Dagblaðið - 03.09.1977, Side 14
14
DACBLAÐIÐ. LAUÍJARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977.
Birgðir gamalla
Presleyplatna að
seljast upp
Eikarplatan erkomin iít:
Með öðruvísi
plötu en allir hinir
EIvis. • Presley hækkar sig
stöðugt á brezka vinsældalist-
anum. Lag hans Way Dówn
(Leiðin niður) er nú komið í
annað sætið, næst á eftir. Float
On með hljómsveitinni
Floaters. Fróðlegt verður að sjá
hvort lögin hafa sætaskipti i
næstu viku. Way Down komst á
vinsældalista fyrir nokkrum
vikum en átti þá erfitt upp-
dráttar. Dauði Presleys hefur
nú lyft því I hæstu hæðir.
En þó að Presley sé hátt
skrifaður vegna Way Down er
salan í stóru plötunum hans
öllu athyglisverðari. Hvorkí
meira né minna en fjórar
þeirra eru nú komnar inn á
vinsældalistann yfir stórar
plötur — engin þeirra var þar í
síðustu viku. Frá útgáfufyrir-
tæki Presleys, RCA, berast þær
fréttir að lagerinn af gömlum
plötum rokkhetjunnar sé nú
óðum að ganga til þurrðar. Þar
á meðal eru jafnvel plötur sem
ekki höfðu hreyfzt í verzlunum
árum saman.
Til stendur hjá RCA að
pressa gömlu plöturnar upp á
nýtt en fullvíst er talið að þurrð
verði í Presleybirgðunum áður
en þær plötur koma á markað-
inn.
tírezki vinsældalistinn er
þokkalega líflegur að þessu
sinni. Þar vekur sérstaka at-
hygli lagið Magic Fly (Töfra-
buxnaklaufin gæti það þýtt)
sem er í sjötta sæti. 1 fyrri viku
var lagið í 20. sæti og yfirleitt
taka lög ekki svona stór stökk
nema eitthvað verulega mikið
sé spunnið í þau.
Tvö ný nöfn eru á topp tíu í
Bandaríkjunum. Ný nöfn eru
kannski helzt til mikið sagt því
að þar eru á ferðinni hljóm-
sveitin Electric Light
Orchestra og söngvarinn Leo
Sayer — hvort tveggja brezk
nöfn. E.L.O. er með lagið Tele-
phone Line í níunda sæti. Það
lag er af nýjustu LP-plötu
hljómsveitarinnar, A New
World Record. Flestöll lögin af
þeirri plötu eru nú komin út á
litlum plötum og hafa eins og
stóra platan hlotið mjög góðar
viðtökur.
Leo Sayer er í tiunda sæti í
Bandaríkjunum með lagið How
Much Love. Undanfarið ár
hefur ekki komið svo lag frá
Leo Sayer að það næði ekki
fyrsta sæti. Gaman verður að
sjá hvort hann leikur sama leik-
inn einu sinni enn.
- AT-
anna til að leika og syngja
inn á sólóplötu.
MoodyBlues
kemursaman
áný
Eftir tveggja ára hlé
hyggjast allir gömlu með-
limir hljómsveitarinnar
Moody Blues koma saman
á nýjan leik. Hljómsveitin
á bókaðan stúdíótíma í Los
Angeles frá september-
byrjun og fram í nóvem-
berlok. Ráðgert er að ný
plata komi síðan á
markaðinn fyrir næstu jól.
Þá hafa jafnframt heyrzt
raddir um að plötunni
verði fyigt eftir með hljóm-
leikaferð vitt og breitt um
heiminn.
Þó að Moody Blues hafi
ekki starfað síðastliðin tvö
ár hafa meðlimir hljóm-
sveitarinnar þó ekki verið
aðgerðalausir á meðan.
Trommuleikarinn, Graeme
Edge, stofnaði sína eigin
hljómsveit, Graeme Edge
Band. Justin Heyward og
John Lodge störfuðu undir
nafninu Blue Jays og tveir
meðlimirnir, þeir Ray
Thomas og Mike Pinder,
léku inn á sólóplötur.
Justin Heyward er nú
eini meðlimur Moody
Blues, sem bUsettur er í
gamla heimalandinu
Englandi. Hinir eru allir
flúnir yfir til Banda-
ríkjanna vegna skatt-
píningar. Mikið skelfilega
hlýtur allt að vera gott í
Ameríkunni...
Fyrsta ,;öðruvísi“ plata
ársins er komin út. Þar er á
ferðinni fjölmennasta
popphljómsveit landsins, Eik,
með plötu sem nefnist Hríslan
og Straumurinn, Tónlist
plötunnar er ákaflega þung. Ut-
gefandinn, Steinar Berg, virðist
séu þess fyllilega meðvitandi að
hlustendur melti plötuna ekki
þegar í stað því að hann
auglýsir eins árs ábyrgð á
henni.
