Dagblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977. Þeir ríku verða ríkari: Hagnaöur af bifreiöatrygg- ingum í fyrsta sinn í 15 ár Tilkoma Tryggingaeftirlitsins 1974 tryggði betri af komu tryggingaf élaganna og sjdðir þeirra gildna um milljónir á degi hverjum I fyrsta sinn i rúman hálfan annan áratug varð yfirleitt hagnaður af bifreiðatrygging- unum hjá tryggingafélögunum. Hefur sú staðreynd orðið til þess að afkoma trygginga- félaganna hefur upp á síðkastið verið mjög góð og sjððir þeirra gildnað verulega. Með tilkomu Tryggingaeftirlitsins í árs- byrjun 1974 vænkaðist hagur tryggingafélaganna því þá batnaði slæmt ástand hvað ákvörðun iðgjalda snerti verulega til hags fyrir tryggingafélögin, einkum er bifreiðatryggingar snertir. Þetta kom m.a. fram á nýaf- staðinni norrænni ráðstefnu meðal tryggingafélaga á Norðurlöndum sem eru í eigu samvinnumanna. Jafnframt þvi að bifreiða- tryggingar skiluðu hagnaði i fyrsta sinn I langan tíma varð einnig minna tjón á skipum en verið hafði árin á undan. Kom fram á ráðstefnunni að sjótryggingabætur hefðu lækkað verulega i fyrra, en tjónabætur ruku upp eftir gosið íEyjum og flóttaEyjabáta til annarra hafna. Eru hin skyndilega hækkandi tjón þar á eftir rakin að nokkru leyti til siglinga sjómanna i nýjum og framandi höfnum þar sem þeir voru óvanir að athafna sig i misjöfnum veðrum. Á norrænu ráðstefnunni kom fram að tsland hefur sérstöðu í brunatryggingariðgjöldum og fara þau lækkandi, enda er að því stefnt að 80% húsa verði hituð með heitu jarðvatni innan tlðar og minnkar bruna- hætta verulega við það. Hagur tryggingafélaga islenzkra samvinnumanna hefur mjög batnað og skemmst er þess að minnast að á aðal- fundi Sjóvá kom fram að ágóði félagsins á sl. ári, sem ýmist var lagður i varasjóði eða greiddur út sem arður, nam 384 milljón- um króna, eða góðri milljón á dag alla daga ársins. Hjá Sam- vinnutryggingum námu heild- ariðgjaldagreiðslur 1976 1811 milljónum og sjóðir félagjins gildnuðu um 240 milljónir. Samvinnutryggingar hafa nú um 25% bíla landsmanna í tryggingu. -ASt. „Beatles £era plötu í hlöðu á íslandi! ” „Og svo, með tvo trommuleik- ara í stað Ringós, fóru hljóm- listarmennirnir fimm í hlöðuna á íslandi til að hefja æfingar fyrir fyrstu Beatles-plötuna í nærri átta ár.“ Svo hljóðar niðurlag „fréttatil- kynningar" sem bandariskt blað, útgefið 1 Wisconsin, birti nýlega um brezku Bítlana. Segir þar að þeir hafi ákveðið að koma saman á ný og standi yfir breytingar á gamalli hlöðu á íslandi, þar sem eigi að byggja upptökusal fyrir nýju Bitlaplötuna. Fylgir þessari „fréttatilkynningu" að Ringo Starr hafi nú yfirgefið hópinn en i staðinn hafi verið fengnir tveir trommuleikarar, þeir Hal Blaine og Nigel Olsson (sem til skamms tíma lék með Elton John). Yfirskrift frásagnarinnar i bandaríska blaðinu er Hjóðritun á ís — Upptökurnar á íslandi. Gott fólk, ef þið sjáið menn sem líta út eins og þeir George, John •og Paul ganga um götur borgar og bæja hér á landi, þá eru það ekki þeir. Þið hafið einfaldlega látið ameríska blaðið plata ykkur. Nema náttúrlega að þetta sé alveg satt... -ov Bítlarnir í islenzku umhverfi — sem allt eíns gæti verið í Noregi, Sviss eða Kanada. Fór í fisk til Færeyja í sumar: TEFLIR NÚ í HEIMSMÓTI UNGLINGA í INNSBRUCK Einn af efnilegustu ung- mennum okkar við skákborðið, Asgeir Þór Arnason, 19 ára gamall, hélt í gær utan til keppni I heimsmeistaramóti unglinga undir tvftugu, en það hefst um helgina í Innsbruck í Austurríki. Keppendur þar verða um hundrað talsins og koma hvaðanæva að úr heimin- um. Ásgeir var ekkert banginn, þegar blaðamaður Dagblaðsins hitti hann að máli rétt fyrir brottförina til Austurrfkis. Gerði hann sér vonir um góðan árangur f keppninm. Keppt