Dagblaðið - 14.09.1977, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1:977.
T Vatnið fór úr síð--„^
ustu þrónni ígær ZíS
Vatnið fór úr einu þronni sem
eftir var við Kísiliðjuna við
Bjarnarflag í gærmorgun.
Sprunga liggur í norðaustur í
gegnum þróna og fór vatnið þar
niður. Samkvæmt upplýsingum
Vésteins Guðmundssonar fram-
kvæmdastjóra fannst gatið fljót-
lega og var gert við það í gærdag
og var þá aftur hægt að hefja
dælingu úr þrónni í verksmiðj-
una. Kísilgúrinn sest til botns í
þrónum og hverfur því ekki þó
vatnið fari úr þrónum. Hins vegar
verður vatn að vera í þeim til þess
að pramminn geti dælt upp úr
þeim.
Vésteinn sagði að Kísiliðjan
fengi nú gufu ui einni nolu við
Bjarnarflag, holu 10. Sú gufa
nægði verksmiðjunni nú.
Skjálftavirkni er nú litil, en mikil
gufuvirkni I kringum Kísiliðjuna
og Bjarnarflag og kemur gufa
víða upp úr sprungum og gjótum
þar sem ekki sást gufa áður.
- JH
H
Hér má sjá þróna sem brast í vor
og síðan hefur verið unnið við
viðgerð á. Sprungan sem myndað-
ist nú í siðustu hræringum sést
glöggt á miðri mynd. DB-mynd
Hörður.
Listasafnið
fræðiralmenn
ing um list
„Listasafn íslands byrjaði á
fræðslustarfsemi sinni vorið
1976 með því að gangast fyrir
fræðsluhópum um ýmis efni
myndlistar,“ sagði Ólafur
Kvaran hjá Listasafninu í sam-
tali við DB.
„Þessari starfsemi verður
haldið áfram nú í haust og
vetur. Fyrstu fræðsluhóparnir
byrja 15. september. Verða þeir
um höggmyndalist á 20. öld.
umsjónarmaður Júlíana Gott-
skálksdóttir, ný viðhorf í mynd-
list eftir 1960, umsjónarmaður
Hrafnhildur Schram og um
grafík, umsjónarmaður
Richard Valtengojer Jóhanns-
son. Hver fræðsluhópur kemur
saman einu sinni í viku, tvo
tíma í senn í f jórar vikur.
Fyrirkomulagið er þannig að
umsjónarmaður flytur fram-
söguerindi og síðan geta þátt-
takendur lagt fram spurningar
sínar hvenær sem er en þurfa
ekki að bíða þar til framsöguer-
indinu lýkur.
Þetta fyrirkomulag hefur
mælzt mjög vel fyrir og voru að
jafnaði 15—20 manns í hverj-
um fræðsluhópi,“ sagði Ólafur.
15. október hefjast síðan
tveir fræðsluhópar, annar um
húsagerðarlist á 20. öld, um-
sjónarmaður Hrafn Hallgríms-
son og abstraktlist á 20. öld,
umsjónarmaður Guðbjörg
Kristjánsdóttir.
5. nóvember byrja enn aðrir
tveir, um íslenzka myndlist á
20. öld og myndlist almennt á
20. öld. Umsjónarmaður er
Ólafur Kvaran.
Þá er einnig í ráði að hafa
sérstakar kvikmyndasýningar
um myndlist einu sinni í
mánuði. I október mun Guð-
björg Kristjánsdóttir list-
fræðingur halda fyrirlestur um
íslenzku teiknibókina í Arna-
safni.
Einnig verður efnt til nám-
skeiðs fyrir kennara ef það
mætti verða til þess að auka á
heimsóknir barna á grunn-
skólastigi í safnið. Listasafn Is-
lands hefur einnig hug á að
gangast fyrir fyrirlestrum og
námskeiðshaldi úti á lands-
byggðinni um erlenda og inn-
lenda myndlist.
Þegar hafa verið haldnir
slíkir fyrirlestrar í Borgarnesi,
Selfossi, Akranesi, Blönduósi,
Siglufirði, Isafirði og að Reykj-
um í Hrútafirði. Mæltist starf-
semin vel fyrir og verður henni
væntanlega framhaldið.
- A.Bj.
Axel Björnsson jaröeölisfræöingur
LÆKNAR FRÆÐ-
AST UM GIGTAR-
SJÚKDÓMA
Námskeið fyrir lækna um
gigtarsjúkdóma stendur yfir
þessa dagana i Domus Medica. Er
það haldið á vegum læknafélag-
anna og Gigtsjúkdómafélags ís-
lenzkra lækna.
Á námskeiðinu verða birtar at-
huganir Hjartaverndar á liðverkj-
um meðal tslendinga og einnig
rannsóknarniðurstöður á erfða-
þáttum gigtarsjúkdóma á Islandi.
Þrir fyrirlesarar koma erlendis
frá, prófessor Erik Allender frá
Stokkhólmi sem talar um áhrif
gigtarsjúkdóma á þjóðfélagið,
prófessor W. Watson-Buchanan
frá Glasgow sem fjallar um áhrif
lyfjanotkunar á horfur liðagigtar-
sjúklinga og Helgi Valdimarsson
dósent fjallar um ónæmisfræði og
gigtarsjúkdóma.
Árið í ár er alþjóðlegt gigtarár
og var að því tilefni stofnað Gigt-
sjúkdómafélag Islands.
SÍMI í MÍMI ER 10004
Fjölbreytt og skemmtilegt
tungumálanám.
Líkur á að næsta virka svæði
verði innan Kröfluöskjunnar
„Vissar líkur eru á því ao næsta
hrina og næsta virka svæði verði
innan Kröfluöskjunnar og þá nær
Kröflu en verið hefur í undan-
gengnum hræringum," sagði Axel
Björnsson í viðtali við Dagblaðið í
gær. Svæðið norðan og sunnan við
öskjuna er smám saman að fyllast
.af hrauni og þao eyKur hættuna a
gosi í öskjunni sjálfri.
Landris er hafið að nýju og
þróunin er öll svipuð og var í vor
og hafa grófar spár spáð hræring-
um á nýjan leik eftir þrjá mánuði,
en um það er þó ekki hægt að
segja með vissu. Unnið er að land-
mælingum og upp úr helgi ætti ao
vera hægt að gera alvöruspár.
Allt er nú tiltölulega rólegt á
svæðinu og ekki er að búast við
neinum hræringum þarna á
næstu dögum eða vikum, sagði
Axel Björnsson jarðeðlisfræðing-
ur. - JH
Nákvæm ferðaáætlun fyrir Kfnaför:
Hvorumegin götu
ganga Eyjamenn f Kína?
Tíu Vestmannaeyingar hafa
lagt land undir fót, segir blaðið
Brautin í Eyjum. Aö vísu er það
engin nýlunda að Eyjaskeggjar
ferðist, fáir landsmenn gera
eins mikið að þvi og einmitt
þeir.
En þessir tiu fóru til Kína
undir stjórn Páls Helgasonar og
eiga langa og stranga ferð f.vrir
höndum að sögn blaðsins, Siðan
segir blaðið: „Er okkur tjáð, að
hópurinn hafi þurft að leggja
fram rnjög nákvæma ferða-
áætlun. — jafnvel að tiltaka
hvorum ntegin á götum þeir
hygðust ganga, og m.vndir í
tugatali." -JBP