Dagblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977.
Fjármálaráðherra og ríkis-
saksóknara stefnt til
greiðslu nær 300 milljóna
— í skaðabætur fyrir gæzluvarðhald að ósekju
Þingfestar
stefnur
r
i
Geirfinns-
málinu:
Fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkissjóðs og rikissaksóknara
fyrir hönd ríkisvaldsins hefur
verið stefnt til greiðslu miska-
og skaðabóta, sem samtals
nema 228,8 milljónum króna,
vegna ólögmæts gæzluvarð-
halds fjögurra manna I tengsl-
um við Geirfinnsmálið. Jafn-
framt eru gerðar kröfur um
greiðslu 14% ársvaxta frá degi
handtökunnar að telja til
greiðsludags. Ársvextirnir
nema liðlega 32 milljónum og
hafa því þegar hækkað heildar-
kröfurnar i rúmlega 278 millj-
ónir.
Þessir fjórir menn eru Einar
G. Bollason, Magnús Leópolds-
son og Valdimar Olsen, sem
voru í gæzluvarðhaldi í 105
daga á fyrra ári, og Sigurbjörn
Eiríksson. sem var i gæzluvarð-
haldi í 89 daga á sama tíma.
Stefnurnar voru þingfestar
fyrir bæjarþingi Reykjavíkur
þ. 1/9 sl., að afloknu réttarhléi.
Bótakrafa Einars G. Bollasonar
er hæst, 78 milljónir 768 þús-
und 561 króna. Krafa Magnúsar
Leópoldssonar er kr. 49 millj-
ónir 770 þúsund, krafa Valdi-
mars Ólsen kr. 49 milljónir 768
þúsund 875 krónur og krafa
Sigurbjörns Eiríkssonar 44
milljónir og 500 þúsund. Eru
kröfurnar byggðar á 18. kafla
laga um meðferð opinberra
mála nr. 74/1974, um bætur
handa sökuðum mönnum o.fl.
í stefnum segir að við kröfu-
gerðina sé tekið tillit „til hins
alvarlega gáleysis hinna opin-
beru starfsmanna, er hlut áttu
að málinu, sem létu frá sér fara
ýmsar upplýsingar til fjöl-
miðla“ meðan fjórmenning-
arnir sátu í gæzluvarðhaldi, en
þær hafi borið með sér að þeir
hafi verið grunaðir um að hafa
átt hlutdeild í dauða Geirfinns
Einarssonar.
í stefnunum kemur einnig
fram, að bótakröfurnar gætu
hækkað ef skjöl málsins gefa
tilefni til þess, en þau hafi
hvorki lögmenn né stefnendur
fengið afhent þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir. Með þeim fyrir-
vara er tekið fram, að sundur-
liðun krafnanna — sem vita-
skuld eru sjálfstæðar stefnur
hver um sig — verði I greinar-
gerðum síðar.
í einni stefnunni I þessu al-
varlega máli segir m.a.:
„A meðan gæzluvarðhalds-
vistinni stóð óskaði stefndi eftir
því að verða fluttur á sjúkrahús
í einangrun þar, vegna inni-
lokunarkenndar, sem hann
hafði aldrei orðið var við fyrir
gæzluvarðhaldsvistina, en var
svo yfirþyrmandi að jaðraði við
sturlun. Var þessum óskum
hans og lögmanns hans ekki
sinnt í neinu, þrátt fyrir til-
mæli fangelsislæknisins, Guð-
steins Þengilssonar, og gekk
svo langt, að rikissaksóknari,
Þórður Björnsson, neitaði að
ræða þessi tilmæli við lögmann
stefnanda og vlsaði honum á
dyr er hann vildi ræða við hann
um breytta tilhögun gæzlunnar
til verndar heilsu stefnanda."
Matthiasi A. Mathiesen fjár-
málaráðherra og Þórði Björns-
syni ríkissaksóknara hafa verið
birtar stefnurnar. - ÖV
Bifreiðaeftirlitið:
Nú mæl
hávaða
ökutæ
Umferðardynurinn við Borgar-
túnió mælist 75—85 decibel sam-
kvæmt nýjum hávaðamæli Bif-
reiðaeftirlits rikisins. Hávaði er
talinn geta verið óþægilegur
nálægt 90 decibelum en pó fer
það nokkuð eftir staðháttum.
Rúnar Guðmannsson verkstjóri
hjá Bifreiðaeftirlitinu sagði í
viðtali við DB að mælirinn, sem
ekki fer mikið fyrir — stærðin
eins og á vindlapakka — kæmi
þeim að góðum notum, þegar vafi
léki á hvort bifreiðir væru of
háværar.
„Við höfum ekki enn þá farið
með mælinn út í umferðina. Eins
reynum við að mæla hávaða í bif-
reiðum við sem eðlilegastar að-
stæður," sagði Rúnar.
Hann sagði, að þó hátt léti í
bifreið, þegar „gefið væri i“ á
planinu hjá þeim í bifreiðaeftir-
litinu væri það alls ekki vist að
bifreiðin væri of hávær við eðli-
legar aðstæður við almennan
Rúnar Guðmannsson með decibelmælinn, sem getur komið upp um
ökumenn, sem aka um borgina á of háværum ökutækjum. — DB-mynd
Sv. Þorm.
akstur. Reyndu þeir að taka tillit
til alls þessa.