verður eftir Monrad- kerfinu og á hann að tefla 13 skákir og á aðeins einn frfdag á 14 dögum. „Þetta verður svo sem ekkert mjög stíft, ég sá það svartara f Finnlandi á dögun- um,“ sagði Asgeir Þór, en á mótinu þar hafnaði hann f einu af efstu sætunum. „Erfiðustu andstæðingarnir á heimsmótinu verða trúlega Artur Jusupov, Sovétrfkjunum, Arthur Rohde, Bandarfkjun- um, Nir Grinberg frá tsrael, sem vann heimsmót unglinga undir 17 ára f Frakklandi f fyrra, en þar varð Margeir fjórði f röðinni. Nú svo má telja menn eins og David Goodman, Englandi, Dan Cramling frá Svíþjóð, en hann veitti Jóni bróður hvað mesta keppni á Norðurlandamótinu f Finn- landi 1 ágúst.“ Asgeir Þór kvaðst lftið hafa sinnt skákæfingum í sumar. Þá starfaði hann f Færeyjum, afl- aði sér tekna til að stunda háskólanám f viðskiptadeild í vetur. Engu að síður var engan bilbug á honum að finna og væntaniega fáum við góðar fregnir af honurn í keppninni. Með Ásgeiri í ferð er Bene- dikt Jónassoi, „alræmdur hrað- Asgeir Þór er hér að útskýra eina af skákum Spasskýs og Horts f einvíginu sl. vetur. N'ú bfður hans erfið lota við skákborðið, dag eftir dag næstu tvær vikur. skákmaður" eins og Ásgeir orð- aði það. Mun hann aðstoða Asgeir í keppninni, en jafn- framt verður Benedikt frétta- ritari Dagblaðsins og mun senda fréttir af gangi mála jafnóðum og þær verða til. - JBP- Atli Dam lögmaður Færeyja um veiðiskerðinguna: Hættum þorskveiðum á íslandsmiðum að mestu eftir 10. september „Það er auðvitað slæmt að þurfa að minnka þorskveiðarnar svo mikið sem samkomulagið gerir ráð fyrir. En við Færeyingar ?erum okkur grein fyrir aðstöðu slendinga f fiskverndarmálum," sagði Atli Dam lögmaður Færeyja f símtali við DB f gær. Færeyingar munu hætta þorsk- veiðum að mestu á íslandsmiðum eftir 10. september næstkomandi. „Ég ítreka að samkomulagið sem gert var um veiðar okkar á Islandsmiðum eftir 10. september næstkomandi gildir aðeins til næstu áramóta. Þar er aðeins um að ræða reglur um að þorskur megi ekki fara upp fyrir 10% af heildarafla í hverri veiðiferð. Við munum því reyna að bæta okkur þetta upp með þvi að veiða frekar af öðrum fiskstofnum," sagði Atli Dan ennfremur. Hann sagðist reikna með að ef færeysk fiskiskip, sem veitt hafa hér við land fram að þessu, fengju ekki nægilegan afla væri ekki annað fyrir þau að gera en leita annað. „Þetta samkomulag, sem gert var í fyrradag í Reykjavík, er í samræmi við fyrri fiskveiði- samninga okkar. Við Færeyingar höfum skilning á nauðsyn fisk- verndar eins og ég sagði áður. Við Færeyingar vonum þó að ástandið batni og við náum hag- stæðum veiðisamningum á næsta ári,“ sagði Atli Dam. Lögmaðurinn var spurður um hvernig gengi í landhelgis- og fiskverndarmálum Færeyinga sjálfra. Sagði hann að það gengi sæmilega. Landhelgin hefði verið færð út um síðustu áramót og hefði það verið stórt framfara- spor. „Við leitumst stöðugt við að takmarka veiðar útlendinga eins og við getum innan hennar og höfum við náð nokkrum árangri i þá átt þó okkur finnist að fremur gangi það hægt,“ sagði Atli Dam. „Veiði útiendinga, aðallega Bret, á þorski og ýsu er nú aðeins 50% af því sem hún var fyrir útfærsluna. Málin þokast því áfram. enda bjuggumst við Fær- eyingar tæplega við því að ná valdi á fiskimiðum okkar í einu stökki," sagði lögmaðurinn. Aðstaða Færeyinga er ólík tslendinga að þvi leyti að veiðar þeirra í Norðursjó væru hlutfallslega miklu mikilvægari. Samningsstaða þeirra væri þvi allt önnur en Islendinga. Atli Dani lögmaður sagði að fisk- veiðisamningar Færeyinga við Efnahagsbandalagið rynnu út 10. þessa mánaðar. Viðræður hæfust á næstunni og sagðist hann eiga von á að þær gætu orðið erfiðar. -0g.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.