Dagblaðið - 03.09.1977, Side 23
23
Sjónvarp
9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977.
Útvarp
Sjónvarp annað kvöld kl. 20,30:
Svítur úr Svanavatni
Svanavatnið eftir Tsjaíkovskí
er einhver vinsælasti klassíski
ballettinn sem sýndur hefur
verið. t>ættir úr Svanavatninu
voru syndir á listdanssýningu í
Þjóðleikhúsinu í febrúar. Er það
íslenzki dansflokkurinn ásamt
með sænska ballettdansaranum
Nils-Ake Hággblom sem dansar.
Danshöfundarnir eru Lev Ivanov
og Marius Petipa. Ballettmeistari
Þjóðleikhússins, Natalie Konjus,
stjórnaði. Þættir úr þessari list-
danSsýningu eru á dagskrá sjón-
varpsi'ns annað kvöld kl. 20.30.
Upptökunni stjórnaði Andrés
Indriðason en hún fór fram á leik-
sviði Þjóðleikhússins.
Myndina tók Bjarnleifur á
sýningu Þjóðleikhússins í vetur.
A.Bj.
Sjónvarp á morgun kl. 18,35:
Börn um víða veröld
LÍFIÐ í BAHR
Þetta mun vlst vera algengt fyrirbæri suður I Eþiópiu —
HUNGUBSNEYÐ.
„Eþíópía er eitt af 25 van-
þróuðustu löndum i heimi. Þróun
þar gengur ákaflega hægt, bæði
vegna þess hversu erfitt landið er
yfirferðar og eins af þvl hve
þjóðin er stolt.“ Þetta voru orð
Kristmanns Eiðssonar sem þýðir
þátt um börn í Eþíópíu sem er á
dagskrá I sjónvarpinu á morgun
klukkan hálfsjö. Kristmann er
jafnframt þulur við myndina.
Þessi mynd er ein f flokki
mynda sem nefnist börn um víða
veröld og hefur verið á dagskrá
öðru hverju f sjónvarpinu undan-
farið.
„í upphafi myndarinnar eru
sýndar aðstæður í Eþiópíu. Þrátt
fyrir harða ásælni bæði Evrópu-
manna og nágranna hefur landið
haldið sjálfstæði sínu í yfir 3000
ár. Skammt er síðan Haile
Selassie keisara var steypt og við
tóku herforingjar.
Komið er við I þorpinu Bahr
Dahr við ósa bláu Nilar og lýst
viðhorfum unglinga þar til
menntunar og hvað þeir ætla sér
að verða. Aðalpersónan er piltur
sem heitir Anthene. Hann ætlar
sér að verða hermaður til að verja
sjálfstæði föðurlandsins. Annar
unglingur ætlar að verða læknir
og svo framvegis. Menntun liggur
þó ekki á lausu," sagði
Kristmann.
DS
Útvarp annað kvöld kl. 20,30:
Tvöföld verndarskylda f
þjóðgarðinum á Þingvöllum
— rætt við litríkan og skemmtilegan
mann, sr. Eirík þjóðgarðsvörð
„Mér fannst séra Eiríkur þjóð-
garðsvörður svo litríkur, fróður
og skemmtilegur maður að mér
datt f hug að gefa öðrum lands-
mönnum kost á að kynnast
honum,“ sagði Geir Vilhjálmsson
sálfræðingur í samtali við DB.
Hann ræðir við séra Eirik i út-
varpsþætti annað kvöld kl. 20.30.
„Séra Eiríkur rekur fyrst sinn
eigin feril i samtalinu, sfðan
ræðum við um vernd staðarins,
um Þingvelli og þjóðgarðinn.
Hann segir okkur frá sögu
staðarins, við ræðum um vatnið
og lífríki þess og vandamálin f
sambandi við raforkuverin. Síðan
Sjönvarp á morgun
kl. 21,10:
Húsbsndurog hjú
Uppgjör á
heimilinu
Á morgun er á dagskrá
sjónvarps næstsíðasti þátturinn
að sinni um Húsbændur og hjú.