Á Hríslunni og Straumnum
eru átta lög, öll eftir meðlimi
Eikar. Halldór Gunnarsson
semur tvo texta og þrír eru
eftir Gunnar Gunnarsson eða
Gunter, eins og hann kallar sig
gjarnan.
Fyrsta stóra platan, sem Eik
sendi frá sér, kom út fyrir nlu
mánuðum. Sú bar nafnið
„Speglun" og gáfu Eikarrnenn
hana út sjálfir. Eins og flestum,
sem á annað borð fylgjast með
poppmúsik, er kunnugt hafa
miklar breytingar orðið á
hljómsveitinni síðan þá. Aðeins
þrír eru eftir, þeir Lárus Gríms-
son, Þorsteinn Magnússon og
Haraldur Þorsteinsson. Hinir
eru Pétur Hjaltested, Ásgeir
Óskarsson, Magnús Finnur
Jóhannsson og Tryggvi
Hiibner.
Upptaka plötunnar fór fram í
Hljóðrita í Hafnarfirði. Upp-
tökumaður var Tony Óook og
stjórnaði hann upptökunni
ásamt Eikarmönnum sjálfum.
Sérlega smekklegt umslag
plötunnar gerði Pétur Halldórs-
son myndlistarmaður. -ÁT-
ENGLAND — Melody Maker
1(1 ) FLOAT 01¥..............................FLOATERS
2. ( 9 ) WAY DOWN............. ...........ELVIS PRESLEY
3. ( 2 ) ANGELO.....................BROTHERHOOD OF MEN
4. (10) THAT'S WHAT FRIENDS ARE FOR....DENIECE WILLIAMS
5. ( 7 ) NOBODY OOES IT BETTER.............CARLY SIMON
6. (20) MAGIC FLY...............................SPACE
7. ( 3 ) I FEEL LOVE ...................DONNA SUMMER
8. ( 4 ) YOU GOT WHAT IT TAKES.........SHOWADDYWADDY
9. (12) NIGHTS ON BROADWAY............. CANDI STATON
10. ( 5 ) THE CRUNCH..........................RAH BAND
BANDARÍKIN — Cash Box
1. (1 ) BEST OF MYLOVE.......................EMOTIONS
2. ( 3 ) YOUR LOVE HAS LIFTED ME..........RITA COOLIDGE
3. ( 5 ) HANOY MAN........................JAMES TAYLOR
4. ( 4 ) EASY
5. ( 6 ) FLOATON
6. ( 2 ) 1 JUST WANT TO BE YOUR EVERYTHING .
7. ( 9 ) DON TSTOP
8. ( 8 ) JUST A SONG BEFORE 1 GO
9.(11) TELEPHONE LINE
tn. (1fc< . .«nV MUCH LOVE
c
Verzlun
Verzlun
Verzlun
)
Glæsileg ÍTÖLSK smáborð
SNýja
SólsturgGrði
** LAUGAVEGI 134W REYKJA'
Kigum glæsilegt úr-
val af pólcruóum
smáborðum m/-
blómaútflúri i boró-
plötu. Kinnig
rokóko-boró m/út-
skurói og/eóa Onix
borðplötu.
Sendum um allt
land.
Siminn er 16541.
Skrifstofu
SKRIFBORÐ
Vönduó sterk
skrifstofu skrif-
boró i þrem
stæróum.
Á.GUÐMUNDSSON
Húsgagnaver ksmidja,
Auðbrekku 57 Kópavogi, Simi 43144
UCENTIA-VEGGHÚSGÖGN
«t ■íit t( ií ■
N\ .y á
'h 1 YS
m psw'- • - V II
N Y F O RM
STRANDGÖTU 4 SlMl 51818 — HAFNARFIRÐl.
Biasalan
SPYRNANsima?29330ogBSSÍ
MÚRHdfiUN í UTIIM:
Prýðið hús yðar utan sem Innan með COLORCRETE
múrhúðun 1 f jölmörgum lltum að elgin vall.
Varanlegt efnl, mjög vatnsver|andi en andar þó.
Símar 84780 á daglnn en 32792 á kvöldfn.
Steinhúðun hf Ármúla 36, Rvík.
Katta- og hundaeigendur.
Dýramaturinn frá Pedigree Petfood
er vítamín- og steinefnabætt alhliða
næring. Fæst I helztu mat-
vöruverzlunum.
Ingvar Hwrbortsson hoildv.
^ ^ Alftamýrl 35. Sfmi 38934.
FAANLEGUR
MEÐ OG AN SKEMILS
UTSKURÐUR A ORMUM.
LAUSIR PUÐAR I BAKI
OG SETU.
ÞRIAR BAKSTILLINGAR.
SNUNINGUR OG RUGGA.
AD tAUOAV 1
II 1VHIK OIAN
HLtMM
OG SIMINN IR 16S4I
EINN GÓDUR
V4