Dagblaðið - 01.10.1977, Page 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTOBER 1977.
Knattspyrna er án efa sú grein
íþrótta sem langmestum vinsældum á
að fagna hér á landi, sem og víða
erlendis. Hún dregur að flesta áhorf-
endur og skilar þar með mestum arði
í fjárhirzlur íþróttahreyfingarinnar.
Frægastur íslenzkra knattspyrnu-
manna er Albert Guðmundsson og
gerði hann um árabil nafn landsins
frægt um alla Evrópu. Enn þann dag í
dag er hann þekktur erlendis fyrir
þau afrek sem hann vann a knatt-
spyrnusviðinu. Albert var brautryðj-
andi í atvinnumennsku hérlendis en
síðan hafa margir íslenzkir knatt-
spyrnumenn fetað í fótspor hans.
Þekktastir í dag eru þeir Asgeir
Sigurvinsson og Jóhannes Eðvaldsson
en marga fleiri mætti upp telja því
ekki færri en tíu íslenzkir knatt-
spyrnumenn eru nú i atvinnu-
mennsku erlendis.
I Bretlandi má með sanni segja að
knattspyrnan sé þjóðariþrótt. Þar
lifir fólk og hrærist í knattspyrnunni
og er ekki ofsagt að litið sé á knatt-
spyrnumennina sjálfa sem dýrlinga.
Áhorfendur taka svo mikinn þátt í
leiknum að stundum keyrir um þver-
bak. Eftir leiki logar ailt í slagsmál-
um, dómarar fá morðhótanir og við
liggur að þeir þurfi ekki síður
verndar við en sumir þjóðhöfðingjar.
íslendingar eru ekki eins „opin-
skáir" áhorfendur og Bretar en þó
hafa þeir sem viðstaddir hafa verið
úrslitaleiki í enskri knattspyrnu sagt
að sú stemmning sem verið hafi á
áhorfendapöllunum hafi gjörsamlega
hrifið þá með.
En hvað um það. Islendingar sækja
sífellt í sig veðrið á knattspyrnusvið-
inu og sigra jafnvel þjóðir í lands-
leikjum sem hafa eingöngu atvinnu-
mönnum á að skipa í liðum sínum.
Það væri fróðlegt að vita hvenær svo
verður ástatt um íslenzka knatt-
spyrnulandsliðið að í því leiki ein-
göngu atvinnumenn.
- rl.
Hreinskúra mun
hjarta mitt
Pétur Georg var orðinn gamall maður
á stríðsárunum síðari og er nú fyrir
löngu genginn á fund feðra sinna. Hann
var á sinum tima kunnur borgari fyrir
ritstörf, blaðamennsku, þátttöku í verka-
lýðshreyfingunni og stjórnmálum. En
þegar hann sendi frá sér vísur sleppti
hann föðurnafninu en ritaði bæði eigin-
nöfn sín fullum stöfum, eins og hér er
gert. Eftirfarandi vísur eru frá árinu
1942 — Sú fyrsta er um kunnan rithöf-
und.
Óðum magnast orðstír þinn,
öllu þó að ljúgir.
Þér er óhætt enn um sinn
almenningur trúir.
Pétur var um skeið í útvarpsráði og
fannst útvarps- og auglýsingamálið dálít-
ið undarlegt. Hann orti þessa vísu á því
máli:
Samkvæmt heimild háeff Ver
Hörður emmbé fundinn er,
sást frá essess Esjunni,
ennennvaff af Straumnesi.
Svo er hér kvenlýsing.
Létt og ung hún var til víða
að vinna mein.
Grett og þung hún gerði síðan
góðverk ein.
Hernámsvísa.
Víð er þýska vömbin,
hún velur feita sauði.
En Bretinn Ieggst á lömbin.
— Eins líf er annars dauði.
Vísur
Valtýsson
Ferskeytlan er ferðatöm,
—flýgur vítt um geima —
út um höfin er hún söm,
enn sem fyrrum heima.
Æsku vorri — ung og heit —
örfaði 'ún hjartasláttinn.
Síðan títt í lífsins leit
létti hún andardráttinn.
Helgi var áhugasamur útvarpshlust-
andi, einkum á síðari árum.
Utvarpsráð veit engin ráð,
öll er ráðavoðin snjáð,
fárra ráða fáráð náð,
f jöldans ráðaieysi háð.
Og hér er íhugun aldraðs manns.
Öðlist ekki þessi þjóð
þroska á hjartans meiði,
bíður okkar örðug slóð
á Auðnuleysisheiði.
★
Magnús Gislason á Vöglum lést á
síðasta ári aldraður maður. Einhverju
sinni fyrir fjölda mörgum árum hélt
Vísur og
vísnaspjall
Jön Gunnar Jónsson
Og þegar þjóðstjórnin sæla hafði um
hríð setið við völd:
I þessu landi er þjóðstjórn,
í Þýskalandi er blóðstjórn,
í sumum löndum sjóðstjórn,
í sárafáum góð stjórn.
úr bréfum eftir Helga
karlakórinn Heimir söngskemmtun á
Stóru-ökrum, var það á þrettándanum.
Magnús orti.
Eftir gengin glöpin stór
gleði þrengist skíma,
láir enginn karlakór
þó kumri um fengitíma.
★
I vegavinnu voru nokkrir ungir menn
í flokki í dal einum á Norðurlandi. Ball
var haldið og komust sumir í kynni við
heimasætur, einkum þótti ástarævintýri
eins piltanna í frásögur færandi. Um
hann orti verkstjórinn:
Er sá maður ónýtur
til allrar vinnu,
þeirri happ sem hlýtur,
ef Helgi gagnast kvinnu.
★
Hér eru þrjár allgamlar brúðkaups-
stökur með sérstæðum kveðanda.
Að því kimdi öldin þekk,
ýmsir hlóu hlóu,
Oddur sat á brúðarbekk
beint hjá Gróu Gróu.
Lúsagörmum sveipar sig,
svipaður böðli böðli,
en kvinnan ríður kurteislig
keik í söðli söðli.
Dustar lýs af darrastaf
dúka jörðin jörðin.
Hann má prísa héðanaf
Hornaf jörðinn f jörðinn.
e
Kvensamur piltur orti:
Eina veit ég auðgrund hér
illa i lund og karga,
sú vill ekki sinna mér
né sáiu minni bjarga.
Stúlkan svaraði:
Ef að ég er örg i lund
er það varla sáiarneyð,
er þig rekur á minn fund,
aðra skaltu velja leið.
★
Sigurður Jónsson bóndi í Katadal á
Vatnsnesi orti um ógifta stúlku.
Innra lengi ungri mær
ama þrengir dróminn:
Jurt, sem enga frjóvgun fær,
fölnuð hengir blómin.
★
Þeir voru nágrannar í mörg ár ■ í
Hveragerði Jóhannes úr Kötlum og séra
Helgi Sveinsson. Einhverju sinni var
presturinn að mála þak sitt úr allrót-
tækri málningu, gladdi það náttúrlega
auga Jóhannesar. Hann orti:
Hreinskúra mun hjarta mitt
hirðirinn okkar góði
fyrst hann þannig þakið sitt
þvær úr lambsins blóði.
Helgi svaraði:
Þig að fága þýðir lítt,
þú ert ljóti kallinn.
A þér nú er orðið hvítt
ekkert nema skallinn.
J.G.J. — S. 41046.