Reglur um hve hávaði í farar-
tækjum megi vera mikill eru í
undirbúningi. Þangað til hafa bif-
reiðaeftirlitsmenn hliðsjón af
reglum frá Norðurlöndunum.
Samkvæmt þeim má hávaði í
fólksbifreiðum og vörubifreiðum
að 3,5 tonnum vera 86 db., vöru-
bifreiðum yfir 3,5 tonn 92 deci-
bel, skellinöðrum 82 decibel og
bifhjólum 86 decibel.
- ÓG
Sölubömin okkar íGaröinum:
Þau gera það gott!
— sala blaðsins nær
helmingi meiri en á
nokkru öðru dagblaði
þar
Stærstan þátt í velgengni Dag-
blaðsins eiga sölubörnin, bæði
innan og utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Gott dæmi um það má finna i
Garðinum. Sala blaðsins nálgast
þar hundraðið, næstum helmingi
meira en það blað sem næst
kemur. Lengst af hefur Krist-
björg Eyjólfsdóttir annazt lausa-
söluna og lætur ekki aftra sér að
þurfa að annast barnagæzlu um
leið, — heldur ekur um og selur
með Birtu Rós í vagninum. Fyrir
sölulaunin er hún búin að kaupa
sér skatthol, stól, hjól og fleira.
En hún er ekki alveg ein um
söluna, Eygló systir hennar
hjálpar til og svo eru önnur börn
sem selja lika, — Garðurinn er
víðfeðmur — og sums staðar langt
á milli húsa. Guðriður Svanhvit
Brynjarsdóttir, 9 ára, og bróðir
hennar, 5 ára, selja líka Dagblaðið
ásamt Ingveldi Einarsdóttur, sem
er lömuð, — en hjólastóllinn
flytur hana á milli húsa, með
aðstoð systkinanna sem ekki telja
það eftir sér að ýta stólnum. Það
eina sem að var þegar frétta-
maður hitti þau og myndaði, var
að þau vantaði fleiri blöð — alll
uppselt.
- emm
Birta Rós, Kristbjörg og Eygló á hraðri yfirferð um Garðinn með
Dagblaðið.
Þrjátíu tilboð í Hjalteyrareignirnar:
Aðeins hreppurinn
vill kaupa allt
„Það verður ekki fyrr en um
miðjan mánuð að menn geta búizt
við svörum við tilboðum sinum í
Hjalteyrareignirnar," sagði
Stefán Pétursson, lögfræðingur
Landsbanka fslands, í samtali við
DB.
Alls hafa um þrjátíu tilboð bor-
izt bankanum í eignir hans á'
Hjalteyri við Eyjafjörð, ýmist í
einstakar íbúðir eða stærri hluta
eignanna. Aðeins eitt tilboð hefur
borizt í þær allar — utan bújarð-
irnar þrjár, Skriðuland, Bragholt
og Ytri-Bakka — og er það frá
hreppsfélaginu sjálfu.
Abúendur jarðanna þriggja
hafa allir leitað eftir kaupum á
þeim, að sögn Stefáns Péturs-
sonar.
Hann sagði mikið verk að fara i
gegnum tilboðin og kanna efni
þeirra. Þegar því verki er lokið
verður bankastjórn Landsbank-
ans send greinargerð lög-
fræðingadeildar bankans og
einnig má búast við að bankaráð
fjalli um sölu eignanna.
Það er yfirlýst af hálfu Lands-
bankans, að æskilegast væri að
selja Eyrina I einu lagi, með það
fyrir augum að þar yrði komið á
fót atvinnurekstri, sem gerði
kröfu til þess húsakosts, sem þai
er.
-ÓV
TRILLA STRANDAÐI
í SANDGERÐI
Hálfyfirbyggð, ný trilla úr
trefjaplasti strandaði rétt utan
við hafnarkjaftinn í Sandgerði
á tíunda timanum í gærmorg-
un. Tveir menn voru um borð
og varð þeim ekki meint af.
Björgunarmenn voru komnir
um borð, en trillan var föst og
var að flæða undan henni.
Trillan var að koma frá
Hafnarfirði en á leió til Vest-
mannaeyja, þar sem hún á
heimahöfn. Einkennisstafir
trillunnar eru VE-55.
- GS/ÓV
Smygl í Goðafossi
Á föstudag og fimmtudags-
kvöld fundu tollverðir smyglvarn-
ing, 228 flöskur af áfengi, aðal-
lega vodka, 26.800 vindlinga og
litils háttar af áfengum bjór í ms.
Goðafossi, þar sem skipið lá í höfn
i Keflavík.
Skipið kom til landsins 27.
ágúst sl. frá Ameríku. Aðaleig-
endur smyglvarningsins voru
bryti á skipinu, stýrimaður og
bátsmaður, skv. upplýsingum toll-
gæzlustjóra.
Mennirnir þrír voru yfir-
heyrðir í gær og viðurkenndu þá
sumir þeirra að hafa ætlað að
selja varninginn. Þeim var sleppt
að yfirheyrslu lokinni.
-ÓV
SÍMI í MÍMI ER 10004
Fjölbreytt og skemmtilegt
tungumálanám.
Chevrolet Concours
Til sölu Chevrolet Concours órg. 77. Til sýnis
ó laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 17
við Vesturvör 28 Kóp. Tilboð.