 4 mörk, Stefán Halldórsson 3, Karl Jóhannsson, Bergsveinn og Erling Sigurðsson 2 mörk hver. Haukar án Harðar Sigmarsson- ar — ÍR án Agústs Svavarssonar. Báðir þessir kappar munu ekki leika með liðum sínum í vetur — hafa haldið á nýjar slóðir. Og það fór aldrei á milli mála hvort liðið var sterkara — Haukar höfðu lengst af undirtökin. .Staðan ív leikhléi var 14-11 Haukum í vil og lokatölur urðu 28-21, öruggur sigur Hauka. Elias Jónasson var markhæstur Haukanna með 9 mörk — Þorgeir Haraldsson skoraði 5, þeir Sigurgeir Mar- teinsson og Ingimar Haraldsson skoruðu fjögur mörk hvor. Svavar Gestsson skoraði 3 mörk og Guð- mundur Haraldsson 1 mark. Brynjólfui* Markússon og Jóhannes Gunnarsson skoruðu 6 mörk hvor fyrir ÍR, Sigurður Svavarsson og Sigurður Jónsson 3 mörk hvor. Björn Guðmundsson 2 og Bjarni Hákonarson 1 mark. Þá var _það leikur FH og Ármanns — sigurvegaranna úr 2. deild. FH hafði leikinn í hendi sér þrátt fyrir að Geir Hallsteinsson væri meiddur. FH með Viðar í fararbroddi leiddi 10-6 í leikhléi — og öruggur sigur 22-15 í lokin. Mörk FH skoruðu Viðar Símonarson og Jón Gestur Viggósson 5 hvor, Guðmundur Arni, nafni hans Magnússon og Árni Guðjónsson skoruðu 3 mörk hver. Þá skoraði gamla kempan Auðunn Óskarsson 2 mörk. Fyrir Armann voru Hörður Harðarson og Jón Sigurðsson markhæstir með 4 mörk, Friðrik Jóhannsson 3 og þeir Björn Jóhannsson, Þráinn Asmundsson og Grétar Árnason skoruðu eitt mark hver. FH-Valur í kvöld Það verður stórleikur í kvöld — þá mæta íslandsmeistarar Vals erkiandstæðingum FH og hefst leikur þessara risa kl. 20 — Áður leika nýliðar KR i 1. deild við Víking — kl. 18.30. Skóbúðin Suðurverí auglýsir: Adidas ieður golfskór Stærðir 4—10H. Litur: Hvítt/brúnt 'f“rð kr. 10.780/- Dunlop golfskór (gúmmí) Stærðir 6—12. Litir: Hvítt/svart °g brúnt. Verð kr. 3.700/-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.