Dagblaðið - 03.09.1977, Síða 3

Dagblaðið - 03.09.1977, Síða 3
DACJBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977. ....... ' Strætóskýlið á Hlemmi Við byrjun framkvæmda við núverandi skýli tók Hörður þessa mynd. loza-a^59 skrifar: Þannig er högum minum háttað að ég bý uppi í bæ en þarf mjög oft að fara niður í bæ. Ég ferðast alltaf með strætisvögnum og þarf að skipta á Hlemmi. Það hefur verið allt í lagi og verður lík- lega. En það er eitt sem er núna í ólagi og það er skýlisleysið. öll þau hús sem á Hlemmnum stóðu voru rifin í vor og okkur Hvað er sjálfræði 16 ára unglinga? lofað nýju húsi, ég held fyrir áramót. En í tvo mánuði hef ég ekki séð neina hreyfingu þarna á torginu. Getur það verið að það eigi að láta okkur norpa úti í kuldanum í allan vetur? Ég neita að trúa því. Eiríkur Asgeirsson forstjóri SVR sagði að framkvæmdir við framtíðarskýli væru í fullum gangi. Núverandi skýli er allt í kringum torgið og er það mun betra en það sem fyrir var. Nýja skýlið verður klárað 1 slðasta lagi í marz á næsta ári og verður það langtum bezt. Raddir lesenda Umsjón Dóra Stefánsd, Spurning dagsins Minnkorðu kaup ú landbúnaðarvöru eftir verðhœkkunina? Þórhildur Stefánsdóttir húsmóð- ir: Nei, ég kaupi alltaf lítið hvort sem er. Aðallega kaupi ég kjöt því ég er bara með fullorðið fólk. Jenný Magnúsdóttir húsmóðir: Ég, nei, nei. Eg læt það ekkert á mig fá. Ég get ekki séð að það sé hægt að minnka við sig land- búnaðarvöru. 16 ára ungiingur hringdi: Ég er hér með nokkrar spurningar sem mig langar mjög mikið að fá svör við: 1. Hvað er sjálfræði og hvenær öðlast maður það? 2. Ráða foreldrar manns hvenær maður skreppur út eða kemur heim eftir að unglingur öðlast sjálfræði? 3. Er hægt að segja fólki upp vinnu fyrirvaralaust? 4. Væri ekki hægt að fá meira popp í útvarpið, t.d. eftir hádegi í lögunum við vinnuna? Það er of litið popp i útvarpi fyrir unglinga á þeim tíma og öðrum. Það er bara hugsað um fullorðna fólkið en ekki unglingana. 5. Er ekki hægt að fá sýnda þætti um popphljómsveitir og með þeim? Ég skora á dagskrár sjónvarps og útvarps að svara þessu? 1. Skv. Lögbókinni þinni, sem gefin er út af Erni og örlygi og Björn Þ. Guðmundsson hefur tekið saman, stendur að menn öðlist sjálfræði 16 ára gamlir. Menn geta þá ráðið dvalarstað sínum og atvinnu og gert sjálf- stæða atvinnusamninga. Þeir eru ekki fjárráða en mega þó ráða yfir því fé sem þeir afla sér sjálfir og því sem þeim er gefið. 2. Enginn getur ráðið yfir ferðum 16 ára unglings. 3. Yfirleitt mun það vera þannig að á reynslutíma í starfi, sem oftast eru 3 mánuðir, er hægt að segja mönnum upp fyrirvaralaust. Við fastráðningu þarf hins veg- ar uppsagnarfrest, oftast 3 mánuði. 4. Hjá útvarpinu fengum við þær upplýsingar að þegar væri mjög mikið popp í útvarpinu. Það er morgunpopp, síðdegis- popp (70 mín. 4 daga vikunnar), popp á sunnudags- morgnum, Lög unga fólksins og aðrir óskalagaþættir sem fullir eru af poppi, danslögin og mikið popp er þegar í lögunum við vinnuna. 5. I athugun er hvort auka á poppþætti i sjónvarpi. KVAKTMILIJ KLIJKBUKINX ÍSLANDSMEISTARAMOT í SANDSPYRNU VERÐUR HALDIÐ SUNNUDAGINN 4. SEPTEMBER AÐ HRAUNII ÖLFUSI. MÓTSVÆÐIÐ OPNAÐ KL. 10. KEPPNI HEFST KL. 14. KEPPT VERÐUR í FÓLKSBÍLA, JEPPA OG BIFHJÓLA FLOKKUM. STJORNIN Guðmundur Sigfússon, vinnur hjá Meitlinum Þoriákshöfn: Nei, ég hugsa ekki. Ætli ég láti ekki kvenfólkið ráða. Ég geri ekki ráð fyrir að frúin vilji minnka við sig. ÉM Kristinn Steingrimsson bóndi: Því reikna ég ekki með. Hækkun- in breytir ekki nokkrum hlut. Mér finnast landbúnaðarvörur hreint ekkert svo voðalega dýrar. Auður öskarsdóttir auglýsinga- stjóri hjá Sjónvarpi: Ja, það hugsa ég ekki. Kannski helzt að ég minnki við mig mjólk og smjör. Getur maður nokkuð látið þetta á sigfá? Guðrún Friðriksdóttir röntgen- tæknir: Ég reikna ekki með því. Maður þarf að nota allt þes. háttar, að minnsta kosti þegar tnaður er með börn.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.