Næsta sunnudag lýkur svo þeirri
syrpu, sem nú er verið að sýna og
við tekur sænskur þáttur. Hús-
bændur og hjú taka svo við aftur
að tveim vikum liðnum.
Að sögn Kristmanns Eiðssonar,
þýðanda Húsbænda og hjúa,
verður mikið um að vera f þættin-
um á morgun. Hann á að gerast
árið 1914 og þá eru orðnar nokkr-
ar viðsjár með þjóðum Evröpu.
Mikið er einnig um að vera á
heimiii Bellamy-fólksins að
Eatontorgi. Hazel missir fóstur og
þarf að liggja rúmföst. James
fjarlægist hana nokkuð við það og
er f rauninni grútfúll yfir því að
komast ekki á dansleik hjá líf-
varðasveit þeirri sem hann er í.
Þar sem Georgina litla er í
heimsókn hvetur pabbi gamli
James til að taka hana með sér,
sem hann og gerir.
Hazel er ein heima á meðan
James duflar við Georginu og
veldur það vissu uppgjöri milli
þeirra hjóna. Feðgarnir deila
lfka. Og meir að segja hjúin deila
þvf þau taka ekki öll afstöðu með
þeim sama.
Ekki er þó vert að segja hér
hvernig allar þessar deilur enda.
Þátturinn er í litum.
-DS.
«
Georgina litia býst til dansleiks-
ins með hjálp Rósu.
ræðum við um kirkjuna í landinu
og framtíð trúarinnar á íslandi.
Það þarf að sýna mikla aðgát i
vernd náttúrunnar á Þingvöllum,
tvöfalt meiri en annars staðar. Er
þar bæði um að ræða náttúru-
vernd á fallegum stað og svo hins
vegar verndun þjóðlegra og sögu-
legra verðmæta á þeim þjóðlega
helgidómi sem Þingvellir eru.“
— Einhver hélt því fram að
það væru hálfgerð helgispjöll
þegar hluti af veginum i gegnum
þjóðgarðinn var olfumalarborinn.
Rædduð þið nokkuð um hvort
olíumalarbera ætti allan veginn f
gegnum þjóðgarðinn?
„Nei, ekki gerðum við það.
Hins vegar hef ég heyrt að loka
ætti veginum sem liggur fyrir
enda vatnsins, þannig að f fram-
tfðinni verði Gjábakkavegurinn
notaður.
Sums staðar liggur vegurinn
svo fskyggilega nálægt vatninu að
ef bfll færi út af og lenti i vatninu
gæti það hæglega orðið til mikils
skaða fyrir vatnið og lffriki þess.
Þarna valt einu sinni oliubill en
svo heppilega vildi til að hann fór
út af „réttum megin“, eða í áttina
frá vatninu,“ sagði Geir Vil-
hjálmsson.
A.Bj.
Sjónvarp
Sunnudagur
4. september
18.00 Sémon og kritormyndimor.
Breskur myndaflokkur. Þýðandi Ingi
Karl Jóhannesson. Sögumaður Þðr-
hallur Sigurðsson.
18.10 Sögurdr. Smiu. Þrjár bandarlskar-
teiknimyndir, byggðar á sögum eftir
dr Seuss, sem m.a. er kunnur hér á
landi fyrir sögur sinar um köttinn
með höttinn. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson. Aður á dagskrá 9. október
1976.
18.35 Böm um víöa veröld. Þessi þáttur er
um börn í Eþiópiu. Þýðandi og þulur
Kristmann Eiðsson.
Hlé.
20.00 Fróttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Svítur úr Svanavatni. Frá listdans-
sýningu i. febrúarmánuði sl.
Flytjendur íslenski dansflokkurinn,
Nils-Ake Hággbom o. fl. Tónlistin er
eftir Tsjaikovskí. Danshöfundur er
Ivanov og Marius Petipa. Ballett-
meistari Natalie Konus. Stjóm
upptöku Andrés Indriðason.
21.10 Húsbœndur og hjú (L) Breskur
myndaflokkur. óveöur í aösigi.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.00 Þrir þjóöarleiötogar. FVrsta myndin
af þremur um þrjá stjórnmála-
fonngja, sem voru pjóðarleiðtogar og
bandamenn á tímum seinni heims
styrjaldarinnar. Churchill. Roosevelt
og Stalin. 1. þáttur. Winston Churchill.
Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson.
23.00 Aö kvöldi dags.
23.00 Aö kvöldi dags: Séra Jón Dalbú
Hróbjartsson flytur hugvekju.
23.10 Dagskrárlok.
Sunnudagur
4. september
8.00 Morgunandakt. Herra Sigur-
bjöm Einarsson biskup flytur ritning-
arorð og bæn.
8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Otdrattur úr forustugreinum dagbl.
8.30 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Vinsmlustu popplögin
Vignir Sveinsson kynnir.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Morguntónleikar. Sinfónla nr. 41
1 C-dúr (K551) eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart. Sinfóntuhljómsveitin í
Boston leikur; Eugen Jochum stjórn-
Gröndal. Organleikari: Jón G.
Þórarinsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 i liflánni viku. Páll Heiðar Jónsson
stjóraar umræðuþætti.
15.00 MÍBdagietóalafcar Hfóöritun fré
1 i Bonn f maf. Lazar
11.00
f
Prestur: Séra Halldór S.
Berroan leikur planósónötur f c-moll
op. 13 og Es-dúr op. 31 nr. 3 eftir
Ludwig van Beethoven og Sónötu i
h-moll eftir Franz Liszt.
» 16.15 Veöurfregnir. Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Mór datt þafl f hug. Anna Bjamason
blaðamaður spjallar við hlustendur.
16.45 islanzk ainsöngalög: Msrgrét
Eggertsdóttir og Guflnin Tómesdóttir
svngja lög eftir Björn Jakobsson,
Óiafur Vignir Albertsson leikur á
planó.
17.00 Gekk ég yfir sjó og land. Jónas
Jónasson á ferð vestur og norður um
land með varðskipinu Óðni. Sjötti
áfangastaður: Hombjargsviti.
17.25 Hugsum um þafl. Andrea
Þórðardóttir og Gfsli Helgason fjalla
um Gigtarfélag tslands og gigt-
arsjúkdóma (Aður útv. 5 maí).
17.50 Stundarkom mafl þýzka tanór-
söngvaranum Pstsr Schrsisr sem
syngur lög eftir Mendelssohn.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttír. Tilkynningar.
19.25 Lffifl fyrir austan. Birgir Stefánsson
segir frá; — lokaþáttur.
20.00 Islanzk tónUst: Vark aftír Skúla
Halldórsson. a. Sönglög \ió ljóð eftir
öm Arnarson, Pétur Jakobsson og
Jðn Thoroddsen. Svala Nielsen syngur
við undirleik tónskaldsins. b. Svíta.
Sinfóniuhljómsveit Islands leikur;
Páll P. Pálsson stjóraar.
20.30 Haimsókn i Þingvsllabas. Geir
Vilhjálmsson sálfræðingur ræðir við
Eirík J. Eiríksson sóknarprest og
þjóðgarðsvörð um Þingvelli, þjóð-
garðinn, kirkju og trú.
21.15 Saranaöa fyrir strangjasvait op. 6
aftir Josef Suk. Kammersveitin i
Munchen leikúr; Karl Múnchinger
stjórnar.
21.40 „Úr vélegný verksmiöjunnar".
Asgeir Rúnar Helgason og Jakob S.
Jónsson lesa Ijóð eftir Magnús
Jóhannsson frá Hafnarnesi.
22.00 Fréttir.
22.15 Veóurfregnir. Danslög. Heiðar Ast-
valdsson danskennari velur lögin og
kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
Mónudagur
5. september
7.00 Morgunútverp. Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15
(og forustugr. landsmálabl. ). 9.00 og
10.00. Morgunbaen kl. 7.50: Séra Auður
Eir Vilhjálmsdóttir flytur (a.v.d.v.
Morgunstund bsmsnns kl. 8.00: Marinó
L. Stefánsson hcldur áfrani að lesa
sögu slna um ..Manna í Sólhllð** (6).
Tilkynningar kl. 9.30.