Dagblaðið - 01.10.1977, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTOBER 1977.
Til sölu
ANDRÉS HÆTTIR FRÆÐSLUSTJÓRN
TIL AÐ RITA KAUPFÉLAGSSÖGU
„Mig langar til að gera þetta.
Ég hafði dregizt á það og ég verð
nú að hrökkva eða stökkva," sagði
Andrés Kristjánsson er frétta-
maður DB spurði hann hvort
hann væri að undirbúa ritun sögu
Kaupfélags Þingeyinga.
„Ég er ráðinn hjá
kaupfélaginu frá 1. október næst-
komandi til tveggja eða þriggja
ára til þess að vinna þetta verk,“
sagði Andrés. Hann bætti við:
„Það má ekki dragast lengur að
ég byrji, því að ráð er fyrir því
gert að ritið komi út á 100 ára
afmæli Kaupfélagsins í febrúar
1982.
Andr*s Krist ;a ísson er kunnur
rithöfundurogritstjóri. sem hefur
að undanförnu verið fræðslu-
stjóri Kópavogskaupstaðar.
Af því starfi lætur hann
nú, alla vega um nokkurt
skeið, til þess að snúa sér að áður-
nefndu verki. Hannkvaðst viða að
sér efni á ýmsan hátt. Meðal
annars myndi hann kanna mikið
safn bréfa, sem væru bæði fyrir
norðan og eins hér. Andrés gat
þess að I undirbúningi væri nú
„Frelsisbarátta Þingeyinga" sem
Gunnar Karlsson lektor ritaði.
Andrés Kristjánsson er ágætlega
ritfær maður. Nokkra alúð leggur
hann trúlega í það verk sem hann
hlýðir köllun til að vinna frekar
en að sitja í tryggilegri stöðu við
menntastjórn I einum stærsta
kaupstað landsins.
Blaðburöarbörn óskast
strax i eftirtalin hverfi:
Skúlagötu 54 og út
Rauðarúrstíg
Álftamýri
Ásgarð
Hólmgarð fró 36 og út
Garðabœ
Lundi,
Sóleyjargata, Fjólugata
Upplýsingar ísíma27022
tMMBIAÐIÐ
9 manna VW-Microbus. Litur rauður og hvítur.
Nýupptekin vél og gírkassi.
Verð kr. 650-700 þús. Til sýnis hjó Vegaleiðum,
Sigtúni 1, R., símar 1-4444 og eftir kl. 18.00 í
símum 86992 og 71749.
Lögreglumenn voru jafnsam-
taka og aðrir opinberir starfs-
menn um að fella beri sátta-
tillöguna um kjör þeirra. Fundir
hafa verið haldnir í vikunni víða
úti um land og einnig I Reykjavík.
Hafa þeir verið mjög vel sóttir og
einhugur mikill meðal félags-
manna sem I fyrsta sinn geta nú
samþykkt eða hafnað tilboði um
launakjör sín.
Myndin er frá fundi lögreglu-
manna I Reykjavlk, Kópavogi og
Hafnarfirði sem héldu sameigin-
legan fund á mánudaginn. t
ræðustóli er formaður Lögreglu-
félags Reykjavlkur, Björn
Sigurðsson.
-DBmynd Sv. Þ.
Ávísanamálið:
„KEÐJUMENN“
KALLAÐIR FYRIR
Yfirheyrslur I ávisanamálinu
hófust á ný fyrir skömmu og hafa
nokkrir aðilja hins meinta
ávlsanahrings verið kallaðir fyrir
Hrafn Bragason dómara.
Snar
þáttur í
framþróun
íslensks
iðnaðar:
flugfrakt
FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR
LSLAJVDS
íi^Veljum islenskt
„Þetta er svo sem ekkert,"
sagði Hrafn I samtali við DB
„Þetta sem við erum að gera núna
eru angar út frá aðalmálinu,
athugun á þvl hvað við verðum að
hafa með og hvað ekki. Þetta er
geysilega umfangsmikið og' allt
verður að skoðast.“
Hrafn kvað yfirheyrslur
væntanlega eiga eftir að aukast á
ný á sfðara stigi rannsóknarinnar.
Hann vildi hins vegar engu spá
um hversu lengi enn rannsóknin
stæði. „Ég er I fríi frá Borgar-
dómi til áramóta til að ljúka þessu
verki,“ sagði Hrafn, „en ég vil
engu spá um hvort það tekst.“
-ÓV.
Kirkjudagur Óháða
safnaðarins á
morgun
Kaffi ogbarna-
bíó eftir messu
A morgun, sunnudag, er
kirkjudagur Öháða
safnaðarins. Hefur hann verið
haldinn einu sinni á ári allt frá
1951 eða árið eftir að
söfnuðurinn varð til. Er hann
haldinn til að auka tengsl og
kynni meðal safnaðarins. Eftir
messu munu konur úr kven-
félagi safnaðarins standa fyrir
kaffisölu I safnaðarheimilinu.
Verður opið inn I kirkjuna og
gefst fólki þá tækifæri til að
skoða hana frá öðru sjónar-
horni en unnt er við messur.
Kirkjan á margt góðra n.una og
má þar á meðal nefna altaris-
töflu eftir Jóhann Briem og
skírnarfont eftir Asmund.
Jafnframt kaffisölunni verður
börnunum boðið upp á mynda-
sýningu klukkan hálffimm og á
meðan börnin eru I biói fáfor-
eldrarnir sér kaffisopa.
Unglingar í
ránsferð í
Grafningi
I gær hafði lögreglan hendur
I hári nokkurra ungra pilta sem
við rannsókn reyndust hafa
verið nokkuð afkastamiklir við
stuld I sumarbústöðum I
Grafningi vestan Þingvalla-
vatns.
Sást til piltanna i gær og sat
lögreglan fyrir þeim er þeir
komu í bæinn. Stóðu yfir-
heyrslur fram á kvörd I gær.
Nokkurt þýfi fannst I bíl þeirra
en annað höfðu þeir skilið eftir
„á flóttanum". En I marga
bústaði höfðu þeir farið.
-ASt.